SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 24

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 24
24 22. apríl 2012 Sól skín á él Mynd: Árni Sæberg Texti: Trausti Jónsson veðurfræðingur Þetta er falleg mynd. Hún sýnir sól skína gegnum rof í skýjaþekjunni á þétt él sem fell- ur niður úr éljaklakki. Klakkurinn sjálfur sést þó ekki á myndinni, aðeins botninn á honum. Stöku sinnum gerist það að lítill klakkur breytist nær allur í úrkomu á svipstundu og fellur til jarðar. Mér finnst það þó ólíklegt í þessu tilviki. Hluti úrkomunnar gufar upp á leið til jarðar og getur síðan myndað lítil tætt þokuský til hliðar við klakkinn og úrkomuna. Þau nefnast hrafnar og eru mest áberandi í forgrunni hægra megin á myndinni. Hér sjást slík ský meira að segja í úrkomunni niður und- ir sjó á miðri mynd. Sennilega er klakkurinn hér á leið til hægri á myndinni. Vindhraði minnkar þegar nær dregur jörðu og þess vegna kemur sveigja á úrkomuböndin þegar þau nálgast yfirborð sjávar og úrkoman dettur niður í minni vindhraða. Úrkomubönd sem þessi eru mjög algeng. Oft sjást þau hanga niður úr skýjum en ná ekki til jarðar. Böndin sjást betur ef úrkoman er snjór heldur en rign- ing. Þá getur verið að ekki sjáist til bandsins alls – það virðist hverfa þar sem snjórinn er allur bráðnaður. Birtuaðstæður valda því að þetta er allt meira áberandi hér heldur en venjulegast er.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.