Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Blómstraðu með L’Occitane Kringlan - Sími: 577 7040 | www.loccitane.com T ilb o ð ið gi ld ir á K ri n gl u k as ti 1 7 .- 2 1 .m aí 2 0 1 2 e ð a m e ð an b ir gð ir e n d as t. BÓNDARÓSAR GJAFAKASSI Petal Soap 125 g, Shower Gel 250 ml, Beauty Milk 250 ml og Hand Cream 30 ml. Einnig til í Cherry Blossom, Fleur Chérie ogVerbena. TILBOÐSVERÐ: 6.190 KR. Verð áður: 8.270 kr. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is ,,Ég byrjaði á þessu um aldamótin, en síðan þá hefur margt breyst,“ segir Guðjón D. Gunnarsson sem býr á Reykhólum. Guðjón býr til áburðinn Glæði sem er lífrænn áburður úr íslensku þangi og eru nú liðin 14 ár síðan hann hóf til- raunir með þangvökva til áburðar. ,,Ég geri áburðinn í bílskúrskjall- aranum sem hentar ágætlega í þetta,“ segir Guðjón en áburðurinn er aðallega notaður á inniblóm og- heimilisgarða. Guðjón segir að í Evrópu þyki þangáburður nauðsyn- legur á golfvelli. ,,Það var minn upphaflegi markhópur, en þar er hörð samkeppni og það þarf sterk- ari bein heldur en mig í slíka sam- keppni.“ Salan á Glæði hefur stóraukist og er salan það sem af er þessu ári að nálgast alla árssöluna í fyrra. „Þetta lítur mjög vel út núna og maður vonar bara að það verði framhald á því. Ég hef aldrei verið búinn að selja svona mikið á þess- um tíma árs,“ segir Guðjón um söl- una. Árið 1985 hóf hann störf í þör- ungaverksmiðju og vann þar í 19 ár. ,,Þáverandi framkvæmdastjóri kenndi mér hvernig margfalda mætti verðmæti þangsins og þar fékk ég fyrst hugmyndina. Ég lærði af mistökum annarra með þangið og þá aðallega að mala það ekki áður en það er síað. Það er engin ástæða til að þurrka þangið áður, ég nota það hrátt og þannig er það best í meðhöndlun. Nú er ekkert mál að sía þangið,“ segir Guðjón þegar hann er spurður um hugmyndina að áburðinum og verk- lagið við áburðinn. Það eru hæg heimatökin í Reyk- hólum, en stutt er að sækja þangið í næstu fjöru. Guðjón segist keyra niður í fjöru þar sem þægilegast er að komast á bíl og sækir þar þang. ,,Þetta er bara heilsubót fyrir mig.“ Hugsjónaglópur mikill Guðjón hefur alla tíð búið í Reykhólshreppi en hann verður 68 ára í júlí. Hann er bóndasonur og fór síðan að búa. Hann segir að á þeim tíma hafi bændur fengið mikla reynslu þar sem þeir þurftu að gera allt sjálf- ir. Eftir að hafa unnið í þör- ungaverksmiðjunni vann Guðjón sjálfstætt við þau verk sem hann fékk, allt frá byggingarvinnu til sauð- burðar. ,,Ég er nú bara af gamla skólanum, en ég er hugsjónaglópur mikill og á ekkert að standa í við- skiptum,“ segir Guðjón en Dagur eldri borgara var í gær, uppstigningardag. Hátíðarguðsþjónusta var í Grafarvogskirkju þar sem herra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, prédikaði. Guðsþjónustan var mjög vel sótt en kór kirkjunnar söng ásamt Karlakór Grafarvogs. Að messu lokinni var boðið upp á kaffi og veitingar í safnaðarheimilinu. Einnig var opnuð handavinnusýning á listmunum sem eldri borgarar hafa föndrað í vetur. Handavinnusýning Morgunblaðið/Ómar Edda Heiðrún Backman mun taka þátt í viðamikilli, alþjóðlegri sýningu í Winchester á Englandi í byrjun ágúst þar sem sýnd verða verk eftir hreyfihamlaða listamenn sem mála verk sín með því að halda pensli í munni eða milli táa. Edda hlaut í fyrradag 250.000 kr. ferðastyrk úr Listasjóði Ólafar en leiðbeinandi hennar, Derek K. Mundell, 500.000 krónur „til að kanna nýjar leiðir í tækni og aðferðum hreyfihamlaðra við listmálun, kynna þær upprenn- andi listamönnum og til að vinna með öðrum hætti að framgangi þessa þarfa málefnis“, eins og það er orðað í tilkynningu. Listasjóður Ólafar var stofnaður til minningar um Ólöfu Pétursdóttur dómstjóra sem lést árið 2008. Ólöf lamaðist frá hálsi árið 2006 en list- málun var eitt helsta áhugamál hennar og hóf hún að mála með munninum nokkru eftir slysið og hélt því áfram til dánardags. Til- gangur sjóðsins er að styðja við hvers konar listsköpun hreyfihaml- aðra einstaklinga. Edda mun sýna þrjú verk í Winchester en hún er eini hreyfihamlaði Íslendingurinn sem málar með því að halda pensli í munninum. Hún hefur málað olíu- málverk, vatnslitaverk og á gler og keramik, bæði afstrakt og hlutbund- ið. Derek segir að Edda hafi ekki málað áður en hún greindist með MND-sjúkdóminn sem leggst á taugar líkamans og veldur lömun. „Ég hef séð það bæði hjá Ólöfu og Eddu hvað þetta hjálpar óendanlega mikið, að geta stundað myndlist,“ segir Derek. helgisnaer@mbl.is Sýnir í Winchester  Edda Heiðrún Backman sýnir verk sín á stórri sýningu í Winchester sem helguð er verkum hreyfihamlaðra Styrkur Frá afhendingu styrksins úr Listasjóði Ólafar í fyrradag. Frá vinstri: Derek K. Mundell, Marta María Friðriksdóttir, Guðrún Pétursdóttir, Edda Heiðrún Backman, Ingibjörg Guðný Friðriksdóttir og Friðrik Páls- son. Marta María, Guðrún og Ingibjörg eru í stjórn sjóðsins. Guðjón segir þangið og steinefnin í áburðinum henta ekki síður fólki heldur en gróðri. ,,Ég myndi helst vilja koma þessu ofan í fólk, þetta er mjög hollt og það eru góð efni í þessu. En einnig er þetta gríðarlega gott fyrir húðina, bæði í baðið og sem sjampó,“ segir Guðjón. Honum finnst þetta mun meira spennandi en að nota áburðinn eingöngu á grasið og strangt til tekið má bæði drekka Glæði og nota hann í bað. ,,En ég er alveg viss um að fólki mun ekki líka við lyktina.“ Passa þarf að áburðurinn sé ekki óblandaður því þá er hann basískur. Guðjón sagði við einn kunningja sinn á dögunum að hann hefði gott af því að fá smáslettu af Glæði ofan í bjórinn sinn, það gerði bjórinn heilsusamlegri. Það má því segja að Glæðir sé til margs nýtur. Glæði má drekka og nota í bað GLÆÐIR HENTAR EKKI SÍÐUR FÓLKI EN GRÓÐRI salan á Glæði er að hans sögn bara áhugamál sem hann hefur gaman af. Vegna sölunnar hefur hann ferðast vítt og breitt um landið. „Mér hefur fundist gaman að ferðast og selja áburðinn, þar sem salan borgar bensínið og má því segja að áburðurinn borgi fyrir mig ferðirnar um landið,“ segir Guðjón glaður í bragði og bætir síðan við; „Þetta er heldur ekkert mikil vinna, mesta vinnan fer kannski í að hella í brúsana, en það geri ég bara í eldhúsinu heima. Nú er ég komin á ellilaun og hef nógan tíma til að dunda mér við þetta.“ Glæðir Guðjón D. Gunnarsson á Reykhólum dundar sér við að gera áburð úr þangi. Hann byrjaði á því fyrir 14 árum. Býr til áburð úr þangi í bílskúrskjallaranum  Af gamla skólanum og fer í fjöruna til að sækja þang

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.