Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Ómar Ósvífni Það hefur aldrei þótt góðra manna siður að hnupla brauði frá náunganum en mávurinn á Tjörninni í Reykjavík kærir sig kollóttan og hirðir hvern þann bita sem hann nær í. Fram er komið stjórnarfrumvarp á Al- þingi um RÚV sem er langt að efni en rýrt að innihaldi. Verði frum- varpið að lögum mun staða RÚV batna á markaðnum á kostnað einkarekinna miðla. Best væri að leggja það til hliðar. Áhugaverð- asti kafli frumvarpsins er athugasemdir fjármálaráðuneyt- isins sem eru veigamiklar. Helstu veikleikar frumvarpsins eru tveir. Fyrra atriðið er reyndar ekki rætt í frumvarpinu, þ.e. hvert raunverulegt rekstrarumfang RÚV á að vera á markaði. Ég er þeirrar skoðunar að RÚV eigi að minnka um- svif sín umtalsvert miðað við hvert eðlilegt hlutverk fyrirtækisins ætti að vera. Hinn snýr að skilgreiningu á almannaþjónustu. Við lestur frum- varpsins má ljóst vera að engu á að breyta í dagskrárstefnu RÚV og rekstri. Fjölmiðlaþjónusta í almannaþágu Í frumvarpinu er nú skilið „í orði“ á milli fjölmiðlaþjónustu í almanna- þágu annars vegar og samkeppn- isstarfsemi RÚV hins vegar. Jafnframt verð- ur RÚV afdráttarlaust bannað að nota fjár- muni frá rekstri fjöl- miðlaþjónustu í al- mannaþágu til að greiða niður kostnað vegna samkeppnisstarfsemi. Í frumvarpinu eru skil- greiningar því miður alltof rúmar og í 3. grein þess eru skyldur RÚV og hlutverk talin upp. Þar kemur m.a. fram að fjölmiðla- efni RÚV skuli „hið minnsta“ vera … „afþreying af ýmsum toga“. Þar með er búið að færa í lög að „afþreying af ýmsum toga“ sé þjónusta í almanna- þágu. Spurt er, falla þættir eins og Criminal Minds og Desperate Hou- sewives undir þjónustu í almanna- þágu, svo dæmi séu tekin? Verði frumvarpið lögfest óbreytt, myndi RÚV fá algerlega lausan tauminn í áframhaldandi kaupum á afþreying- arefni sem tengist á engan hátt skil- greiningum um þjónustu í almanna- þágu. Auk þess færi svo rúm skilgreining gegn kröfum EES- samningsins um skýrt og afmarkað hlutverk fjölmiðils í almannaþágu. Tekið skal fram, að ekki er með þessu verið að halda því fram að af- þreyingarefni geti ekki verið í boði hjá ríkisfjölmiðli, heldur þurfi slíkt efni að falla undir samkeppnis- rekstur RÚV en ekki almannaþjón- ustuhlutann. Starfsemi RÚV fellur undir ríkis- styrkjareglur og samkeppnisrétt EES-samningsins og því afar mik- ilvægt að það starfi ekki í skjóli sér- laga, verndað fyrir samkeppn- islöggjöf. Það leiðir af dómaframkvæmd dómstóls ESB, að framlag til fjölmiðils í almannaþágu felur í sér ólögmæta ríkisaðstoð nema að uppfylltum fjórum skil- yrðum. Í fyrsta lagi þarf að skilgreina með óyggjandi hætti almannaþjónustu- hlutverkið. Í öðru lagi þurfa for- sendur ríkisframlagsins að vera ákvarðaðar með hlutlægum og gagn- sæjum hætti. Í þriðja lagi má rík- isframlagið ekki fara umfram það sem nauðsynlegt er til að fjármagna almannaþjónustuhlutverkið. Í fjórða lagi þarf ríkisframlagið að endur- spegla það sem dæmigert vel rekið fyrirtæki þyrfti til að inna af hendi þetta sama hlutverk. Þegar hefur verið fjallað um fyrsta skilyrðið. Varðandi annað til fjórða skilyrðið verður ekki séð að þau séu uppfyllt þegar kemur að rekstri RÚV. Þannig virðast forsendur rík- isframlagsins fyrst og fremst byggð- ar á sögulegum rekstrarkostnaði. Þá má ekki ráða af frumvarpinu að mikil vinna hafi verið lögð í að skilgreina forsendur ríkisframlagsins með skýr- um og gagnsæjum hætti eða að lagt hafi verið mat á hvort ríkisframlagið fari umfram það sem nauðsyn krefur. Að lokum fæst ekki séð að greining hafi farið fram á ríkisframlaginu sem dæmigert vel rekið fjölmiðlafyr- irtæki þarf á að halda til að skila al- mannaþjónustuhlutverki sínu. Þetta er þó ein af forsendum þess að ríkis- styrkir séu veittir. Undirritaður er þeirrar skoðunar að líklega sé unnt að reka dæmigert vel rekið fjölmiðla- fyrirtæki í almannaþágu fyrir 60% þeirra rekstrartekna sem RÚV nýtir á ári sem eru nú nálægt 5 milljörðum króna. Með eðlilegu framlagi til fé- lagsins leysast skilgreiningar um grunnþjónusta frekar af sjálfu sér, stjórnendur RÚV verða því að velja og hafna. Athugasemdir fjármálaráðuneytisins Í athugasemdum ráðuneytisins kemur fram sterk gagnrýni á frum- varp samstarfsflokksins um veiga- mikil atriði. Þetta eru tíðindi að mínu mati. Bent er á að útvarpsgjaldið sé ekki nefskattur í raun enda greiddu aðeins 68% framteljenda fyrir RÚV árið 2011, 32% gerðu það ekki og horfðu frítt. Nú þegar jafnvel horfir til betri tíðar í þjóðarbúskapnum mun útvarpsgjaldsstofninn hækka og fleiri munu greiða hann með þeim af- leiðingum, verði frumvarpið að lög- um, að tekjur RÚV hækka án þess að rekstrarforsendur félagsins hafi breyst. Miklu eðlilegri er sú skipan sem fjármálaráðuneytið aðhyllist og er við lýði en hún byggist á að fjár- mögnun RÚV sé tryggð með þjón- ustusamningi við menntmálaráðu- neytið. Almennt má segja að í grunninn séu menntamálaráðuneytið og RÚV að krefjast 700 milljóna króna hækk- unar úr ríkissjóði á ári, með því að fá til sín ígildi útvarpsgjaldsins í heild sinni fyrir árið 2012 án þess að missa auglýsingatekjur. --- Þetta er fyrri grein um frumvarpið en í síðari greininni ræði ég fyrirhug- aðar takmarkanir RÚV á auglýs- ingamarkaði, stofnun dótturfélaga og tillögu um uppskiptingu á RÚV. Eftir Friðrik Friðriksson » Vel rekið fjölmiðla- fyrirtæki í almanna- þágu má líklega reka fyrir 60% rekstrartekna RÚV eða fyrir um 3 milljarða á ári Friðrik Friðriksson Höfundur er hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri Skjásins. RÚV er ríki í ríkinu Dapurlegt var að fylgjast með þeirri póli- tík sem iðkuð var í söl- um Alþingis þegar al- þingismenn tóku sér ákæruvald í svokölluðu Landsdómsmáli. Nú þegar niðurstaða Landsdóms liggur fyrir, hljóta menn að spyrja sig hvort allir alþing- ismenn séu virkilega þingtækir og hvers vegna aðeins einn ráðherra var leidd- ur til ábyrgðar. Eins má og spyrja sig hvort afstaða dómara í þessu máli hafi í raun litast af pólitík. Margir vilja meina, að menn tali um siðbót en stundi í raun siðleysi. Er réttlætinu fullnægt með því að draga aðeins einn ráðherra til ábyrgðar en hlífa t.d. sam- flokksráðherrum? Er það siðbót ef pólitík litar niðurstöðu dómenda? Ef svo er, er illa komið fyrir íslenskri þjóð! Sú blákalda staðreynd vill oft gleymast á Alþingi, að alþingismenn eru kosnir til að sinna almannahags- munum. Þeir eru þjónar okkar sem þjóðar og hvorki kosnir til að sinna sínu persónulega frama- poti né standa vörð um eigin hagsmuni. Þeir eiga að ráða ráðum sín- um um hvað þjóð okkar er fyrir bestu. Stóðu stjórnmála- skoðanir, vildar- vinatengsl og duttlungar að baki því, að aðeins einn ráðherra var dreg- inn til ábyrgðar í kjölfar hrunsins? Landsdóms- málið ber óneitanlega keim af, að vina- væðingin og flokkshollustan hafi stjórnað för, ekki samviska og réttsýni manna. Ágætur þingmaður sagði ný- lega, að allir þingmenn hefðu gengið frá þeirri atkvæðagreiðslu með hnút í maganum. Hefði hnúturinn í mag- anum ekki átt að vera þeim vísbending um, að þarna hefði þeim orðið á í messunni? Var á þessum tímapunkti ekki mál til komið að huga að grunn- gildum réttarríkisins, lýðræðisríkisins, gæta fyllsta jafnræðis milli mögulegra sakborninga og að horfa til samhengis hlutanna? Hefði kannski verið mál til komið fyrir suma að pakka saman og lýsa yfir vanhæfi til þingsetu? Stórri spurningu í þessu máli hefur ekki verið svarað og verður sennilega aldrei svarað: Hefði verið hægt að gera eitthvað þegar stuttbuxnastrákar náðu undirtökum í fjármálaheimum og sköruðu eld að eigin köku á kostnað almennings? Gat eitthvað vakið sof- andi varðmenn af höfugum svefni samdaunsins? Hefur réttlætinu verið fullnægt með réttarhöldum yfir Geir H. Haarde og niðurstöðu Landsdóms? Var þetta sú forgangsröðun sem þjóð- in þurfti á að halda á meðan heimilum blæðir? Vinavæðingin og framapotið virðast enn standa nauðsynlegu upp- gjöri á hruninu fyrir þrifum og sam- viska manna er lituð af flokkshags- munum í stað réttsýni. Sérhver þingmaður sem beðinn er að tjá sig um dóminn, túlkar nið- urstöðuna sér og sínum í hag. Það er ömurlegt að stjórnmálamenn skuli sjaldan eða aldrei axla ábyrgð á nokkrum hlut! Sjaldan dettur íslensk- um ráðamönnum í hug að segja af sér, verði þeim á og þeir uppvísir að and- varaleysi, þar sem þeir eiga að standa vörð. Hefði ekki verið lag, að menn lýstu sig vanhæfa þegar hnúturinn í maganum gerði vart við sig? Nei, ís- lenski framgangsmátinn er sá, að láta menn hverfa um stund úr fram- varðasveit og röðum stjórnmálanna og senda þá síðan í önnur feit embætti hér heima og erlendis þegar þeirra tími er kominn. Því miður hefur réttlætisþörf hins almenna borgara ekki verið fullnægt að mínu mati með niðurstöðu og ákærum í Landsdómsmálinu. Sýnd- arréttarhöld, sem hægt er að líkja við farsa, áttu að veita friðþægingu. Var markhópurinn þar sjálf stjórnvöldin eða almenningur í landinu? Var þetta sú forgangsröðun sem þjóðin þurfti á að halda? Landsmönnum er stórlega misboðið! Það hlýtur að vera krafa hvers hugsandi Íslendings, að alþingismenn fari að huga betur að hlutverki sínu og til hvers og af hverjum þeir eru kosnir. Þeirra er að standa vörð um heilbrigða löggjöf landsmönnum til handa, ekki að hlutast í verksvið ákæruvaldsins. Það væri og afskaplega æskilegt, að þeir bæru virðingu fyrir þeirri stofnun sem Alþingi Íslendinga á að vera. Hlutverk Alþingis var í árdaga að setja lög í landinu og standa vörð um lögin. Það hlutverk hefur ekki breyst, þó svo að það vilji of oft gleymast. Al- þingi Íslendinga á ekki að vera vett- vangur samkeppni um hver er bestur, heldur bestu ræðurnar og talar lengst. Alþingi Íslendinga á heldur ekki að vera blóðugur vígvöllur orða- skaks og valdabaráttu. Alþingi Íslend- inga á að vera vettvangur þar sem menn standa saman og vinna af heil- indum í þágu kjósenda, fólksins í land- inu. Mál er að sandkassaleik þeim, sem allt of oft sést á Alþingi, linni, og hefja Alþingi til vegs og virðingar á ný! Sjónvarp frá Alþingi veitir almenn- ingi innsýn í vinnubrögðin. Þar blasir oft við ósómi og óþverraháttur. Þjök- uð þjóð hefur lítið að gera með götu- stráka og götustelpur á Alþingi, sem út úr rennur heill fjóshaugur fúkyrða, séu einhverjir sem voga sér að vera ekki sammála þeim. Alþingi Íslend- inga þarf ekki á slíku fólki að halda! Alþingi Íslendinga er ekki hafið yfir gagnrýni og alþingismenn eru heldur ekki yfirstétt í landinu, þeir eru í þjón- ustu Íslendinga, kosnir af Íslend- ingum til að vinna Íslandi heilt! Eftir Sumarrós Sigurðardóttur »Hefur réttlætinu verið fullnægt með réttarhöldum yfir Geir H. Haarde og nið- urstöðu Landsdóms? Var þetta sú forgangs- röðun sem þjóðin þurfti á að halda á meðan heimilum blæðir? Sumarrós Sigurðardóttir Höfundur er framhaldsskólakennari. Pólitískt klúður – pólitísk réttarhöld – pólitískur farsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.