Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Í dag, föstudaginn 27. apríl, verð- ur ráðstefnan Máltækni fyrir alla haldin í Odda, stofu 101, kl. 13-17. Tilefnið er annars vegar að á þessu ári leggur Íslensk málnefnd sérstaka áherslu á íslensku í tölv- um, og hins vegar að Máltækni- setur tekur nú þátt í META- NORD-verkefninu sem hefur m.a. að markmiði að kynna og efla máltækni í öllum þátttökulönd- unum, sem eru Norðurlönd og Eystrasaltslönd. Vefur íslenska hluta verkefnisins er á https:// vefir.hi.is/metanord/. Ráðstefnan er öllum opin og allt áhugafólk um íslenskt mál, málrækt, mál- tækni og upplýsingatækni er hvatt til að koma. Ræða máltækni Á morgun, laugardag kl. 14, verður dagskrá á vegum Snorrastofu í Reykholti um bóndann og þúsund- þjalasmiðinn Erlend Gunnarsson á Sturlureykjum, sem fyrir rúmum 100 árum hóf að nýta jarðvarma til hagsbóta fyrir heimili sitt og sam- borgarana. Dagskráin, sem unnin er í sam- vinnu við ættingja Erlends, verður haldin í húsnæði Héraðsskólans í Reykholti. Þar verður horft til Er- lends og fjölskyldu hans, rýnt í upp- finningar hans og tækni við að leiða gufu í hús sín og fjallað um nýtingu á jarðvarma í Borgarfirði í ljósi sögunnar. Páll S. Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar, setur dagskrána. Erindi flytja: Dr. Árni Ragn- arsson vélaverkfræðingur – Jarð- hitanotkun í Borgarfirði og tækni- lega hliðin á uppfinningu Erlends Gunnarssonar, Bjarni Guð- ráðsson bóndi í Nesi – Hugrenn- ingar um upp- runa og um- hverfi Erlends Gunnarssonar, dr. Guðrún Sveinbjarn- ardóttir forn- leifafræðingur – Fornleifar sem tengjast nýtingu jarðvarma í Reykholti, dr. Ingvar Birgir Friðleifsson jarðfræðingur – Jarðhitanotkun á Íslandi í 1100 ár, Jón Pétursson fyrrv. lögregluþjónn – Horft til fortíðar. Tónlist verður í höndum ungra borgfirskra tónlist- armanna undir stjórn Önnu Sól- rúnar Kolbeinsdóttur. Dagskrár- stjóri er Óskar Guðmundsson rithöfundur í Véum. Dagskrá í Reykholti um bóndann og þús- undþjalasmiðinn Erlend Gunnarsson Erlendur Gunnarsson Um helgina fer fram í Laugardals- höll fjölmennasta Íslandsmeist- aramót í samkvæmisdönsum sem haldið hefur verið. Það verða 368 pör eða 792 einstaklingar á aldr- inum 5-23 ára sem fara út á dans- gólfið þessa helgi. Keppt verður í 5 og 5 dönsum en um er að ræða tvískipta keppni þar sem bæði eru krýndir Íslandsmeist- arar í suðuramerískum dönsum og standard dönsum, svo og Íslands- meistaramót í grunnsporum þar sem þeir sem styttra eru komnir í dansi keppa. Pör í meistaraflokki munu vinna sér þátttökurétt á Evrópu- og heimsmeistaramótum sem fara fram síðar á árinu. Fimm erlendir dómarar koma til landsins til að dæma danspörin og koma þeir frá Lettlandi, Englandi, Þýskalandi, Hollandi og Danmörku. Keppnin hefst kl. 12 á laugardag- inn 28. apríl og stendur til kl. 20:30 og á sunnudeginum byrjar keppnin kl. 10 og stendur til kl. 18. Fjölmennasta Íslandsmótið Vorhátíð Kayakklúbbsins verður haldin laugardaginn 28. apríl við að- stöðu klúbbsins á eiðinu við Geld- inganes. Hápunktur hátíðarinnar er keppnin um Reykjavíkurbikarinn sem nú verður háð í 16. sinn. Að- alkeppnin er 10 km róður en einnig er keppt í 3 km róðri. Skráning hefst kl. 8:30 en keppnin kl. 10. Þegar síð- asti keppandinn verður nýbúinn að ná landi hefst þyrluæfing en þyrlu- sveit Landhelgisgæslunnar ætlar þá að reyna bjarga kajakmanni upp úr sjónum. Á Vorhátíðinni geta þeir sem vilja fengið að prófa sjókajaka. Byrj- endur hafa þar tækifæri til að prófa að setjast upp í sjókajak og róa stuttan spöl undir leiðsögn kennara. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.kayakklubburinn.is. Vorhátíð Kayakklúbbsins við Geldinganes 12. Evrópuráðstefna Klúbbhúsa verður haldin á Grand hótel í Reykjavík dagana 28. apríl til 1. maí 2012. Það er klúbburinn Geysir sem hefur veg og vanda af ráð- stefnunni. Klúbburinn Geysir starf- ar eftir hugmyndafræði Fountain House, sem hefur gefið góðan ár- angur í endurhæfingu fólks með geðraskanir í nær 70 ár. Félagar í Geysi eru um 400 en virkir félagar um 100. Hingað til lands kemur fjöldi fyr- irlesara sem flytja erindi á ráð- stefnunni. Fjöldi vinnustofa verður á ráð- stefnunni þar sem kafað verður dýpra í málin. Hægt er að skrá sig á ráðstefn- una á conference@kgeysir.is. Klúbbhúsaráðstefna STUTT Landssamtökin 60+ og velferðarnefnd Samfylkingarinnar standa fyrir opnu málþingi á Grand Hótel föstudaginn 27. apríl kl. 13 þar sem verður m.a. fjallað um yfirstandandi endurskoðun almannatrygginga og bóta- kerfisins, framtíð og hugmyndafræði lífeyrissjóðanna og samspil lífeyr- issjóða og almannatrygginga sem snerta með einum eða öðrum hætti lífskjör aldraðra. Málþingið hefst kl. 13.00 með setningarræðu Kristínar Á. Guðmundsdóttur formanns 60+ og ávarpi Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Meðal framsögumanna verða Guðbjartur Hannesson, Árni Gunnarsson, Sigríður Lillý Baldursdóttir, Björk Vilhelmsdóttir og Gunnar Hersveinn. Boðið verður upp á kaffi og meðlæti. Opið málþing um lífskjör aldraðra Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hrun útgerðarfyrirtækja blasir við í Snæfellsbæ verði frumvarp um veiði- gjöld óbreytt að lögum. Með fækkun starfa í bæjarfélaginu myndu útsvar- stekjur dragast saman svo mjög að það gæti leitt til greiðsluþrots Snæ- fellsbæjar. Bæjarfélagið fékk endurskoðunar- fyrirtækið Deloitte til að meta afleið- ingar breyttra laga um veiðigjald og meðal niðurstaðna er að veiðigjald af fyrirtækjum í Snæfellsbæ verður um 817 milljónir. Deloitte skoðaði 24 út- gerðarfélög í Snæfellsbæ þar sem hluti félaganna er bæði í útgerð og vinnslu og þau hafa öll meira en 100 tonna kvóta. Niðurstaðan er sú að af fyrirtækjunum í úrtakinu er talið að 17 myndu ekki geta staðið við greiðsluskuldbindingar. Fjöldi launþega hjá þessum fé- lögum er 314 og hjá þeim sem ekki gætu staðið við greiðsluskuldbinding- ar vinna 204. Þessi félög greiddu 2,4 milljarða í laun 2010 og voru meðal- laun 7,7 milljónir. Launþegarnir borguðu 297 milljónir í útsvar til Snæ- fellsbæjar. Ef 204 þeirra missa vinn- una þýddi það lækkun tekna Snæ- fellsbæjar um 193 milljónir, sem einfaldlega þýðir að sveitarfélagið Snæfellsbær yrði greiðsluþrota eftir stuttan tíma, segir í umsögn til at- vinnuveganefndar Alþingis. Í Snæfellsbæ er útgerð stunduð frá Rifi, Ólafsvík, Hellissandi og Arnar- stapa. Frá 1990 hafa aflaheimildir aukist í Snæfellsbæ og eru núna 5,41% af heildarkvótanum, en voru 3,69% fyrir 22 árum. Í umsöginni segir að áhrif af sam- þykkt frumvarpsins yrðu gífurlega mikil og höggið afar þungt fyrir allt samfélagið. „Þetta mál skiptir það miklu fyrir sjávarbyggðirnar að ef al- þingismenn draga í efa að þær upp- lýsingar sem koma fram í umsögn þessari séu réttar þá skorum við í Snæfellsbæ þá á hina sömu að koma með útreikninga sem sýna hið gagn- stæða. Þessa hluti ber að taka mjög alvarlega og ekki má með nokkrum hætti búa til kerfi sem lamar sjávar- bggðirnar,“ segir í umsögninni. Snæfellsbær og útgerðin 297 m. kr. útsvarsgreiðslur 314 Starfsmenn. 48% af heildarútsvari Snæfellsbæjar. 947.242 kr. Upphæð sem bæjarsjóður verður af við hvert tapað starf. 193 m. kr. Upphæð sem bæjar- sjóður tapar í beinum tekjum tapist 204 störf. Af 24 útgerðarfyrirtækjum er talið að 17 geti ekki staðið við núverandi greiðsluskuldbindingar verði frumvarpið um veiðigjöld óbreytt að lögum. Starfsmenn þessara félaga eru um 204. Heimild: Deloitte Högg sem myndi lama fyrirtæki í Snæfellsbæ  Fækkun starfa gæti leitt til greiðsluþrots bæjarfélagsins Rangur myndatexti birtist með meðfylgjandi mynd í blaðinu í gær þegar greint var frá merkri hönnun slökkvibúnaðar, sem Sigmund Jóhannsson, upp- finningamaður og teiknari í Vestmanneyjum, hefur unnið að undanfarin fjögur ár. Fyrir aftan Sigmund eru frá vinstri Stefán Lúðvíksson og Andrea Atladóttir, eigendur Eyja- blikks, sonurinn Ólafur, tengdadóttirin Katarína, eig- inkonan Helga Ólafsdóttir og sonurinn Hlynur. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Morgunblaðið/Ómar Garðarsson LEIÐRÉTT Rangur myndatexti Þar sem gæðagleraugu kosta minna ReykjavíkuRveguR 22 • S. 565 5970 • SjonaRholl.iS Nú geta ALLIR keypt sér gleraugu 4 veRð á umgjöRðum 4.900,- 9.900,- 14.900,- 19.900,- SJÓNARHÓLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.