SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 45

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 45
22. apríl 2012 45 LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar RÚRÍ YFIRLITSSÝNING 3.3. - 6.5. 2012 Rúrí áritar yfirlitsbók sína kl. 14-16 á sunnudag. Barnamenningarhátíð í Listasafni Íslands Fjölskyldusmiðjur á laugardag kl. 13-15 og sunnudag kl. 14 Ókeypis fyrir fullorðna í fylgd barna. SAFNBÚÐ, Fermingar- og útskriftartilboð á útgáfum safnsins. SÚPUBARINN, 2. hæð. Hollt og gott allan daginn! Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Þúsund ár - fjölbreytt verk úr safneign Listasafns Íslands frá 19. öld til nútímans. Fyrsti áfangi nýrrar grunnsýningar um þróun íslenskrar myndlistar. „Óskabarn – Æskan og Jón Sigurðsson“ Sýning um æsku og lífsstarf þjóðhetjunnar, undirbúin í samvinnu við Afmælisnefnd Jóns Sigurðssonar. Sýningin höfðar sérstaklega til barna og ungs fólks á skólaaldri. Áhugaverður viðburður fyrir alla fjölskylduna. Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00-17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TILVIST – BEING HERE Jón Axel Björnsson Leiðsögn listamannsins sunnudaginn 22. apríl kl. 14.00 Sýningin stendur til 6. maí Opið virka daga 12.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Fjölbreyttar sýningar: Björgunarafrekið við Látrabjarg – ljósmyndir Óskars Gíslasonar Aðventa á Fjöllum – ljósmyndir Sigurjóns Péturssonar TÍZKA – kjólar og korselett Handaverk frú Magneu Þorkelsdóttur Þjóð verður til – menning og samfélag í 1200 ár Einvígi aldarinnar. Fischer og Spassky – 40 ár Kvikmyndasýning sunnudaginn 22. apríl kl. 15: Björgunarafrekið við Látrabjarg Spennandi safnbúð og Kaffitár Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is Opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 11-17. Lokað á mánudögum Laugardaginn 21. apríl kl. 15 Ný sýning verður opnuð Hafnarborgin Hrafnkell Sigurðsson 21. apríl - 28. maí List án landamæra Skjaldarmerkið hennar Skjöldu Atli Viðar Engilbertsson 19. apríl - 29. apríl Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is sími 585 5790 - Aðgangur ókeypis Húsið á Eyrarbakka Hveitipoki verður kjóll Einstakar systur breyttu hveitipokum í litríkar hippamussur og -kjóla Opið allar helgar í apríl kl. 14-17 www.husid.com Núningur/Friction Listin í borginni og borgin í listinni Sunnudaginn 22. apríl kl. 15-16 munu þeir Gunnar J. Árnason og Hjálmar Sveinsson flytja stutt erindi um „Myndlistina í borginni - borgina í myndlistinni“ ásamt því að ræða við gesti Opið 13-17, nema mánudaga. Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is Aðgangur ókeypis. LISTASAFN ASÍ SJÁLFSAGÐIR HLUTIR (10.2.- 20.5. 2012) FINGRAMÁL (21.3.–20.5.) Mundi, Volki, Hrafnhildur Arnardóttir aka Shoplifter, Erna Einarsdóttir, Bergþóra Guðnadóttir, Aftur Opið alla daga nema mán. kl. 12-17. Verslunin KRAUM í anddyri. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÁSJÓNA Verk úr safneign Kaffistofa – Leskró – Barnakró Opið fim.-sun. kl. 12-18 AÐGANGUR ÓKEYPIS www.listasafnarnesinga.is Hveragerði Fyrir áhugamenn umgamlar bækur eru fáirstaðir jafn spennandi,og jafn hættulegir, og Góði hirðirinn. Spenna og hætta eru kannski ekki hugtök sem flestir setja í samhengi við nytjamarkað fyrir gamla hluti, en ef maður hefur yndi af bók- um getur verið æði spennandi að gramsa þar í gegnum þann aragrúa sem þangað ratar. Oft geta þá ratað uppí hendurnar á bókhneigðum litlir fjársjóðir, skrýtnar og skemmtilegar bæk- ur, eða annað sem kveikir í les- andanum áhuga á hinum furðu- legustu málum. Og það getur verið hættulegt fyrir þá sem hafa, ég segi ekki söfn- unarár- áttu, en a.m.k. sjá varð- veislu- gildi í því sem sést ekki mikið af í hvers- dagslífinu. Sérstaklega ef efnið virðist við fyrstu sýn áhugavert og maður hugsar með sjálfum sér: ,,Já, þetta væri gaman að lesa einhvern tímann við tæki- færi.“ En síðan áttar maður sig á því að það sé nú ólíklegt að þessi bók rati aftur upp í hendur manns svo á endanum verður niðurstaðan að grípa hana með, þetta er nú eftir allt saman svo svakalega ódýrt. Og þá meina ég ódýrt, heill poki af bókum kannski á 500 kall. Þannig atvikaðist það að bókakostur minn fór að aukast mikið fljótlega eftir að svo vildi til að ég fluttist í næsta nágrenni við þessa kostabúð, og var þó veglegur fyrir. Nokkur söfn voru fullkomnuð, það sem vantaði inní uppáhalds- bókaflokkana úr æsku, tíma- laust gæðaefni eins og Lukku Láki, Tinni o.s.frv. voru fljót að koma. Síðan fóru að rata heim bækur um þjóðmál og fræðiefni ásamt aragrúa af skáldsögum sem fóru að taka aðeins of mikið pláss á heimilinu. Og í því lá hættan, bækur taka mikið pláss og ef þetta héldi svona áfram gæti ég aldrei komist yfir að lesa allt, hvað þá að koma því fyrir. Grams í bók- um ’ Fyrir áhuga- menn um gamlar bækur eru fá- ir staðir jafn spennandi, og jafn hættulegir, og Góði hirð- irinn. Orðanna hljóðan Höskuldur Marselíusarson hoskuldurm@gmail.com Þ að er svo misjafnt hverju fólk er að leita eftir þegar það sest niður með bók í hönd. Að verða fyrir áhrifum, að kynnast einhverju nýju eða að fá að gleyma raunveruleikanum um stund. Skemmtilegast er þegar bókin grípur les- andann þannig að hann vill helst ekki leggja hana frá sér. Það tekst Dorothy Koomson að gera í þetta skiptið, eins og svo oft áður. Konan sem hann elskaði áður er bók sem uppfyllir allar þarfir þess lesanda sem vill að bókin heltaki sig án þess þó að vera of þung eða fræðileg. Í Konan sem hann elskaði áður er fjallað um Libby sem er ástfangin af hinum heillandi og myndarlega Jack, sem er reyndar ekki hennar týpa. Hún fellur því ekki svo auðveldlega fyrir töfrum hans en hann nær að heilla hana að lokum. Þegar Libby kynnist Jack enn betur og fréttir að fyrri kona hans, Eva, lést á voveiflegan hátt þá grennslast Libby fyrir um fortíð kon- unnar sem Jack elskaði áður. Það kemur ýmislegt í ljós þegar Libby gruflar í fortíð- inni og ekki líður á löngu þar til hún fer að óttast um eigið líf. Dorothy Koomson hefur samið sjö bækur og Konan sem hann elskaði áður er fjórða bókin sem kemur út í íslenskri þýðingu. Rétt eins og aðrar bækur Dorothy Koomson er bókin þægileg aflestrar og skemmtileg. Þannig er nánast ómögulegt að leggja hana frá sér fyrr en búið er að lesa hana til enda. Höfundurinn nær slíku tangarhaldi á les- andanum að hann vill alltaf vita meira og meira um hina ákveðnu Libby, ástríðufullu Evu og dularfulla Jack. Persónusköpunin er góð og það er auðvelt að heillast af söguhetj- unum, sem og að lifa sig inn í söguna. Bókin skilur reyndar ekki mikið eftir sig en gerir sannarlega sitt gagn, að skemmta lesand- anum, halda honum hugföngnum og víkka út sjóndeildarhring hans. Grípandi og þægileg aflestrar Rithöfundurinn Dorothy Koomson hefur gefið út sjö bækur og fjórar þeirra komið út á íslensku. Bækur Konan sem hann elskaði áður bbbmn Eftir Dorothy Koomson Forlagið, 2012, 544 bls. kilja. Svanhvít Ljósbjörg

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.