SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 10
10 22. apríl 2012 Skar og skarkali | 32 Sigríður Stefánsdóttir er fyrrverandi bæj- arfulltrúi Alþýðubandalagsins og gegndi á sínum tíma bæði embætti forseta bæj- arstjórnar og formanns bæjarráðs. Hún er nú verkefnisstjóri samskipta hjá Akureyr- arbæ og framkvæmdastjóri afmælisárs bæjarins, 150 ára kaupstaðarafmæli bæj- arins er fagnað í ár. 7.00 Vakna við Rás 1, ligg áfram í nokkrar mínútur. Fyrsti morgunn eftir páskafrí svolítið erfiður. Svo er það sturtan og snöggur morgunmatur. 8.03 Stimpla mig inn í Ráðhúsinu. Byrja á að skrifa minnispunkta fyrir daginn og kíkja á tölvupóst. Hitti og býð velkominn nýjan starfsmann, sem kominn er til að vinna tímabundið að nokkrum afmæl- isverkefnum. 9.00 Stutt morgunleikfimi á 2. hæðinni og svo morgunkaffi með samstarfsfólki. Fer í kynningarferð um húsið með nýja starfsmanninn, Gest Einar, sem þekkir marga og margir þekkja. Svara í leiðinni spurningum og gef upplýsingar og frétti líka af gangi nokkurra verkefna. T.d. er verið að vinna að undirbúningi þess að koma upp upplýsingaskiltum og sögu- vörðum í tilefni afmælisins. 10.30 Fer yfir og vinn að nokkrum verkefnum tengdum afmælisárinu t.d. dönsku sunnudagskaffi í innbænum, sem stefnt er að 1. júlí og gönguferðum um bæ- inn sem boðið verður upp á öll fimmtu- dagskvöld í sumar 12.00 Nota hluta af matartímanum til að heyra í stjórnarkonum í Parkinsons- félagi Akureyrar og fara yfir bréf sem við erum að senda út vegna aðalfundar. Næ, sem betur fer líka að skjótast í mat hjá Tony í mötuneytinu okkar. Gott eins og alltaf. 13.45 Uppgötva að ég á að vera mætt á fund. Fannst vera mánudagur en ekki þriðjudagur. Tek sprettinn og hleyp út í Hof, þar sem ég hitti gott samstarfsfólk á Akureyrarstofu og Gunnu Þórs, verk- efnastjóra Akureyrarvöku. Förum saman yfir kynningaráætlun ársins og aðal- hátíðarhaldanna í lok ágúst, bæði aðferðir og kostnað, sem verður að rúmast innan fjárhagsáætlunar. 15.30 Sinni málum vegna ýmissa er- lendra samskipta bæjarins. Að þessu sinni eru erindi frá Västerås í Svíþjóð, aðal- skrifstofu Northern Forum í Alaska, um væntanlega heimsókn kínverskra vísinda- manna til Akureyrar, heimsókn frá Denver og fleira. 16.45 Komin heim og hitti eiginmann og hund. Við Erlingur skoðum saman ár- angur hans af að skanna inn nokkrar myndskyggnur frá ferðalagi Blásarasveitar Tónlistarskólans árið 1989. Vorum beðin að skrifa smágrein um sveitina, sem þarf að myndskreyta. Skoðuðum fyrir vikið fullt af gömlum myndum í páskafríinu t.d. af krökkunum okkar og ferðalögum. 17.30 Erlingur og Lappi fara í hesthús, en ég skelli í þvottavél, vökva blóm og kryddjurtir í ræktun og undirbý kvöldmat- inn, sem verður einfaldur í þetta sinn. Fínt að nota fiskbollur sem ég keypti af ungum handboltakonum. Bjallan hringir tvisvar, í bæði skiptin íþróttafólk að safna drykkjar- umbúðum. 18.30 Góð vinkona hringir. Förum oft saman í gönguferðir, en ég ákveð nú að taka tillit til hráslagans úti og kvefsins í mér. Berum okkur saman um fréttir og forseta- kosningar. Ætlum báðar að styðja Þóru. 19.30 Þeir félagar komnir úr hesthúsi. Við Erlingur höldum þeim sið, sem alltaf hefur verið á heimilinu, að setjast saman niður við kvöldmatarborðið. Hand- boltabollurnar bragðast ágætlega. 20.30 Tek rúnt á fréttamiðlum og fas- bók. Set frétt inn á afmælissíðu Akureyrar www.facebook.com/Akureyri150 um skemmtilega síðu „Þorparanna“. Fleiri hverfi hafa fylgt í kjölfarið og setja inn myndir, fróðleik og skemmtileg samskipti. 22.45 Tekst að standa við fyrirheit frá morgni um að fara ekki mjög seint í rúmið. Get því með góðri samvisku lesið um stund. Fer með Sigurði Pálssyni austur í Axarfjörð í Bernskubók hans. Góð og róandi lesning eftir erilsaman dag. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tek sprettinn! Sigríður Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri afmælisárs Akureyrarbæjar, við málverk Frey- móðs Jóhannssonar (12. september) af Akureyri frá 1929. Þetta mun vera fyrsta listaverkið sem Akureyrarbær keypti. Dagur í lífi Sigríðar Stefánsdóttur, fram- kvæmdastjóra afmælisárs Akureyrar Þorgrímur Kári Snævarr

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.