Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is LÉTTIR ÞÉR VINNUNA Hver hlutur á sínum stað Innréttingar, hillu- og skúffukerfi fyrir allar gerðir bíla Öryggisprófað Tryggðu þig fyrir tjóni • • Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is „Við höfum notið mikillar heppni í rekstrinum, en líka gætt þess vand- lega að vera ekki með öll eggin í sömu körfunni,“ segir Grettir Sig- urðarson, annar eigenda Fossberg. Fyrirtækið fagnar 85 ára afmæli um þessar mundir og verður hátíð- leg stemning í versluninni næstu dagana. Grettir keypti reksturinn árið 2006 í félagi við Benedikt Emil Jóhannsson, framkvæmdastjóra fyr- irtækisins. Hefur starfsemin gengið svo vel að það tókst að greiða upp skuldir vegna kaupanna á fjórum ár- um. „Fyrirtækið var stofnað af Gunn- laugi. J. Jónssyni Fossberg véla- stjóra, sem opnaði verslun í Hafn- arstræti 18, 19. maí 1927. Alla tíð hefur starfsemin snúist um að þjón- usta fagmanninn og rík áhersla á þarfir sjávarútvegsins og málm- smiða,“ segir Grettir. „Fyrirtækið óx og dafnaði, og fluttist milli staða, en var alla tíð í eigu sömu fjölskyldunn- ar allt þar til við Benedikt keyptum reksturinn, en ég hafði komið til starfa hjá Fossberg í janúar árið 2003 og hann árið 2002 í nóvember, og Benedikt tók við framkvæmda- stjórastöðunni 2005.“ Grettir man vel daginn þegar eig- endaskiptin voru gerð. „Það var 24. febrúar 2006 og ég man að Benedikt þurfti að tala mig ofan af því að fara með félögum mínum upp á Hvanna- dalshnjúk þennan dag. „Þú ert að fara að taka stóra ákvörðun í lífi þínu, Grettir, og verður að vera við- staddur þó að það sé gaman að flakka á fjöll,“ útskýrir Grettir og hlær. Allt lagt í sölurnar Grettir segir kaupin hafa verið góð. „Við höfðum lært vel á allan reksturinn og vissum að hverju við gengum. Að veði settum við húsin okkar, allt sem við áttum til, og gengum svo á milli bankanna til að fjármagna það sem upp á vantaði. Varð úr að við fengum lán hjá Spari- sjóði vélstjóra sem seinna varð Byr og enn seinna Íslandsbanki. Sá sem afgreiddi lánið er nú orðinn stjóri í stóru útibúi og sagði mér ekki alls fyrir löngu að þetta hefði sennilega verið ein best heppnaða fjármögnun bankans.“ Eins og fyrr segir tók það ekki nema fjögur ár að gera upp skuld- irnar vegna kaupanna, og það í miðju bankahruni. Grettir segir Fossberg bæði hafa notið góðs af uppgangs- tímanum á hátindi góðærisins og svo af vel stæðum sjávarútvegi eftir fall krónunnar í kjölfar bankahruns. „Þegar verst lét í dýpstu lægðum kreppunnar misstum við kannski 8- 10% af sölu, en ekki 30, 40 og jafnvel 50 eða 60% eins og aðrir horfðu upp á. Fyrir okkur var bankahrunið því meira eins og klapp á kinnina en kjaftshögg,“ segir Grettir. „Málm- iðnaðurinn hefur verið mjög virkur í kreppunni og sjávarútvegurinn stað- ið vel að vígi í krafti hás afurðaverðs. Þó að óvissa um fyrirkomulag fisk- veiða hafi hægt á stórum fjárfesting- um í sjávarútvegi á hefur á móti komið að viðhaldi hefur verið sinnt vel og eftirspurnin eftir vörum og þjónustu Fossberg verið með besta móti.“ Kreppan bara klapp á kinnina  Fossberg hristi af sér samdrátt í efnahagslífinu og reksturinn nú í miklum blóma  Fyrirtækið fagnar 85 ára afmæli  Nýir eigendur keyptu rótgróinn reksturinn árið 2006 og greiddu upp skuldir á fjórum árum Ungi auðmaðurinn Eduardo Saverin komst í fréttirnar fyrr í mánuðinum fyrir að hafa afsalað bandarískum ríkisborgararétti sínum. Saverin var einn af meðstofnendum Facebook og var stormasamt viðskiptasamband hans og Marks Zuckerberg m.a. eitt aðalumfjöllunarefni verðlaunamynd- arinnar The Social Network. Saverin auðgaðist mikið af sam- skiptavefnum vinsæla, en hann hefur haldið til í Singapúr síðustu misserin. Með því að afsala bandarískum rík- isborgararétti er búist við að Saverin geti sparað sér allt að 100 milljónir dala í skattgreiðslur. Facebook fer bráðlega á markað og má reikna með að um 4% hlutur Saverins muni rjúka upp í verði og verði allt að 3 til 4 milljarða dala virði, að því er Huffington Post reiknast til. Bandarísk skattalöggjöf er þannig gerð að Bandaríkjamenn eiga erfitt með að komast undan löngum armi skattayfirvalda, og missa t.d. ekki skattskyldu þó þeir flytji frá heima- landinu. Singapúr er hins vegar lág- skattasvæði og leggur m.a. ekki skatt á fjármagnstekjur. Nú hafa þingmennirnir Robert Casey og Charles Schumer, sem báð- ir tilheyra Demókrataflokkinum, lagt fram frumvarp sem sett er til höfuðs landflótta auðmönnum eins og Saverin. Frumvarpið kalla þeir Ex-Patriot Act, sem lauslega mætti þýða sem Föðurlandssvikarafrum- varpið. Er þingmönnunum mikið niðri fyr- ir, ef marka má ummæli þeirra við fjölmiðla, og þykir Saverin hafa „snú- ið baki við landinu.“ Frumvarpið leggur til að þeir sem ætla má að hafi skipt um ríkisfang til að spara sér skattgreiðslur þurfi að greiða 30% fjarmagnstekjuskatt af bandarískum fjárfestingum eftirleið- is, og verði neitað um landvistarleyfi hyggist þeir heimsækja Bandaríkin. Nú þegar þurfa bandarískir auð- menn sem afsala sér ríkisborgara- rétti að borga n.k. útgönguskatt. Sjálfur sagði Saverin í viðtali við New York Times að ríkisfangsbreyt- ingin hefði ekkert haft með skatta- mál að gera. Menn þurfa ekki að vera stórkost- lega ríkir til að falla undir frumvarp þeirra Schumers og Caseys. Gert er ráð fyrir að lögin muni ná yfir alla þá sem á undangengnum fimm árum hafa verið með árlega skattbyrði yfir 148.000 dölum, tæpum 19 milljónum króna, eða eiga eignir fyrir meira en tvær milljónir dala, um 250 milljónir króna. ai@mbl.is AFP Hagnaður Auðþekkjanlegt skilti varðar leiðina að höfuðstöðvum Facebook. Þingmenn hjóla í Facebook-stofnanda  Vilja leggja á refsiskatt og meina um landvistarleyfi - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.