Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 23

Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 23
aka á hálendinu og hvar ekki en sú kortagerð hefur tafist mjög. Reynd- ar myndi hún, ein og sér, ekki minnka þann vanda sem stafar af því að menn krækja framhjá ófær- um og búa til nýjar slóðir. Þórhallur tekur skýrt fram að hann telji að mesta ábyrgðin á því að málið er ekki komið lengra liggi hjá sveit- arfélögunum. Þau tefji málið. „Þeg- ar þú ert í sveitarstjórn og þarft að taka tillit til bænda og landeigenda, veiðimanna og hávaðasamra jeppa- manna, nú þá getur verið ágætt að draga lappirnar,“ segir hann. Þórhallur segir að í flestum til- vikum sé ómögulegt að bæta skemmdirnar en það sé hins vegar hægt að koma í veg fyrir frekari skemmdir. Það verði aðeins gert með því að loka slæmum slóðum og opna þær ekki aftur fyrr en gert hefur verið við þær. Þetta eigi m.a. við um Klausturselsleið, Kofaöldu- slóð og Sauðakofaslóð og margar fleiri. Ekki dugi annað en að keyra efni ofan í slóðirnar og slíkt verk- efni kosti tugi milljóna. Peninganna megi m.a. afla með því að hækka veiðigjald á hreindýrum en einnig þurfi ríkið að leggja meira fé í svo- nefndan styrkvegasjóð sem sveit- arfélög geta sótt um framlög úr til að laga hálendisvegi. Hingað til hafi aðeins fengist smotterí úr þessum sjóði. Einnig þurfi að herða eftirlit og viðurlög við utanvegaakstri. Og þar með er komið að öðrum og þriðja lið af fjórum í ádrepu Þór- halls; utanvegaakstri og skemmdum vegna vetraraksturs. „Ég er búinn að vera í forystusveit Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í 25 ár, hef ver- ið jeppamaður í yfir 30 ár, ég er í 4x4 og hef í öll þessi ár ferðast um hálendið að vetri og sumri. Og mér finnst ótrúlegt hvað lítill árangur hefur náðst í baráttunni við utanvegaakstur á þessum árum,“ segir Þórhallur. „Og það sem við höfum séð á allra síðustu árum eru auknar vetr- arskemmdir.“ Með því á hann við skemmdir sem verða í lok vetrar eða í vorbyrjun. Þá aki menn eftir snjólausum en þíðum melum með þeim afleiðinum að greinileg för myndast eftir dekkin. Skemmdirnar geti ekki farið fram hjá mönnum. „Og þetta eru Íslendingar sem eiga að vita hvað þeir eru að gera. Ís- lendingar geta ekki kennt útlend- ingum um skemmdir af vetr- arakstri. Útlendingum er oft kennt um skemmdir vegna utanvegaakst- urs að sumarlagi en ég held að Ís- lendingar séu ekkert betri.“ Enginn vegur með línunni Fjórða atriðið sem Þórhallur nefnir er skemmdir af völdum op- inberra aðila og eitt versta dæmið um slíkt má já á stóru myndinni á vinstri síðunni. Hún sýnir byggðal- ínu á Fljótsdalsheið sem var reist á áttunda áratugnum. Þórhallur bendir á að þar sem ekki hafi verið lagður vegur vegna línulagnarinnar hafi myndast ótal slóðir, fyrst eftir línumennina en síðan eftir aðra. „Þetta eru í raun og veru skemmdir sem hafa komið til vegna línunnar. Í raun og veru sýnir þetta að það hefði þurft að leggja veg meðfram þessari línu og kannski er það lausnin á þessum stað að orkufyr- irtækin, Landsnet sem rekur línuna og RARIK sem lagði hana, leggi veg yfir þessa heiði, meðfram lín- unni. Þá væri hægt að loka Klaust- urselsleiðinni án nokkurra vand- kvæða fyrir veiðimenn.“ Þórhallur segir að sjálfsagt muni einhverjir telja hagsmunum sínum ógnað vegna lokana, jafnvel aðeins á meðan gert væri við slóðana. „En spurning er þessi: Eru einhverjir hagsmunir svo ríkir að það réttlæti að þessir slóðar séu opnir? Er hægt að réttlæta það á einhvern hátt?“ segir hann. Þórhallur gagnrýnir líka að í Vatnajökulsþjóðgarði skuli hrein- dýraveiðimenn hafa undanþágu til að aka sexhjólum utan vega til að ná í bráð sína. Vill hreyfa við sveitastjórnum Þórhallur segir að það sé kominn tími til að sveitarstjórnarmenn við- urkenni vandann og bregðist við honum, með hagsmuni náttúrunnar í huga en ekki hagsmunaaðila heima í héraði. Tilgangurinn með því að koma myndum af skemmdunum fyrir almenningssjónir sé ekki síst að hreyfa við sveitastjórnarmönnum en einnig hafi hann komið mynd- unum til umhverfisráðuneytisins. Hann vonar að eitthvað verði gert, að menn grípi til aðgerða, en er samt ekki viss um að myndirnar dugi hversu sláandi sem þær kunni að vera. „Þetta vekur alveg örugg- lega athygli en ég óttast að menn verði ákaflega fljótir að gleyma þessu,“ segir Þórhallur. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Krókur og kelda Margar leiðir liggja fram hjá þessum læk við Þórisstaðakvísl. Myndin var tekin í fyrrasumar og virðist sem ökumanninum sem fór þarna um hafi ekki litist á fyrstu tvo möguleikana og því búið til nýja leið. Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson Skurðir Skemmdir eins og þessar á Sauðárslóð eru algengar á hálendinu á Austurlandi og raunar víðar. Á myndinni má sjá Pétur Elísson. Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson Minnismerki Skemmdir eftir vetrarakstur á mel skammt frá Hveragili í austanverðri Krepputungu. Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson Leikur Við Snæfell má sjá för eftir hesta og jeppa fyrir utan veg. Leiðin er ekki mikið styttri fyrir hrossin og þetta var leikur hjá jeppamönnunum. 23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Þórhallur segir að hugtakið hefð sé notað með dálítið einkennilegum hætti af tilteknum hópi innan 4x4 og af sumum veiðimönnum. Þegar tekist sé á um rétt til að aka eftir tilteknum leiðum vísi menn oft í að frumherjar í hálendisferðamennsku, menn eins og Guðmundur Þór- arinsson og Úlfar Jacobsen, hafi ekið leiðirnar einu sinni eða jafnvel nokkrum sinnum. Þetta eigi m.a. við um Vonarskarð. Þórhallur bendir á að þegar hann fór þarna um, gangandi, fyrir um 25 árum hafi ekki verið nein umferð um Vonarskarð og enginn sýnilegur slóði. Eftir að sprenging hafi orðið í jeppaeign landsmanna upp úr 1980 hafi jeppaumferð þar smám saman aukist. Önnur umdeild leið, Vikrafellsleið, hafi verið aflögð fyrir 30- 40 árum þar til nýlega að hópur jeppamanna hafi ákveðið að endurvekja hana. Þar að auki skeri hún í sundur mjög stórt ósnortið víðerni. Nú sé sérstök nefnd að fara yfir sam- göngumál í Vatnajökulsþjóðgarði og hún muni m.a. taka afstöðu til þess hvort opna eigi Vikrafellsleið á nýjan leik. Þórhallur situr í svæðisráði austursvæðis Vatna- jökulsþjóðgarðs en hann segir að á því svæði hafi verið gengið mjög langt í að gæta að hagsmunum veiðimanna og ferðamanna. Villandi umræða um hefð Á EKKI VIÐ AÐ VÍSA TIL FRUMHERJA Þórhallur Þorsteinsson Skannaðu kóðann til að sjá meira um landspjöllin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.