SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 32

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 32
32 22. apríl 2012 Liisa Jokinen er finnskur götu-tískuljósmyndari sem komhingað til lands í tilefni af Hönn-unarmars og Reykjavík Fashion Festival. Hún er með síðuna HEL- looks.com, sem nýtur mikilla vinsælda. Hún vill alls ekki kalla síðuna tísku- blogg þar sem það er ekki athugasemda- kerfi eða samtal á síðunni en hún fellur engu að síður í flokk áhrifamikilla tísku- síðna á Norðurlöndum og fær reyndar fær líka margar heimsóknir frá Bandaríkj- unum. Hún byrjaði með síðu sína árið 2005 og var hún því snemma á ferðinni, þegar tískubloggin voru á jöðrunum og tísku- blöðin í meginstraumnum. Tískublogg- ararnir hafa síðan þá fært sig yfir á fremsta bekkinn á tískusýningunum við hlið tískublaðaritstjóranna. Hrifin af lopapeysum og skyri Liisa er hrifinn af íslenskri tísku og nefnir þar til dæmis Kron By Kronkron. „Ég fór í heimsókn á vinnustofuna þeirra og fékk innsýn í hvernig þau vinna. Þau eru in- dælt par og búðin þeirra er frábær. Þar fást merki sem eru hvergi til sölu í Hels- inki,“ segir Liisa en parið sem hún ræðir um eru Hugrún Árnadóttir og Magni Þor- steinsson og verslunin heitir Kronkron. Hún nefnir líka prjónavörurnar frá Vík Prjónsdóttur og hönnun Munda sem dæmi um skemmtilega íslenska hönnun. „Besta hönnunin er líka þetta einfalda eins og hefðbundnar íslenskar lopapeysur og skyr.“ Liisa hefur komið hingað einu sinni áð- ur, yfir helgi árið 2004. „Það er ótrúlegt hvað borgin hefur breyst mikið á þessum tíma. Það eru svo miklu fleiri kaffihús og búðir en áður svo manni finnst borgin vera miklu stærri núna,“ segir hún. Liisa er með HEL Looks ásamt kærasta sínum Sampo Karjalainen en hann sér um hönnun síðunnar og tæknilegu hliðina. „Við vorum með þeim fyrstu að stofna götutískusíðu. Það hafa auðvitað verið til götutískuljósmyndarar áður, en þetta var nýr vettvangur,“ segir hún. Ris tískublogganna Hún hefur lengi unnið á þessum vettvangi og vinnur líka sjálfstætt fyrir hin og þessi blöð. „Þegar ég hef samband við skipu- leggjendur tískuviðburðar og minnist á HEL Looks þá fara hjólin að snúast. En ef ég segist ætla að taka myndir af viðburð- inum fyrir stærsta dagblaðið í Finnlandi gerist kannski ekkert. Mér finnst það svo- lítið skrýtið,“ segir hún en hún hefur upplifað ris tískublogganna á eigin skinni. „Síðustu tvö, þrjú árin hafa tískublogg- arar sótt tískusýningarnar og setið á fremsta bekk,“ segir Liisa sem myndaði að sjálfsögu götutískuna í Reykjavík á meðan á heimsókninni stóð en afrakst- urinn er hægt að sjá á vefsíðu finnska tískutímaritsins Lily (www.lily.fi/palsta/ liisa-looks-goes-reykjavik). HEL Looks er aðeins fyrir götutískuna í höfuðborg Finnlands. Alltaf með myndavélina Hvernig er dæmigerður dagur í lífi HEL Looks, hvar finnurðu fólkið sem þú myndar? „Ég tek myndavélina mína alltaf með mér og ef ég sé einhvern áhugaverðan á leiðinni þá tek ég mynd,“ segir hún og út- skýrir að margar myndirnar séu teknar um helgar í miðbæ Helsinki. Hana langar að geta ferðast meira um borgina og leita að ennþá fjölbreytilegra fólki til að mynda. „Draumur minn er að fá Helsinki-borg til að styrkja mig um laun eins eða tveggja daga í mánuði svo ég geti eytt meiri tíma í að taka myndir og farið víðar um borgina.“ Hverju ertu að leita að í fari fólks? „Það verður að vera eitthvað við það sem kemur mér á óvart, eitthvað sem ég hef ekki séð áður eða óvenjuleg samsetn- ing í fötunum. Ég leita ekki eftir því aug- ljósa, einhverju sem er komið beint úr Zöru eða H&M sem er auðvelt að þekkja. Ég leita að því sem er ekki of fyrirsjáanlegt og of augljóslega í tísku,“ segir hún. „Ég reyni að taka myndir sem láta fólk hugsa og spá í hlutina. Er hún í alvöru í þessum jakka við þessar buxur? Mér finnst það áhugaverðara. Ég vil finna fólk sem er með sinn eigin stíl,“ segir hún. Hver finnst þér vera þróunin í götu- tískunni? „Fólk virðist vera að verða þreytt á fjöldaframleiddri tísku. Mér finnst ég hafa séð það líka hér. Fólk er alltaf með eitt- hvað sérstakt, eitthvað sem það hefur erft frá ömmu sinni eða mömmu eða eitthvað sem það hefur búið til sjálft,“ segir hún. Hvað finnst þér um íslenska götutísku? „Mér finnst hún mjög flott. Ég bjóst við miklu og ég hef ekki orðið fyrir von- brigðum.“ Eru Íslendingar með svipaðan stíl og aðrar Norðurlandaþjóðir? „Þeir eru sérstaklega líkir Finnum. Kannski út af viðhorfinu, báðar þjóðir eru frekar þrjóskar! Báðar þjóðir virðast ófeimnar við að prófa sig áfram í tískunni á óhefðbundinn hátt,“ segir hún en á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig götutískan í Reykjavík kallast á við götu- tískuna í Helsinki. Leiðinlegir Svíar og rómantískir Danir Fylgistu með tískuvikunum á hinum Liisa Jokinen er finnskur götutískuljós- myndari sem heldur úti vinsælli tískuvef- síðu, HEL-Looks.com. Hún forðast hið augljósa og fjöldaframleidda og heillast af fólki sem kemur henni á óvart. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Vill fá fólk til að hugsa Katrín í Reykjavík.Sandra í Helsinki.Annica í Helsinki.Laufey í Reykjavík.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.