Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 27.04.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 2012 STUTTAR FRÉTTIR ● Á fyrsta ársfjórðungi 2012 höfðu um 2.800 manns verið atvinnulausir í eitt ár eða lengur eða 1,6% alls vinnuaflsins. Á fyrsta ársfjórðungi 2011 voru þeir sem höfðu verið at- vinnulausir í ár eða lengur um 3.800 manns eða 2,2% vinnuaflsins. Af þeim sem voru atvinnulausir á fyrsta ársfjórðungi voru að jafnaði 2.200 manns búnir að vera atvinnu- lausir í 1-2 mánuði eða 1,2% vinnu- aflsins. Til samanburðar höfðu 2.400 manns verið atvinnulausir í 1-2 mán- uði á fyrsta ársfjórðungi 2011 eða 1,4% atvinnulausra. Á fyrsta ársfjórðungi 2012 voru að meðaltali 12.700 manns án vinnu og í atvinnuleit eða 7,2% vinnuaflsins. Atvinnuleysi mældist 7,8% hjá körl- um og 6,5% hjá konum. Fjöldi starf- andi á fyrsta ársfjórðungi 2012 var 163.500 manns eða 73,2% af mann- fjölda. Hlutfall starfandi karla var 75,7% og starfandi kvenna 70,6%, samkvæmt frétt á vef Hagstofu Ís- lands. Á heildina litið fækkaði atvinnu- lausum um 1.000 frá fyrsta ársfjórð- ungi 2011. 12.700 manns án vinnu ● Höskuldur Skúli Hallgrímsson hef- ur verið ráðinn útibússtjóri Ís- landsbanka á Húsavík og tekur hann við starfinu 1. júlí nk. Lilja Rögnvaldsdóttir, sem gegnt hefur útibússtjórastöð- unni undanfarin tæp 4 ár, heldur nú á önnur mið, segir í fréttatilkynningu bankans. Höskuldur Skúli hefur gegnt stöðu viðskiptastjóra fyrirtækja. Áður var hann fjármálastjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur. Höskuldur Skúli er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði en hann er að auki rafiðnaðarfræðingur og iðnrekstrarfræðingur frá Tæknihá- skóla Íslands. Útibússtjóri Íslands- banka á Húsavík Höskuldur Skúli Hallgrímsson Verði umfang beinnar erlendrar fjárfestingar með svipuðum hætti næstu tíu ár og hún var tuttugu árin þar á undan er harla ólíklegt að slík fjárfesting muni leysa afla- ndskrónuvandann. Þetta kemur fram í fréttabréfi Júpiters rekstr- arfélags. Þar er bent á að séu bóluárin 2005-2007 undanskilin þá nam bein erlend fjárfesting hér á landi aðeins 1,6% sem hlutfall af lands- framleiðslu á árunum 1991-2010. Ef gert er ráð fyrir hóflegum 2,5% árlegum hagvexti á árunum 2012-2021 og að hlutfall beinnar erlendrar fjárfestingar haldist í sögulegu meðaltali – um 1,6% af vergri landsframleiðslu – þá verð- ur innflæði erlendrar fjárfesting- ar að tíu árum liðnum um 300 milljarðar, á verðlagi dagsins í dag. Þegar haft er í huga að snjó- hengja aflandskróna er talin vera um þúsund milljarðar þá er ljóst, segir í fréttabréfi Júpiters, að það tæki áratugi að afnema höftin, ef ætlunin væri sú að leka afla- ndskrónum út úr hagkerfinu fyrir tilstilli erlendrar fjárfestingar. hordur@mbl.is Bein erlend fjárfesting sem hlutfall af landsframleiðslu Heimild: Seðlabanki Íslands og Hagstofan 35% 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% -5% 2010 2009 2008 2007 2006 2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999 1998 1997 1996 1995 1994 1993 1992 1991 Tæki áratugi að afnema höftin  Bein erlend fjárfesting dugar tæpast Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það þarf að marka stefnu og ganga síðan í takt, því það er eftir miklu að slægjast, sagði Eyjólfur Magnús Kristinsson, framkvæmdastjóri rekstrarlausna Advania, á ráðstefnu um gagnaver á Íslandi sem haldin var á Grand hótel í gær. Tólf fyrir- lesarar héldu tölu á ráðstefnunni en þar kom meðal annars fram að gríð- arleg aukning er framundan í bygg- ingu gagnavera. Eyjólfur benti á að eitt gagnaver væri 350 milljóna evra fjárfesting (58 milljarðar íslenskra króna). Verin væru einnig góðir kaupendur rafmagns, en gera má ráð fyrir að gagnaver í stærri kantinum sé kaupandi rafmagns upp á 600 milljónir á ári. Það kom fram á ráðstefnunni að Ísland væri góður kostur í augum fjárfesta, sérstaklega vegna grænn- ar orku og að staðsetning landsins á plánetunni jörð gerði það að verkum að kæling væri náttúruleg. Eyjólfur benti samt á það í fyrir- lestri sínum að það væri mikil sam- keppni um gagnaverin enda fleiri lönd í norðrinu sem væru heppilega staðsett fyrir þessi ver. Bæði Finn- land og Svíþjóð hafa laðað til sín öfl- ug gagnaver. Á það var bent á ráð- stefnunni að Finnar eru sérstaklega öflugir í að laða til sín gagnaver en þeir hafa náð til sín Google, IBM og CSC en þar í landi eru ekki aðeins fyrirtæki sem vinna að þessu heldur er ríkisstjórnin með þetta að mark- miði. Markmið Landvirkjunar er að ná til landsins 1% af markaðnum en ef það næðist myndi það þýða að tíu gagnaver myndu vera byggð á land- inu. Það yrði mikil búbót af slíku. Náttúruvá á Íslandi En Ísland hefur einnig ókosti og um það var líka rætt á ráðstefnunni. Á það var bent að stöðugleiki er ekki mikill hér á Íslandi. Landið hefur líka vafasamt orðspor eftir fjármála- kreppuna. Þá kom Eyjafjallajökull til umræðu. Ari Guðmundsson, verk- fræðingur hjá Verkís, kynnti skýrslu um náttúruvá á Íslandi. Þar talaði hann um ímynd Íslands og sýndi frægar fréttamyndir af Eyjafjalla- jökulsgosinu þar sem ekki sést til sól- Gríðarleg aukning í bygg- ingu gagnavera í heiminum  Eftir miklu er að slægjast að fá gagnaver  Borga mikið fyrir rafmagn Gagnaver Tólf fyrirlesarar héldu tölu í gær á ráðstefnu um gagnsemi gagnavera á Íslandi. Ragna Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, stýrði fundinum sem var vel sóttur af fagfólki sem leikmönnum. Morgunblaðið/Styrmir Kári ● Tíu frumkvöðlateymi munu í sumar fá tækifæri til þess að móta viðskipta- hugmynd og sprotafyrirtæki með aðstoð tuga mentora og kynna svo fyrirtækið á fjárfestaþinginu Seed Forum Startup Reykjavík 17. ágúst. Þau tíu frumkvöðlateymi sem verða valin til þátttöku fá tvær milljónir í hlutafé, glæsilega aðstöðu og aðgengi að alþjóðlegu tengslaneti Global Accelerator Network. Klak, Innovit og Arion banki hafa sameinast um að búa til Startup Reykjavík með það að leiðarljósi að efla frumkvöðla- og sprotastarfsemi á Íslandi. Verkefnið er al- þjóðlegt og miðar að því að skapa sprotafyrirtækjum tengsl við erlenda fjárfesta, ráðgjafa og sprotafyrirtæki sem keppa á alþjóðlegum mörkuðum. Frumkvöðlateymi móta viðskiptahugmynd                                          !"# $% " &'( )* '$* +,-./ ,01.2, +,/.// ,,.101 ,+.324 +5.434 +15.03 +.--13 +32.24 +4-.3- +,4 ,01.3+ +,5.+2 ,,.145 ,,.0++ +5./-+ +15.25 +.--52 +3-.02 +44.2+ ,,5.,20, +,4.1 ,02.2 +,5.-+ ,,.211 ,,.0/4 +5.504 +15.5/ +.-5,3 +3-.4, +44.5/ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Bæjarlind 16 Kópavogur S: 553 7100 www.linan.is Opið mán - fös 12 - 18 lau 11 - 16 TIMEOUT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.