Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 Skúli Hansen skulih@mbl.is Hægri grænir - flokkur fólksins kynnti stefnumál sín á fjölmennum fundi á Múlakaffi í gær. „Við stofnuðum Hægri græna, nokkrir félagar, á Þingvöllum 17. júní 2010,“ sagði Guðmundur Franklín Jónsson, formaður flokks- ins, í ræðu sinni á fundinum í gær. Að sögn Guðmundar hefur flokk- urinn óskað eftir listastöfunum X-G en á fundinum í gær gengu undir- skriftalistar þar sem óskað var eftir meðmælendum fyrir framboð flokksins. „Við erum hægriflokkur, þá leggj- um við áherslu á lága skatta og sem minnst ríkisafskipti, þetta er svona gegnumsneitt í gegnum stefnuna,“ sagði Guðmundur á fundinum í gær. Hann benti einnig á að flokkurinn legði áherslu á sparnað og að for- svarsmenn flokksins hefðu fundið sparnaðarholur í 200 ríkisfyrir- tækjum sem ekkert hefur verið sparað í. Í ræðu Guðmundar kom fram að hann teldi skuldaleiðrétt- ingu á verðtryggðum lánum heim- ilanna vera langmikilvægasta bar- áttumál flokksins en slík lán telur flokkurinn að séu ólögleg sam- kvæmt lögum og reglum sem sett voru í samræmi við ESB-tilskipun frá 1. nóvember 2007. „Við viljum eindregið auðvitað lækka matvöruverð í verslunum og einhver segir að það sé nú ekki hægt en við getum auðveldlega gert fríverslunarsamning við Bandaríkin sem og Kína, Indland og fleiri stór ríki,“ sagði Guðmundur og bætti við að ef Ísland væri með fríversl- unarsamning við Bandaríkin þá myndi kornverð hér á landi lækka um 50% og verð á ýmsum öðrum vörum myndi lækka um 30-40%. Líkti Guðmundi við drottin Eftir að Guðmundur lauk ræðu sinni bauðst fundarmönnum að spyrja spurninga. Það gerði einn fundarmaður en sá tók sig til og nýtti tækifærið til að líkja Guð- mundi Franklín við kraftaverka- manninn „þarna uppi“ eins og það var orðað. Segja verðtryggð lán ólögleg  Hægri grænir kynntu stefnumál sín á Múlakaffi í gær  Guðmundur Franklín Jónsson segir flokkinn leggja áherslu á lága skatta og sem minnst ríkisafskipti Morgunblaðið/Árni Sæberg Kynningarfundur Fjöldi fólks var mættur til að fylgjast með kynningarfundi Hægri grænna sem fram fór á Múlakaffi í gær. Guðmundur Franklín Jónsson, formaður Hægri grænna, kynnti stefnu flokksins í ræðu sinni. Hann sagði skuldaleiðréttingu verðtryggðra lána heimilanna helsta baráttumál flokksins. Bandaríska flug- félagið Delta mun fljúga fimm sinn- um í viku milli Keflavíkur og New York í sum- ar í samvinnu við flugfélagið KLM. Delta hóf á síð- asta ári áætl- unarflug á milli New York og Keflavíkur og flutti þá yfir 20.000 farþega til Íslands. Í tilefni af því að félagið mun senn hefja áætlunarflug milli landanna á ný, býður Delta upp á ferðir frá Keflavík til New York á sérstöku kynningarverði, 63.000 krónur fyrir miða á almennu farrými að sköttum og gjöldum meðtöldum. Tilboðið gildir fyrir allt flug á tímabilinu frá 2. júní til 3. sept- ember, sem bókað er í fyrir 3. maí næstkomandi. Gert er ráð fyrir því að dvalið sé í Bandaríkjunum aðfara- nótt sunnudags. Delta flýgur til Íslands í sumar Flugvél Delta í Keflavík. Fimm flugferðir í viku milli Keflavíkur og NY Hæstiréttur hefur staðfest tíu til fimmtán mánaða fangelsi yfir þrem- ur karlmönnum fyrir vörslu kókaíns í sumarhúsi í Ölfusborgum. Sá sem fékk þyngsta dóminn var einnig dæmdur fyrir innflutning á efninu. Um var að ræða 374 grömm af kók- aíni ætlað til söludreifingar hér á landi. Fíkniefnin fundust í sum- arhúsinu þar sem þeir voru að þurrka þau en þau voru blaut eftir að hafa legið í um eitt ár í jörðu. Alls er þeim gert að greiða rúmar þrjár milljónir króna í sakarkostnað. Sá sem fékk þyngsta dóminn er fæddur árið 1968. Samkvæmt upp- lýsingum Interpol í Litháen hafði hann m.a. verið sakfelldur þar sex sinnum fyrir þjófnað. Staðfesting á kókaíndómi Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Það ætti að vera í verkahring for- eldra barns að ákveða hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi það eigi að til- heyra og því eiga þeir að sjá um þá skráningu sjálfir en ekki ríkið eins og nú er. Þetta kemur fram í umsögn Mannréttindaskrifstofu Íslands um frumvarp innanríkisráðherra um breytingu á lögum um skráð trú- félög. Í frumvarpinu er lögð til breyting á lögum um skráningu barna í trú- félög en þau hafa hingað til verið skráð í trúfélag móður við fæðingu. Sú breyting sem lögð er til í frum- varpinu er að ef foreldar barns til- heyra ekki sama trúfélaginu þurfi þau að koma sér saman um hvort og þá hvaða trú- eða lífsskoðunarfélagi barnið tilheyri. Þangað til verði staða barnsins ótilgreind. Foreldrar skrái barn sitt Í umsögn sinni um frumvarpið segist Mannréttindaskrifstofa fagna þessari breytingu enda samræmist hún betur jafnréttislögum en ákvæði núverandi laga. Hún gerir hins vegar þá athuga- semd við frumvarpið að það eigi að vera í verkahring foreldra að skrá börn sín í trúfélög en ekki ríkisins. Vísar Mannréttindaskrifstofa í samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins þar sem segir að aðildarríki skuli virða rétt og skyld- ur foreldra og lögráðamanna til að veita barni leiðsögn við að beita rétti sínum til frjálsrar hugsunar, sann- færinga og trúar. Samkvæmt samn- ingnum hafi foreldrar skyldu til þess að aðstoða barn við ákvörðun um skráningu í trú- eða lífsskoðunar- félag og taka afstöðu til þess hafi barn ekki þroska til þess að taka ákvörðun um það sjálft. Því leggur Mannréttindaskrif- stofa til að ákvæðið kveði á um að foreldrar í hjúskap eða skráðri sam- búð taki sameiginlega ákvörðun um skráningu barns í trú- eða lífsskoð- unarfélag og fram til þess tíma verði staða þess ótilgreind. Fagna jafnrétti félaga Mannréttindaskrifstofan fagnar hins vegar þeim breytingum sem kveðið er á um í frumvarpinu sem jafna eiga stöðu lífsskoðunarfélaga á við skráð trúfélög og segir í umsögn sinni að með frumvarpinu náist það markmið. Þá fagnar hún því sérstak- lega að gert sé ráð fyrir að lífsskoð- unarfélög öðlist rétt til sóknargjalda fyrir skráða meðlimi þeirra. Foreldrar skrái börn sín í trúfélög en ekki ríkið Hægri grænir munu bjóða fram í öllum kjördæmum í næstu alþing- iskosningum að sögn Guðmundar Franklíns Jónssonar, formanns flokksins. „Við erum ekki búin að stilla upp á lista,“ segir Guð- mundur og bætir við að vel og vandlega verði valið á framboðs- lista. Spurður út í fjölda flokks- manna segir Guðmundur: „Það eru um 1.100 skráðir í flokkinn.“ Hann bendir þó á að nokkur þúsund manns séu skráðir á Fésbókar- síðum flokksins. „Ég held að Sjálf- stæðisflokkurinn sé ekki hægri- flokkur,“ segir hann aðspurður hvaða munur sé á Hægri grænum og Sjálfstæðisflokknum. Auk Guðmundar fluttu þrír af forsvarsmönnum flokksins, þau Sigríður Pétursdóttir, kosn- ingastjóri flokksins, Pétur Fjeld- sted Einarsson og Guðrún Bryndís Karlsdóttir ræðu á fundinum. Framboð í öllum kjördæmum SEGIR SKRÁÐA FLOKKSMENN VERA UM 1.100 TALSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.