Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 40
40 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gefðu þér tíma til að sinna heimilinu og lyfta því upp með því að mála eða færa til húsgögn. Ekki deila við þá sem eldri eru og þér lífsreyndari. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú ættir að endurskoða afstöðu þína í ákveðnu máli. Gleymdu því ekki að sjálfsvirð- ing þín skiptir jafnmiklu máli og virðing ann- arra. Mundu að ekki eru allir viðhlæjendur vinir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Gleymdu þér ekki í eigin velgengni, þótt gaman sé að baða sig í sviðsljósinu. Nýttu tækifærið til að ganga í augun á einhverjum – aðstæður verða aldrei þær sömu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þekking er voldugt afl og þú þarft að nýta þekkingu þína betur en þú hefur gert hingað til. Þú vilt hafa nóg fyrir stafni og þú ert líka afar forvitin/n. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Stjörnurnar vilja minna þig á að stundum þarf að hafa fyrir ástinni. Ekki láta sjá þig með hverjum sem er. Þú ættir að hlusta betur á lík- amann en þú gerir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Láttu það ekki koma þér á óvart ef þú færð atvinnutilboð sem þú hefur þegar hafnað. Reyndu að venja þig á að fylgjast betur með eyðslu þinni. Vertu einbeitt/ur. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gefðu fólki meira en það býst við án þess að láta í ljós að þú sért þér meðvitandi um það. Rifrildi er í uppsiglingu, það er ágætt, það hreinsar jú loftið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Listrænt auga þitt þráir smá- skammt af stórkostlegri list. Njóttu góðra stunda með öðrum og þiggðu öll boð sem ber- ast. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er margt sem gengur þér í haginn þessa dagana. Bara tilhugsunin um vel- gengni getur bjargað deginum, ef ekki vill bet- ur. Þú ættir að heimsækja vini oftar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er yndislegt þegar fólk kann að meta og samþykkir einstaka kosti þína. Mis- skilningurinn er fljótur að verða til ef menn þurfa að geta í einhverjar eyður. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft ekki að óttast að leggja starf þitt undir dóm annarra. Hugsaðu málið vel áður en þú lætur það eftir þér að eyða pen- ingum í óþarfa. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú ert þekkt/ur fyrir líflegt ímyndunar- afl sem þú getur notað bæði til að leysa og skapa vandamál. Einhver nákominn á í vanda sem enginn veit af. Af sjónleysi, heilsuleysi, fótaveiki og litlu verki skrifar Björn Ing- ólfsson skemmtilega hugleiðingu á Leirnum, póstlista hagyrðinga: Í rannsóknum mínum í gær komst ég að því að í Grýtubakkahreppi voru 19 hreppsómagar 1881. Ásigkomulagi þeirra var lýst með ýmsu móti: Örvasa, hrumleg, vesalingur, ófermdur, sjónlaus, heilsuveik, fótaveik, verklítill, tekin að hrymast. Sumir voru talsvert yngri en ég er núna og þess vegna fór ég að bera þessar einkunnir við sjálfan mig. Komst að því að ekkert passaði nema helst þessar tvær síðustu. Síðan að fór ég að frymast í fyrstu og myndast og limast er talsverður spölur. Ég er tekinn og fölur og held ég sé farinn að hrymast. Eins og nærri má geta stóð ekki á svari. Ármann Þor- grímsson var fljótur til: Við að lesa um ástand mannfólks í Grýtubakkahreppi 1881 sem Björn hefur verið að skoða vakn- ar ósjálfrátt sú hugsun hvernig það sé í dag bæði þar og annars staðar. Eins og Björn beinir mað- ur huganum fyrst að sjálfum sér. Orðið gamalt úrelt skar oftast fúll í sinni og til skammar alls staðar eiginkonu minni. En Davíð Hjálmar yrkir þeim til uppörvunar; maður sem fer engar fjarlægðir nema skokk- andi: Þó að bætist ört við ár úfið skap má laga: Farðu á stökk sem fælinn klár um fjöll og gróna haga. Hjálmar Freysteinsson yrkir að gefnu tilefni: Metorðagirndar margur var marki brenndur. Færri verða forsetar en frambjóðendur. Er Sigrún Baldursdóttir var spurð hvernig henni litist á for- setaframbjóðendur í ár á fundi Kveðanda svaraði hún: Hugur minn og hjarta geymir heita ósk og von. Mig allar nætur ákaft dreymir Ástþór Magnússon. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af sjónleysi, heilsuleysi, fótaveiki og litlu verki G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd VARIÐ YKKUR Á HUNDINUM EF ÞÚ ERT MEÐ SVONA SKILTI ÞÁ ÞARFTU EKKI EINU SINNI HUND AF HVERJU ERTU AÐ HORFA Á SJÓNVARPIÐ? HVAÐ MEÐ GÚLLÍVER? LITLA SYSTIR ER FARIN AÐ REKA Á EFTIR MÉR ÞAÐ ER FARIÐ AÐ LÍÐA AÐ LOKUM JÓLAFRÍSINS LOK JÓLAFRÍSINS LÍÐA EKKI... ...ÞAU STÖKKVA Á MANN HELGA, HVER VAR AÐ BANKA? ÞAÐ ER LÆKNIRINN OKKAR HANN SPYR HVORT EITTHVERT OKKAR SÉ VEIKT MIKIÐ HLÝTUR AÐ VERA LÍTIÐ AÐ GERA HJÁ HONUM HVAR ER RUNÓLFUR? HANN VANN RÉTTINN TIL AÐ FYLGJA „HELLO KITTY” Í ÞAKKARGJÖRÐAR- SKRÚÐGÖNGUNNI GERIR HANN SÉR GREIN FYRIR ÞVÍ AÐ HANN VANN RÉTT Á ÞVÍ AÐ GANGA MEÐ BLÖÐRU Í SKRÚÐGÖNGUNNI? BLÖÐRU? ÞÚ ERT SVO MIKLU STÆRRI EN ÞÚ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VERA Í SJÓNVARPINU Hjarta borgarinnar hefur alltafverið gamla höfnin og næsta ná- grenni. Icelandair Hótel Reykjavík Marina í gamla Slipphúsinu við Mýr- argötu gefur svæðinu nýtt líf og bind- ur skemmtilega saman miðbæinn og Grandann. x x x Allir Íslendingar tengjast sjónum áeinn eða annan hátt þó að fæstir hafi migið í saltan sjó. Sjávarútvegur hefur ætíð verið undirstaða búsetu í landinu og mörg sveitarfélög hafa lagt áherslu á að viðhalda þekkingu um liðna tíma með söfnum eins og Síldarminjasafninu á Siglufirði og Sjóminjasafninu í Reykjavík. x x x Víkverji setti sig í spor ferðamannsog gekk um miðbæinn um ný- liðna helgi. Minjagripabúðirnar vöktu ekki sérstaka athygli og verðið fyrir tebolla á kaffihúsum við Laugaveg og Austurvöll kallaði ekki beint á göngu- garpinn. Hins vegar togaði sjórinn í og lífið við höfnina sveik hvorki hann né aðra. Þar gegndu veitingahúsin á svæðinu veigamiklu hlutverki. x x x Á árum áður fóru strákar í Vest-urbænum gjarnan niður á höfn til þess að veiða í soðið. Veiðarfærin voru ekki merkileg, snærisspotti og öngull, og beita fékkst hjá nær- stöddum sjómönnum. Meira þurfti ekki til og aldrei fóru menn heim með öngulinn í rassinum. x x x Þegar Víkverji gekk framhjá einuveitingahúsanna var kallað á hann. Þar var gamall skólafélagi og fljótlega bættist sá þriðji í hópinn. Gamli tíminn á svæðinu var öllum efst í huga en þeir áttu það líka sam- eiginlegt að sjá ótal tækifæri við höfnina til viðbótar við líflega starf- semi. Á næsta veitingastað biðu nokkrir jafnaldrar eftir því að fara á sjóstöng og gönguhópur aldinna Vesturbæinga hvíldi lúin bein á Slipp- barnum í nýja hótelinu eftir menn- ingargöngu meðal annars um göt- urnar sem allar minna á sjó. Mikilvægi hafnarsvæðisins fór ekki á milli mála. Víkverji Orð dagsins: En nú varir trú, von og kærleikur, þetta þrennt, en þeirra er kærleikurinn mestur. (I.Kor. 13, 13.) DÚKA KRINGLUNNI SÍMI: 533 1322 SMÁRALIND SÍMI: 564 2011 Kíktu á brúðkaupsdaga í Smáralind um helgina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.