Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 24
BAKSVIÐ Ingvar P. Guðbjörnsson ipg@mbl.is E mbætti biskupsins yfir Íslandi hefur verið til frá árinu 1801 þegar konungur úrskurðaði að leggja skyldi niður bisk- upsstólana í Skálholti og á Hólum og í staðinn skyldi Ísland verða eitt bisk- upsdæmi með aðsetur biskups í Reykjavík. Síðan þá hafa þjónað þrett- án biskupar og sá fjórtándi verður vígður í sumar. Saga íslenskra biskupa nær þó mun lengra aftur, en fyrsti íslenski biskupinn, Ísleifur Gissurarson, vígð- ist árið 1056 og bjó í Skálholti. Hóla- stifti varð til árið 1106 þegar Jón Ög- mundarson var vígður til Hólabiskups og frá þeim tíma og fram til ársins 1798 voru tveir biskupar á Íslandi, en það ár lést síðasti Hólabiskupinn. Geir Vídalín var biskup í Skálholti á þess- um tíma og skipaði konungur hann biskup yfir Íslandi í nóvember árið 1801. Dró úr áhrifum biskups Á þessum tíma hafði staða bisk- ups og kirkjunnar veikst vegna efna- hagsþrenginga og stóráfalla í sögu þjóðarinnar á seinni hluta 18. aldar og enn átti eftir að sverfa að embættinu þegar völd þess og áhrif urðu minni. Ekki bætti úr skák að biskupinn á Hólum var látinn og enginn hafði verið skipaður í hans stað. Byggingar í Skál- holti skemmdust mikið eða hrundu all- flestar í Suðurlandsskjálftanum árið 1784 og staðurinn var því mjög lask- aður. Frá stofnun embættis lands- höfðingja, árið 1873, dró talsvert úr ábyrgð og valdi biskups. Trúfrels- isákvæði í stjórnarskránni 1874 dró síst minna úr áhrifum embættisins og þegar heimastjórn árið 1904 kom til og veraldlegt vald færðist frá Kaup- mannahöfn til Reykjavíkur dró enn úr áhrifum biskupsins. Á 20. öldinni hafa biskupar oftast nær notið hylli þjóðar og embættið hefur alltaf þótt mikil virðingarstaða í samfélaginu. Árið 1909 voru gömlu biskups- stólarnir endurreistir sem vígslubisk- upsstólar. Það þótti nauðsynlegt til þess að í landinu væru biskupar sem gætu vígt nýja biskupa í embætti, en auk þess fengu vígslubiskupar ákveðið stjórnsýsluhlutverk innan kirkjunnar og eru staðgenglar biskups Íslands. Starfssvið biskups er skilgreint í lögum um þjóðkirkjuna: „Biskup Ís- lands hefur tilsjón með kristnihaldi, kenningu kirkjunnar og starfi hennar í landinu. Hann er forseti kirkjuráðs. Hann fylgir eftir reglum er kirkju- þing setur, samþykktum kirkjuþings og markaðri stefnu þess og presta- stefnu og hefur ákvörðunarvald um einstök mál.“ Biskupsembættið er eftirsótt Biskupsembættið hefur ávallt verið eftirsótt og þó svo að nú hafi í fyrsta sinn farið fram kosningabar- átta, með breyttu kosningafyrir- komulagi, hafa fylkingar innan kirkj- unnar oftar en ekki tekist á þegar kemur að vali á nýjum biskup. Það var stórt lýðræðisskref að veita sókn- arnefndarformönnum kosningarétt í biskupskjöri og leikmenn þjóðkirkj- unnar voru nú fleiri en hinir vígðu á kjörskrá. Fyrrverandi forseti kirkju- þings lét þá skoðun sína í ljós á þessu ári að hann vildi sjá kirkjuna lýðræðisvæðast enn meira með því að gefa öllum innan hennar kosningarétt í biskupskjöri. Má að því leiða líkur að slík viðleitni sé til þess að rétta við ímynd kirkjunnar, sem hefur látið á sjá undanfarin ár. Þegar biskupasagan er skoðuð kemur í ljós að tvennir feðgar hafa gegnt embættinu, annarsvegar Karl Sigurbjörnsson og Sigurbjörn Ein- arsson og hinsvegar Pétur Sigur- geirsson og Sigurgeir Sigurðsson. Staða kvenna í kirkjunni hefur breyst mikið frá því að fyrsti kven- presturinn var vígður árið 1974 til dagsins í dag. Þrjár konur hafa boðið sig fram til biskups, fyrst ein árið 1997 og svo tvær nú þegar kona sigr- aði í biskupskosningu í fyrsta sinn. Löng hefð er fyrir því að kalla biskupinn herra, en nú verður breyt- ing á þegar frú Agnes M. Sigurðar- dóttir tekur vígslu biskupsins yfir Ís- landi hinn 24. júní í sumar. Morgunblaðið/RAX Biskupskirkja Dómkirkjan í Reykjavík, embættiskirkja biskups Íslands og höfuðkirkja hinnar lúthersku þjóðkirkju Íslands, var byggð árið 1787. Frú Agnes verður 14. biskupinn yfir Íslandi Biskupar yfir Íslandi » 1801 Geir Vídalín » 1824 Steingrímur Jónsson » 1846 Helgi G. Thordersen » 1866 Pétur Pétursson » 1889 Hallgrímur Sveinsson » 1908 Þórhallur Bjarnarson » 1917 Jón Helgason » 1939 Sigurgeir Sigurðsson » 1953 Ásmundur Guðmundsson » 1959 Sigurbjörn Einarsson » 1981 Pétur Sigurgeirsson » 1989 Ólafur Skúlason » 1998 Karl Sigurbjörnsson » 2012 Agnes M. Sigurðardóttir 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Væri staðan íatvinnu-málum hér á landi ekki jafn al- varleg og raun ber vitni mætti hafa gaman af lestri skýrslu sem forsætisráðherra birti í gær um framvindu verk- efnisins Ísland 2020. Þetta verkefni er sagt „framtíðarsýn um öflugra atvinnulíf og sam- félag“ og er nokkuð sem ríkis- stjórnin hefur unnið að um langt skeið. Skýrslan nýja væri brosleg lesning ef veruleikinn væri ekki sá að stór hluti lands- manna glímir við erfiðleika ein- mitt vegna framkvæmdar á stefnu ríkisstjórnarinnar í at- vinnumálum. Með miklum ólíkindum er að lesa þessa skýrslu forsætisráð- herra þar sem í löngu máli er fjallað um öll hin miklu áform um öflugra atvinnulíf þegar fyrir liggur að á sama tíma og skýrslan er skrifuð hefur rík- isstjórnin ekkert gert til að styðja við atvinnulífið í landinu nema síður sé. Á þeim tíma sem fjöldi atriða sem snúa að at- vinnuuppbyggingu er sagður „í vinnslu“ í skýrslunni hefur rík- isstjórnin lagt steina í götu at- vinnulífsins, gert atlögu að því og reynt að rífa það niður. Nefna má fyrsta kafla skýrslunnar, sem ber nafnið Atvinnustefna. Þar segir að einn af útgangspunktum vinn- unnar hafi verið að hlutverk stjórnvalda sé „að skapa at- vinnulífinu samkeppnishæft rekstrarumhverfi og tryggja áreiðanlega og skilvirka stoð- þjónustu.“ Nú hljómar þetta auðvitað ágætlega, alveg þangað til þetta er borið saman við störf ríkisstjórnarinnar. Þegar það er gert verður strax ljóst að þetta eru orðin tóm. Sama er að segja um kaflann Sóknaráætlun landshluta í skýrslunni. Þetta verkefni er líkt og flest önnur sagt „í vinnslu“, en veru- leikinn er sá að sóknaráætlun rík- isstjórnarinnar fyrir landshlutana hefur í framkvæmd verið sú að ráðast gegn langsterkustu atvinnu- grein landsbyggðarinnar, sjáv- arútveginum, á sama tíma og uppbygging orkufreks iðnaðar hefur verið hindruð. Kaflinn um samkeppnis- hæfni þjóðarbúsins er jafn fjar- stæðukenndur, enda augljóst að með fjandsamlegri stefnu sinni í garð atvinnulífsins hefur samkeppnishæfni landsins hrakað. Og ekki er kaflinn sem ber heitið „Sanngjarnt og sam- keppnishæft skattkerfi“ síður fráleitur í ljósi reynslunnar. Þar er sagt frá því að nefnd sé að störfum sem hafi annars vegar „styrka fjáröflun hins opinbera“ að markmiði og hins vegar það að „móta skattkerfið að markmiðum stjórnvalda í samfélagslegum málefnum, umhverfismálum og efnahags- málum almennt.“ Allir vita hvað þetta felur í sér þegar nú- verandi ríkisstjórn er annars vegar. Að tala um „samkeppn- ishæft skattkerfi“ er því miður verstu öfugmæli. Þessi nýja skýrsla forsætis- ráðherra hefur enga þýðingu aðra en ef til vill þá að minna á hve hörmuleg staða atvinnu- og efnahagsmála er í raun. Á með- an stjórnartaumarnir eru í höndum þeirra sem enga at- vinnustarfsemi mega sjá án þess að vilja auka skattbyrði hennar og engar hugmyndir um atvinnuuppbyggingu mega heyra án þess að vilja bregða fæti fyrir þær, er vinna við skýrslu eins og þá sem for- sætisráðherra hefur nú birt ekkert annað en sóun á opin- berum fjármunum. Öfugmælin verða ekki öllu verri en í nýrri skýrslu forsætisráðherra} Fjarstæðukennd skýrsla Bjarni Bene-diktsson, for- maður Sjálfstæð- isflokksins, ræddi um aðildarviðræð- urnar við Evrópu- sambandið undir skýrslu utanríkisráðherra til þingsins í gær. Í ræðu hans kom fram að viðræðurnar væru þegar orðnar lengri en nokk- urrar annarrar þjóðar í sam- bærilegri stöðu. Í aðdraganda umsóknar- innar, sem þvinguð var í gegn- um Alþingi sumarið 2009, var því stöðugt haldið fram að Ís- lendingar fengju flýtimeðferð hjá ESB. Þinginu lægi mikið á að samþykkja umsókn því að Svíar væru í for- svari og yrðu að miklu gagni. Og Ís- land gæti jafnvel tekið upp evru í miðjum aðlögun- arviðræðunum, jafn eftirsóknarvert og það hefði nú verið. Nú er komið á daginn að allt voru þetta tóm ósannindi eða í besta falli hugarburður og ósk- hyggja. Og þegar staðan er orðin sú að viðræðurnar eru látnar dragast á langinn þann- ig að eftir er tekið og vand- ræðalegt er orðið, þá hljóta jafnvel þeir sem lifað hafa í draumaheimi að fara að ranka við sér. Hversu lengi á að halda áfram við- ræðum sem enginn vilji er til að ljúka?} Flýtimeðferð í hægagangi V ið verðum að staldra við og spyrja okkur; hvert við erum að stefna í uppeldismálum.“ Þetta segja tveir Norðmenn, heimspekingurinn Arne Vetlesen og uppeldisfræðing- urinn Per Bjørn Foros í nýrri bók sinni sem heitir Angsten for oppdragelsen eða Uppeld- ishræðslan. Þar leiða þeir líkum að því að foreldrar og þeir sem starfa við uppeldi og menntun barna þori ein- faldlega ekki að ala upp börn. Orðið uppeldi sé lit- ið hornauga og fyrir lifandis löngu komið á bannlista. Þess í stað fari öll samskipti fullorð- inn og barna fram á einhverjum vettvangi sem skilgreint sé sem jafnréttisgrundvöllur og það valdi óöryggi, bæði hjá börnum og full- orðnum. Afleiðingin er, að mati Norðmann- anna, að fullorðnir víkja sér undan þeirri ábyrgð sem þeim ber að taka á uppeldi og þroska barna sinna. Í staðinn hafi þeir velt þessari ábyrgð yfir á börnin sjálf, sem séu ekki að neinu leyti í stakk búin til að standa undir henni og nú sé svo komið að börn taki sífellt fleiri og mikilvægari ákvarðanir um eigið líf á unga aldri. Þeir segja að margir leggi uppeldi að jöfnu við vald- beitingu. „Fullorðnir mega ekki segja börnum til, mega alls ekki reiðast þeim, ekki ávíta þau og ekki gefa til kynna á neinn hátt að þeir viti betur en þau eða hafi á einhvern hátt meiri völd en þau. Við erum orðin hrædd við að taka á okkur ábyrgð á uppeldi barnanna, “ segja höfundarnir. Þetta segja þeir ekki nýtilkomið, þessi hug- myndafræði hafi þróast í hálfa öld og að þetta einskorðist ekki við Noreg, heldur meira eða minna allan hinn vestræna heim. Norðmennirnir segja að hugmyndin um þetta jafnræði á milli fullorðinna og barna hafi náð einstaklega sterkri fótfestu á Norðurlönd- unum. Það hafi meðal annars gerst eftir upp- gjör við uppeldishugmyndir fyrri tíðar sem einkenndust af skilyrðislausri hlýðni barna. Margt bendir til þess að margt af þessu eigi ekki síður við hér á landi. Í ágætri bók sinni, Uppeldi er ævintýri, sem kom út fyrir síðustu jól talar Margrét Pála Ólafsdóttir um að barnauppeldi sé í flestum tilvikum eitt af mörgum hjáverkum foreldra. Hún bendir á þá þversögn sem í því felist, því að uppeldi barna hafi líklega sjaldan eða aldrei verið flóknara verkefni en einmitt nú. Á vegum flestra fjölmiðla eru gefin út sérblöð eða haldið úti vefsíðum þar sem fjallað er um brýn málefni á borð við hvernig léttast megi um átta kíló á níu dögum, hver fór út að borða með hverjum, eða hver eignaðist (eða eignaðist ekki) barn með einhverjum öðrum. Eng- inn íslenskur fjölmiðill sér ástæðu til þess að halda úti markvissri umfjöllun um uppeldismál, sem ætti þó að vera eitt af stóru málunum, þar sem allflest fólk tekst á við þetta hlutverk í lífinu. Fyrirsögn mest lesnu fréttarinnar á mbl.is hefur að minnsta kosti aldrei verið neitt í líkingu við: „Tíu ráð til að ala barnið þitt upp á 20 dögum.“ annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Bannorðið uppeldi STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.