Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 22
SVIÐSLJÓS
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Tugir ljósmynda sem Austfirðing-
arnir Þórhallur Þorsteinsson og
Skarphéðinn G. Þórisson tóku af há-
lendinu norðan Vatnajökuls sýna að
hálendið er víða afar illa leikið,
einkum eftir jeppa. Sum förin eru
áratugagömul en önnur splunkuný
og það er augljóst að verði ekkert
að gert munu skemmdirnar enn
aukast.
Þórhallur segir að vandamálið sé
í raun fjórþætt. Í fyrsta lagi slæmt
ástand slóða sem fyrir eru á hálend-
inu sem veldur því að nýir og nýir
slóðar myndast við hlið þeirra. Í
öðru lagi skemmdir af völdum akst-
urs að vetrarlagi eða í byrjun vors,
áður en vegir inn á hálendið eru
opnaðir. Í þriðja lagi séu víða dæmi
um hreinræktaðan utanvegaakstur
og í fjórða lagi skemmdir eftir op-
inberra aðila eða af völdum þeirra.
Á kortum eða á netinu
Þótt Þórhallur og Skarphéðinn
standi saman að því að vekja athygli
á málinu voru myndatökurnar sem
slíkar ekki sameiginlegt verkefni.
Þórhallur fór af stað í fyrrasumar
eftir að honum hafði blöskrað um-
ræða um að verið væri að takmarka
ferðafrelsi á hálendinu og hann
frétti síðar af myndum Skarphéðins.
Þórhallur segir að í umræðunni hafi
menn látið sem „vont fólk“ ætlaði að
hefta ferðafrelsi með því að loka til-
teknum slóðum á hálendinu. „Hvaða
frelsi eru menn að tala um? Hafa
menn ekki á vissan hátt brugðist
því frelsi sem þeir fengu? Er það
frelsi að fá að keyra eftir þessum
slóðum og skemma landið um leið?
Er þetta það frelsi sem við erum að
sækjast eftir? Er það frelsi að birta
ferla af öllum mögulegum og
ómögulegum slóðum og vísa túrism-
anum inn á þá? Er þetta það frelsi
sem verið er að vernda?“
Þórhallur tiltekur fjölmörg dæmi
um slóðir sem eru í svo slæmu ásig-
komulagi að þeim ætti að loka þeg-
ar í stað. Allar séu þær aðgengileg-
ar á netinu í ferlasafni
Ferðaklúbbsins 4x4 og ein þeirra
hafi ratað inn á hálendiskort Máls
og menningar, þótt augljóst sé að
hún eigi þar ekkert erindi. Sú slóð
er nefnd Klausturselsleið og er á
Fljótsdalsheiði og á henni er að
finna eitt ljótasta dæmið um það
sem gerist þegar hálendisslóð ligg-
ur um viðkvæmt land. Á einum
kafla leiðarinnar, sem liggur um
mýri, hafa nú myndast ótal för eftir
jeppa og sífellt bætast ný við.
„Björgunarsveitir þurfa reglulega
að fara þangað inn eftir til að ná í
útlendinga sem hafa fest sig, enda
vita þeir ekki betur en að leiðin sé
vel fær,“ segir hann. Leiðin sé
merkt eins og venjulegur hálend-
isvegur en sé í raun aðeins fær vön-
um fjallamönnum á jeppum með
stór dekk.
Á myndinni sem birtist á forsíðu
Morgunblaðsins má sjá útlenskan
trukk sitja pikkfastan í umræddri
mýri á Klausturselsleið í fyrrasum-
ar.
Á mynd efst til hægri á næstu
síðu má síðan sjá annan útlending
sem festi jeppann sinn við Þór-
isstaðakvísl í fyrrasumar. Eins og
svo víða á hálendinu liggja þar fleiri
en ein leið hlið við hlið. Ein er við
ána og önnur nokkuð ofar en þar
hefur myndast forarpyttur og skilj-
anlega leist bílstjóranum ekki á að
fara þá leið. Hann ákvað því að fara
aðeins ofar en sat þar fastur þegar
Skarphéðinn Þórisson flaug yfir. Í
stað tveggja slóða liggja nú þrír
slóðar þarna um.
Þórhallur nefnir fleiri slík dæmi
og raunar fleiri en hægt er að nefna
í stuttri blaðagrein.
Gott að draga lappirnar
Kofaölduslóð sem sé mikið notuð
af hreindýraveiðimönnum sé víða
illa farin og hið sama eigi við um
slóðina að Sauðárkofa. Ein myndin
sem birtist með þessari frétt er af
vaði yfir Sauðá en þar liggja nú
þrjár slóðir upp bakkann. Þegar ek-
ið var upp bakkann myndaðist rof í
gróðurþekjuna og smám saman tók
jarðvegurinn að renna úr slóðinni
þar til hún varð ónothæf. Þá var ek-
ið við hliðina á henni og sagan end-
urtók sig. Nú er ekið á þriðja staðn-
um og er augljóst að sú leið verður
ekki nothæf ýkja lengi. Þá myndast
fjórða slóðin og svo koll af kolli.
Svona er ástandið víða á hálendinu
norðan Vatnajökuls – um það vitna
myndirnar sem þeir Þórhallur og
Skarphéðinn tóku.
Umhverfisráðuneytið hefur árum
saman unnið að gerð kortagrunns
sem á að sýna nákvæmlega hvar má
Ljósmynd/Skarphéðinn G. Þórisson
Landspjöll Við Kröflulínu á Fljótsdalsheiði hafa víða myndast ljót svöðusár eftir akstur jeppa. Þórhallur bendir á að þegar línan var lögð hafi ekki verið lagður vegur með henni og því fór sem fór.
„Ég óttast að menn verði ákaf-
lega fljótir að gleyma þessu“
Ljósmynd/Þórhallur Þorsteinsson
Vítahringur Við vaðið yfir Sauðá á Fljótsdalsheiði eru búnar til nýjar leiðir þegar þær eldri verða ófærar.
Miklar skemmdir á hálendinu norðan Vatnajökuls Loka þarf mörgum slóðum og gera við þá
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012