SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 21

SunnudagsMogginn - 22.04.2012, Blaðsíða 21
22. apríl 2012 21 Tæplega 40 ára gamalt markameter nú í hættu. Lionel Messi,hinn knái leikmaður Barcelona,hefur nú skorað 63 mörk í öll- um mótum á þessu keppnistímabili. Að auki hefur hann gefið 25 stoðsendingar á tímabilinu. Frammistaða Messis er með ólíkindum, en hún er ekki einsdæmi. Leiktímabilið 1972/73 skoraði Gerd Müll- er 67 mörk í öllum mótum. Müller hafði ótrúlegan hæfileika til að skora mörk og höfðu varnarmenn ærna ástæðu til að vara sig þegar hann birtist í teignum. Markamet og titlar á titla ofan Müller setti ýmis met á ferlinum. Hann skoraði 68 mörk í 62 landsleikjum, rúm- lega mark í leik, 365 mörk í 427 leikjum í þýsku deildinni og 66 mörk í 74 leikjum í Evrópukeppni. Müller er áttundi á listan- um yfir helstu markaskorara heims, en lék færri leiki á ferl- inum en hinir leikmennirnir, sem ásamt honum skipa 15 efstu sætin á listanum. Ferillinn hófst hjá 1861 Nördlingen þar sem Müller fæddist 3. nóvember 1945. 18 ára gekk hann til liðs við FC Bayern München árið 1964 þar sem fyrir voru Franz Bec- kenbauer og Sepp Maier. Saman áttu þeir eftir að setja mark sitt á þýska knatt- spyrnu, en á þessum tíma var Bayern í suðursvæðisdeild- inni, einni deild fyrir neðan búndeslíguna. Liðið vann sig upp í búndeslíguna á fyrsta tímabilinu, sem Müller lék með því og á sjöunda og átt- unda áratugnum átti það eftir að vinna marga titla. Hann varð fjórum sinnum þýskur meistari, fjórum sinnum bik- armeistari, þrisvar sigurvegari í Evr- ópukeppni meistaraliða, vann álfubik- arinn einu sinni og varð einu sinni Evrópumeistari bikarhafa. Sjö sinnum var Müller markahæsti leikmaður Þýskalands og tvisvar marka- hæstur í Evrópu. Müller lék sinn fyrsta landsleik 1966 og tryggði sér strax fast sæti í liðinu. Hann stóð sig frábærlega í heimsmeist- arakeppninni í Mexíkó árið 1970 þegar Vestur-Þýskaland náði þriðja sæti og skoraði 10 mörk í sex leikjum, þar á með- al þrennu gegn Búlgaríu og Perú. Þjóð- verjar töpuðu hins vegar í undanúrslitum fyrir Ítalíu í leik, sem var framlengdur og fór 4-3. Müller skoraði tvisvar í þeim leik. Það ár var hann kjörinn knatt- spyrnumaður Evrópu. Heims- og Evrópumeistari Fjórum árum síðar varð hann heims- meistari með Vestur-Þýskalandi. Þá var hann ekki jafn iðinn við markaskor- unina, en náði engu að síður að skora fjögur mörk, þar á meðal úrslitamarkið í 2-1 sigri á frábæru liði Hollendinga í úr- slitaleiknum. Í millitíðinni varð hann Evrópumeistari með landsliðinu 1972. Í úrslitaleiknum sigruðu Vestur- Þjóðverjar Sovétmenn sannfærandi með þremur mörkum gegn engu. Müller skoraði því samtals 14 mörk í úrslitakeppni HM. Það var met, sem stóð í samtals 32 ár þar til Ronaldo tók það af honum í leik með Brasilíu gegn Gana á HM í Þýskalandi 2006. Ronaldo þurfti hins vegar þrjú heimsmeistaramót til að ná meti Müllers. „Litli, feiti Müller“ Müller fékk viðurnefnin „Bomber der Nation“ og „kleines, dickes Müller“ eða „litli, feiti Müller“ eins og það er haft eft- ir Cik Cajkovski, fyrsta þjálfara hans hjá Bayern München. Cajkovski var Júgó- slavi. Honum varð fótaskortur á mál- fræðinni þegar hann var að lýsa leik- manni sínum og lýsingin festist við hann. Eftir HM 1974 hætti hann í landsliðinu í fússi vegna þess að eiginkonum leik- manna var ekki boðið til sigurfagnaðarins. En hann átti eftir að vinna ýmsa sigra með Bayern og lék með liðinu til 1979 eða í 15 ár. Eftir það tóku við tvö leiktímabil með Fort Lauderdale Strikers í Flórída í Bandaríkjunum. Þótt Müller virtist ekki geta misstigið sig á vell- inum gegndi öðru máli um einkalífið. Hann stríddi við þunglyndi og alkóhólisma. Hann keypti sér bar í Fort Lau- derdale og virðist hafa verið einn helsti viðskiptavinurinn. Hann var óánægður með sjálfan sig, var niðurbrotinn og nánast eignalaus. Þegar virtist fokið í flest skjól komu gamlir vin- ir til bjargar, Franz Beckenbauer fremst- ur í flokki. Þeir komu honum í meðferð og Uli Hoeness, forseti Bayern, gerði hann að þjálfara hjá varaliðinu, Bayern München II, 1991. Þar er Müller enn við störf. Müller hafði óvenjulegt vaxtarlag, stutta fætur og þyngdarpunktinn neð- arlega. Í bók Davids Winners um hol- lenska landsliðið er að finna lýsingu á Müller og er tilvitnunin tekin úr Wikipe- diu: „Müller var stuttur, samanrekinn, ankannalegur í útliti og ekki sérlega fljót- ur; hann passaði aldrei inn í viðteknu myndina af hinum frábæra fótbolta- manni, en hröðun hans á stuttum vega- lengdum var banvæn, hann hafði óvið- jafnanlegar staðsetningar í vítateig og óhugnanlega tilfinningu fyrir að skora mörk. Stuttir fæturnir veittu honum undarlega lágan þyngdarpunkt þannig að hann gat snúið sér snöggt og í fullkomnu jafnvægi í plássi og á hraða þegar aðrir leikmenn hefðu fallið um koll. Hann hafði einnig lag á að skora við ólíklegustu kringumstæður.“ Lærði á götunni með plastbolta Þegar Brasilíumaðurinn Ronaldo var við það að ná af honum markametinu á HM sagði Müller í viðtali að til væru fáir markaskorarar á borð við hann og Ro- naldo og kvaðst telja að ástæðan væri augljós. „Nú eru færri mörk skoruð vegna þess að leikmenn bregðast ekki við,“ sagði hann í samtali við Mail on Sunday fyrir sex árum. „Þeir fylgjast ekki nógu vel með leiknum og mistekst allt of oft að nýta sér þau færi, sem þeir fá. Of fáir markaskorarar eru nógu kaldir – það skilur þá bestu frá restinni.“ Müller segir að hann hafi öðlast tilfinn- ingu fyrir að skora mörk þegar hann var táningur, áður en hann varð atvinnu- maður. „Ég er að tala um nokkuð, sem er ekki hægt að læra – annaðhvort ertu með það eða ekki. Ég var einfaldlega fljótari að bregðast við en andstæðingurinn. Meira að segja þegar ég var krakki vildu eldri strákarnir alltaf hafa mig með vegna þess að þeir vissu að ég myndi skora. Þannig lærði ég mitt fag, af að spila á götunni með plastbolta. Á þeim tímum voru eng- ar æfingar fyrir ungt fólk og leðurboltar voru ekki inni í myndinni – aðeins ríku krakkarnir höfðu efni á þeim. En þótt ég hefði alla þessa hæfileika hvarfaði aldrei að mér að að verða atvinnumaður í fót- bolta fyrr en ég var valinn til að spila í svæðisdeildinni í Bæjaralandi 16 ára.“ Fellur met þýska þrumufleygsins? Hann var kallaður „stutti, feiti Müller“ og var markaskorari af guðs náð. Nú er tæplega 40 ára markamet Gerds Müllers í hættu. Karl Blöndal kbl@mbl.is Gerd Müller við að skora eitt af 499 mörkum, sem hann gerði í 563 leikjum á ferlinum. Gerd Müller fagnað eftir að hann skoraði sigurmarkið á HM gegn Hollendingum 1974. ’ Müller var stuttur, samanrek- inn, ankanna- legur í útliti og ekki sérlega fljót- ur; hann passaði aldrei inn í við- teknu myndina af hinum frábæra fótboltamanni. Gerd Müller klæddi sig eins og kóngur á umslagi lítillar plötu, sem hann gaf út með slagaranum Dann macht es Bumm (Svo heyrist búmm) 1969 – liðsfélagi hans Beckenbauer var keis- arinn. Lagið er dæmigerður bæverskur slagari með harmónikkum og trumb- um og söngur Müllers tilþrifalítill. Gagnrýnendur fögnuðu því að ekki skyldi verða framhald á tónlistarferli markaskorarans. Svo heyrist búmm

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.