SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 39

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 39
þegar í ljós kom að hann hafði eignast barn utan hjónabands árið 2008 – með húshjálp- inni. Einkasonur þeirra Dwina, Robin-John, sem er 29 ára, er líka tónlistarmaður og hef- ur meðal annars samið tónlist í félagi við föður sinn. Robin og Dwina Gibb halda heimili á þremur stöðum: Á eynni Mön, þar sem bræðurnir eru fædd- ir, í Miami í Bandaríkjunum og Oxfordskíri á Englandi. Gibb er mikill stuðningsmaður breska verkamannaflokksins og er Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, í hópi hans nánustu vina. Gibb-bræðurnir settu Bee Gees á laggirnar árið 1958 og slógu í gegn áratug síðar. Vinsældir söngtríósins risu þó hæst á diskótímanum undir lok áttunda áratug- arins og er fals- ettusöngur Barrys eitt helsta kennimerki þeirrar stefnu. Bee Gees hafa selt um 220 millj- ónir platna um heim allan sem gerir sveitina að einni þeirri söluhæstu í sögunni. Bræðurnir komu fjölda laga í efstu sæti vinsældalista og hafa hlotið óteljandi viðurkenningar fyrir framlag sitt til tónlistarsögunnar. Þegar Maurice sálaðist árið 2003 lagði Bee Gees upp laupana en Barry og Robin end- urvöktu sveitina sex árum síðar. Nú veltur framhaldið á heilsu Robins. Robin ásamt bræðrum sínum, Barry og Maurice, árið 1997. Saman mynduðu þeir Bee Gees-tríóið sögufræga. AFP 22. apríl 2012 39 Gleðikona ogviðskiptavinurhennar eruumfjöllunarefni í Sympósum, þeirri næstu í röð stuttmynda sem Mbl Sjónvarp sýnir í samvinnu við Kvikmyndaskóla Ís- lands á sunnudögum. Höfundur myndarinnar er Annetta Kristjánsdóttir. Hún útskrifaðist sem kvikmyndaleikari 2009 og fer með hlutverk gleði- konu, sem fær til sín öðruvísi kúnna en venju- lega; „mann sem kemur henni á óvart, því hann segist geta gert hana ást- fangna af sér á 30 mín- útum. Og brýst eiginlega í gegnum skelina hjá henni, ef svo má að orði komast“, segir Annetta. Elvar Gunnarsson skrifaði handrit myndarinnar. „Hann kom með þessa hugmynd til mín og mér leist mjög vel á, því mig langaði til þess að gera eitthvað óvenjulegt. Á þessum tíma voru miklar umræður á Íslandi um Goldfin- ger og aðra slíka staði og okkur fannst áhugavert að fjalla um þau mál. Við kynntum okkur vel hvað var í gangi.“ Það er Finnbogi Þorkell Jónsson, sem lærði leiklist í Danmörku, sem fer með hlutverk viðskiptavinarins í myndinni. Annetta er nýflutt til Berlínar eftir eitt ár í London. „Kærastinn minn, sem er þýskur, er að fara hér í nám og ég ætla að byrja á því að læra þýskuna. Svo skoða ég möguleika á framhalds- námi,“ segir hún. Sympósur Kvikmyndir Finnbogi Þorkell Jónsson sem fer með hlutverk viðskiptavinarins. Annetta Kristjánsdóttir Smekkur manna er misjafn. Sumir vilja ekki hafa flugu í súpunni sinni þegar þeir snæða á veitinga- stöðum, aðrir ekki tómatsneið á hamborgaranum. Einn þeirra er Flórídabúinn Michael Ogborn sem umturnaðist á hamborgarastað á dögunum þegar hann sá sér til skelfingar tómatsneið á borgaranum sínum, þrátt fyr- ir að hafa beðið um annað. Ogborn lét sér ekki nægja að fá endurgreiðslu, heldur gaf hann framkvæmda- stjóra staðarins líka einn á lúðurinn, „gegn mínum vilja“, eins og framkvæmdastjórinn segir í eiðsvarinni yfirlýsingu sinni. Ogborn var kærður fyrir líkamsárás. Ærðist út af tómati Tómatar geta valdið usla. Það er þreytandi að fara gegnum öryggiseftirlit á flugvöllum, einkum getur líkamsleit verið hvimleið. Að því kom að bandaríski síflygillinn John Brennan missti þolinmæðina á flugvellinum í Portland í vikunni. Til að taka af öll tvímæli um að hann hefði ekkert að fela reif hann sig skyndilega úr hverri einustu spjör. Viðstöddum brá að vonum í brún og huldu margir eigin augu og barna sinna, aðrir glottu í kampinn og gripu til myndavélanna. Starfs- menn flugvallarins þrábáðu Brennan um að klæða sig á ný en hann vildi ekki heyra á það minnst. Var hann því fluttur afsíðis. Við yfirheyrslu kvaðst Brenn- an með þessum hætti hafa verið að mótmæla ágengni flugvallarstarfsmanna við líkamsleit. Hann var færður í fangageymslur fyrir mótþróa og að særa blygðunarkennd fólks og missti af flugi sínu. Berháttaði á flugvelli John Brennan Mynd Ólafs K. Magnússonar af HLH -lokknum í opnum amerísk- um bíl í Lækjargötunni í Reykjavík hefur sérstakt svipmót; minnir kannski öðrum þræði á uppákomuna í Dallas í Texas árið 1963 þar sem John F. Kennedy forseti sat í opnum bíl þegar hann var skotinn til bana. Betur tókst hins vegar til hjá HLH-flokknum; allir sluppu lifandi úr ökuferðinni og komust í áfangastað. „Ég man vel eftir þessu atriði. Þarna standa ég, Halli, sem verður sjötugur eftir nokkrar vikur, og Laddi aftur í bílnum og undir stýri situr Smári heitinn Traustason,“ segir Björgvin Halldórsson. Hann nefnir að á þessum tíma hafi myndbönd með einstaka lögum alla jafna ekki verið sýnd í sjónvarpi. Því hafi Háskólabíó verið leigt til þess að sýna myndband lagsins Riddari götunnar – sem í dag má nálgast undir titli lagsins á myndbandavefnum Youtube.com. „Við störfuðum í nokkur ár með hléum. Plöturnar okkar urðu alls fimm. Fyrst kom Í góðu lagi og þar var meðal annarra góðra lagið um Riddara götunnar. Svo komu plötunar Á rokkbuxum og strigaskóm, Heima er best og Jól í góðu lagi. Undir 1989 gáfum við svo út safn- plötuna Í útvarpinu heyrði ég lag með nokkrum af okkar bestu og vinsælustu bestu lögum. Þar er titillagið Í útvarpinu heyrði ég lag. Það hefur elst býsna vel og það má raunar segja um fleiri laga söng- flokksins, svo sem Vertu ekki að plata mig og svo auðvitað Riddari götunnar sem fyrir margt löngu er orðið sígilt,“ segir Björgvin Hall- dórsson sem á að baki langan og farsælan feril og má með sanni kalla stórsöngvara. Hefur sungið með mörgum vinsælum hljómsveitum og gert mikinn fjölda hljómplatna með lögum sem mörg hafa náð mikl- um vinsældum. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is ’ Var numið staðar og þust inn í bíóið, þar sem sýnd var mynd- band, er gert hefur verið til að kynna fyrstu plötu HLH- flokksins Björgvin Halldórsson Flamingóar eru kyndugir fuglar og eru flokkaðir sem sér- stakur ættbálkur. Til ættkvíslarinnar teljast sex tegundir fugla, tvær í Gamla heiminum og fjórar í Nýja heiminum. Rauðflæmingi og karíbahafsflæmingi eru stundum álitnir vera tvær deilitegundir sömu tegundar. Þessir ágætu flamingóar létu fátt raska ró sinni meðan þeir fengu sér fegurðarblund í dýragarðinum í Wuppertal í Þýskalandi fyrir helgina. Veröldin AFP Kyndugir fuglar

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.