Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Heimili og hönnun föstudaginn 11. maí NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 7. maí. Í blaðinu verða kynntir geysimargir möguleikar og sniðugar lausnir fyrir heimilin. Skoðuð verða húsgögn í stofu, hjónaherbergi, barnaherbergi og innréttingar bæði í eldhús og bað. Heimili & hönnun SÉ RB LA Ð Þau stóðu í stórræðum í gær, hjónin á Kiðafelli í Kjós, og voru í miðjum klíðum við að koma niður flotbryggju í bátavíkinni í Eyr- arkoti, með dyggri aðstoð vina og nágranna, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar þar að garði. Bændahjónin Bergþóra Andr- ésdóttir og Sigurbjörn Hjaltason, sem sést hér í forgrunni, keyptu bryggjuna notaða og hyggjast meðal annars nota hana í tengslum við ferðaþjónustuna sem þau reka í Eyrarkoti. Þau ætla sér þó ekki að sitja að henni ein, segir Bergþóra. „Þetta á bara að vera almennt fyrir fólkið hérna í sveitinni, fyrir þá sem vilja komast á sjó og veiða sér til matar. Eða fyrir skemmti- siglingar úr bænum eða um fjörð- inn þess vegna,“ segir Bergþóra. Enn sem komið er sam- anstendur skipafloti Bergþóru og Sigurbjörns af einum bát, sem Bergþóra segir svo lítinn að hann verði varla látinn liggja við bryggjuna en við hana má með góðu móti leggja alls sex bátum. Bændur setja niður bryggju Morgunblaðið/Golli Flotbryggja sett niður í bátavíkinni í Eyrarkoti í Kjós Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Sendinefnd frá netrisanum Google er vænt- anleg til landsins á næstu tveimur til þremur mánuðum til þess að kynna sér íslensk upplýsingatækni- kerfi til að fylgjast með fisk- veiðum. Að sögn Ólafs Ragn- ars Grímssonar, forseta Íslands, er nú unnið að því að finna hentuga tímasetningu fyrir heimsókn fulltrúa fyrir- tækisins. Í febrúar segir Ólafur Ragnar að hann hafi átt við- ræður við fulltrúa Google eft- ir að hann hélt ræðu á heims- þingi um höfin í Singapúr. Í ræðu sinni lýsti forsetinn meðal annars árangri Íslendinga í að þróa eftirlitskerfi með veiðum skipa og hvernig hægt sé að nota upp- lýsingatækni til að tryggja ábyrgar og sjálf- bærar fiskveiðar. „Við áttum fróðlegar og gagnlegar viðræður um hvort hægt væri að tengja saman þá tækni sem íslensk fyrirtæki eins og til dæmis Track- well hafa þróað við tækniþróun Google, sér- staklega Google Earth. Ef hægt væri að tengja þetta tvennt saman væri hugsanlega kominn grundvöllur að því að búa til alþjóðlegt eftirlits- kerfi með veiðum og siglingum allra fiskiskipa hvar sem er í veröldinni,“ segir hann. Ólafur Ragnar segist sannfærður um að tenging upp- lýsingartækninnar við veiðar væri vænlegasta leiðin til að hamla gegn eyðingu fiskistofna út um allan heim. Mikil viðurkenning Á Íslandi myndi sendinefnd Google ræða við íslensk tæknifyrirtæki, stofnanir á þessu sviði og fyrirtæki í sjávarútvegi og veiðum með það að markmiði að sjá hvort eftirlitskerfi Íslend- inga með sjálfbærum veiðum og verndun fiski- stofna geti orðið burðarás í útfærslu Google Earth þannig að hún tæki einnig til hafanna. „Ég tel að þetta sé mikil viðurkenning fyrir íslensk upplýsingatæknifyrirtæki og fyrir það kerfi sem við höfum þróað hér. Ef við fáum lið- sinni Google Earth í þessum efnum, sem nýtur heimsviðurkenningar á þessu sviði, þá væri það mjög stórt skref,“ segir forsetinn. Fulltrúar Google á leiðinni  Skoða möguleika á að tengja Google Earth við íslenskt eftirlitskerfi með skipum  Væri stórt skref fyrir íslensk upplýsingatæknifyrirtæki, segir forseti Íslands Morgunblaðið/RAX Hafið Google kynnir sér skipaeftirlitskerfi. Ólafur Ragnar Grímsson Skúli Hansen skulih@mbl.is Stjórnvöld í Tékklandi hafa boðist til þess að sjá um loft- rýmisgæslu við Ísland hluta árs 2014. Síðan bandarísk stjórnvöld tóku ákvörðun um að kalla herliðið á Keflavíkurflugvelli heim frá Íslandi hafa flug- sveitir frá ríkjum Atlantshafsbandalagsins (NATO) kom- ið hingað til lands þrisvar á ári til þess að sjá um loftrým- isgæslu en boð tékkneskra stjórnvalda er í tengslum við þá loftrýmisgæslu. Varnarmálaráðuneyti Tékklands hef- ur sagst vera tilbúið til þess að senda hingað til lands fjór- ar orustuþotur af gerðinni Saab JAS-39 Gripen. „Tékkar hafa látið í ljós áhuga á að taka þátt í loftrým- isgæslunni og tilkynnt það til NATO-ráðsins og okkar,“ segir Kristján Guy Burgess, aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra. Að sögn Kristjáns hafa tékknesk stjórnvöld áhuga á að sinna loftrýmisgæslunni frá september 2014 til desember á sama ári. Aðspurður segist hann hvorki geta staðfest fjölda orustuþotnanna sem Tékkar munu nota við loftrýmisgæsluna né af hvaða gerð þær séu. Tékkland er aðili að NATO en landið hefur ekki áður sinnt loftrýmisgæslu við Ísland. Tékkar eru með fjórtán orustuþotur af gerðinni Saab JAS-39 Gripen að láni frá Svíþjóð. Tékkneskar orustuþotur af þeirri gerð munu einnig koma til með að sinna loftrýmisgæslu í Eystra- saltslöndunum í 4 mánuði á þessu ári. Tékkar bjóðast til að sinna loftrýmisgæslu við Ísland Tekið af heimasíðu tékkneska hersins. http://www.army.cz/ Gripen Fjórar tékkneskar Gripen-orustuþotur eru væntanlegar hingað til lands árið 2014.  Loftrýmisgæslan færi fram undir lok árs 2014 „Við teljum að það sé afar óheppi- legt að hafa sama stæðið merkt fyr- ir fatlaða og konur og við ætlum þess vegna að breyta því,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Hörpu, en nokkur fjöldi stæða í bílastæðahúsi Hörpu er nú merktur á þann hátt. „Við ætlum að merkja stæði sér- staklega fyrir fjölskyldufólk með barnavagna,“ segir Höskuldur. Hann segir að hugmyndin að þessari merkingu hafi komið frá arkitektum hússins, sem höfðu kynnt sér slíkar merkingar í Þýska- landi. „ Sérmerkt kvenna- bílastæði í Hörpu þykja óheppileg Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.