Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 ✝ Evelyn ÞóraHobbs fæddist í Reykjavík 5. mars 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni í Reykjavík 19. apríl 2012. Foreldrar Eve- lynar voru Jósefína Antonía Helgadótt- ir Zoëga húsfreyja, f. í Reykjavík 1893, d. 1974, og Clifford Laurie Hobbs fiskkaupmaður, f. í Liver- pool í Englandi 1884, d. 1935. Systur Evelynar voru 1) Cather- ine Geirþrúður sem lést á fyrsta aldursári 1916, og 2) Helga Hobbs, húsfreyja, f. 1919. 3) Guðrún María Skúladóttir, f. 1943, kjördóttir Jósefínu og seinni eiginmanns hennar Skúla Guðmundssonar, f. 1900, d. 1969. Evelyn giftist 1938 Hróbjarti Bjarnasyni stórkaupmanni, f. 1.1. 1913, d. 5.6. 1975. Foreldrar hans voru Jóhanna Hróbjarts- dóttir húsfreyja, f. 1879, d. 1969, og Bjarni Grímsson útvegsbóndi og yfirfiskimatsmaður, f. 1870, Jónsdóttir fv. bankamaður, f. 14.12. 1940. Evelyn fæddist í Reykjavík, en fluttist með foreldrum sínum til Englands þegar hún var á 1. árinu. Þau fluttu út í sveit í Hert- fordshire og bjuggu þar, þar til að Evelyn var 8 ára að hún flutt- ist heim til Íslands með Jósefínu móður sinni og Helgu systur. Eftir barnaskólann innritaðist Evelyn í Verzlunarskóla Íslands og lauk þaðan verslunarprófi. Í Verzlunarskólanum kynntist hún eiginmanni sínum Hró- bjarti. Hún sinnti heimilinu fyrstu búskaparárin á Hávalla- götunni í Reykjavík, en hóf störf hjá Pósti og síma 1952. Síðar varð hún deildarstjóri hjá Póst- inum og allt til starfsloka 1988. Evelyn sinnti velferðarmálum, starfaði mikið með Thorvald- sensfélaginu og var varafor- maður þess í 21 ár og formaður í 3 ár. Hún gerðist félagi í Oddfellow-hreyfingunni 1969 og hafði mikla ánægju af hvoru tveggja. Evelyn hafði alltaf mikla gleði af útivist, ferðalög- um og tónlist, en einnig lestri góðra bóka og ljóða. Síðustu ár- in hefur Evelyn notið kærleiks- ríkrar aðhlynningar á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útför Evelynar Þóru fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag, 27. apríl 2012, kl. 13. d. 1944. Synir Eve- lynar og Hróbjarts eru 1) Hróbjartur Hróbjartsson arki- tekt, f. 18.8. 1938, kvæntur Karin Hróbjartsson- Stuart, fé- lagsráðgjafa, f. 24.12. 1937, þau eiga Úlf Helga, f. 8.7. 1965, maki Sjöfn Evertsdóttir, f. 1969, þau eiga Ólaf Evert og Karin Sigríði. 2) Skúli Hró- bjartsson lagermaður, f. 13.4. 1946. Fyrrverandi eiginkona Svala H. Steingrímsdóttir, f. 1942. þau eiga a) Kristján Þór, f. 4.2. 1970, maki Lena Iversen, f. 1971, þau eiga Jóhönnu og Eskil, en hann Anton Inga frá fyrra sambandi. b) Jósef Anton, f. 1.4. 1973, maki Dagrún Ingv- arsdóttir, f. 29.7. 1976, þau eiga Evelyn Þóru og Dag. c) stjúp- dóttir Jónína Sighvatsdóttir, f. 20.9. 1960, maki Hafsteinn Sig- urjónsson, f. 1958, þau eiga Sam- úel Arnar og Hafstein Erni. Sambýliskona Skúla er Unnur Mín elskulega móðursystir, Evelyn, er látin. Nú, þegar kom- ið er að kveðjustund, sem mörk- uð er djúpum söknuði, er efst í huga mínum innilegt þakklæti fyrir að hafa átt slíka konu að sem hana. Hún var óvenjulega vel gerð manneskja í öllu tilliti. Henni fylgdi einhver andleg heiðríkja, friður og kúltúr, sem var henni í blóð borinn og lét engan ósnortinn. Evelyn var glæsileg kona og „lady“ í orðsins fyllstu merkingu. Eitt það fyrsta, sem ég man úr frumbernsku minni tengist henni og hennar heimili að Hávallagötu 47 hér í borg. Þar stofnaði Evelyn ynd- islegt heimili ásamt eiginmanni sínum Hróbjarti Bjarnasyni stórkaupmanni. Þau eignuðust tvo syni, Hróbjart og Skúla. Heimili þeirra varð fljótt mið- stöð fjölskyldu og vina. Þar var oft gestkvæmt, en þau hjónin voru miklir höfðingjar heim að sækja. Í mínum huga var þetta heimili þeirra ætíð unaðsreitur og það var alltaf tilhlökkunarefni að eiga í vændum heimsókn þangað. Þær systur, Evelyn og móðir mín, Helga, voru ætíð mjög nánar. Vinátta þeirra og samband á löngum lífsferli var einstaklega fallegt og kærleiks- ríkt. Þetta tengdi fjölskyldur okkar traustum vináttuböndum alla tíð. Allt lék í höndunum á Evelyn frænku, hvort sem það voru hannyrðir, píanóleikur, þekking á bókmenntum, uppeldi, veisluhöld eða annað, sem krafð- ist sérþekkingar. Trygglyndi hennar, hjálpsemi og einlægur vilji til að láta öðrum líða vel var öllum augljós. Einu sinni þegar dóttir okkar Guðnýj- ar, Karól, var lítil þurftum við hjónin að fara í tónleikaferð er- lendis. Þegar Evelyn frétti af þessu, þá komin vel á áttræðis- aldur, bauðst hún strax til þess að hjálpa okkur. Hún fluttist inn í húsið okkar og tók að sér gæslu og umönnun dóttur okkar. Þetta er einungis örlítið dæmi um hjálpsemi og alúð þessarar konu í garð annarra. Hún var virt, elskuð og dáð af öllum sem kynntust henni. Evelyn var hóg- vær og af hjarta lítillát. Þess vegna virtist hún geta gefið, ómeðvitað, eins og fuglarnir, blómin og sólin, áreynslulaust og blátt áfram. Slíkir mannkostir kalla á virðingu og þakklæti. Evelyn fór ekki varhluta af mótlæti á lífsleiðinni fremur en aðrir. Þá komu sér vel áður- nefndir eiginleikar hennar. Ekk- ert gat hindrað hana í að ganga þann veg og sinna þeim verkefn- um, sem henni voru ætluð. Það gerði hún af mikilli trúmennsku og reisn allt til hinstu stundar. Nú er elskuleg frænka mín laus úr viðjum þess líkama, sem hafði þjónað henni dyggilega í 94 ár. Umhverfi hennar nú er mótað af þeirri fegurð, alúð og ástríki, sem líf hennar einkenndist af. Við Guðný sendum Hróbjarti, Skúla og fjölskyldum þeirra okk- ar hjartanlegustu samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu Evelyn Þóru Hobbs. Gunnar Kvaran. Þegar ég heyri þrastasöng hugsa ég ávallt til Evelýnar frænku, móðursystur minnar. Svo hefur verið frá því að ég fyrst fór að muna eftir mér. Og söngur þrasta er fegurstur fugla- söngur. Í bernsku minni bjó Evelýn ásamt manni sínum, Hróbjarti, kölluðum Batta, og sonum í par- húsi við Hávallagötu. Í garðinum við húsið óx gras og há reynitré og í trjánum sungu þrestir. Þar voru fyrstu kynni mín af þessum undrum, og þau tengdi ég sér- staklega við frænku; þetta var hennar heimur, hennar bústað- ur, og þótt ungur væri fann ég fyrir dálæti hennar á öllu tengdu náttúrunni. Þær systur, móðir mín og Evelýn, voru afar nánar alla tíð og miklir vinir. Á milli heimila okkar var því sterkt samband. Til Evelýnar og Batta var sér- lega gott að koma því að þangað vorum við svo velkomin. Batti bjó yfir einstakri barngæsku sem var einkar aðlaðandi þáttur í fari hans og setti sinn blæ á anda heimilisins. Það var í senn spenn- andi og notalegt fyrir ungan mann að koma þangað. Heimilið var fallegt, búið vönduðum þung- um húsgögnum, sumum leður- klæddum, bókaskápum fullum af bókum; þar ríkti góður andi, al- varlegur og dulúðarfullur með mjúkum eim af vindlum, blómum og ókunnu kryddi. Í garðinum var sláttuvél og garðstólar, nokkuð sem var mér alveg fram- andi. Á Hávallagötu var því lokk- andi undraveröld sem sameinaði það sem var spennandi og for- vitnilegt því sem var traust, frið- sælt og gott. Í þá tíð var undirritaður ekki mikið gefinn fyrir að dvelja ann- ars staðar en heima hjá sér, en hjá Evelýn var gaman að gista. Samt var hún alvörugefin og lét vita ef henni mislíkaði eitthvað í hegðun manns, óvarlegt orð eða athöfn. Þá leit frænka á mann opnum alvarlegum augum. Meira þurfti ekki; það var á við þungar ávítur. En hún var svo gegnumgóð og réttlát að það var allt í lagi. Evelýn og Batti áttu sumarbú- stað við Þingvallavatn. Evelýn var svo góð að bjóða litla frænda sínum stundum með þeim. Það var stórkostlegt að fá að dvelja í unaðslegri náttúru Þingvalla, við vatnið fagra, í svo góðum fé- lagskap. Evelýn naut sín sér- staklega í þessu umhverfi, gaum- gæfði plöntur og blómgunartíma þeirra, fylgdist með fuglum, varpi þeirra og ungum, renndi fyrir silung, kynti upp í kolaelda- vélinni og bjó til ljúffengan mat. Í þessari sælu rann íslensk nátt- úra undirrituðum í merg og bein svo honum finnst hvergi sé nær því að vera paradís en einmitt þar. Þessa ómetanlegu innlögn á hann Evelýn frænku að þakka, eins og svo margt annað. Evelýn var vaxin upp úr þeirri gömlu menningu er konur voru bindiefnið í samfélaginu, kær- leikurinn í verki. Þær létu hlut- ina ganga upp, líknuðu, læknuðu og kenndu, hugguðu og milduðu og unnu mörg erfiðustu störfin þegjandi og hljóðlaust. Evelýn var einstaklega vönduð mann- eskja og vann allt sem hún tók að sér af stakri samviskusemi og trúmennsku. Hún var afar fróð- leiksfús og því sílesandi og spannaði lesefnið vítt svið: skáld- skap, ferða- og fræðibækur, ævi- og spennusögur. Einnig hafði hún unun af því að ferðast, ekki síst um landið sitt, Ísland. Ég kveð kæra frænku með sorg og þökk í hjarta. Guðmundur Hafsteinsson. Kveðja frá Thorvaldsensfélaginu Í dag verður jarðsungin mín kæra frænka og mæt félagskona í Thorvaldsensfélaginu, Evelyn Þóra Hobbs. Hún gekk í félagið í janúar 1952, var því búin að vera í félaginu í rösk 60 ár. Evelyn var ekki búin að vera lengi i félaginu þegar hún var kosin þar til ábyrgðarstarfa. Hún var fyrst kosin í stjórn fé- lagsins 1954 og frá þeim tíma var hún viðriðin aðalstjórn eða stjórn Barnauppeldissjóðs félagsins. Hún bar ætíð hag Barnauppeld- issjóðsins sérstaklega fyrir brjósti. Hlutverk sjóðsins er meðal annars að styrkja veik börn og ein af fjáröflunarleiðum sjóðsins er útgáfa jólamerkis, en á næsta ári verða 100 ár frá út- gáfu fyrsta jólamerkis Thorvald- sensfélagsins. Evelyn var búin að sitja í stjórn sjóðsins í árarað- ir. Tíminn er afstæður, mér finnst ekki svo langt síðan Eve- lyn frænka mín var með okkur á jólafundi félagsins fyrir nokkr- um árum. Í mínum huga og sjálf- sagt fleiri félagskvenna er vart hægt að hugsa um Evelyn öðru- vísi en að Helga systir hennar komi þar við sögu. Þær systur voru ávallt saman á fundum fé- lagsins og það var aðdáunarvert að sjá hversu samrýndar þær voru og duglegar að mæta á fé- lagsfundum. Það vantaði mikið þegar þær systur vantaði. Evelyn var kosin formaður fé- lagsins árið 1985 og gegndi því starfi í fjögur ár. Hún var sæmd gullmerki félagsins 19. nóvem- ber 1989 á afmæli Thorvaldsens- félagsins. Þegar maður les yfir hennar feril í félaginu sér maður að hún hefur notið bæði virðing- ar og trausts á meðal fé- lagskvenna. Margt hefur breyst í sam- bandi við störf félagskvenna frá því að Evelyn kom fyrst til starfa í félaginu. Það má nærri geta að það hefur farið meiri tími til hinna ýmsu verkefna áður fyrr, en í dag eru öll samskipti mun auðveldari með tilkomu tölvunn- ar og margt fleira kemur þar til. Evelyn var glæsileg kona, hún hafði fágaða og ljúfmannlega framkomu. Hún hélt reisn sinni allt til hins síðasta. Það var fyrir tilstilli ömmu okkar Geirþrúðar Zoëga sem var félagskona í Thorvadlsensfélag- inu að hún gekk í félagið. Evelyn var elst af barnabörnum ömmu okkar og afa og ég leit alltaf upp til minnar kæru frænku. Það var einnig gott að geta leitað til hennar eftir að ég tók við for- mennsku í félaginu. Það koma margar minningar upp í hugann á svona tímamótum eins og til dæmis þegar við fé- lagskonur fórum sumarferð til Hvammstanga en þar heimsótt- um við Heilsugæsluna en það var móðir Evelynar, Jósefína Helga- dóttir Zoëga sem var afgerandi driffjöður við byggingu Heilsu- gæslustöðvarinnar, en hún bjó þá á Laugarbakka með sínum eiginmanni, Skúla Guðmunds- syni alþingismanni. Það kom mér á óvart hvað þetta hafði farið hljótt í fjölskyldunni á sínum tíma. Kvenfélagið á Hvamms- tanga tók á móti okkur í Heilsu- gæslunni með veitingum og rak- in var saga uppbyggingar Heilsugæslunnar og þar kom skýrt fram þáttur Jósefínu móð- ur Evelynar. Við minnumst Evelynar með þakklæti og virðingu fyrir öll þau góðu störf sem hún innti af hendi fyrir Thorvaldsensfélagið. Að leiðarlokum sendi ég fyrir hönd Thorvaldsensfélagsins fjöl- skyldu hennar og öðrum að- standendum mínar innilegustu samúðarkveðjur. Kristín Zoëga, formaður. Evelyn Þóra Hobbs Hrönn Andrésdóttir, mín hægri hönd í uppbyggingu Dim- ars (Vogue, Lystadún-Marco, Sólar- og pílugluggatöld) er fallin frá. Árið 2002 lágu leiðir okkar saman þegar ég keypti Vogue og ákveðið var að Hrönn fylgdi með sem bókari. Sú ákvörðun reynd- ist gríðalegur happafengur, því jákvæðari og heiðarlegri mann- eskju er erfitt að finna. Hvernig hún tók á málum af jákvæðni og eldmóð var aðdáunarvert og hvernig hún lagði alla sína krafta inn í sitt starfsumhverfi var ein- stakt. Hún hafði sérstakt lag á að sjá það jákvæða í umhverfinu og var fljót að drepa niður neikvæða tóna, því hennar lífsmottó var að láta sér og öðrum líða vel. Hún kom eins fram við alla og hafði ávallt hagsmuni fyrirtækisins í fyrsta sæti. Hún hikaði ekki við að láta eigendur eða starfsfólk heyra ef henni mislíkaði eitthvað og komst hún upp með það, því heiðarleikinn var svo tær. Allan þann tíma sem hún vann mér við hlið var áræðið og vinnu- semin til staðar og aldrei kvartaði hún yfir sjúkdómnum. Hún var mér stoð og stytta og kom stund- um fram við mig sem móðir frek- ar en starfsmaður enda voru samskipti okkar þannig að mér þótti vænt um það og það gaf mér kraft til að halda áfram. Framkoma hennar vann hug og hjörtu allra hjá fyrirtækinu. Hrönn var fljót að kynnast öllum og laða það besta fram í fólki. Sannur liðsmaður. Hrönn Andrésdóttir ✝ Hrönn Andr-ésdóttir fædd- ist í Reykjavík 11. mars 1950. Hún lést á líknardeild Land- spítalans í Kópa- vogi 16. apríl 2012. Útför Hrannar fór fram frá Frí- kirkjunni í Reykja- vík 25. apríl 2012. Fyrir hönd starfsfólks Dimars vil ég þakka Hrönn fyrir allar þær góðu stundir sem hún kom með inn í okkar umhverfi. Allar skemmtisögurnar, hláturinn og gleðina og ekki má gleyma handverki Hrannar en hún var sannköll- uð listakona. Starfsfólk Dimars og ég viljum votta Villa, börnum, mökum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Valdimar Grímsson. Elsku Hrönn. Ótrúlegt hvernig lífið getur stundum verið ósanngjarnt. Mér finnst eins og það hafi veri í gær sem Andrea sagði mér að þú vær- ir lasin og í dag ertu búin að kveðja. Ég minnist þess þegar ég og Andrea vorum að vinna saman í bæjarvinnunni og þú smurðir alltaf nesti fyrir mig líka. Ég var alltaf svo öfundsjúk út í fína nest- ið hennar Andreu og eftir það var góðmennska þín svo mikil að þú sendir hana með nesti fyrir mig allt sumarið. Og mikið sem þetta var nú alltaf vel smurt hjá þér. Mér þótti ótrúlega vænt um að fá að koma og kveðja þig. Nú veit ég að þú ert komin til englanna sem munu passa þig og varðveita. Himnaríki er betra núna þegar þú ert komin þangað. Ég lofa þér því, elsku Hrönn mín, að ég skal passa hana And- reu þína. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson) Elísabet Gunnarsdóttir. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar. Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Erfidrykkjur af alúð HÓTEL SAGA, REYKJAVÍK S ími 525 9930 hote lsaga@hote lsaga.is www.hote lsaga.is Hótel Saga annast erfidrykkjur af virðingu og hlýju. Fágað umhverfi, góðar veitingar og styrk þjónusta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.