SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 31

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 31
22. apríl 2012 31 Þorsteinn Gunnarsson leikari og arkitekt er mjöglíklega einn af fáum sem hafa teiknað leikhús ogsíðan leikið á sviði þess, hann teiknaði Borg-arleikhúsið og leikur enn á sviði þess. Þorsteinn deilir hér með okkur myndum sem sýna hluta af ferli hans sem leikara, leikhússtjóra og arkitekts. Þorsteinn er fæddur í Reykjavík 18. desember 1940. Fyrsta hlutverk hans á sviði var í Browningþýðingunni eft- ir Terrence Rattigan sem frumsýnt var hjá LR í Iðnó árið 1957. Þorsteinn var fastráðinn leikari hjá LR í þrjá áratugi, lék í nálægt hundrað leikverkum. Þorsteinn leikstýrði tíu sýningum hjá Leikfélagi Reykjavíkur og var leikhússtjóri þess árin 1980–1983, ásamt Stefáni Baldurssyni. Þorsteinn lék einnig nokkrum sinnum í Þjóðleikhúsinu, fjölmörg hlutverk í útvarpi og sjónvarpi, auk leikstjórnar í báðum miðlum og í nokkrum kvikmyndum. Auk leiklistarnáms er Þorsteinn menntaður arkitekt frá Listaháskólanum í Kaupmannahöfn og nam einnig bygg- ingarfornleifafræði við franska fornleifaskólann í Aþenu. Hann er einn þriggja arkitekta Borgarleikhússins. Þorsteinn er kvæntur Valgerði Dan leikkonu og á fjóra syni, eina dóttur og 14 barnabörn! Í hlutverki H.C. Andersens í leikritinu Úr lífi ánamaðkanna eftir Enquist í Iðnó 1983. Með Halldóri Laxness og Stefáni Bald- urssyni, milli æfinga á Sölku Völku í Iðnó ár- ið 1982. Stefán og Þorsteinn gerðu leik- gerð og Þorsteinn fór fyrsta sinn með hlutverk illmennis, Steinþórs. Við tökur á kvikmyndinni Mýrinni eftir Baltasar Kormák. Með Guðrúnu Gísladóttur í Dauðinn og stúlkan í Borgarleikhúsinu árið 1993. Á sviði Young Vic í London, þegar Faust var þar sýnt í sex vikur haustið 2010. Leikur í leikhúsi sem hann teiknaði sjálfur Myndaalbúmið - Þorsteinn Gunnarsson Í Ástarsögu 3 eftir Kristínu Ómarsdóttur, sýnt á Litla sviði Borgarleikhússins árið 1997. Í Largo desolato eftir Václav Havel í leik- stjórn Brynju Benediktsdóttur á Litla sviði Borgarleikhússins árið 1996. Í Hótel Volkswagen eftir Jón Gnarr á Stóra sviði Borgarleikhússins. Að mæla Delfi-leikhúsið í Grikklandi 1963.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.