SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 16

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 16
16 22. apríl 2012 frábært að sem flestir höfundar skrifi beint fyrir leiksvið. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum leikskáldum sem eiga erindi, ekki síst konum. Þær mættu að ósekju vera fleiri í hópi leikskálda. Í gegnum aldirnar hafa leikbókmenntirnar meira og minna verið skrifaðar af körlum – fyrir karla.“ Þú hefur verið áberandi í sýningum Borgarleikhússins undanfarin misseri. Hvernig kanntu við þig hér? „Ég flutti hingað úr Þjóðleikhúsinu fyrir þremur, nei fjórum árum. Djöfull er tíminn fljótur að líða! Það er ótrúlega gaman að vinna hérna. Það er svo mikill kraftur í þessu húsi. Það hefur verið nóg að gera hjá mér, ætli ég verði ekki að leika í níu sýningum á viku fram á sumar, eftir að þessi verður frumsýnd. Ég kvarta ekki undan skorti á verkefnum.“ Og hlutverkin blandast vel. „Já, mjög vel. Mér finnst alveg jafn- skemmtilegt að leika lítil hlutverk og stór. Síðan eru þau svo fjölbreytt. Ég leik lík í Nei, ráðherra og svo mann sem berst um á hæl og hnakka í þessu verki. Þetta er allur skalinn.“ Paradís á jörð Hvað tekur svo við þegar leikárinu lýk- ur í júní? „Þá fer ég í langþráð sumarfrí vestur á Bíldudal. Þar á ég hús og vil helst hvergi annars staðar vera á sumrin. Vestfirðirnir eru algjör paradís á jörð.“ Ferðu ennþá á sjó? „Það er lítið í seinni tíð. Ég læt mér nægja að veiða silung í fjörunni. Núorðið finnst mér mikilvægast að slappa af og safna kröftum.“ Tölur staðfesta að leikhúsaðsókn hef- ur verið mjög góð eftir hrunið. Hverju sætir það? „Já, þetta er mjög ánægjuleg staðreynd og maður finnur mjög sterkt fyrir þessu. Mín kenning er sú að leikhúsið virki sem eins konar sálfræðingur fyrir fólk. Um- ræðan í þjóðfélaginu er neikvæð og margir eiga erfitt uppdráttar fjárhags- lega. Hvað er þá betra en að gefa sig leik- húsinu á vald, gleyma stund og stað og fara í ferðalag, þó ekki sé nema í eina kvöldstund? Þetta gildir líka fyrir okkur leikarana, það getur verið ágætt að hverfa inn í einhverja allt aðra persónu um stund.“ Hefur þá jafnvel aldrei verið betra að vera leikari á Íslandi en einmitt nú? „Það má alveg segja það.“ Hann hlær dátt. Alltaf jafngaman Framboð á sýningum hefur líka sjaldan verið meira. „Það er alveg rétt. Framboðið er alveg ótrúlegt í íslenskum leikhúsum. Og það eru ekki bara þessi dæmigerðu kassa- stykki sem ganga vel. Leikhúsin eru líka að taka áhættu – og það borgar sig.“ Þú ert um fimmtugt. Hvernig aldur er það fyrir leikara? „Það er fínn aldur. Ég verð 51 árs á mánudaginn og það eru 26 ár síðan ég út- skrifaðist úr Leiklistarskóla Íslands. Það er langur tími. Samt hef ég alltaf jafn- gaman af þessu. Ég byrjaði á því að leika synina, nú leik ég oftar pabbana og jafn- vel einstaka afa. Það er fínt. Þegar ég lít yfir ferilinn get ég ekki annað en verið mjög sáttur við minn hlut. Það eru for- réttindi að hafa fengið að leika allt sem ég hef fengið að leika. Ég sá til dæmis á ein- hverjum kvikmyndavef um daginn að ég er búinn að leika í um fjörutíu kvik- myndum. Mér krossbrá, hélt að þær væru ekki nema á bilinu tuttugu til þrjá- tíu.“ En kannastu ekki við þær allar? „Jú, flestallar!“ Hlustirðu vel, lesandi góður, geturðu heyrt glottið! Þröstur Leó í Borgarleikhúsinu: Fólkið í kjallaranum. Kirsuberjagarðurinn. Fjölskyldan. Nei, ráðherra. ’ Það hefur verið nóg að gera hjá mér, ætli ég verði ekki að leika í níu sýningum á viku fram á sumar, eftir að þessi verður frumsýnd. Höfundur: Bergsveinn Birgisson Leikgerð: Ólafur Egill Egilsson Leikstjórn: Kristín Eysteinsdóttir Leikmynd: Snorri Freyr Hilmarsson Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Björn Bergsteinn Guðmundsson Tónlist: Frank Þórir Hall Leikarar: Þröstur Leó Gunnarsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir Svar við bréfi Helgu

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.