Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Kolabarinn 4ðu hæð Hörpu opinn fyrir og eftir sýningu Kolabrautin er á 4ðu hæð Hörpu – Borðapantanir 519 9700 info@kolabrautin.is – www.kolabrautin.is Fáðu garðsláttinn í áskrift og slakaðu á í sumar Sími 571 2000 | hreinirgardar.is Turninum 12. hæð - 201 Kópavogur - www.domusnova.is Kleppsvegur 62 - 105 Rvík Axel Axelsson Löggiltur fasteignasali Heimir Bergmann Sími 822 3600 heimir@domusnova.is heimir.domusnova.is Virkilega falleg og vel umgengin 101,2 fm 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri. Laus strax! Verð 25,9 millj. OPIÐ HÚS SUNNUDAGINN 20. MAÍ FRÁ 17:00-17:30 Nefnd á vegum menntamálaráðuneyt- isins hefur gert tillögu um skipan háskóla í land- inu, raunar eru tillög- urnar tvær. Vinnubrögðin við að móta aðra tillöguna eru hefðbundin og stefna að ákveðinni skipan með fjóra háskóla. Þar eru tveir opinberir háskólar. Annar þeirra yrði til við samruna Há- skóla Íslands og Landbúnaðarhá- skóla Íslands, en hinn við samruna Háskólans á Akureyri og Háskólans á Hólum. Þá verði tveir sjálfstæðir háskólar, annar við samruna Háskól- ans í Reykjavík og Háskólans á Bif- röst, en hinn er Listaháskólinn. Rök- in eru líka hefðbundin, um hagkvæmni stærðar og betri nýtingu umfram það sem fæst með frjálsri samvinnu. Hin tillagan er að hér verði sjö há- skólar hver sem sjálfseignarstofnun. Er gert ráð fyrir að þeir sjálfir bjargi sér með samvinnu og samruna. Síðari tillagan er að því leyti sveigj- anlegri að gefnar eru forsendur sem eiga að knýja þá til ábyrgrar skip- anar. Víst er að hér rísa ekki háskólar sem sjálfseignarstofnanir óháðar rík- isframlögum. Fyrst svo er kemst fjárveitingavaldið ekki undan því að taka afstöðu til starfsemi skólanna, svo sem verkefna og staðsetningar, en þá eru menn ekki langt frá fyrri tillögunni. Ekki má búast við því að til verði varanleg skipan há- skóla. Góð skipulags- vinnubrögð eru að setja leikreglur sem leiða menn til að bregðast við for- sendum á líðandi stund og breytingum á forsendum. Skipu- lagsvinna vegna há- skóla er í grundvall- aratriðum ekki ólík gerð samgönguáætl- unar fyrir landið. Slík áætlun á sín tímabil, sem taka við hvert af öðru, en án end- is. Þar þarf að fella í eina heildarlausn svar við smáu og stóru. Um sumt hafa fáir brýna hagsmuni og sérstakan skilning, um annað eru margir og al- mennur skilningur. Sjóðval er þjál vinnubrögð við að laða saman lausnir þar sem tekin er afstaða til samvinnu um smá og stór verkefni og til samruna smárra og stórra, nú eða upplausnar stærri heilda eða stærri verkefna. Nánar til tekið er um að ræða sjóðval um stór- mál. Menn nálgast niðurstöðu hægt og sígandi og hafa svigrúm til endur- skoðunar. Leikreglurnar knýja til ábyrgðar, það kostar nefnilega að ráða. Fyrst þarf að ákveða hverjir eiga að ráða í þessu. Eru nokkrir aðrir til þess frekar bærir en þingmenn? Sjóðvalinu mætti koma svo fyrir að hver þingmaður veldi sér ráðgjafa, einn eða fleiri, og fengju þeir til ráð- stöfunar atkvæði þingmannsins í þeim hlutföllum sem hann vildi. Þess- ir fulltrúar móta svo skipanina í sjóð- vali. Síðan tekur þingið stöðu málsins til greina, hver þingmaður eins og honum sýnist, þegar komið er að ein- stökum þinglegum ákvörðunum, en málið heldur áfram sem stórmál, eins og þátttakendum sýnist. Við þessi vinnubrögð nýtast gögn nefnd- arálitsins. Leiðbeiningar um stórmál í sjóðvali er að finna í Lýðræði með raðvali og sjóðvali í sérstökum kafla sem heitir Stórmál. Skipan háskóla í sjóðvali Eftir Björn S. Stefánsson » Góð skipulags- vinnubrögð eru að setja leikreglur, sem leiða menn til að bregð- ast við forsendum á líð- andi stund og breyt- ingum á forsendum. Björn S. Stefánsson Höfundur hefur verið í starfi prófess- ors við Skipulagsfræðistofnun Norð- urlanda. Bandalag íslenskra græðara (BÍG) hefur starfað í röskan áratug en græðarar eru nú um 450 talsins. Bandalagið er regnhlífasamtök fag- félaga heildrænna meðferða á Ís- landi. Hlutverk þess er að sam- ræma grunn- menntunarkröfur fagfélaganna, vinna að fram- gangi heildrænna meðferða og vera opinber málsvari þeirra. Með við- urkenningu græð- ara fylgdi skrán- ingarkerfi sem tryggja á menntun og fagmennsku þeirra. Ekki eru þó allir græðarar í skráningarkerfinu. Skráðir græðarar eru alls 178 en þeir fara í gegnum skráningarferli og fá fyrir viðurkenn- ingu velferðarráðuneytisins sem er staðfesting á menntun þeirra og fag- mennsku. Þá er þeim skylt að hafa starfsábyrgðartryggingu. Nú þegar fólk leitar í heildrænar meðferðir í auknum mæli skiptir það öllu máli að meðferðaraðilar hafi góða grunn- menntun í heilbrigðisfögum sem og góða faglega menntun í faginu sem starfað er við. Fólk getur því tryggt sér góða þjónustu með því að leita til skráðra græðara og þarf því ekki að sitja uppi með meðferðaraðila sem af einhverjum ástæðum teljast ekki til skráðra græðara. Skráðir græðarar gera nú þá kröfu að virðisauka- skattur verði felldur niður af „ann- arri eiginlegri heilbrigðisþjónustu“ þeirra og þar með bundinn endi á áralangt misrétti en virðisauka- skattur er felldur niður af „eiginlegri heilbrigðisþjónustu“. Skráðir græð- arar vilja sitja við sama borð og aðrar heilbrigðisstéttir sem eins skrýtið og það nú er, eru farnar að vinna við heildrænar meðferðir í einkageir- anum og fá þá virðisaukaskattinn nið- urfelldan. JAKOBÍNA EYGLÓ BENEDIKTSDÓTTIR, sjúkraliði, svæða- og viðbragðs- fræðingur, skráður græðari nr. 60.33 og situr í vsk.-nefnd BÍG. Er þinn meðferðaraðili skráður græðari? Frá Jakobínu Eygló Sigurðardóttur Jakobína Eygló Benediktsdóttir Bréf til blaðsins - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.