Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 31
fyrirmenn og alþýðu, sem þá fjöl-
mennir í búðina til innkaupa og al-
menns mannfagnaðar. Hefur
hann jafnan boðið mér að koma á
Goldfinger í Kópavogi, þar verði
mér allur beini veittur án greiðslu,
en þrátt fyrir þessi góðu boð hef
eg ekki komið á þann merka stað-
.Og að öllu þessu sögðu hef eg allt-
af talið til skuldar við þessa heið-
ursmenn báða, Halla minn
Blöndal og Geira gullputta og tek
hatt minn ofan í virðingu við hinn
látna veitingamann, sem átti
sannarlega margar góðar hliðar í
því görótta lífi, sem hann lifði í
rökkurheimum lífsins.
Þrjá erfingja á hver maður:
mennina, moldina og sálarinnar
meðtakara.
Bragi Kristjónsson
og Ari Gísli Bragason.
Haustið 1963 voru nemendur
að flykkjast að Laugarvatni. Í
Hlíðinni höfðum við Þór Kröyer
komið okkur fyrir í herbergi sem
var fyrir þrjá. Það vantaði einn og
við vissum ekkert hver hann var.
Allt í einu breyttist allt. Hávaða-
samur strákpolli kom blaðskell-
andi. Það var engin lognmolla í
kringum hann. Geiri var kominn.
Mættur á svæðið. Hann talaði hátt
og hló hátt og það fór í alla staði
nokkuð fyrir honum. Geiri var
hvorki betri né verri námsmaður
en við hinir og oft glatt á hjalla.
Stundum var tuskast en aldrei í
illu.
Þegar upp var staðið var slag-
urinn búinn. Á Laugarvatni er
Geiri eftirminnilegastur fyrir
Spæjarabókina. Þar skráði hann
ýtarlega hverjir felldu hugi sam-
an. Hann þreif bókina upp úr vasa
sínum með hægri hendi og sló með
tilþrifum í þá vinstri og sagði hátt
og snjallt: Spæjarabókin mín.
Lífshlaup Geira var skrautlegt
og fjölbreytt. Eitt sinn er hann
hafði gerst veitingamaður í
Reykjavík kom ég við á barnum.
Hann þreif umsvifalaust stórt glas
og fór að láta renna í bjór. Hver
ætlar að borga bjórinn hans
Sigga? Hver ætlar að borga bjór-
inn hans Sigga? endurtók hann
hátt og snjallt og svo teygði hann
sig í vasa, eftir kreditkorti næsta
manns sem stóð fyrir framan bar-
inn og tilkynnti honum að honum
hlotnaðist sá heiður að borga bjór-
inn hans Sigga.
Næst lágu leiðir okkar saman
fyrir nokkrum árum í Póllandi.
Við vorum í hópi fólks sem fór með
Jónínu Ben. Að venju var Geiri
hrókur alls fagnaðar. En þar reis
sól hans hæst er hann var kór-
drengur við messu hjá Gunnari í
Krossinum. Að leiðarlokum færi
ég börnum hans og aðstandendum
öllum samúðarkveðjur. Geiri var
góður gæi.
Sigurður Hróar
Guðmundarson.
Okkur setti hljóða við andláts-
frétt vinar okkar til rúmlega þrjá-
tíu ára. Vinátta okkar teygðist í
átt að börnum okkar og úr varð
vinskapur á milli okkar allra.
Þremur dögum fyrir andlát hans
náði ég einmitt í lilluna okkar til
hans þar sem hún var ásamt dótt-
ur hans og eins og alltaf áður kom
hann fagnandi á bílaplaninu. Það
er mikill missir og stórt skarð
höggvið í vinahópinn en með sam-
heldni, virðingu og hlýhug er
hægt að viðhalda minningu okkar
mikla vinar. Það hafa mörg tár
fallið hjá dóttur okkar og þung
sporin sem hún gengur síðasta
spölinn með honum en svo mikill
vinskapur tókst á með þeim að
daglegt samband var þar á milli
og nánast daglega eftir samtal
þeirra á milli kom hún hlaupandi
með þeim orðum: Ég elska Geira,
hann er æði.
Elsku Geiri, innilegar þakkir
fyrir vináttuna í gegnum árin.
Megir þú halda fast í þá gleði og
hlýju sem einkenndi þig áfram í
það ferðalag sem þú ert að hefja.
Elsku Jaroslava og börn ykkar
Geira, megi allar vættir vernda
ykkur og styrkja við ykkar mikla
missi. Ást og virðing.
Heiðar, Katla og börn.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012
✝ Jóhanna Guð-björg Gunn-
laugsdóttir fæddist
á Blönduósi 29. des-
ember 1924. Hún
lést á Landakots-
spítala í Reykjavík
18. apríl 2012.
Foreldrar Jó-
hönnu voru hjónin
Gunnlaugur Bene-
dikt Björnsson, f.
18.3. 1897, d. 8.5.
1978, og Ósk Ingibjörg Þorleifs-
dóttir, f. 12.7. 1884, d. 14.7.
1967. Hálfbróðir Jóhönnu var
Þorleifur Ingimundarson, f.
21.6. 1905, d. 19.11. 1918.
Jóhanna giftist 15.5. 1948
Sigmari Hróbjartssyni múr-
arameistara, f. 24.5. 1919. Þau
skildu 1976. Börn þeirra eru: 1)
Bergdís Ósk Sigmarsdóttir
skrifstofumaður, f. 15.5. 1947,
gift Davíð W. Jack flugvirkja, f.
25.6. 1945. Synir þeirra eru: a)
Róbert Jack, f. 8.8. 1971, kvænt-
ur Díönu Dröfn Heiðarsdóttur,
f. 5.1. 1973. Börn þeirra eru
Agata Erna, Daníel Heiðar og
Kormákur Nói. b) Sigmar Jack,
f. 6.6. 1974, kvæntur Önnu
Kristínu Úlfarsdóttur, f. 28.7.
1974. Börn þeirra eru Hilmir
1982, er í sambúð með Ísaki
Stefánssyni, f. 21.4. 1976. Dóttir
þeirra er Katrín Silva. b) Andri
Freyr Árnason, f. 8.7. 1987, er í
sambúð með Elina Gundersen, f.
6.7. 1993.
Jóhanna var síðar í sambúð
með Ólafi M. Magnússyni, f.
22.9. 1920, d. 18.6. 1991. Vinur
og samferðamaður Jóhönnu hin
síðari ár var Árni Eymar Sig-
urbjörnsson, f. 29.8. 1927, d.
28.7. 2009.
Jóhanna ólst upp á heimili
foreldra sinna að Efri-
Harrastöðum í Skagahreppi.
Hún var við nám í Kvennaskól-
anum á Blönduósi 1944-45 og
stundaði ásamt manni sínum bú-
skap á Efri-Harrastöðum til
1955 er þau fluttu til Skaga-
strandar. Á Skagaströnd vann
Jóhanna við fiskvinnslu og
fleira uns hún réðst sem útibús-
stjóri hjá Kaupfélagi Skag-
strendinga þar sem hún starfaði
til 1968 er hún flutti til Garða-
bæjar. Hún var verslunarstjóri í
Vogue í Hafnarfirði í nokkur ár,
vann um árabil í Bitabæ í Garða-
bæ og stundaði síðan ýmis versl-
unar- og þjónustustörf. Jóhanna
tók virkan þátt í félagsstarfi
bæði á Skagaströnd og eins eftir
að hún flutti suður. Hún hafði
yndi af alls kyns hannyrðum
sem hún stundaði til síðasta
dags.
Útför Jóhönnu fer fram frá
Garðakirkju á Álftanesi í dag,
27. apríl 2012, kl. 15.
Davíð, Brynjar Ax-
el og Freyja Ísa-
bella. 2) Gunn-
laugur Gísli
Sigmarsson við-
skiptafræðingur, f.
26.6. 1949, kvæntur
Steinunni Fríðhólm
Friðriksdóttur
verslunarmanni, f.
17.8. 1948. Börn
þeirra eru: a) Jó-
hanna Gunnlaugs-
dóttir, f. 15.5. 1970. b) Ragnar
Friðrik Gunnlaugsson, f. 8.2.
1974. 3) Sigurþór Heimir Sig-
marsson, starfsmaður Securitas,
f. 14.8. 1960, er í sambúð með
Þjóðbjörgu Hjarðar Jónsdóttur
skrifstofumanni, f. 4.7. 1965.
Sonur þeirra er: a) Benedikt Ar-
on Sigurþórsson, f. 13.11. 1999.
Börn Sigurþórs Heimis og Arn-
heiðar Ragnarsdóttur, f. 4.9.
1960, eru: b) Sigríður Ragna
Sigurþórsdóttir, f. 25.9. 1984, er
í sambúð með Sigurði Pétri
Ólafssyni, f. 6.5. 1982. Sonur
þeirra er Ólafur Breki. c) Sig-
urþór Arnar Sigurþórsson, f.
1.12. 1990. d) Guðbjörg Ósk Sig-
urþórsdóttir, f. 23.5. 1992. Börn
Þjóðbjargar eru: a) Ragnheiður
Ágústa Árnadóttir, f. 16.12.
Þegar ég hitti Jóhönnu mánu-
daginn 16. apríl, grunaði mig ekki
að þetta væri okkar síðasti fund-
ur þó að veikindi hefðu herjað á
hana undanfarna mánuði. Það
var alltaf gott að koma til Jó-
hönnu, hún var margfróð um
ýmsa hluti og gaman að spjalla
við hana. Þannig háttaði til að Jó-
hanna var sambýliskona föður
míns í ein sjö ár eftir að móðir
mín lést. Þetta var farsælt sam-
band, áhugamálin lík, hesta-
mennska, ferðalög, saga og ætt-
fræði. Þau byggðu sér hlýlegt
heimili í Grænuhlíðinni og
skömmu áður en faðir minn fór á
eftirlaun keyptu þau sér sum-
arbústað og strax var hafist
handa við lagfæringar á honum.
En stundirnar þar urðu ekki eins
margar og að var stefnt því faðir
minn lést ári síðar. Við héldum
samt áfram góðu sambandi við
Jóhönnu, enda var hún orðin ein
af fjölskyldunni og sú föðuramma
sem yngsta dóttir okkar Hildar
þekkti.
Jóhanna var Húnvetningur og
í góðu spjalli leið aldrei á löngu
uns hugurinn var floginn þangað,
hún þekkti vel fólk og staðhætti í
Húnavatnssýslunum og unni
sinni heimabyggð. Það var ekki
komið að tómum kofanum þegar
fræðast þurfti um hennar heima-
hérað, hún kunni söguna vel, og
ættfræði var henni í blóð borin.
Jóhanna hafði gaman af bókum
og var fróð um velflestar bækur
sem gefnar höfðu verið út á land-
inu, enda greip hún endrum og
eins í að selja notaðar bækur, og
þar var ekki slegið slöku við.
Einnig batt hún töluvert inn og
var handbragðið glæsilegt. Allt
lék í höndum hennar og var hún
eftirsóttur starfskraftur.
Að leiðarlokum ber að þakka
fyrir allar góðu samverustund-
irnar. Við Hildur sendum fjöl-
skyldu Jóhönnu innilegustu sam-
úðarkveðjur, börnin okkar þrjú
senda öll sínar bestu kveðjur og
þakka fyrir sig. Hvíl í friði, kæra
vinkona.
Jafet S. Ólafsson.
Jóhanna tengdamóðir mín er
fallin frá eftir nokkuð langt og
erfitt veikindatímabil. Ég minn-
ist hennar sem heilsteyptrar og
greindrar konu sem mátti ekkert
aumt sjá. Hún þráði meiri mennt-
un en hún átti kost á í æsku. Það
bætti hún sér að einhverju leyti
upp síðar með því að sækja ýmis
námskeið og afla sér fróðleiks úr
bókum, en hún las alla tíð mikið
og mundi vel það sem hún las.
Meðan Jóhanna var á vinnu-
markaði vann hún oft langan dag
en það kom ekki í veg fyrir að hún
stundaði handavinnu og hand-
verk af ýmsu tagi því ekki gat
hún setið auðum höndum. Hún
saumaði, lagði hönd á bókband,
útskurð, málaði myndir, málaði á
tau, vann ógrynnin öll af gler-
myndum svo eitthvað sé nefnt
fyrir utan allan prjónaskapinn.
Jafnvel síðustu dagana meðan
hún dvaldi á Landakoti var hún
með prjónana og var að ganga frá
peisu á yngsta langömmubarnið.
Hún hafði gaman af að ferðast
innanlands og var skemmtilegur
ferðafélagi sem kunni skil á
mörgum stöðum sem farið var
um og kunni sögur af mönnum og
málefnum. Sérstaklega var gam-
an að vera með henni á æskuslóð-
um hennar á Efri-Harrastöðum
þar sem hún þekkti hverja þúfu.
Hún ferðaðist einnig með okkur
hjónunum til útlanda og eigum
við ánægjulegar minningar úr
þeim ferðum.
Hún var félagslynd og hafði
gaman af að spila. Hin síðari ár
spilaði hún mest brids en fannst
alltaf gaman að grípa í spil. Síðast
spilaði hún manna við okkur
hjónin fyrir nokkrum dögum
þegar við heimsóttum hana á
Landakoti.
Hún hafði yndi af að fylgjast
með ungviðinu í fjölskyldunni og
taldi sig ríkari með hverjum nýj-
um afkomanda enda sagði hún
fagnandi þegar fyrsta lang-
ömmubarnið var á leiðinni að nú
fengi hún enn fleiri til að elska og
hjarta hennar stækkaði með
hverju nýju barni. Hún var vak-
andi yfir velferð fjölskyldunnar
og fylgdist vel með.
Guð blessi minningu minnar
elskulegu tengdamóður sem ég
kveð með söknuði og þökk fyrir
samfylgdina.
Davíð W. Jack.
Amma er farin. Dáin. Það ætti
að vera tómarúm í hjartanu mínu
en svo er ekki því kona eins og
hún amma mín hverfur aldrei að
fullu þó að hún sé ekki til staðar
lengur. Til þess eru minningarn-
ar um hana of margar. Um sumr-
in sem ég dvaldi hjá henni í
Garðabænum þegar ég var barn.
Um árin sem ég bjó hjá henni
þegar ég var í háskólanum. Um
heimsóknirnar í Sunnuhlíðina,
ferðirnar í Kolaportið og ekki síst
Ameríkuferðirnar tvær til að
heimsækja vesturíslenskt frænd-
fólk okkar.
Hún var mér góð amma, en
það sem meira var: hún var mér
líka mjög góð vinkona. Ég er því
ekki bara að kveðja ömmu mína,
heldur líka eina af mínum bestu
vinkonum. Ef til er Guð, og henn-
ar vegna vona ég að svo sé því
hún var trúuð, þá vil ég þakka
honum fyrir að leyfa mér að
kynnast henni sem manneskju,
ekki bara sem ömmu.
Amma var traust vinkona vina
sinna og þekkti marga í gegnum
störf sín og áhugamál. Hún var
góður starfskraftur sem naut
þess að vinna þar sem hún gat
hitt margt fólk, hvort sem það
var við verslunarstjórn í vefnað-
arvöruverslun, vinnu í sjoppu eða
afgreiðslustörf í Kolaportinu, svo
nefnd séu nokkur af þeim störf-
um sem hún vann í gegnum tíð-
ina. Hún lét sér sérstaklega annt
um alla þá sem voru minni máttar
og var einnig mikill dýravinur.
Amma var hagmælt og til eru
eftir hana bæði ljóð og lausavís-
ur. Hún sýndi öðrum aðallega
gamansaman kveðskap eftir sig,
oft góðlátlegt grín um fólk eða at-
burði, en hélt öðru til baka og
sýndi bara sínum nánustu. Hún
fékk litla formlega menntun og
þótti það miður, en hún var góð-
um gáfum gædd og fróðleiksfús
og las alla tíð mikið sér til upp-
fræðslu og skemmtunar og sótti
ýmis námskeið. Eftir hana liggja
bækur sem hún batt inn á bók-
bandsnámskeiðum, silfurmunir
sem hún smíðaði, málað postulín
og ekki síst munir úr steindu
gleri, en það áhugamál átti hug
hennar síðustu árin. Hún spilaði
líka bridds og vist og stundaði
boccia þar til hún hætti að hafa
þrek til. Þegar hún lenti á sjúkra-
húsi, og þær voru ófáar sjúkra-
húslegurnar hjá henni undanfar-
in ár, voru það bækur og annað
lesefni sem hjálpuðu henni að
þreyja tímann á milli heimsókna
frá ættingjum og vinum.
Amma var góður penni og rit-
aði sögur af æskuárum sínum
sem eru skemmtilegar aflestrar.
Hún bjó líka yfir munnlegri frá-
sagnargáfu og kunni ógrynnin öll
af vísum og sögum um atburði og
fólk. Hún átti stórt safn ljós-
mynda, bæði eftir sjálfa sig og
aðra, og nokkrum dögum fyrir
andlát hennar vorum við einmitt
að skoða gamlar myndir sem hún
átti í fórum sínum. Þarna var m.a.
mynd af henni sem var tekin þeg-
ar hún var um það bil sex mánaða
gömul: búlduleitt, hvítklætt barn
sem horfir beint inn í myndavél-
ina, yfirvegað og svolítið hissa á
svip. Ég sýndi henni líka myndir
sem ég tók af henni fyrir stuttu
síðan, líklega þær síðustu sem
voru teknar af henni. Þetta var
síðasta spjallið okkar.
Nú er langri og viðburðaríkri
ævi lokið. Ég kveð ömmu mína,
vinkonu og nöfnu og þakka fyrir
þá gjöf sem mér var gefin að eiga
hana að.
Jóhanna Gunnlaugsdóttir.
Elsku amma mín, það sem ég
sakna þín mikið og hugsa til þín.
Þú varst mér svo mikið og þakka
ég fyrir allt sem við áttum saman.
Þín alltaf mun ég minnast
fyrir allt það góða sem þú gerðir,
fyrir allt það sem þú skildir eftir,
fyrir gleðina sem þú gafst mér,
fyrir stundirnar sem við áttum,
fyrir viskuna sem þú kenndir,
fyrir sögurnar sem þú sagðir,
fyrir hláturinn sem þú deildir,
fyrir strengina sem þú snertir,
ég ætíð mun minnast þín.
(F.D.V.)
Þín sonardóttir,
Sigríður Ragna.
Kæra amma og langamma, nú
er samferð okkar lokið í bili og
við minnumst þess hvernig við
þekktum þig. Þú varst ákveðin á
þínu og hafðir skoðun, þótt
stríðnisglott gæfi oft til kynna að
ekki væri allt með alvöru sagt.
Þannig kunnir þú að pota í mann
og gera glatt. Samkvæmt dygð
þinnar kynslóðar féll þér aldrei
verk úr hendi og þú hafðir sífellt
eitthvað á prjónunum og fékkst
við keramik- og glerlist. Þú safn-
aðir einnig hlutum, eins og stein-
um sem þú slípaðir, póstkortum,
teskeiðum og bókum. Og bók
hafðirðu ávallt á náttborðinu.
Samveru þráðir þú við aðra,
vannst lengi í Kolaporti, fórst tíð-
um að spila, tókst þátt í ýmsu
starfi eldri borgara og áttir ófáar
stundir með fjölskyldunni. Það
var því yndislegt að sækja þig
heim og alltaf bauðstu upp á kaffi
og heimabakað með því. Pönnu-
kökur og kleinur kunnir þú að
baka afbragðsgóðar og ef maður
bað um uppskrift þá sagðirðu
hana bara vera í fingrunum. Þú
kunnir ýmsar gátur og fórst oft
með vísur sem gjarnan voru um
lífið í sveitinni þinni, svipmiklar
persónur og mikilvæg málefni.
Þannig varst þú tenging okkar
við tíma sem við lifðum ekki. Og
þótt margur fróðleikur deyi með
þér mun annað sem betur fer lifa
með okkur ásamt hlýrri minning-
unni um þig.
Róbert, Díana, Agata,
Daníel og Kormákur.
Jóhanna Guðbjörg
Gunnlaugsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku amma mín er dáin.
Alltaf þegar ég fór til
ömmu varð ég svo glaður,
það var svo margt sem við
gerðum saman við fórum út
og gáfum fuglunum og spil-
uðum Boccia og Ólsen ól-
sen. Ég mun aldrei gleyma
öllum þessum minningum,
hún amma var besta amma
í heimi. Hún bakaði gaf og
elskaði okkur öll og allir
krakkar ættu að eiga svona
góða ömmu og allir verða
að muna að elska þá sem
standa sér nærri því þeir
geta horfið úr lífi okkar
hvenær sem er. Takk fyrir
allt elsku amma.
Benedikt Aron
Sigurþórsson.
Daníel Heiðar, 9 ára,
minnist Jóhönnu lang-
ömmu sinnar.
Elsku langamma mín, nú
ertu dáin. Mér finnst það
svo skrítið og sorglegt að
hugsa um að ég eigi ekki
eftir að hitta þig aftur. Það
var alltaf skemmtilegt að
vera með þér og þú kenndir
mér marga góða kapla og
spil við eldhúsborðið hjá
ömmu í Blikanesi. Ég mun
alltaf muna eftir þér og þótt
þú sért farin frá okkur þá
eigum við þig bara í hjart-
anu okkar. Ég græt og
græt þegar ég nú minnist
þín en ég veit að nú ertu hjá
Guði og líður vel þar. Guð
blessi þig, langamma mín.
Daníel Heiðar.
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
HAFSTEINN SIGURGEIRSSON,
Mánabraut 6,
Þorlákshöfn,
andaðist á hjartalækningadeild Land-
spítalans við Hringbraut fimmtudaginn
19. apríl.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Halldóra Hafsteinsdóttir, Tryggvi Samúelsson,
Gunndís Hafsteinsdóttir,
Hafsteinn Hafsteinsson,
Bryndís Hafsteinsdóttir, Sæmundur Steingrímsson,
Gunnur Hafsteinsdóttir, Stefán Jónsson,
Snædís Anna Hafsteinsdóttir, Stefán Geir Þórisson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
ÞORSTEINN ÓSKARSSON,
Hlévangi,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánu-
daginn 23. apríl.
Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 2. maí
kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir.
Stefán Atli Þorsteinsson, Kristín Ása Davíðsdóttir,
Ingibjörg Jóna Þorsteinsdóttir, Haukur Örn Jóhannesson,
Vilfríður Þorsteinsdóttir, Halldór Rósmundur,
Ósk Þorsteinsdóttir, Baldur Ingi Ísberg,
barnabörn og barnabarnabörn.