SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 29

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 29
„Já. En ég er alin upp af róttæku fólki og fékk ekki sérstakt trúarlegt uppeldi, var til dæmis hvorki skírð né fermd en lét skíra mig þegar ég var tvítug. Það var meira rætt um stjórnmál en trúmál í kringum mig. Sem dæmi má nefna að þegar ég var lítil fannst mér stundum ansi flókið að átta mig á hvaða flokki þetta róttæka fólk sem ég sá í kringum mig til- heyrði: Er þessi maóisti? Nei, hann er trotskýisti. Er þessi ekki lenínisti? Æ, nei, nú man ég, hann er í Kúbuvinafélaginu og þessi þarna er í Fylkingunni. Mér finnst skemmtilegt að rifja upp þessa tíma. En ég sjálf passa ekki vel inn í fylkingar eða flokka. Og hef verið leitandi andlega. Fyrir einhverjum árum var ég í göngu- túr og var að hugsa um bók sem Karl Sig- urbjörnsson biskup tók saman og heitir Orð í gleði. Upp í hugann kom setning úr bókinni: Ef þú þráir að þekkja Guð þá áttu þegar trú. Þá áttaði ég mig á því að ég var trúuð. Trúin hafði verið innra með mér allan tímann. Mikið leið mér vel við þessa uppgötvun. Ég veit af eigin reynslu að lít- ill kafli í bók, þess vegna ein setning, get- ur breytt miklu fyrir mann. Mig langaði til að skrifa bók sem tendrar neista. Ég veit að ég hef gert það með þessari bók því margir hafa keypt bókina fyrir sig og kaupa svo annað eintak til að gefa ein- hverjum sem þeim þykir vænt um.“ Þú minnist á depurð fyrr í viðtalinu, margir sjá þig örugglega fyrir sér sem konu sem sé alltaf glöð og ánægð. „Ég held að margir, og ekki síst skap- andi einstaklingar, finni stundum fyrir ákveðinni depurð. Ef depurð býr í manni þá getur maður valið að vera volæðisfíkill og dvelja bara við vanlíðanina. Sumir eru hreinlega í keppni um það hver á mest bágt. En maður getur líka ákveðið að gera eitthvað í málunum. Þegar ég uppgötvaði að í mér býr ákveðin depurð, sem mun kannski á vissan hátt alltaf vera þarna, þá ákvað ég að vinna með hana. Hugmyndir eða sköpun geta sprottið upp af depurð. Ef maður er stundum hræddur og kvíð- inn og hefur ekki trú á sjálfum sér þá nær maður hugsanlega betri tengingu við aðra og hefur meira að gefa vegna þess að maður hefur skilning á því að fólki líður ekki alltaf vel. En maður má ekki láta depurð hefta sig eða draga sig niður. Á tímabili sá ég um þáttinn Örlagadagurinn á Stöð 2 þar sem ég tók viðtöl við fólk sem hafði upplifað skelfilegar raunir, lifað af hræðileg slys, misst heilsuna eða séð fólk í kringum sig deyja. En allt þetta fólk átti það sameiginlegt að það dvaldi ekki í skelfingunni og taldi sig eiga skelfilega bágt heldur vann í sínum málum, leitaði sér hjálpar og hafði þegar upp var staðið miklu að miðla.“ Þú hefur verið gift lengi Kristjáni Franklín leikara, hver er lykillinn að góðu hjónabandi? „Ég trúi því að hver og einn hafi ákveðið hlutverk á jörðinni og til að blómstra þurfi maður að finna þetta hlut- verk. Ég trúi því líka að það sé einhver ætlaður manni en ég segi nú stundum í gamni, þar sem ég er félagsfræðingur og veit allt um skilnaðartíðni, að það hljóti að vera fleiri en einn sálufélagi á hvern einstakling. Það er mín stóra gæfa að hafa hitt sálufélaga minn þegar ég var ung stúlka, einstakling sem hæfir mér. Við er- um búin að vera saman í 26 ár og giftum okkur fyrir 22 árum. Við höfum ekki fengið minni skammt af vonbrigðum en hver annar, en við erum samstiga og ef það koma upp vandamál þá leitum við lausna. Við erum ekki sérlega veraldlega þenkjandi og höfum ekki verið að flækja líf okkar mjög mikið. Það er okkur mik- ilvægast að eiga hvort annað og tala sam- an. Í mínum huga er það lykillinn að góðu hjónabandi.“ Ertu hamingjusöm manneskja? „Mér finnst ég vera sólarmegin í lífinu, en það gerist ekki af sjálfu sér heldur er ákvörðun sem snýst um jákvætt hugarfar og kostar vinnu. Ég er ekki alltaf ham- ingjusöm, stundum er ég döpur og stundum koma upp vandamál, en ég vinn í því að láta mér líða vel. Ég leitast við að senda frá mér eitthvað gott og laða þann- ig til mín það góða.“ Sirrý: Maður finnur fyrir miklu frelsi þegar mað- ur sættir sig við að vera manneskja en ekki vél- menni. Því manneskjur mega gera mistök. Morgunblaðið/RAX 22. apríl 2012 29 V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð SÉRPRENTAÐAR MÖPPUR hannaðar að utan sem innan eftir þínum þörfum HRINGDU OG FÁÐU UPPLÝSINGAR  562 8500 Fyrir fundi, ráðstefnur, markaðssetningar eða kynningar ’ Ég er ekki alltaf hamingju- söm, stundum er ég döpur og stundum koma upp vandamál, en ég vinn í því að láta mér líða vel.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.