Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Veisluhöldin verða nú í minna lagi í ár þar sem ég er með lítiðbarn, það verður bara góður matur og rólegheit,“ segirHrönn Valgeirsdóttir sem fagnar þrítugsafmæli í dag. Sonur hennar, Kristinn Ari, er sjö mánaða gamall og Hrönn því enn í barn- eignaleyfi, en hún starfar sem leikskólakennari á leikskólanum Álfaheiði í Kópavogi. Synirnir eru tveir, en sá eldri, Brynjar Elí, er fimm ára gamall. Hún mun fagna aldrinum með eiginmanni sínum, Hauki Gunnars- syni, í faðmi fjölskyldunnar á heimili þeirra hjóna í Kópavogi, „ætli það verði ekki kökuboð fyrir nánustu vini og ættingja,“ segir Hrönn. Hún segist hafa haldið upp á afmælin með misjöfnum hætti í gegn- um tíðina. „Það hefur ýmist verið haldið partý, farið út að borða eða haldið kökuboð eins og í ár.“ Hrönn hefur starfað sem leikskólakennari frá árinu 2006, en hef- ur verið í hléi síðan 2008. Henni líkar starfið vel og segir að það sé fjölbreytt og skemmtilegt. Aðspurð hvort leikskólabörn fagni ekki yfirleitt afmælum með starfsfólki segir hún að það sé venjan. Hún ætlar að kíkja í kaffi á vinnustaðnum í tilefni dagsins, „ég er enn í leyfi en kíki líklegast í heimsókn á Álfaheiði. Vaninn er að afmæl- issöngurinn sé sunginn fyrir starfsfólk, og hver veit nema það verði gert í dag,“ segir Hrönn að lokum. gudrunsoley@mbl.is Hrönn Valgeirsdóttir þrítug í dag Fagnar Hrönn Valgeirsdóttir heldur kökuboð í tilefni afmælisins. Kökuboð í Kópavogi I ngibjörg og Sigrún fæddust á Tjörn í Svarfðardal, ólust þar upp og gengu í Húsa- bakkaskóla og Gagnfræða- skóla Dalvíkur. Ágrip af ferli Ingibjargar Ingibjörg útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1971 og lauk prófi sem bókasafnsfræð- ingur við Bókavarðaháskólann í Bo- rås 1980. Hún kenndi við Barna- og ungl- ingaskólann í Varmahlíð og í Bol- ungarvík, ók bókabíl Borg- arbókasafnsins, vann á Veðurstofu Íslands og bókasafni Búnaðarfélags Íslands. Hún stofnaði áhugaleikfélagið Hugleik 1984, er einn af stofn- endum Höfundasmiðjunnar og stofnaði Ljóðasmiðjuna ásamt fleiri skáldum. Hún hefur unnið að rit- störfum frá 1995 og var for- stöðumaður Bókasafns Ólafsfjarðar 2003-2008. Ingibjörg var meðhöfundur fjölda leikrita sem flutt voru af Hugleik, RÚV, LR, og fleirum. Hún hefur samið útvarpsleikrit og leikrit fyrir Borgarleikhús- ið, LA og Leikhúskjallarann, hefur gefið út þrjár skáldsögur en tvær þeirra hafa verið þýddar á þýsku og sú Ingibjörg og Sigrún Hjartardætur 60 ára Tjarnarfjölskyldan Fjölskyldumynd frá sjöunda áratugnum, talin frá vinstri: Hjörtur E. Þórarinsson, Árni Hjart- arson, Kristján Eldjárn Hjartarson, Ingibjörg Hjartardóttir, Þórarinn Hjartarson, Sigríður Hafstað, Sigrún Hjart- ardóttir, Steinunn Hjartardóttir, Hjörleifur Hjartarson stendur framan við Sigrúnu. Tvíburarnir frá Tjörn Tjörn í Svarfaðardal Sögufrægt prestsetur og höfuðból í þeim dal sem inn- fæddir telja fegurstan á Íslandi. Þaðan hafa streymt tónlistarmenn og drátt- hagir, hagmæltir og ritfærir kúnstnerar, skemmtikraftar og fræðimenn. Tómas Valgeir Kristjánsson, Þor- steinn Jónsson og Jóel Flókason mok- uðu snjó í Mosfells- bæ. Þeir söfnuðu með því 2.030 kr. sem þeir færðu Rauða krossinum að gjöf. Jóel vantar á myndina. Söfnun Neskaupstaður Bergey Ýr fæddist 22. júlí 2011. Hún vó 3.230 g og 50 cm. Foreldrar hennar eru Svanhvít Ara- dóttir og Gunnar Ásgeir Karlsson. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón www.gilbert.is MADE IN ICELAND JS Watch co. Reykjavík úrin eru íslensk framleiðsla hönnuð og sett saman á úrsmíðaverkstæði Gilberts

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.