Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 12
skipa frá 15 metrum og upp í 60
metra er kominn yfir 30 ár. Bátar
undir 15 metrum eru yngstir að
meðaltali og þar er fjöldinn lang-
mestur þannig að tveir flokkar
minnstu bátanna koma meðalaldri
íslenskra fiskiskipa í 24 ár.
Skipum hefur fækkað
Skráð fiskiskip árið 1998 voru
2.029 en er voru 1. janúar 2012
1.659 og hefur því þeim fækkað
um rúm 18%. Í tveimur stærð-
arflokkum hefur fiskiskipum þó
fjölgað, 8-15 metra og skipum
stærri en 60 m.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Heimaey Skipið kemur nýtt til Eyja.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Þörf er talin á endurnýjun í ís-
lenska fiskiskipaflotanum og hefur
það meðal annars verið rætt í
tengslum við þau frumvörp um
veiðigjöld og fiskveiðistjórnun sem
nú liggja fyrir Alþingi. Úr upplýs-
ingum Siglingastofnunar má m.a.
sjá að á síðustu 14 árum hefur með-
alaldur fiskiskipa hækkað um 6 ár
og er hann nú 24 ár.
Siglingastofnun birti í vetur töflu
yfir meðalaldur íslenskra fiskiskipa
og kemur þar fram að meðalaldur
Á síðustu 14 árum hefur meðalaldur fiskiskipa hækkað um
6 ár og er hann nú 24 ár Skráð fiskiskip eru 1.659
Meðalaldur íslenska fiskiskipaflotans
17 16 28 26 21 25 18
992 634 125 181 78 19 2.029
19 17 29 27 22 26 19
902 633 120 182 74 21 1.932
17 16 29 28 22 28 19
932 646 119 181 72 20 1.970
18 16 29 29 24 28 19
932 665 120 180 69 21 1.987
18 17 28 30 25 24 20
922 680 128 184 65 27 2.006
19 18 29 31 25 24 20
871 676 124 186 66 26 1.939
19 17 30 32 25 25 20
826 681 118 162 64 25 1.876
20 17 31 33 26 25 21
779 694 113 152 62 28 1.828
21 17 32 34 27 26 21
714 703 111 147 54 27 1.756
21 17 33 35 28 26 22
660 707 108 139 54 28 1.696
21 17 34 34 29 26 22
634 696 105 137 46 28 1.646
22 18 33 34 29 26 22
589 657 95 123 43 26 1.533
23 19 34 34 30 27 23
629 677 91 122 41 26 1.586
24 20 34 34 31 28 24
672 689 83 120 40 25 1.629
25 20 35 35 32 29 24
683 712 81 116 41 26 1.659
1998
1999
2000
2001
2002
2003
2004
2005
2006
2007
2008
2009
2010
2011
2012
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
Meðalaldur
Fjöldi skipa
<8 m 8-15 m 15-24 m 24-45 m 45-60m >60m allsFlotinn verður eldri
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Þjóðhátíðardagur Norðmanna var
haldinn hátíðlegur í gær, 17. maí.
Af því tilefni gengu Norðmenn bú-
settir hér á landi fylktu liði frá
Norræna húsinu að Dómkirkjunni
til norskrar messu.
Vel viðraði til göngu í gær, sól-
skin og milt í veðri. Fjölmenntu
ungir sem aldnir í gönguna og
skörtuðu margir hverjir norskum
þjóðbúningum og veifuðu fánum,
eins og sjá má af meðfylgjandi
ljósmynd. Munu Íslendingar hafa
leynst meðal göngumanna enda
frændskapur með þjóðunum og
fátt eðlilegra en samgleðjast
frændum.
Hinn 17. maí árið 1814 var
stjórnarskrá Noregs undirrituð á
Eiðsvöllum og hlaut landið þar
með sjálfstæði. Hefur sá dagur æ
síðan verið þjóðhátíðardagur
Norðmanna. Það var þó ekki fyrr
en hálfri öld síðar, árið 1864, sem
frændur vorir tóku upp þann sið
að safnast saman í skrúðgöngum á
þjóðhátíðardeginum, en upphafs-
maður að þeim mun hafa verið
skáldið Bjørnstjerne Bjørnson.
Morgunblaðið/Ómar
Í fánalitum Kynslóðir komu saman í skrúðgöngu í gær í tilefni af þjóðhátíðardegi Norðmanna sem haldinn er mánuði fyrr en þjóðhátíðardagur Íslendinga.
Blíða á þjóð-
hátíðardegi
Norðmanna
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Jarðskjálftahrinan er viðvarandi
en með stuttum hléum. Það koma
skjálftar af og til og eru þeir flestir
minni en 2 á stærð. Þetta er þó
minna en fyrstu tvo dagana.
Skjálftavirknin var mest mánudag-
inn og þriðjudaginn 14.-15. maí,“
segir Gunnar B. Guðmundsson,
jarðskjálftafræðingur á Veðurstofu
Íslands, um aukna skjálftavirkni við
Herðubreið á síðustu dögum.
„Það hafa áður komið viðvarandi
skjálftahrinur við Herðubreið.
Þetta er því ekkert nýtt, hvort sem
er við Herðubreið eða Herðubreið-
artögl. Upptök skjálftanna eru 2-3
kílómetra frá Herðubreið og eru
þeir að jafnaði á um 7 kílómetra
dýpi í jarðskorpunni. Þetta eru því
ekki djúpir skjálftar. Þeir eru
dæmigerðir brotaskjálftar á norð-
austur-suðvestur brotalínum.
Herðubreið er á milli Dyngjufjalla-
og Kverkfjallasveimsins og er mó-
bergsstapi sem varð til í gosi á ís-
öld. Það hafa ekki orðið gos á þessu
svæði á nútíma,“ segir Gunnar sem
telur ekki tilefni til að hafa áhyggj-
ur af virkninni, auk þess sem
Herðubreið sé langt frá byggð og
því engin hætta á ferð.
Óþarft að hafa áhyggjur
„Það er alltaf vakt á Veðurstof-
unni og fylgst er með skjálftavirkn-
inni þar sem og annars staðar. Við
höfum í sjálfu sér ekki áhyggjur af
þessu. Það er ekkert sem bendir til
þess að það fari að gjósa við Herðu-
breið. Flestir skjálftarnir eru undir
2 á stærð en einn skjálfti var rúm-
lega 3 að stærð síðasta mánudag,“
segir Gunnar B. Guðmundsson.
Jörð skelfur
við Herðubreið
Óróinn á svæðinu heldur áfram
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Jarðhræringar Við Herðubreið.
Fjallið er 1.682 metra hátt.