SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 41
22. apríl 2012 41 LÁRÉTT 1. Gefnir eru allir stafir í fiskaheiti. (9) 5. Þaninn fær karat út af hugmyndinni. (7) 9. Veikur las inn. (6) 10. Hús Eiríks við fjöll er sirkus. (12) 11. Séra fær blandað natron frá hrifnum. (8) 12. Tápmikil og fær út af dugnaðinum. (11) 13. Hávaði og þögn í einu (5) 14. Fljótt flekkótt. (6) 15. Ríkulega sælgætið er létt. (10) 17. Eyrnamark fjarða er mark eftir sníkjudýr. (7) 19. Lögsókn vegna einhvers konar ferlimála. (9) 22. Panda var einhvern veginn að stynja. (8) 24. Gæfulítill án skulda. (7) 26. Með eista og verk guð skapar list. (12) 28. Greipstu og fyrirgafstu? (7) 29. Fúþark missir þann seinasta fyrir auma á tilbúinni hæð. (9) 30. Bólgnaði af drykkju (5) 31. Atgervi Ninnu byggir einhvern veginn á starfi. (12) LÓÐRÉTT 1. Borgar náttúrulausum. (6) 2. Skerið einhvern veginn Dani og hesta þeirra. (11) 3. Hún sleit Nikk í tvennt með einhæfni. (10) 4. Fundarskrifari tapaði kisu til þeirra sem ganga fyrir rafmagni. (10) 5. Blóm guðs, Jesús og heilags anda? (15) 6. Mögl út af líkamshluta eða rúmmálseiningu. (7) 7. Enn má sjá ost við handrið sem þið vinnið við. (7) 8. Lín snúin lendir á skinninu. (8) 13. Hávær öskur búin að sögn hjá flokknum. (8) 16. Kona sem er aldrei bein? (5) 17. Samkynhneigðir aðalsmenn? (9) 18. Daður sem er kveikja að sprengju (10) 20. Að lokum Dungal þvær duglegar. (9) 21. Kaup sníkjudýra er lítið endurgjald. (8) 23. Metist til verðs að því er sýnist. (7) 25. Svipaðir bókstafir eru slæmt skinn. (7) 27. Þökk umlið í haugnum (6) Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseðilinn í umslagi merktu: Krossgáta Morg- unblaðsins, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 22. apr- íl rennur út á hádegi 27. apríl. Nafn vinningshafans birtist í Sunnudagsmogganum 29. apríl. Heppinn þátttak- andi hlýtur bók í vinning. Vinningshafi krossgát- unnar 15. apríl er María Dungal, Lálandi 2, Reykjavík. Hún hlýtur að launum bókina Konan við 1000° eftir Hallgrím Helgason. Forlagið gefur út. Krossgátuverðlaun Hannes Hlífar Stefánsson varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn árið 1998 og þótti dálítið „seinn“; hann hafði tekið þátt í keppni landsliðsflokks nær óslitið frá 1986 en hafa ber í huga að kyn- slóðin sem kom á undan var erf- ið viðureignar eins og dæmin sanna. Eftir að Hannes Hlífar „braut ísinn“ héldu honum eng- in bönd: ellefu Íslandsmeistara- titlar í ellefu tilraunum segja sína sögu. Hann hefur verið í dá- litlum öldudal undanfarið og er nú svo komið að eftir fimm um- ferðir getur aðeins frábær enda- sprettur gefið honum möguleika á sigri. Hannes er með 2 ½ vinn- ing og er í 4. – 8. sæti ásamt Degi Arngrímssyni, Guðmundi Gísla- syni, Sigurbirni Björnssyni og Stefáni Kristjánssyni. Henrik Danielssen leiðir með 4 vinninga en Þröstur Þórhallsson kemur næstur með 3 ½ vinning, síðan Bragi Þorfinnsson með 3 vinn- inga. Keppnin í ár hefur þróast með óvenjulegum hætti, ýmsir sem byrjuðu vel hafa gefið eftir og aðrir sem byrjuðu illa hafa sótt í sig veðrið. Má þar nefna Dag Arngrímsson og Guðmund Gíslason. Úrslitin munu vita- skuld ráðast í lokaumferðunum þegar margar stórar viðureignir fara fram. Þröstur Þórhallsson hefur teflt frísklegast keppenda og er til alls líklegur. Þröstur tefldi fyrst á Ís- landsþingi árið 1985 og varð þá í 2. sæti á eftir Karli Þorsteins. Hann lagði Hannes í 2. umferð og Stefán Kristjánsson í þeirri fjórðu, sigur hans yfir Hannesi má hiklaust telja bestu skák Ís- landsmótsins hingað til: Hannes Hlífar Stefánsson - Þröstur Þórhallsson Drottningarpeðsbyrjun 1. d4 e6 2. Rf3 c5 3. g3 cxd4 4. Rxd4 Rc6 5. Bg2 Db6 6. Rb3 d5 7. O-O Rf6 8. Rc3 Be7 9. e4 d4 10. Re2 e5 11. c3 dxc3 12. Be3 Da6 13. Rxc3 Bg4 14. Db1 O-O 15. Hc1 Rd8!? Andspænis hótuninni 16. Bf1 varð riddarinn að hörfa. Eftir skákina taldi Hannes að hér hefði verið best að leika 16. Rc5. Eftir næsta leik eykst Þresti rými til athafna. 16. Rd5? Rxd5 17. exd5 f5 18. Hc7 Mislukkuð atlaga. 18. … f4 19. gxf4 Eftir 19. Hxe7 fxe3 20. fxe3 Dd6! fellur hrókurinn á e7. 19. … Bd6! 20. Bf1 Da4 21. Hc4 De8! Drottningin haslar sér nú völl á kóngsvængnum. Nú er best að leika 22. Bd3 með hugmyndinni 22. … Dh5 23. Bxh7+! Kh8 24. Bg6 Dh3 25. Df1! o.s.frv. En betra að mati „Houdini“ er 22. … exf4 23. Bxh7+ Kh8 24. Bc5 Rf7 25. Bg6 með jafnri stöðu. 22. De4? Dh5! 23. fxe5 Bxe5 24. f4 Bxb2 25. He1 Rf7 Traustur leikur en 25. … Bf3 var einnig gott. 26. Dc2 Bf6 27. Rd4 Rd6 28. Hc7 Hfe8 29. Re6 Dxd5 30. Rg5 Bf5 31. Bg2? Hér missir Hannesi af besta leiknum, eftir 31. Hd1! er staðan í jafnvægi. 31. … Da5 32. Db3+ Be6! 33. Bd2 Betra var 33. Rxe6 Dxe1+ 34. Bf1 Kh8 35. Rc7 og enn er von. Nú er allt í hers höndum og kepp- endur áttu lítinn tíma aflögu. Engu að síður finnur Þröstur besta framhaldið. – Sjá stöðumynd – 33. … Dxd2! 34. Hxe6 Hxe6 35. Dxe6+ Kh8 36. h4 Dxf4! Eftir hinn nærtæka leik 37. Dxd6 kemur 37. … Bd4+ 38. Kh1 Dxh4+ 39. Rh3 (39. Bh3 De1+ leiðir til máts) De1+ 40. Kh2 Be5+! og drottningin fellur. 37. Rf7+ Rxf7 og Hannes gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 38. Hxf7 Hd8! og vinnur. Mótið fer fram í Stúkunni á Kópavogsvelli og eru aðstæður þar með besta móti. Beinar út- sendingar frá hverri umferð eru af vef Skáksambandsins, skak.is Helgi Ólafsson helol@simnet.is Hæpið að Hannes Hlífar vinni í tólfta sinn Skák Nafn Heimilisfang Póstfang Krossgáta

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.