SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 47

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 47
22. apríl 2012 47 Listakonan Kristín Guðjónsdóttirlést 21. apríl 2007 aðeins fertugað aldri eftir margra ára veik-indi. Hún var afkastamikil lista- kona, hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum hér á landi, í Bandaríkj- unum og víða um heim, en hún bjó vest- an hafs mestallan sinn myndlistarferil. Fyrir stuttu kom út bókin Stína, sem helguð er listferli Kristínar. Sterkur íslenskur svipur Kristín lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Hamrahlíð vorið 1987 og nam læknisfræði við Háskóla Íslands í eitt ár en sneri sér síðan alfarið að listinni og stundaði nám í Myndlistar- og hand- íðaskóla Íslands og síðan í California Col- lege of Arts and Crafts. Hún settist að í Bandaríkjunum með Davíð Aðalsteins- syni eiginmanni sínum, sem er prófessor í stærðfræði við Háskóla Norður- Karólínu. Verk Kristínar þykja frumleg og bera sterkan íslenskan svip. Hún tengdi sam- an keramík, gler og málm og notaði mik- ið form tengd sjó og sjómennsku, t.d. bátsform, baujur, kúlur og sjávarbarið fjörugrjót. Í bókina eru fjölmargar ljós- myndir af verkum hennar og frá sýn- ingum, auk texta um myndlist hennar og ævi og frásagna samferðamanna hennar í Bandaríkjunum. Texti bókarinnar er á íslensku og ensku, en höfundar eru Kristín Rósa Ár- mannsdóttir, Jón Proppé, Ursula Goe- bels-Ellis, Clifford Rainey, Mary Bayard White og Kristín sjálf. Myndvinnslu ann- aðist Kristján Guðni Pétursson, sem tók einnig talsvert af myndum í bókina, en flestar myndir í henni eru þó teknar af Kristínu sjálfri. Ritstjóri bókarinnar er Kristín Rósa Ármannsdóttir, frænka Kristínar sem kölluð er Rósa, en hún segir að hug- myndina að bókinni og drifkraftinn kominn frá Bergþóru Ragnarsdóttur, móður listakonunnar. „Ég bauð fram að- stoð mína þegar hún nefndi þetta við mig, en við vissum auðvitað ekkert hvað við vorum að fara út í varðandi bókaút- gáfu,“ segir Rósa, „en við fengum ein- valalið með okkur til að vinna verkið og það hefur unnist vel, því í vor eru liðin tvö ár frá því við byrjuðum að þreifa fyrir okkur hverja við vildum hafa með í verk- inu.“ Eins og fram kemur hér að ofan tók Kristín flestar myndanna í bókinni og Rósa segir að hún hafi verið iðin við að ljósmynda verk sín og skrásetja þannig, en meirhluti verla hennar er vestan hafs þar sem starfsferill hennar var að mestu leyti. „Hún Stína byrjaði snemma að mynda sín verk á stafræna myndavél og nýtti þær myndir á vefsíðu sem hún kom sér upp strax 1996 og notaði til að kynna sig og verk sín með góðum árangri,“ seg- ir Rósa en síðuna má sjá á slóðinni www.art.net/stina/. Framsýn í endurvinnslu Á þessari vefsíðu Kristínar stendur á áberandi stað að verk hennar séu að 99% úr endurunnum efnivið og Rósa segir að hún hafi lagt mikla áherslu á endur- vinnslu. „Hún var framsýn í sinni endur- vinnsluhugsun og á undan sinni samtíð með það.“ Í inngangi bókarinnar, sem Rósa skrif- ar, getur hún um það að Ísland hafi verið áberandi í verkum hennar og á tímabili hafi hún nýtt form tengd sjó og sjó- mennsku, t..d. bátsform, baujur, kúlur og sæbarið grjót. „Ætli það sé ekki heimþráin sem brýst út í formum verka minna sem ég sæki í fjörur Ís- lands,“ sagði Kristín í viðtali við Morg- unblaðið í ágúst 1998, en þá sýndi hún höggmyndir í Gerðarsafni í Kópavogi. Á þeim tíma var hún aðallega að vinna með fjörugrjót, en nýtti sér annars ýmis efni við listköpun, aukinheldur sem hún notaði iðulega gamla hluti sem hún fann á víðavangi. Í viðtalinu við blaðið segir hún að heimþráin til Íslands hafi brotist út í þeim verkum sem hún sýndi þá: „Ég byggi verk mín í raun á landinu mínu, menningu þess og fortíð.“ Kristín Guðjónsdóttir lést 21. apríl 2007 aðeins fertug að aldri. Hún var afkastamikil, hélt einkasýningar og tók þátt í samsýningum en hún bjó vestan hafs mestallan sinn feril. Morgunblaðið/Ásdís Byggt á landinu, menningu þess og fortíð Listakonan Kristín Guðjónsdóttir, Stína, féll frá aðeins fertug að aldri fyrir fimm árum. Fyrir til- stuðlan móður hennar hefur komið út bók þar sem listferli Stínu eru gerð ýtarleg skil. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Frá Seekers-sýningunni í Wriston-sýningarsölunum í Lawrence-háskóla, Appleston í Wis- consin í október 2006, en það var síðasta einkasýning Kristínar Guðjónsdóttur.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.