SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 19

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 19
22. apríl 2012 19 stóra nagla og þyrnikórónu. Aftar draga fullvaxnir karlmenn stóran kross og enn fleiri eru til að syngja með. Þetta er svo- kölluð „hvíta ganga“, sem farin er í flest- um bæjum á þessu svæði Ítalíu og á rætur að rekja aftur til 12. aldar. Minnst er leitar Maríu meyjar að Jesú syni sínum að morgni föstudagsins langa. Gangan hefur hlykkjast um Minori í tvo tíma og er nú komin í sterkri hádegissólinni að aðal- kirkju bæjarins, og eftir söng og bæna- gjörð á torginu fyrir framan er gengið til langrar messu. Eftir langan föstudag langa á Amalfi- ströndinni eru ferðalangar loks komnir aftur til Minori undir kvöld. Það húmar og í stað þess að ljós séu tendruð í bænum eru þau slökkt og þar fer önnur ganga af stað, lýst með kyndlum þátttakenda og kert- um. Þetta er enn fjölmennari ganga en sú í litla bænum og fremst fara hvítklæddir göngumenn á öllum aldri en aftar aðrir svartklæddir; þeir tákna sorg Maríu við krossdauða Krists. Raddir söngmannanna dofna þegar þeir hverfa ofar í bæinn og myrkrið er sótsvart þegar ferðalangar feta sig upp tröppurnar 324, upp í hlíðina, í skjól sitt í paradísinni í skugga Vesúvíus- ar. Í kvöldinu ganga börnin kuflklædd og með kerti í hefðbundinni trúargöngu á föstudaginn langa. Þau taka undir í söng hinna fullorðnu og svara prestunum eins og ber þar sem gangan nemur staðar á fyrirfram ákveðnum stöðum, kenndum við stöðvar krossins að kaþólskum sið. Morgunblaðið/Einar Falur Kyndlarnir og kertin varpa rauðum lit á hús- in í Maiori þegar hátíðleg prósessían fer þar um á föstudaginn langa. Í bænum Amalfi, sem er afar vinsæll meðal ferðamanna, eru göturnar milli húsana víða ofur þröngar; menn geta vart mæst. Víða í Pompeii gefur að líta glæsilegar vegg- skreytingar, oft úr plönturíkinu eins og þessar, en margar eru af erótísku tagi. Í glæsilega skreyttum rústum baðhúsa í Pompeii, þar sem boðið var upp á heit og köld böð, má sjá eina gifssteypuna af ólánsömum manni sem varð þar öskufallinu að bráð. ’ Þar gengur hersing fólks um götur og kyrjar sálma, allir í hvítum kyrtlum og með hettur á höfði sem minna á andstyggilega haturshreyf- ingu í suðurríkjum Banda- ríkjanna, en hér er ekkert slíkt á ferðinni.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.