Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 44
44 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Ítalski leikstjórinn, leikarinn og kvikmyndaframleiðandinn Nanno Moretti verður formaður dóm- nefndar í aðalkeppni kvikmynda- hátíðarinnar í Cannes í ár. Hátíðin hefst 16. maí og lýkur hinn 27. Í dómnefndinni verða, auk Mo- rettis, palestínski leikstjórinn og leikkonan Hiam Abbass, breski leikstjórinn Andrea Arnold, franska leikkonan Emmanuelle De- vos, þýska leikkonan Diane Kruger, franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier, skoski leikarinn Ewan McGregor, bandaríski leikstjórinn Alexander Payne og haítíski leik- stjórinn Raoul Peck. AFP Formaðurinn Nanno Moretti mun leiða dómnefnd aðalkeppninnar í ár. Moretti formaður dómnefndar í að- alkeppni Cannes Opnunarmynd hátíðarinnar í ár verður nýjasta kvikmynd leikstjór- ans Wes Anderson, Moonrise King- dom. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í kvöld verður frumsýnd í Há- skólabíói heimildarmyndin Bully, Grimmd: sögur af einelti í íslenskri þýðingu, sem vakið hefur mikla at- hygli í Bandaríkjunum og víðar. Hún tekur á alheimsvandamálinu um ein- elti og áhrifum þess á börn í skóla- kerfinu. Lee Hirsch er höfundur myndarinnar en hann varð sjálfur fyrir einelti í barn- æsku. „Mér fannst rétti tíminn kominn fyrir slíka mynd. Enginn hefur veitt þessu athygli á þennan hátt áður. Kvik- myndin er sterkur miðill og veitir innsýn sem oft getur verið erfitt að ímynda sér. Tilgangur myndarinnar er að skapa umræðuvettvang þar sem fólk getur velt þessu alvarlega vanda- máli fyrir sér,“ segir Hirsch. Úrræðaleysi skólayfirvalda Myndin segir sögu nokkurra ung- menna sem fylgt er eftir í kjölfar vo- veiflegra atburða sem rekja má til eineltis. Fjölskyldufaðir sem nýlega hefur misst son sinn ákveður að til- einka líf sitt baráttunni gegn einelti. Hann sem aðrir mæta litlum skilningi á vandamálinu og úrræðaleysi ein- kennir viðbrögð skólayfirvalda. „Við sýndum næstum 5000 krökkum þetta í Noregi. Þau komu úr öðru umhverfi en því sem sýnt er í myndinni en þau náðu því algjörlega sem myndin hafði fram að færa. Sumir komu fram grát- andi og opnuðu sig eftir að þeir sáu myndina. Það sýnir hversu mikilvægt er að opna umræðuna um þessi mál,“ segir Hirsch. Myndin er tekin upp af Hirsch sjálfum. Hann var sem fluga á vegg og fylgdi krökkunum eftir, allt frá heimili þeirra í skólabílinn og inn á skólalóðina. Hann segir börnin hafa vanist sér fljótt. „Eftir smátíma voru þau orðin leið á mér og hegðuðu sér nákvæmlega eins og þau gera vana- lega. Ég held að það sé vegna þess hve vön börnin eru því að vera undir eftirliti. Í dag eru myndavélar í skól- um, skólabílum og ekki má gleyma því að margir eru með myndavélar í símanum.“ Skilningsleysi hinna fullorðnu Myndin hefur vakið mikla athygli í Bandaríkjunum og hefur verið sýnd þar í eitt ár. „Heilu samfélögin hafa farið saman á myndina. Hún var til sýnis í Hvíta húsinu og nýlega sáu 7000 skólabörn í Kaliforníu myndina. Hvarvetna hafa viðbrögðin verið með ólíkindum góð.“ Hirsch segir vandamál barna sem verða fyrir einelti ekki síður liggja í skilningsleysi þeirra sem eldri eru, kennara og skólayfirvalda. „Í mynd- inni kemur margoft fram að börnin vilja ekki opna sig vegna þess að það hefur ekki verið tekið á vandamálinu þegar það kom upp áður. Okkur sem eldri erum hættir til að vilja gera lítið úr vandamálunum. Hér vil ég alls ekki gera lítið úr starfi kennara sem er vandasamt og erfitt. Ekki má gleyma því að það eru margir frábær- ir aðilar inni í skólakerfinu sem taka á þessum málum en á stundum skortir meðvitund um það hversu alvarlegar afleiðingarnar geta verið. Því hættir sumum til að taka einelti sem létt- vægri stríðni sem er eðlileg.“ Myndin hefur sameinað margar stofnanir og samtök í Bandaríkjunum sem berjast gegn einelti. „Markmið okkar er að sýna milljón manns myndina í Bandaríkjunum. Sem stendur eru 50 þúsund búnir að sjá myndina. Auðvitað snýst þetta ekki um að finna sökudólga. Myndinni er fyrst og fremst ætlað að veita okk- ur tækifæri til þess að draga lærdóm sem samfélag. Ekki bara í Bandaríkj- unum heldur um allan heim,“ segir Hirsch. „Það verða allir að sjá þessa bíó- mynd“ Því má við bæta að Sena, dreifing- araðili myndarinnar hér á landi, vill leggja þessu mikilvæga málefni lið með því að bjóða öllum þeim sem koma að þessum málum, svo sem Reykjavíkurborg, grunnskólum borg- arinnar og félagsmiðstöðvum, upp á upp á sérsýningar, afsláttarsýningar og hópsýningar til að sem flestir sjái myndina. Hægt er að hafa samband við Guðmund Breiðfjörð hjá Senu vegna þessa. Auk þess hefur leikarinn Stefán Karl Stefánsson, stofnandi Regnbogabarna, fjöldasamtaka um eineltismál, boðist til að halda fyr- irlestra á undan sýningum og stýra umræðum að þeim loknum. „Það verða allir að sjá þessa bíó- mynd. Þótt hún sé bandarísk fjallar hún um hluti sem eiga sér hliðstæðu á Íslandi því einelti er ofbeldi án landa- mæra. Þessi mynd á eftir að bjarga mannslífum,“ segir Stefán Karl. Frekari fróðleik um myndina má finna á thebullyproject.com. Eineltismynd grætir börn  Heimildarmyndin Bully verður frumsýnd í kvöld  Segir frá afleiðingum og birtingarmyndum eineltis  Hefur vakið sterk viðbrögð í Bandaríkjunum og börn hafa komið grátandi af sýningum Einelti Alex Libby, drengur sem orðið hefur fyrir einelti. Saga hans er m.a. rakin í heimildarmyndinni Bully sem frumsýnd verður ı́ Háskólabíói ı́ dag. Lee Hirsch LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar THE AVENGERS 3D Sýnd kl. 4 - 7 - 10 (Power) AMERICAN PIE: REUNION Sýnd kl. 10:20 21 JUMP STREET Sýnd kl. 5:45 - 8 HUNGER GAMES Sýnd kl. 7 - 10 LORAX 3D ÍSL TAL Sýnd kl. 5 STERK BYRJUN, MANN ÞYRSTIR Í MEIRA! T.V. - Vikan/Séð og Heyrt HHHH HEIMURINN FYLGIST AGNDOFA MEÐ DREPFYNDIN MYND SEM GEFUR FYRSTU MYNDUNUM EKKERT EFTIR! Fór beint á toppinn í USA BRÁÐSKEMMTILEG OG LITRÍK MYND FRÁ HÖFUNDUM AULINN ÉG „FYNDNASTA MYND SEM ÉG HEF SÉÐ Í LANGAN TÍMA!“ - T.V., Kvikmyndir.is HHHH STÆRSTA OFURHETJUMYND ALLRA TÍMA Ð „SVÖL, SKEMMTILEG, GRÍPANDI OG FYNDIN“ „ÞÆR GERAST VARLA BETRI EN ÞETTA!“ - Tommi, Kvikmyndir.is HHHH HHHH - J.W. Empire HHHH - J.C. Total Film HHHH - J.C. Variety HHHH - T.M. Hollywood Reporter -bara lúxus sími 553 2075Miðasala og nánari upplýsingar www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU POWE RSÝN ING KL. 10 „ÞESSI MYND Á EFTIR AÐ BJARGA MANNSLÍFUM.“ -STEFÁN KARL STEFÁNSSON, LEIKARI - T.V., KVIKMYNDIR.IS - D.M.S. MBL - T.V., KVIKMYNDIR.IS TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG! SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%NÁNAR Á MIÐI.ISGLERAUGU SELD SÉR 5% BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS 21 JUMP STREET KL. 8 - 10.10 14 / AMERICAN PIE KL. 6 - 8 12 BATTLESHIP KL. 10.10 12 / MIRROR MIRROR KL. 6 L THE AVENGERS KL. 4 - 5 - 8 - 10.30 - 11 10 THE AVENGERS LÚXUS KL. 5 - 8 - 11 10 21 JUMP STREET KL. 5.30 - 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 3.20 - 5.40 L AMERICAN REUNION KL. 8 - 10.30 12 LORAX – ÍSLENSKT TAL 3D KL. 3.30 L HUNGER GAMES KL. 8 12 SVARTUR Á LEIK KL. 11 16 GRIMMD: SÖGUR AF EINELTI KL. 5.45 - 8 - 10.15 10 21 JUMP STREET KL. 8 - 10.30 14 MIRROR MIRROR KL. 5.40 L IRON SKY KL. 10.30 12 TITANIC 3D ÓTEXTUÐ KL. 5.15 10 HUNGER GAMES KL. 9 12 SVARTUR Á LEIK KL. 5.30 - 8 16 - T.V., KVIKMYNDIR.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.