Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 www.avon.is Ný og glæsileg heimasíða og vefverslun Frábær opnunartilboð Skráðu þig á póstlista www.avon.is Þú gætir dottið í lukkupottinn og unnið Avon Gjafabréf að verðmæti 10.000 kr. Baðolían frá AVON er komin aftur. Baðolían sem beðið hefur verið eftir! Nýjir sölufulltrúar velkomnir! Þær sem gerast sölufulltrúar fyrir 11. maí fá glæsilegar gjafir. Sjá nánar á www.avon.is Dalvegi 16B, 201 Kópavogi, sími 577 2150 Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar furðar sig af hverju ætti að minnka afla- heimild þeirra þó þær séu óvíða meiri, það myndi verða til þess að vinnslan yrði að leggja einu skipa sinna og þurfa segja upp 30 manns. Vinnslustjór- inn er ekki sáttur að þurfa að draga saman í rekstri, nýbúinn að kaupa stórt og flott skip þar sem félagið malar gull, enda nánast aldrei þurft að greiða neitt til samfélagsins fyrir auðlindina. Eðlilegast hefði verið að Síld- arvinnslan hefði ekki keypt nýtt skip þar sem þeim hefði mátt vera ljóst að ekki hefur verið nein sátt um skiptingu á auðlindinni að ræða og breytinga væri að vænta. Alltaf er leiðinlegt og sárt ef það þarf að segja fólki upp en því miður hefur það viðgengist í greininni víðsvegar um landið í mun stærra mæli, þar sem jafnvel allar afla- heimildir hafa verið þurrkaðar í burtu í hinum ýmsu byggðarlögum. Framkvæmdastjórinn getur huggað sig við að einhverjir aðrir fá þá í staðinn lifibrauð til að framfleyta sínum fjölskyldum víðsvegar um landið; það kallar LÍÚ lands- byggðaskatt. Síldarvinnslan er með verulega miklar veiðiheimildir á bolfisk, loðnu, makríl, kolmunna og síld. Ef á að jafna auðlindinni þarf að taka frá þeim sem hafa mest, t.d. með því að taka eða minnka bolfisk frá út- gerðum sem byggja af- komuna að stærstum hluta á uppsjáv- arveiðum, jafnvel þó LÍÚ skilji ekki tilgang- inn. Jafnvel mætti kannski nota LÍÚ- fyrirmynd frá Eskifirði þar sem bolfiskvinnslu var hætt og afkoman byggð á upp- sjávarveiði? Þar sá fyrirtækið hag sínum betur borgið með núverandi fyrirkomulagi og fór með fiskvinnsl- una burtu í óþökk bæjarbúa. Því yrði bara öfugt farið hjá Síld- arvinnslunni þar sem fyrirtækið myndi ekki stjórna fyrirkomulaginu heldur stjórnvöld með mildari nið- urskurði. LÍÚ sá ekkert athugavert við það þegar útgerðin fór með afla- heimildina frá Eskifirði enda hent- aði það útgerðarfélaginu og erfða- prinsum. Útvalin útgerðarfélög hafa haft ómældan ríkisstyrk áratugum sam- an þar sem smánargjald hefur verið greitt til samfélagsins ásamt rífleg- um afskriftum. Fyrirkomulagið er þakkað með rangtúlkunum og hald- ið á lofti að um eina landið í heim- inum sé að ræða þar sem sjávar- útvegurinn sé ekki ríkisstyrktur þó svo því sé öfugt farið. LÍÚ þarf að láta af þessum áróðri sínum sem einkennist af lítilmennsku og gera sér grein fyrir því að um takmark- aða auðlind er að ræða, sem er ekki einkaeign örfárra útgerðarfélaga þar sem fleiri þurfa að lifa af grein- inni. Örfá útgerðarfélög ráða yfir meira en 90% veiðiheimilda og verja síðan fyrirkomulagið í anda LÍÚ með ómerkilegri auglýsingaherferð sem einkennist af áróðri og hót- unum fái þeir ekki að sitja nánast einir að auðlindinni eða þurfi að borga sanngjarnt veiðigjald. Lét hátt í silfurhærðu Samfylk- ingar-bæjarstýrunni í útgerðar- bænum Dalvík að Samherji skyldi þurfa að hlíta lögum þegar félagið brást við með óbeinum hótunum undir rós, með því að ætla hætta að koma með hráefni til vinnslu. Sam- herjastýran ætti að geta gert sér grein fyrir hvernig er búið að rústa heimilum og fyrirtækjum víðsvegar um landið með kerfi sem bæjar- stýran hefur stutt, þó svo ekki megi vanta eina einustu bröndu í hennar heimabyggð. Stærsti partur af aflaheimildum hjá stærri fyrirtækjum landsins hefur aldrei verið keyptur þar sem rangtúlkunum er haldið á lofti og forsendum snúið við, þar sem út- gerðarfélög eigi að hafa keypt mest- an hluta af aflaheimildum sínum þó því sé öfugt farið. Endurskoðunar- stofan Deloitte er ekki mjög trú- verðug þó svo hún sé málsvari LÍÚ og með sína sérhagsmunagæslu og hlutdrægni, ötul að verja kerfið, allt of margir eru tilbúnir að selja sálu sína með takmörkuðu siðferði. Það hefði nánast engu skipt þó veiði- gjaldið hefði verið mun lægra, það yrði samt alltaf of hátt. Vart getur talist eðlilegt að útgerðin sé tilbúinn að borga Færeyingum allt að 10 sinnum hærra gjald fyrir viðbót- arkvóta á makríl. Það hefði mátt koma í veg fyrir þetta karp um veiðigjald kvótans hefðu þingmenn snefil af heiðarleika og sjálfsvirðingu, þar sem stjórnar- sáttmáli gerði ráð fyrir innköllun aflaheimilda með fyrningu. Eðlileg- ast væri að aflaheimildir færu á uppboðsmarkað þar sem útgerðin myndi sjálf sjá um að verðleggja fiskverð sem hún réði við. Miðað við slíkt fyrirkomulag yrði eðlileg end- urnýjun þar sem þeir hæfustu kæmust af. Ef ekki á verr að fara verður almenningur að að átta sig að ekki verður haldið áfram á sömu braut þar sem samfélagið mun lið- ast enn frekar í sundur fæstum til hagsældar. . Eftir Vilhelm Jónsson » Auðlindin er merg- sogin af LÍÚ með hræðsluáróðri og óbein- um hótunum í skjóli verkleysis ríkisstjórn- arinnar, sem sveik þjóð- ina áratugum saman með nánast engu veiði- gjaldi og ómældum af- skriftum …Vilhelm Jónsson Höfundur er fjárfestir og fv. atvinnu- rekandi Sjávarútvegurinn líklega hvergi í heiminum meira ríkisstyrktur Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru send- ar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birt- ist felligluggi þar sem liður- inn „Senda inn grein“ er val- inn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skrán- ingarferlinu. Eftir að viðkom- andi hefur skráð sig sem not- anda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569- 1100 frá kl. 8-18. Móttaka að sendra greina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.