Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Þ
etta er í fyrsta skipti
sem við förum af stað
með rokksumarbúðir
fyrir stelpur og við ætl-
um að byrja í Reykjavík
núna í sumar en við stefnum á að
fara með rokkbúðirnar út á land
næsta sumar,“ segir Áslaug Ein-
arsdóttir framkvæmdastýra tónlist-
arverkefnisins Stelpur rokka.
„Þetta er fyrir stelpur á aldrinum
12-16 ára og það verður æft þrisvar
í viku. Við ætlum að bjóða stelpum
að koma og læra á hljóðfæri sem
þær hafa kannski ekki prófað áður.
Við viljum semsagt fá allskonar
stelpur, bæði þær sem kunna á
hljóðfæri og þær sem hafa aldrei
snert þau en eru spenntar að kynn-
ast þeim.“
Færar hljómsveitarstýrur
Stelpunum stendur til boða að
læra á trommur, bassa, gítar,
hljómborð og söng. „Við útvegum
hljóðfæri handa öllum þátttak-
endum, en þær mega einnig koma
með önnur hljóðfæri að heiman ef
þær vilja spila á önnur hljóðfæri en
þau sem við bjóðum upp á. Við
kennum þeim semsagt á hljóðfærin
og svo mynda þær hljómsveitir og
æfa saman í sveitum undir leiðsögn
hljómsveitarstýra. Þessar hljóm-
sveitarstýrur eru sjálfboðaliðar og
við erum komnar með stóran hóp af
sjálfboðaliðum úr mörgum góðum
íslenskum hljómsveitum, til dæmis
stelpur úr Nóru, Rökkurró, Við-
urstyggð, Just another Snake cult,
Brúðarbandinu og fleiri hljóm-
sveitum.“
Rokksumarbúðir
fyrir stelpur
Þær vilja skapa vettvang fyrir stelpur til að prófa sig áfram í hljómsveitum og
ákváðu því að fara af stað með rokksumarbúðir. Búðirnar eru fyrir allskonar
stelpur 12-16 ára, þær sem kunna á hljóðfæri og þær sem hafa aldrei snert þau.
Morgunblaðið/Kristinn
Rokk Áslaug Einarsdóttir og Sunna Ingólfsdóttir starfa í sumarbúðunum.
Morgunblaðið/Þorkell
Brúðarbandið Stelpurnar sem skipuðu þá hljómsveit voru sagðar ramm-
pólitískar og spila tónlist fulla af boðskap. Frá útgáfutónleikum 2004.
Vefsíðan metaladies.com er einkar
skemmtileg fyrir þá sem hafa áhuga
á kvennahljómsveitum sem kenna sig
við málm, svokölluð metalbands upp
á enska tungu. Þar má finna hvaðeina
sem tengist slíkum hljómsveitum
sem einvörðungu eru skipaðar kon-
um og er af nógu að taka. Þarna eru
fréttir úr þessum heimi, viðtöl við
hljómsveitir eða einstaka meðlimi,
hægt að sjá hvar og hvenær eru tón-
leikar með slíkum böndum og margt
fleira, auk frábærra ljósmynda og
myndbanda. Sannarlega vert að
kynna sér þetta svið kvenna.
Vefsíðan www.metaladies.com
Mötley Kunst Þær eru eitursvalar skvísurnar í þessu bandi.
Málmhljómsveitir kvenna
Í tilefni af alþjóðlegum degi safna
munu safnafræðinemar halda daginn
hátíðlegan með því að stofna Smá-
stundarsafn á Hámu á Háskólatorgi.
Smástundarsafn eða Pop-up mu-
seum er safn sem skýtur upp koll-
inum og sinnir tímabundnu safn-
astarfi. Hugmyndin er sú að fólk
komi með sína eigin muni á safnið og
deili þannig minningum og sögum
með gestum. Þema safnsins að
þessu sinni er FRÍ enda styttist óðum
í sumar og sól.
Slíkt safn býr ekki yfir efnislegum
safnkosti enda taka eigendur hlutina
þá aftur með sér heim. En eftir
standa hins vegar ritaðar frásagnir
og ljósmyndir af hlutunum og mynda
þessar heimildir safnkost Smástund-
arsafnsins sem aðgengilegur verður
á vefsíðunni smastundarsafnid.wor-
dpress.com. Safnið er opið í dag, 18.
maí frá klukkan 14-18.
Endilega …
… deilið minn-
ingum ykkar
Skór Komdu með hluti að eigin vali.
Sýning á verkum nemenda í hönn-
un við listnámsbraut Iðnskólans í
Hafnarfirði stendur nú yfir í and-
dyri IKEA. Með þessu fyrirkomulagi
er sýningin flutt til fólksins og
stórir hlutir fá þar að njóta sín.
Listnámsbraut Iðnskólans í Hafn-
arfirði hefur verið starfrækt síðan
árið 2000 og býður upp á listnám
með kjörsvið í almennri hönnun.
Námstími er að jafnaði þrjú ár en
nemendur með stúdentspróf geta
lokið því á 2 árum.Nemendur eru
þjálfaðir í að tjá hugmyndir og
hluti á myndrænan hátt og vinna
með hönnunarverkefni frá hug-
mynd til lokaútfærslu. Kennsla fer
m.a. fram á verkstæðum skólans
og þar geta nemendur raungert
verkefni sín. Með námi á listnáms-
braut er lagður grunnur að frekari
hönnunarnámi í sérskólum eða á
háskólastigi.
Sýningin er opin á verslunartíma
og eru allir hjartanlega velkomnir
að líta inn.
Nemendur við Iðnskólann í Hafnarfirði sýna
Þjálfaðir í að tjá hugmyndir
og hluti á myndrænan hátt
Hópstemning Nemendur á listnámsbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði.
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Ful l búð af fal legum fatnaði
á alla fjölskylduna!
F Y R I R Þ I G O G Þ Á S E M
Þ É R Þ Y K I R V Æ N S T U M !
KRINGLUNNISími: 5513200