Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
einstakt
eitthvað alveg
Skipholt 50A • sími: 581 4020
www.gallerilist.is
úrval einstakra málverka og listmuna
eftir íslenska listamenn
1987-2012
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Hollywoodleikarinn góðkunni, Josh
Brolin, svarar skellihlæjandi í sím-
ann á hótelherbergi einhvers staðar
í hinni fögru París. „Halló!“ hrópar
Brolin. „Hvernig hefur þú það, mað-
ur?“ spyr hann svo kumpánalega,
hlær ákaft og bullar eitthvað óskilj-
anlegt. Ef til vill geimverumál þar á
ferð, hver veit? Kannski er Brolin
haldinn flugþreytu, nýkominn frá
Japan og Suður-Kóreu þar sem
hann var að kynna kvikmyndina
Men in Black III, MIB III, sem
hann fer með eitt aðalhlutverkanna
í. Ástæða samtalsins er einmitt
frumsýning þeirrar myndar hér á
landi á miðvikudaginn, 23. maí.
MIB III segir af svartklæddum
leyniþjónustustarfsmönnum sem
hafa þann starfa að klófesta geim-
verur og þurrka út minni þeirra
sem á þær rekast. Aðalleikarar
fyrstu MIB-myndanna, þeir Will
Smith og Tommy Lee Jones, bregða
sér á ný í hlutverk hinna svart-
klæddu J og K en Brolin leikur K
ungan að árum. Í myndinni fer J
aftur í tímann, til sjöunda áratug-
arins, til að koma í veg fyrir að
geimvera afmái kollega hans af yf-
irborði jarðar. Og þar kemur Brolin
til sögunnar.
K er ekki Jones
– Ég hef verið að horfa á stiklur
úr myndinni, þér tekst ansi vel að
herma eftir Tommy Lee Jones.
„Takk, mér tókst nokkuð vel til,
ég er sáttur.“
– Fylgdist þú með Jones meðan á
tökum stóð eða grandskoðaðir þú
hann áður en að þeim kom?
„Áður. Við Tommy vorum ekki
saman í tökum. Ég hef þekkt
Tommy lengi, þetta er þriðja mynd-
in sem ég leik í með honum. Við höf-
um að vísu ekki leikið saman í atrið-
um en ég hef varið löngum tíma
með honum,“ segir Brolin. Hann sé
í rauninni ekki að leika Jones held-
ur persónuna K eins og Jones leiki
hana. Til að undirbúa sig fyrir hlut-
verkið hafi hann horft á gamlar
kvikmyndir með Jones, m.a. Ex-
ecutioner’s Song, Coleminer’s
Daughter og Rolling Thunder,
grandskoðað kappann þegar hann
var ungur og sprækur. Þá hafi hann
horft margsinnis á fyrstu Men in
Black-myndina. „Persónan er svo
sérstök, ég áttaði mig ekki á því
þegar ég tók að mér hlutverkið.
Þegar ég sökkti mér í það áttaði ég
mig á því hversu ólíkt hljómfallið er
í rödd K miðað við hina eðlilegu
rödd Tommys,“ segir Brolin.
– Þannig að þetta var í raun tvö-
föld áskorun fyrir þig?
„Frekar fjórfjöld áskorun. Þetta
virðist auðvelt og skemmtilegt og er
það á endanum en þetta tók líka á
taugarnar. Ég vildi ná þessu vel,
var hræddur um að ná því ekki en
ég hef gaman af slíkum áskor-
unum.“
– Hvað finnst Jones um frammi-
stöðu þína?
„Ég hef ekki hugmynd um það.“
– Þú hefur s.s. ekki spurt hann?
„Nei og ég held að ég geri það
ekki. Annaðhvort minnist hann á
þetta eða sleppir því. Sú staðreynd
að hann hefur ekkert minnst á þetta
er góðs viti,“ segir Brolin og hlær,
bætir svo við: „Því hefur reyndar
verið hvíslað að mér að hann sé
sáttur við þetta.“
Clinton lánaði Bush diskinn
– Nú hefurðu áður þurft að líkja
eftir þekktri manneskju, George W.
Bush, fyrrverandi Bandaríkja-
forseta, í kvikmyndinni W. Hefur
hann nokkuð haft samband við þig
og rætt við þig um túlkun þína á
honum?
„Nei, en ég veit að hann sá mynd-
ina. Ég held að Clinton hafi lánað
honum mynddiskinn sinn ... ég veit
reyndar að það var þannig,“ svarar
Brolin og hlær svo að spurningunni.
„En nei, ég veit ekki hvað honum
fannst um þetta. Hann hefur ekki
talað við mig en ég hugsa að ég eigi
eftir að hitta hann einhvern daginn
og ræða við hann um myndina.
Kannski munum við hlæja að henni,
kannski ekki. Kannski verður hann
reiður, ég skal ekki segja. Mér
fannst hann ekki fá slæma útreið,“
segir Brolin. Fyrir hlutverk Bush
hafi hann undirbúið sig mjög vel,
m.a. lesið 13 bækur um hann, horft
á ógrynni myndbanda og talað við
vini hans. „Maður verður að klára
heimanámið,“ segir Brolin með
áherslu. Annars væri hann ekki að
vinna fyrir kaupinu.
The Goonies stóra tækifærið
Brolin er fæddur árið 1968. Hann
hóf leiklistarferilinn á táningsaldri,
aðeins 16 ára. Fyrsta kvikmyndin
sem hann lék í var hin sígilda
barna- og unglingamynd The Goon-
ies frá árinu 1985. Brolin var heldur
lítið áberandi næstu árin, lék í
fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda
sem fóru lágt en segja má að honum
hafi loks skotið upp á stjörnuhim-
ininn árið 2007, þegar hann fór með
eitt af aðalhlutverkunum í kvik-
myndinni No Country for Old Men
eftir Coen-bræður. Sú mynd hlaut
fern Óskarsverðlaun og þá m.a. sem
besta kvikmyndin. Þá fóru hjólin
heldur betur að snúast og Brolin
hefur leikið í hverri gæðamyndinni
á fætur annarri undanfarin fimm ár,
m.a. Milk og True Grit.
Blaðamaður spyr Brolin hvort No
Country for Old Men hafi ekki verið
„stóra tækifærið“ hans en Brolin
kemur honum á óvart með því að
nefna The Goonies. Ástæðan er sú
að upp frá því gat hann lifað af list-
inni, gerst atvinnuleikari. The
Goonies er leikaranum því eðlilega
hjartfólgin en það er hún líka blaða-
manni sem deilir því með Holly-
woodstjörnunni að hann hafi líklega
horft hundrað sinnum á myndina
sem stráklingur. „Þarna sérðu,
maður,“ segir Brolin þá hæst-
ánægður, segist enn í dag hitta börn
sem hugfangin séu af myndinni.
Spuninn heillar
Faðir Brolins, James Brolin, er
þekktur leikari en Josh segist ekki
hafa fengið áhuga sinn á leiklist af
því að fylgjast með honum að störf-
um. Nei, áhuginn kviknaði í leiklist-
arspunatíma í miðskóla. „Ég er
heillaður af spuna, að þurfa að láta
sér detta eitthvað í hug á auga-
bragði án nokkurs undirbúnings,“
segir Brolin. Þrátt fyrir áratuga-
starf sem leikari sé hann alltaf að
læra eitthvað nýtt. „Ég leita m.a. til
leiklistarkennara og les bækur. Ég
hef mikinn áhuga á þessu en finnst
ég þó aldrei standa mig full-
komlega. Ég er ekki þess háttar
leikari.“
Geimveruveiðimenn Josh Brolin og Will Smith í hlutverkum hinna svartklæddu geimveruveiðimanna K og J í Men in Black III.
Fjórföld áskorun Brolins
Þriðja Men in Black-kvikmyndin verður frumsýnd hér á landi 23. maí Blaðamaður ræddi
við leikstjóra myndarinnar, Barry Sonnenfeld, og einn af aðalleikurum hennar, Josh Brolin
Tækifæri Brolin í kvikmyndinni The
Goonies frá árinu 1985.
W Brolin í hlutverki George W.
Bush í kvikmyndinni W.