Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 8. M A Í 2 0 1 2  Stofnað 1913  115. tölublað  100. árgangur  LIFUN ROKKSUMAR- BÚÐIR FYRIR STÚLKURNAR 32 SÍÐNA BLAÐ UM GARÐA OG GRÓÐUR FYLGIR BLAÐINU Í DAG STELPUR ROKKA 10  „Persónan er svo sérstök, ég átt- aði mig ekki á því þegar ég tók að mér hlutverkið. Þegar ég sökkti mér í það áttaði ég mig á því hversu ólíkt hljómfallið er í rödd K miðað við hina eðli- legu rödd Tommys,“ segir leikarinn Josh Brolin um hlut- verk sitt í kvikmyndinni Men in Black III, eða MIB III, sem frumsýnd verð- ur hér á landi 23. maí. Í myndinni fer Brolin með hlut- verk leyniþjón- ustumannsins K sem leikarinn Tommy Lee Jones leikur einnig. Brolin leikur K ungan að árum, Jones K eldri og því þurfti Brolin að líkja eftir Jones í hlutverki K. Það segir Brolin hafa verið heilmikla áskorun og í raun margfalda. Blaðamaður Morgunblaðs- ins ræddi við Brolin og leik- stjóra Men in Black- myndanna þriggja, Barry Sonnenfeld, í liðinni viku og sagði Sonnenfeld m.a. að þriðja myndin í syrp- unni væri sú tilfinn- ingaríkasta. »38-39 Mikil áskorun fyrir Brolin að bregða sér í hlutverk Tommy Lee Jones í MIB III Einbeittur Josh Brolin í MIB III. Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Víða á hálendinu norðan Vatnajökuls eru ljót sár eftir akstur jeppa og fleiri farartækja og verði ekkert að gert er ljóst að skemmdirnar aukast enn. Þórhallur Þorsteinsson sem hefur m.a. verið í forystusveit Ferðafélags Fljótsdals- héraðs í 25 ár segir nauðsynlegt að loka mörg- um slóðum á meðan gert er við þá þannig að þeir skemmi ekki enn meira út frá sér. Það kosti tugi milljóna en ekkert réttlæti að hafa þá áfram opna. ust ofan á öll þau ljótu sár sem þegar höfðu myndast. Auknar vetrarskemmdir á síðustu árum Þórhallur segir þörf á stórátaki, bæði af hálfu hins opinbera og einstaklinga. Hann hefur ferðast á jeppa um hálendið í rúmlega 30 ár. „Og mér finnst ótrúlegt hvað lítill árangur hefur náðst í baráttunni við utanvegaakstur á þessum árum,“ segir hann. „Og það sem við höfum séð á allra síðustu árum er auknar vetrarskemmdir.“ M Ég óttast að menn verði ákaflega… »22-23 Þórhallur segir að umræddir slóðar séu allir aðgengilegir almenningi, m.a. í ferlasafni Ferða- klúbbsins 4x4 og á kortum Máls og menningar. Hann bendir á að trukkurinn sem sést á mynd- inni fyrir ofan hafi í fyrra setið pikkfastur á Klausturselsleið á Fljótsdalsheiði. Sú leið hafi af einhverjum ástæðum ratað inn á hálendiskort Máls og menningar en augljóst sé að hún eigi ekki heima þar. Leiðin sé aðeins fær upphækk- uðum jeppum á stórum dekkjum þótt hana ætti í raun ekki að aka. Björgunarsveit þurfti að senda á eftir bílnum með tilheyrandi auka-raski. Skemmdirnar eftir þennan tiltekna trukk bætt- Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Sífellt bætist í svöðusárin á hálendinu austanlands Festa Útlendingur sem ók trukki sínum um Klausturselsleið í fyrrasumar hafði ekki hugmynd um að leiðin liggur um vota mýri þar sem bíll hans sat fastur.  Gera þarf við slóða svo þeir skemmi ekki út frá sér  Mikið ekið utan vega  Álftir leggjast á tún og skilja þau eftir tætt og skemmd. Bóndi í Flóahreppi hefur orðið fyrir stór- tjóni og telur stöðuna skelfi- lega. Ekkert virki til að fæla álftirnar burt og eina í stöðunni sé að fækka þeim. Álftir hafa verið friðaðar síðan 1913 og telur fuglafræðingur að fækkun sé ekki eina lausnin til að hrekja þær í burtu, heldur séu til aðrar aðferðir. »16 Álftir eyðileggja allra bestu túnin Álftir á Tjörninni Baldur Arnarson baldura@mbl.is Linnulausar hækkanir á eldsneytis- verði hafa hækkað höfuðstól verð- tryggðra húsnæðislána heimila um hálfan sextánda milljarð síðan um mánaðamótin febrúar og mars í fyrra. Helminginn af eldsneytisverð- inu má rekja til skatta og lætur því nærri að þeir eigi þátt í átta milljörðum króna af umræddri hækkun. Áhrif eldsneytisverðs á skuldir heimila voru til umræðu vorið 2011 og kom þá fram í Morgunblaðinu að 0,5% hækkun vísitölu neysluverðs leiddi til 6 milljarða króna hækkunar á verðtryggðum fasteignalánum þá um vorið en höfuðstóll þeirra var 1.236 milljarðar í október 2010. Var um 1.200 milljarðar Lánastaflinn hafði lækkað í 1.199 milljarða um síðustu áramót sam- kvæmt tölum sem Hreyfingin lét vinna upp úr gögnum Seðlabankans. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands má ætla að hækkun á bensíni og dísilolíu á tímabilinu frá mars 2011 til mars á þessu ári hafi samanlagt leitt til 0,79% hækkunar á vísitölunni. Sé gengið út frá því að höfuðstóllinn hafi lítið breyst fram í mars á þessu ári má ætla að þáttur hærra eldsneytisverðs í verðbólgu hafi hækkað lánin um 9,5 milljarða. Fram kom í svari efnahags- ráðherra í fyrra að skattahækkanir hefðu hækkað verðtryggð lán um 18,3 milljarða tímabilið frá febrúar 2009 til febrúar 2011. Síðan er liðið ár og bætast bensínskattar nú við. »4 Bensínið hækkar lánin  Kyndir undir verðbólgunni Bensínskattar íþyngja heimilum. H V ÍT A H Ú SI Ð / SÍ A Grillosturinn bráðnar betur en aðrir ostar og hentar því einstaklega vel á hamborgara eða annan grillaðan mat. alveg grillaður!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.