Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 www.tskoli.is Uppskerudagur Opið hús í Tækniskólanum, skóla atvinnulífsins, laugardaginn 28. apríl kl. 13:00 – 16:00. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Tugir þúsunda manna söfnuðust saman í miðborg Óslóar í gær til að syngja vinsælt lag sem fjöldamorð- inginn Anders Behring Breivik hafði sagt að hann þyldi ekki vegna þess að það væri áróður fyrir marxisma og fjölmenningarstefnu. Lögreglan í Ósló sagði að þegar mannfjöldinn var mestur hefðu um 40.000 manns tekið þátt í söngnum á torgi nálægt dómhúsinu þar sem rétt- að er í máli fjöldamorðingjans. Fólkið söng lagið Börn regnbogans (n. Barn av regnbuen) eftir bandaríska þjóð- lagasöngvarann Pete Seeger. Lagið sló í gegn í Noregi í flutningi norska söngvarans Lillebjørns Nilsens sem stjórnaði fjöldasöngnum í gær. „Dæmi um marxista“ Breivik sagði fyrir réttinum á föstudaginn var að Nilsen væri „mjög gott dæmi um marxista“ og lagið væri „dæmi- gert“ fyrir það hvernig norsk skóla- börn hefðu verið „heilaþvegin“. Tveir Norðmenn stofnuðu þá hóp á Face- book og hvöttu Norðmenn til að safn- ast saman nálægt dómhúsinu til að syngja lagið. Þátttakendurnir héldu á norskum fánum og rósum sem eru orðin að tákni um friðsamleg viðbrögð Norð- manna við fjöldamorðunum í Ósló og Útey 22. júlí þegar alls 77 manns biðu bana. Fjöldasöngurinn hófst á hádegi í gær að staðartíma og haldið var áfram að syngja lagið í nokkrar klukkustundir. Á meðal þeirra sem tóku þátt í fjöldasöngnum voru mörg leikskóla- og grunnskólabörn sem komu með kennurum sínum og veif- uðu rósum. Á torginu voru einnig menningarmálaráðherrar allra Norðurlandanna, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir. Lill Hønnevåg, sem stofnaði Facebook-hópinn, kvaðst vera djúpt snortin af því hversu margir tóku þátt í söngnum. „Mér fannst [fjölda- morðinginn] vera að traðka á lagi sem ég ólst upp við og söng fyrir barnið mitt,“ hafði fréttavefur norska ríkis- útvarpsins eftir Hønnevåg. Lillebjørn Nilsen sagði að túlkun fjöldamorðingjans á laginu væri út í hött. „Það er í rauninni ekki um fólk, heldur umhverfisvernd,“ sagði hann í viðtali við Aftenposten. Einn verjenda fjöldamorðingjans kvaðst hafa sagt honum frá fjölda- söngnum en hann hefði sýnt lítil við- brögð. Saksóknarinn Svein Holden sagði að það hefði komið sér á óvart hversu margir tóku þátt í fjöldasöngnum. Tugir þúsunda sungu lag sem Breivik þolir ekki  Morðinginn lýsti laginu sem dæmi um hvernig börn hefðu verið „heilaþvegin“ AFP Börn regnbogans Fólk leggur rauðar rósir á grindverk við dómhúsið í miðborg Óslóar eftir að hafa tekið þátt í fjöldasöngnum í gær. Um 19.000 reið- hjólum var stolið í Kaupmanna- höfn á síðasta ári, um það bil 12% fleiri en árið 2007. Í allri Dan- mörku var 70.000 reið- hjólum stolið, eða einu hjóli að meðaltali á hverjum átta mínútum, að Politi- ken. Samtök danskra hjólreiða- manna hafa gagnrýnt lögregluna fyrir að standa sig illa í baráttunni við reiðhjólaþjófa. Lögreglan í Kaupmannahöfn vísar gagnrýninni á bug og segir að eigendur hjól- anna geti sjálfir lagt meira af mörkum, t.a.m. muni fáir þeirra eftir því að skrifa niður fram- leiðslunúmer hjólanna. Hjóli stolið áttundu hverja mínútu Í gósenlandi hjólaþjófa. DANMÖRK Rupert Murdoch, eigandi News Corp-fjölmiðlasamsteypunnar, ját- aði fyrir Leveson-nefndinni svo- nefndu í Bretlandi í gær að starfs- menn News of the World hefðu leynt því að upplýsingar sem birt- ust í blaðinu hefðu verið fengnar með ólöglegum hætti. Hann segist hins vegar ekki hafa haft hugmynd um þetta athæfi. Aðallögfræðingur News of the World á þessum tíma neitaði ásökun Murdochs og sagði hana „svívirðilega lygi“. Murdoch hætti útgáfu blaðsins í júlí í fyrra þegar hlerunarmálið svonefnda komst í hámæli. Viðurkennir yfirhylmingu BRETLAND Reuters Í vörn Rupert Murdoch svarar spurn- ingum Leveson-nefndarinnar í London. Harald Føsker, sem missti sjónina að mestu í sprengjuárás fjölda- morðingjans í Ósló, bar vitni fyrir réttinum í gær og kvaðst hafa ver- ið sviptur frelsi. „Ég get ekki lengur keyrt bíl, get ekki lesið bækur án hjálpartækja og get ekki lesið blöð án stækkunarglers. Eini stað- urinn sem ég get farið um án vandamála er heimili mitt,“ sagði Føsker sem er 67 ára og starfaði í ráðuneytisbyggingu sem stór- skemmdist í árásinni. Annað vitni, Anne Helene Lund, sem er 24 ára, lýsti því hvernig hún þeyttist út úr byggingunni í sprengingunni. Hún særðist alvarlega og varð fyrir miklu minnistapi. Hún kvaðst ekki muna neitt af því sem hún lærði í stjórn- málafræði á þremur árum í háskóla og hefði þurft að hefja nám að nýju í menntaskóla vegna minnistapsins. Engin svipbrigði sáust á andliti fjöldamorðingjans þegar hann fylgdist með vitnisburði fórnarlamba sinna. Kveðst hafa verið sviptur frelsi VITNI LÝSA ÞJÁNINGUM SÍNUM VEGNA SPRENGJUÁRÁSAR Harald Føsker 49 ný ólögleg lyf fundust í aðildar- ríkjum Evrópusambandsins á síð- asta ári, eða næstum því eitt lyf að meðaltali á hverri viku, að sögn Eftirlitsmiðstöðvar Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA). Stofnunin segir að aldrei áður hafi fundist jafnmörg lyf á markaði ESB á einu ári. Árið áður fannst 41 nýtt ólöglegt lyf á markaðnum. Að sögn stofnunarinnar hefur fjöldi net- verslana, sem selja minnst eitt ólög- legt lyf, meira en tvöfaldast á einu ári. EVRÓPUSAMBANDIÐ Fann nýtt ólöglegt lyf á viku fresti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.