Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 ✝ Helga ValborgPétursdóttir fæddist í Reykja- hlíð í Mývatnssveit 26. júní 1936. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 8. maí 2012. Foreldrar henn- ar voru Pétur Jóns- son, f. 18. apríl 1898, d. 17. nóv- ember 1972, og Kristín Þuríður Gísladóttir, f. 31. júlí 1895, d. 21. júlí 1984. Systkini Helgu Valborgar eru Gísli, f. 10. maí 1922, d. 25. apríl 1950, Jón Ármann, f. 24. maí 1924, Hólmfríður, f. 17. júlí 1926, d. 3. nóvember 2004 og Snæbjörn, f. 31. ágúst 1928. Helga Valborg giftist 26. júní 1956 Arnþóri Björnssyni frá Svínabökkum í Vopnafirði, f. 16. júlí 1931. Foreldrar hans voru Björn Vigfús Metúsalemsson, f. 29. maí 1894, d. 2. desember 1953, og Ólafía Sigríður Ein- arsdóttir, f. 22. ágúst 1899, d. 30. mars 1990. Börn Helgu Val- borgar og Arnþórs eru 1) Anna Sigríður, f. 3. apríl 1957, eig- inmaður Tryggvi Jónsson, f. 1955. Börn þeirra eru: a) Andr- ea, f. 1977, eiginmaður Guðjón próf og í Hótel Reynihlíð í Mý- vatnssveit á sumrum. Vorið 1960 settust þau hjónin að í Mý- vatnssveit og störfuðu við hót- elrekstur þar til ársins 1993 er þau fluttu til Akureyrar. Þar ráku þau Bókabúðina Eddu í nokkur ár og síðan var hún starfsmaður Bókvals til ársins 2003. Helga Valborg tók virkan þátt í félagsstörfum alla tíð svo sem í Ungmennafélaginu Mý- vetningi og Kvenfélagi Mývatns- sveitar. Auk þess tók hún þátt í stofnun ITC-deildarinnar Flugu í Mývatnssveit. Á Akureyri starfaði hún í Kvenfélaginu Hlíf um árabil og var virk í starfi Fé- lags eldri borgara á Akureyri. Helga Valborg gegndi marg- víslegum trúnaðarstörfum. Hún sat í hreppsnefnd Skútustaða- hrepps í átta ár og var oddviti sveitarfélagsins hluta þess tíma ásamt því að vera í fulltrúaráði Sambands íslenskra sveitarfé- laga. Auk þess sat hún í vara- og aðalstjórnum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga og Kaupfélags Þingeyinga um nokkurra ára skeið. Helgu Valborgu var margt til lista lagt og hafði hún alla tíð unun af margs konar handverki. Hún hafði áhuga á mannlífi og menningu, var víðförul og naut þess að ferðast jafnt innan lands sem utan. Útförin fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 18. maí 2012, og hefst athöfnin klukkan 10.30. Sverrir Bjarnason, f. 1978. Börn þeirra eru Alexandra, f. 2003, og Benedikt, f. 2007. b) Arnþór, f. 1985, sambýlis- kona Hildur Gunn- arsdóttir f. 1989 og c) Arnrún, f. 1988, sambýlismaður Yngvi Eiríksson, f. 1984. Sonur Tryggva, Jóhann Elvar, f. 1974, sambýliskona, Edda Hrund Guðmundsdóttir, f. 1982. Börn Eddu og fósturbörn Jóhanns eru Nicholas Örn Skag- field, f. 2006 og Esja Skagfield, f. 2011. 2) Birna Margrét, f. 13. júní 1961, eiginmaður Steinar Magnússon, f. 1958. Börn þeirra eru Helga Valborg, f. 1985, Hildur Sara, f. 1989, og Andri Oddur, f. 1993. 3) Drífa Þuríður, f. 29. október 1969, eiginmaður Mark Siddall, f. 1967. Börn þeirra eru Daníel Bjartur, f. 2000, og Ísabella, f. 2003. Helga Valborg ólst upp í Mý- vatnssveit. Hún tók landspróf frá Héraðsskólanum á Laugum og stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Akureyri 1956. Hún starfaði sem kennari á Vopna- firði fjóra vetur eftir stúdents- Nú þegar amma mín, nafna og vinkona hefur fengið friðinn þarf ég að læra að vera til í heimi þar sem ekki er hægt að fá faðm- lögin hennar, kaffisopann og góðu ráðin. Það verður erfitt að venja sig af því að bíða stöðugt batafrétta, og hætta að trúa því staðfastlega að amma Helga komist aftur heim í Holtateig og fari með mér í göngu í Kjarna. Ég veit ekki í hvern ég á að hringja til að fá upplýsingar um baksturstíma og ég veit ekki við hvern ég á að ræða jólabækurn- ar, en reyni að muna að amma er ekki farin frá mér. Ég þarf bara að hlusta betur. Það var gott að vera lítil í Austurhlíð og fá að hlaupa með svörtu skærin út að klippa gras- lauk. Amma var líka viljug til að setja varalit á litlar stelpur, skoða drullukökurnar þeirra, og sitja yfir þeim við matborðið og segja sögur af mýslunum sem bjuggu undir tröppunum á hót- elinu. Hún átti ómælda þolin- mæði, hún amma, enda fyllti hún alltaf allar berjafötur, líka föt- urnar þeirra sem löngu höfðu gefist upp og lagst á beit í lyngið. Amma Helga kunni allt, gat allt og skildi allt. Það eru ótal skápar, skúffur og hillur fullar af máluðu postulíni, útsaumi, gleri, fylgihlutum og flíkum sem hún útbjó handa fjölskyldu sinni, og gersemar úr fataskápnum henn- ar og skartgripaskrínum leynast víða hjá dætrum og ömmustelp- um. Amma var fín dama, meist- arakokkur, garðyrkjubóndi og bókmenntaunnandi, og henni var ekkert mannlegt óviðkomandi. Hún var líka góður kennari, hvort sem var við randalínu- bakstur, sósugerð eða sauma- skap, og gestgjafi á heimsmæli- kvarða. Hún kunni að hlusta og hvetja. Ég vildi að ég gæti orðið eins og amma Helga. Í gluggakistunni minni eru skólabækur sem amma átti þeg- ar hún var nemandi á málabraut Menntaskólans á Akureyri, rétt eins og ég síðar meir. Lykillinn minn að útidyrunum í Bókval til- heyrði áður ömmu, enda útveg- aði hún mér starfið þar, drauma- starf bókaormsins. Uppi á vegg er brúðkaupsmynd af henni og afa Adda svo ég muni alltaf frá- sögn ömmu af því þegar hún var ástfanginn unglingur, og lýsing- ar hennar á þeirri tilfinningu að vera enn ástfangin af sama manninum eftir fimmtíu ár. Þessi maður, afi Addi, gaf ömmu hring í fertugsafmælisgjöf sem þau svo gáfu mér árið sem ég varð tvítug. Þegar ég týndi steininum úr hringnum einhvers staðar ofan í bókakassa í vinnunni varð ég miður mín, og játaði fyrir ömmu að auðvitað hefði ég ekki átt að vera með hringinn við þessi störf. Amma sagði mér að hafa engar áhyggj- ur, hún hefði sjálf týnt skarti á sínum tíma í bókabúðinni. Svo gaf hún mér nýjan stein úr öðr- um skartgrip og lét laga hring- inn fyrir mig. Þannig var amma Helga – hún átti alltaf meiri ást að gefa. Ég sakna þín amma. Faðm- lagið þitt kvöldið fyrir aðgerðina stóru fylgir mér og yljar, rétt eins og allar minningar um þig. Elsku afi minn, megir þú finna hugarró og styrk á erfiðum tím- um. Helga Valborg Steinarsdóttir. Það var alltaf best að vera hjá ömmu Helgu. Heima hjá henni og afa gerðust ævintýrin. Hvort sem það var í kjallaranum í Austurhlíð, úti í garði í Þórunn- arstræti eða uppi á lofti í Holta- teig. Heima hjá ömmu Helgu var alltaf hægt að finna föt og fylgi- hluti sem við höfðum ekki rekist á áður og ef við bara spurðum fallega máttum við eiga það sem við fundum. Við vorum litlu skotturnar hennar ömmu, líka eftir að við urðum fullorðnar. Amma Helga er fyrirmynd okkar. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri, eins og við seinna meir. Hún var fyrirmyndarhúsmóðir, eldaði besta matinn og átti alltaf til kökur og súkkulaði í búrinu. Við vildum auðvitað vera eins og amma og hömuðumst í heimsins flottasta drullubúi við að baka sömu sortir og hún. Amma var útivinnandi næstum alla sína ævi og kenndi okkur að með elju og vinnusemi væri hægt að ná langt. Hún var listakona og kenndi okkur að meta handverk og handavinnu. Hún var okkar tískufyrirmynd og sama hvert tilefnið var, það sem okkur vant- aði í múnderinguna var til hjá ömmu Helgu. Amma sagði okkur alltaf að við gætum gert það sem við vild- um, okkur væri margt til lista lagt og ef við bara stefndum að markmiðum okkar þá næðum við þeim. Hún hafði alltaf trú á okk- ur. Hún var alltaf boðin og búin að hjálpa okkur með hvers kyns verkefni, sama hvað það var. Við eigum eftir að sakna ömmu Helgu mikið. Hún á stór- an hlut í því hverjar við erum í dag og mun þannig halda áfram að fylgja okkur, litlu skottunum. Elsku afi Addi, hugur okkar er hjá þér. Arnrún og Hildur Sara. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Þessar línur úr sálmi Valdi- mars Briem hafa ásótt huga minn síðan ég frétti að Helga Valborg Pétursdóttir hefði kvatt þetta líf. Ég á henni svo ótal margt að þakka. Helga Valborg og eftirlifandi eiginmaður hennar, Arnþór Björnsson, voru eigendur og stjórnendur á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit til fjölda ára. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að starfa hjá þeim í mörg ár. Í þeirra skjóli var gott að starfa og nema. Helga Valborg var sérlega yf- irveguð og öguð kona, vel verki farin og rösk. Hún var fjölhæf og víðsýn og lagði sig fram um að vera mér, allt í senn, yfirmaður, kennari og félagi. Ég fæ seint fullþakkað það góða veganesti sem ég hafði með mér út í lífið eftir Reynihlíðarárin. Hún varð mér fyrirmynd sem ég hef oft hugsað til og sótt í minningar og góð ráð. Hún hvatti mig til dáða í matreiðslunáminu og miðlaði af áhuga og reynslu. Það er ólýsanlega dýrmætt að hafa verið í matreiðsluskóla í eldhúsinu í Hótel Reynihlíð, eiga uppskriftir af sviknum héra Helgu Valborgar, Fríðukleinum og kæfu og rúllupylsu Guðnýjar. En það dýrmætasta er vináttan og tryggðin sem einkenndi sam- skiptin við þau hjón, Adda og Helgu. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Kæra fjölskylda, Arnþór, Anna Sigga, Birna Margrét, Drífa og fjölskyldur ykkar, ykk- ar missir er mikill en jafnframt eigið þið fjársjóð minninga um sterka, dugmikla og alltumvefj- andi fjölskyldumóður. Góður Guð, léttu byrðarnar, sefaðu sorgina, mildaðu sársauk- ann. Gefðu trú, von og kærleika. Marína Sigurgeirsdóttir. Nágranni og góð vinkona okk- ar hjónanna, Helga Valborg Pét- ursdóttir, er látin. Það er misjafnt hvað fólk skil- ur eftir í huga samferðamann- anna þegar það kveður þennan heim. Vinátta og virðing fyrir lífi og starfi viðkomandi ræður þar auðvitað miklu um. Vel man ég hvar ég hitti Helgu Valborgu fyrst. Það var á aðalfundi SÍS. Góðir kunningjar mínir frá KÞ sem eins og ég höfðu sumir hverjir sótt þessa fundi árum saman, kynntu fyrir mér þessa glæsilegu konu, sem þá var þarna komin í hópi full- trúa þeirra Þingeyinganna. Leyndi sér ekki ánægjan og stoltið hjá þeim yfir því að hafa hana í hópi sínum. Eins og jafn- an bæði fyrr og síðar sýndi Helga hvað í henni bjó, var virk í störfum og síðar valin til trún- aðarstarfa á vegum SÍS ef ég man rétt. Eftir að Helga flutti til Ak- ureyrar ásamt eiginmanni sín- um, Arnþóri Björnssyni, ráku þau hjónin bókaverslun um skeið. Efalaust hefur mig langað til að endurnýja kynnin við Helgu og lagt leið mína til henn- ar í búðina og þar hitti ég Arn- þór í fyrsta sinn. Örlögin leiddu okkur svo saman þegar við hjón- in yfirgáfum sveitina og fluttum hingað í Holtateiginn, því að litlu síðar keyptu þau Helga og Arn- þór íbúðina beint á móti okkar íbúð og urðu nágrannar okkar. Öll vorum við þátttakendur í félagsstarfi fyrir aldraða sem starfrækt er í Víðilundi, en þar hittist fólk, kynnist og hnýtir oft vináttubönd. Fleira gæti ég nefnt, svo sem hópferðir sem við tókum oft öll þátt í. Þetta, en þó ekki síst nágrennið og þau sam- skipti er við höfðum þess vegna, varð fljótt til þess að með okkur öllum tókst góð vinátta, sem ég met mikils og er þakklátur fyrir. Heimili þeirra Arnþórs og Helgu er fallegt og vel um gengið jafnt úti sem inni og oft tók ég eftir því hve samhent þau virtust vera í öllu. Fannst stundum eins og þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Alltof sjaldan leit ég inn til þeirra, en ávallt var mér tekið af fögnuði og mikilli hlýju. Var um margt spjallað svo að oft gleymdi maður tímanum. Helga var fróðleiksfús og skrafhreifin, spurði margs og hafði líka frá mörgu að segja. Innilega hún tók á móti mér í vetur, er ég leit inn einhvern þeirra fáu daga sem hún gat verið heima. Þá fannst mér hún líta mun betur út en ég hafði búist við. Var glaðleg eins og vani hennar var, spjallaði, gerði að gamni sínu og gekk fram og aftur um gólfið til þess að sýna mér hve brött hún væri orðin. Á slíkum stundum voru allir fullir bjartsýni og trú á það að hún væri að hafa betur í bar- áttunni við sjúkdóminn sem hún barðist við. Þessar stuttu heim- sóknir okkar yfir um götuna, svo og þegar Helga og Arnþór litu hér inn hjá okkur voru ávallt ánægjulegar og styrktu þau vin- áttubönd sem við áður höfðum hnýtt. Margs er að minnast, en hér læt ég staðar numið enda áttu þetta aðeins að verða fáein minn- ingar- og kveðjuorð. Við Dóra minnumst Helgu Valborgar hlýj- um huga. Fjölskyldu hennar sendum við innilegar samúðar- kveðjur með von um að minning- arnar um hana sem nú er horfin ylji þeim um ókomin ár. Arnsteinn Stefánsson. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Síðustu tíu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir Helgu Valborgu, vin- konu okkar og alla hennar stór- fjölskyldu. Þrátt fyrir að bíða lægri hlut í hinu langa veikinda- stríði sýndi hún ótrúlegt þrek og þolgæði uns yfir lauk. Öllum er afmörkuð stund og það er ekki okkar sem eftir sitjum að ákveða neitt um það. Hvað er sanngirni í þeim efnum, það er ekki í okkar höndum. Við kveðjum nú kæra vinkonu, sem var bæði vinmörg og vinföst og eftirminnileg í okk- ar hópi. Hún var hjálpsöm og úr- ræðagóð og því gott til hennar að leita með hin ólíklegustu málefni. Það reyndi ég sjálfur og mun lengi minnast. Samveran og samvinnan í Laugaskóla á erf- iðum mótunarárum verður okk- ur ætíð í fersku minni og reynd- ar ógleymanlegur tími, þegar litið er yfir lífshlaup okkar. „Margt er það og margt er það, sem minningarnar vekur. En þær eru það eina. sem enginn frá mér tekur.“ Fyrir mér var dvölin í Lauga- skóla með bestu árum lífs míns og ég vona að það hafi verið hjá fleirum í okkar hópi. Það er kaldhæðni örlaganna að daginn eftir jarðarför okkar ágætu vin- konu er áformað að halda upp á 60 ára útskriftarafmæli landsprófsbekkjar Laugaskóla við skólaslit á þessu vori. Helga var fædd og uppalin í þingeysku umhverfi. Að henni standa sterk- ir stofnar sem standa föstum rót- um í menningarlegu og upp- byggilegu hugsjónastarfi þingeyskrar alþýðu. Ég var svo lánsamur að fá að vera svaramaður við brúðkaup Helgu og míns besta vinar Arn- þórs Björnssonar, sem haldið var í Reynihlíð á fögrum sum- ardegi 26. júní 1956. Mér er minnisstæð ræða Péturs, hrepp- stjóra og vegavinnuverkstjóra, föður brúðarinnar, sem hann hélt við það tækifæri og mælti: „Það þarf enginn að skammast sín fyrir að vera montinn, ef hann hefur eitthvað til að vera montinn af.“ Þótt mér hafi alltaf fundist mikið jafnræði með þeim hjónum tek ég undir með Pétri að hann mátti vissulega vera montinn af sinni dóttur þá og ætíð síðan. Hún var í forystu- sveit ásamt manni sínum í um- svifamiklum hótelrekstri og ferðaþjónustu, sem á þeim árum var í mótun og þurfti áræði en þó varkárni til að ná þeim árangri, sem þeim tókst á skömmum tíma og var til fyrirmyndar innan lands og utan. Helga var snemma valin til forystu í sveit sinni til margskonar félags- starfa: sveitarstjórnarmála, at- vinnumála, samvinnumála og starfa innan ungmennafélags og kvenfélags. Hún var hógvær í sinni framgöngu en þó fylgin sér. Hún sýndist ekki, heldur tókst á við verkefnin. Margt væri öðru- vísi í okkar þjóðfélagi í dag, ef öðrum tækist eins og henni að vinna verk sín af hógværð og heiðarleika. Við kveðjum þig að sinni, Helga Valborg. Þökkum þér langa og ljúfa samfylgd. Við sendum Arnþóri, dætrunum og öllum aðstandendum okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Kannski verður næsta stórút- skriftarhátíð okkar bekkjar- félaganna haldin í „Sumarland- inu“. Guð blessi minningu Helgu Valborgar. Fyrir hönd bekkjarsystkina í Laugaskóla, Sveinn Jónsson. Kær vinkona og skólasystir, Helga Valborg, hefur lokið sinni lífsgöngu. Erfið veikindi, sem hún barðist við sl. 10 mánuði, höfðu að lokum yfirhöndina. Kynni okkar hófust er við sett- umst í 3. bekk Menntaskólans á Akureyri og bjuggum á heima- vistinni. Þar áttum við margar og skemmtilegar stundir með okkar góðu skólafélögum. Við kynntumst nánar og tengdumst vináttuböndum. Meðal annars vorum við sex vinkonur þar, sem nefndum okkur „sextantinn“ og skemmtum okkur mikið saman og gripum hin minnstu tækifæri til þess. Helga Valborg var glað- sinna og laðaði aðra að sér. Í 4. bekk var henni falið starf inspec- tors á kvennavistinni. Það reynd- ist henni auðvelt enda ljúfur leið- togi. Þegar leikfélag MA var endurvakið var hún valin í stórt hlutverk og skilaði því vel og kom engum á óvart, sem hana þekktu. Helga Valborg giftist sínum góða manni Arnþóri Björnssyni á 20 ára afmælisdegi sínum 26. júní 1956, níu dögum eftir stúdentsútskriftina. Þau kynntust í Laugaskóla, þar sem bæði höfðu stundað nám. Þetta vor tóku þau við rekstri á Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit og réðu okkur þrjár skólasystur Helgu Valborgar í vinnu. Var það skemmtilegt sumar sem leið allt- of fljótt. Minnisstætt er hve Þur- íði móður hennar fannst mikið til koma þegar hvítu stúdentshúf- urnar voru settar upp og haldið á dansleik á Skútustöðum. Ásamt hótelrekstrinum valdist Helga Valborg til trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Var m.a. oddviti um tíma og í stjórn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga og í stjórn Kf. Þingeyinga. Þau hjón fluttu síðar til Akureyrar og ráku bókabúð um tíma. Voru áfram í þjónustu og undu sér vel á nýj- um stað. Helga Valborg sótti starf eldri borgara, þegar þeim aldri var náð og fékkst m.a. mik- ið við postulínsmálun. Margir fallegir munir bera nú minningu húsfreyjunnar í Holtateigi 28 áfram til ástvinanna. Helga Val- borg var góð skólasystir og vin- kona. Við hefðum viljað hafa hana og þau hjón oftar á sam- fundum okkar, en fjarlægð milli staða gerði það oft erfitt. Hinsta kveðja til minnar kæru vinkonu er þakklæti fyrir vináttu og hlýju öll þau 59 ár sem við áttum sam- an. Elsku Arnþór, dætur og fjöl- skyldur. Við bekkjarsystkinin minnumst Helgu Valborgar með þökk og fyrirbæn. Fyrir hönd MA-árgangs 1956, Þóra Björk Kristinsdóttir. Við frá fall Helgu Valborgar ber að þakka frábært samstarf, góð kynni og vináttu. Við undirbúning sveitarstjórn- arkosninga í Skútustaðahreppi vorið 1982 kom fram ákveðinn vilji til að fram yrði borinn sam- eiginlegur listi sem þjónað gæti sem best ólíkum hagsmunum og sjónarmiðum íbúa og sveitar- hluta. Leitað var til Helgu Val- borgar að leiða þann lista, en skömmu fyrir kosningar veiktist Helga mjög alvarlega og tvísýnt var að hún gæti tekist á við krefjandi hlutverk oddvita. Það hlutverk leysti hún þó með mikl- um sóma og af mikilli ábyrgð og kjörtímabil hennar í sæti odd- vita, með mjög samhentum fé- lögum, var tímabil margvíslegra framkvæmda og framfara í Mý- vatnssveit. Það var mér sem sveitarstjóra afar hvetjandi, en krefjandi, að starfa með þessu framfarasinnaða fólki að fjöl- breytilegum verkefnum og lausnum á brýnum samfélagsleg- um viðfangsefnum sem m.a. leiddu af Kröflueldum og tjóni sem þeir ollu með afleiddum áhrifum. Við hjónin erum svo lánsöm að hafa einnig notið vináttu þeirra hjóna Helgu og Arnþórs og Reynihlíðarfólks alls og fyrir það ber að þakka. Það er gjarn- an svo þegar leiðir skilur og fjar- lægðir aukast að samskipti verða strjálli, það þýðir þó ekki að vinir gleymist, en alltaf má betur rækta góða vináttu. Við Jonna sendum Arnþóri og fjölskyldunni allri hugheilar samúðarkveðjur. Megi blessun fylgja minningu Helgu Valborg- ar. Arnaldur Mar Bjarnason. Helga Valborg Pétursdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.