Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 24
FRÉTTASKÝRING
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
F
ramtíð Náttúruminja-
safns Íslands er enn í
óvissu. Safnið var
stofnað með lögum árið
2007 sem höfuðsafn á
sviði náttúrufræða. Önnur höfuðsöfn
eru Þjóðminjasafn Íslands og Lista-
safn Íslands. Skipunartími dr. Helga
Torfasonar, safnstjóra Náttúru-
minjasafnsins, rann út 8. maí sl.
Starfið hefur ekki verið auglýst og
verður ekki skipað aftur í stöðu safn-
stjóra fyrr en nefnd á vegum Alþing-
is hefur farið yfir málefni safnsins.
Sennilega þarf að breyta lögum svo
skilin á milli þess og Náttúru-
fræðistofnunar Íslands séu nægilega
skýr, að sögn Helga. Á meðan verð-
ur Náttúruminjasafnið í fóstri hjá
Þjóðminjasafninu.
Helgi er farinn í rannsóknar-
leyfi og hinn starfsmaður Nátt-
úruminjasafnsins verður í fæðing-
arorlofi fram í ágúst. Helgi ætlar að
verja rannsóknarleyfinu til rann-
sókna á uppruna og þróun Nátt-
úruminjasafns Íslands auk þess að
vinna að jarðfræðirannsóknum.
Mikill tími hefur farið í stefnu-
mótunarvinnu frá stofnun Nátt-
úruminjasafns Íslands árið 2007, að
sögn Helga. En stefnumótunin sem
hann vann að fékkst aldrei sam-
þykkt. Hann sagði ráðuneytið hafa
t.d. viljað fá inn í hana samning við
Náttúrufræðistofnun og hvernig
samvinnu við hana yrði háttað. „En
fyrst setur maður fram stefnu og
semur svo á grundvelli hennar. Það
fannst mér vera rétt leið.“
Vandinn fyrirsjáanlegur
Ríkisendurskoðun gerði úttekt
á Náttúruminjasafninu og kom
skýrslan út í janúar sl. Þar kemur
fram að vandi safnsins hafi verið að
nokkru fyrirsjáanlegur þegar við
stofnun því í upphafi lágu hvorki fyr-
ir áætlanir um uppbyggingu og
rekstur þess né heldur fyrirhuguð
útgjöld. Þá þótti ljóst að lög um safn-
ið og lög um Náttúrufræðistofnun
Íslands sköruðust um margt.
Fyrstu drög að stefnumótun frá
2008 gerðu ráð fyrir að safnið yrði
komið í fullan rekstur í nýbyggðu
húsnæði á árinu 2013. Þau áform
gengu ekki eftir. Í skipulagi er gert
ráð fyrir safnhúsi á 11.000 m2 lóð
sunnan við Öskju í Vatnsmýri, þar
gæti verið tveggja hæða safnhús alls
14.000 m2. Með því myndi skapast
tenging við Háskóla Íslands, rann-
sóknastofur hans og bókasafn. Þá
gæti HÍ nýtt hluta hússins því safnið
þyrfti ekki á því öllu að halda, en HÍ
vantar húsnæði s.s. fyrirlestra-
stofur, geymslur o.fl. Eins voru hug-
myndir hjá Reykjavíkurborg um að
safnið fengi lóð við hlið Hörpu.
Því hve hægt hefur gengið að
koma Náttúruminjasafninu á legg
má vafalaust kenna að einhverju
leyti afleiðingum hrunsins, að mati
Helga. Hann telur að uppbyggingu
safnsins hafi meðvitað verið slegið á
frest til þess að síður þyrfti að skera
niður aðra menningarstarfsemi.
Helgi segir það vera nánast
einsdæmi á Vesturlöndum að þjóð
eigi ekki myndarlegt náttúruminja-
safn opið almenningi. Hans sýn er að
Náttúruminjasafnið verði „alvöru-
safn“ á borð við Þjóðminjasafn Ís-
lands og Listasafn Íslands og sinni
söfnun og rannsóknum á sínu sviði.
„Safnið mun aldrei ganga vel
nema það geti verið í samvinnu
við erlend söfn,“ sagði Helgi.
„Við erum með núna í sam-
vinnuverkefni við norrænu
náttúruminjasöfnin og í
Eystrasaltslöndunum um
eflingu náttúruminjasafna.
Slík samvinna er söfnunum
ómetanleg hvatning.“
Óviss framtíð Nátt-
úruminjasafnsins
Morgunblaðið/Eggert
Náttúruminjar Bogi Jónsson (t.v.) afhenti árið 2010 dr. Helga Torfasyni
(t.h.) f.h. Náttúruminjasafnsins merkilegt sjávardýrasafn Jóns Bogasonar.
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Því meira semsjávar-útvegs-
ráðherra tjáir sig
um frumvörp sín
um stjórn fisk-
veiða og veiðigjald
þeim mun augljósara verður
hve illa hugsuð og hættuleg
frumvörpin eru.
Í hroðvirknislega unnum at-
hugasemdum ráðuneytisins
við umsögn Deloitte má
glöggt sjá að frumvörpin eru
ekki byggð á vel ígrunduðum
forsendum eða útreikningum
heldur á fordómum, vanþekk-
ingu og misskilningi.
Því er til dæmis haldið fram
að vextir þeir sem endurskoð-
unarfyrirtækið gangi út frá
séu of háir, en því fer fjarri og
aðrir sem til þekkja byggja út-
reikninga sína á svipuðum eða
jafnvel hærri vöxtum. Og
raunar mætti halda því fram
að gera ætti mun hærri ávöxt-
unarkröfu til fjárfestinga hér
á landi, ekki síst í sjávar-
útvegi, en almennt er gert,
vegna þeirrar pólitísku óvissu
sem atvinnulífið þarf að búa
við vegna núverandi rík-
isstjórnar.
Annað sem ráðuneytið
reynir að nota til að réttlæta
útreikninga sína er að sjáv-
arútvegsfyrirtæki hafi fjár-
fest svo mikið utan grein-
arinnar. Í svari við
athugasemdum ráðuneytisins
bendir Deloitte á að þetta fái
ekki staðist en um sé að ræða
„klassíska bábilju“. Í árslok
2007 hafi hlutfall fjárfestinga í
óskyldum rekstri verið 11%
fastafjármuna og ári síðar hafi
það verið komið niður í um
2%. Þessi hlutfallstala, 2%, er
í fullu samræmi við það sem
fram kom hjá bankastjóra
Landsbankans í samtali við
Morgunblaðið fyrir skömmu,
en slíkar stað-
reyndir duga ekki
til að koma í veg
fyrir að sjávar-
útvegsráðuneytið
reyni að halda bá-
biljunni gangandi.
Ráðuneytið kýs líka að van-
meta skipulega fjárfest-
ingaþörf fyrirtækjanna og
beitir dæmalausum röksemd-
um í því sambandi. Sú ósvífn-
asta er sennilega þegar því er
haldið fram í athugasemdum
ráðuneytisins að fjárfest-
ingaþörfina megi lesa út úr
raunverulegri fjárfestingu ár-
in 2009 og 2010, en á þessum
árum og síðan hefur sjávar-
útvegurinn verið í algeru upp-
námi vegna stöðugra árása
ríkisstjórnarinnar og hótana
um að kippa rekstrargrund-
vellinum undan honum, eins
og best sést á fyrirliggjandi
frumvörpum.
Allir vita, enda hefur verið
mikið um það rætt, ekki síst
meðal þeirra sem veita sjávar-
útveginum þjónustu, að hann
hefur orðið að halda að sér
höndum vegna óvissunnar og
að þessar þjónustugreinar
hafa misst mikil viðskipti af
þessum sökum. Að nota þetta
sem röksemd fyrir því að
hrinda ofurskattlagningunni í
framkvæmd er nokkuð sem
kemur á óvart, jafnvel frá nú-
verandi ríkisstjórn.
Þessar nýjustu athuga-
semdir sjávarútvegsráðuneyt-
isins breyta engu um skað-
semi frumvarpa
ríkisstjórnarinnar um um-
byltingu sjávarútvegsins hér
á landi. Þær eru aðeins stað-
festing á hættunni sem efna-
hagslífi landsins stafar af
frumvörpunum og um leið
staðfesting á nauðsyn þess að
komið verði í veg fyrir að
frumvörpin verði að lögum.
Augljóst er af at-
hugasemdum sjáv-
arútvegsráðherra að
hann er rökþrota}
Aumar athugasemdir
Tölurnar semRagnar Guð-
mundsson, for-
maður stjórnar
Samtaka álfyr-
irtækja, vakti at-
hygli á í ræðu sinni á ársfundi
samtakanna í fyrradag segja
mikið um árangurinn af upp-
byggingu álframleiðslu hér á
landi.
Ál nam um 40% alls útflutn-
ings frá landinu í fyrra og
munar um minna. Fjárfesting
í áliðnaðinum og tengdum
greinum nam um 28% af allri
fjárfestingu atvinnulífsins.
Einnig er eftirtektarvert að
losun gróðurhúsalofttegunda
á hvert tonn af áli
minnkaði um 6%
hér á landi í fyrra
og að frá árinu
1990 hefur losun á
hvert framleitt
tonn minnkað um 75%. Þetta
er betri árangur en náðst hef-
ur annars staðar og sem
dæmi má nefna að í Kína er
losun á framleitt tonn nær tí-
föld á við það sem hér er.
Eðlilegt væri að þetta væri
talið álframleiðslu hér á landi
til tekna og að yfirlýstir um-
hverfissinnar væru frekar
hlynntir en andvígir upp-
byggingu álframleiðslu hér á
landi.
Álframleiðsla hefur
skilað miklum
ávinningi á Íslandi}
Álið í tölum S
umum finnst orðin fyrirvinna og kona
helst ekki eiga heima í sömu setn-
ingunni. Að fyrirvinnuhlutverkið
sé í höndum karla, en konur séu í
besta falli einhvers konar varadekk.
Þess vegna sé það bara í fínu lagi að konur
fái lægri laun en karlar, eins konar óhagg-
anlegt náttúrulögmál og það er alveg með ólík-
indum hvaða ástæður eru tíndar til þegar enn
ein launakönnunin sýnir fram á að vinnuveit-
endur telja það fullkomlega eðlilegt að greiða körl-
um hærra kaup en konum.
Fyrirvinna hlýtur að vera hver sá sem fær
greitt fyrir vinnu sína, óháð kyni og hjúskap-
arstöðu. Eru ekki allir að vinna fyrir ein-
hverju?
Launamunur kynjanna var fyrst rannsak-
aður hér fyrir um 60 árum. Þá var launamun-
urinn að hluta til skýrður með meiri menntun karla.
Konur flykktust í nám, síðan hefur hver könnunin rekið
aðra og niðurstöðurnar eru alltaf þær sömu; Karlar fá
hærri laun en konur.
Kynskipting á íslenskum vinnumarkaði er meiri hér á
landi en víða annars staðar. Störf, sem kölluð eru
kvennastörf, eru jafnan lægra launuð en svokölluð karla-
störf, jafnvel þó að þessi kvennastörf krefjist oft langrar
menntunar, öfugt við störfin sem sumir nefna karlastörf.
Aldrei hefur nokkrum einasta manni tekist að útskýra
þennan launamun á neinn annan hátt en með kyni fólks.
Og það er ekki eins og það hafi ekki verið reynt og furðu-
legustu skýringar tíndar til.
Til dæmis er það býsna lífseig skoðun að
konur séu ekki nógu duglegar að biðja um
launahækkanir, þær sinni börnum og búi og
þurfi því alltaf að fara svo snemma heim úr
vinnunni. Svo halda sumir því fram að konur
hafi engan sérstakan áhuga á að fá góð laun,
það sem skipti þær mestu máli sé að þykja
gaman í vinnunni. Einmitt það já. Standi valið
á milli þess að geta borgað reikninga og hlusta
á brandara í kaffitímanum, þá velja konur það
síðarnefnda. Einhvern veginn held ég að þetta
sé ekki alveg satt og rétt. Skýringin getur
varla legið annars staðar en hjá þeim sem
taka ákvarðanir um kaup og kjör.
Lög um jöfn laun karla og kvenna hafa ver-
ið í gildi í áratugi. Þau lög eru nákvæmlega
jafngild öðrum lögum; það er að segja; sé
ekki farið eftir þeim er verið að fremja lög-
brot. Þetta er ekkert flókið.
Nokkuð umdeild auglýsing hefur birst að undanförnu.
Þar eru leiddar líkur að því að nái frumvarp nokkurt
fram að ganga muni kjör tiltekinnar starfsstéttar skerð-
ast allverulega. Án þess að ætla á nokkurn hátt að gera
lítið úr þeirri kjaraskerðingu sem sumir telja að vofi þar
yfir er lesandi beðinn um að gera sér í hugarlund að setja
orðið „kona“ í staðinn fyrir starfsheitið sem kemur fyrir í
auglýsingunni. Það má svo sem líka setja einhverja af
svokölluðum kvennastéttum í staðinn. Til dæmis leik-
skólakennara eða hjúkrunafræðinga. En það er auka-
atriði. Allar fjölskyldur, burtséð frá starfsstétt, líða fyrir
það að fyrirvinnan er kona. annalilja@mbl.is
Anna Lilja
Þórisdóttir
Pistill
Konur eru líka fyrirvinnur
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjórar:
Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Útgefandi:
Óskar Magnússon
Mennta- og menningar-
málaráðherra boðaði fulltrúa
þingflokkanna í allsherjar- og
menntamálanefnd, til samráðs
um Náttúruminjasafnið. Það
eru alþingiskonurnar Birgitta
Jónsdóttir, Jónína Rós Guð-
mundsdóttir, Ragnheiður Rík-
harðsdóttir, Siv Friðleifsdóttir
og Þuríður Backman.
Siv sagði að hópurinn hefði
hist einu sinni ásamt embætt-
ismönnum úr mennta- og
menningarmálaráðuneytinu.
Þar var m.a. rætt um sam-
spil Náttúruminjasafns-
ins og Náttúru-
fræðistofnunar og hvort
breyta þyrfti lögum til
að skýra skilin þar á
milli. Einnig var
rætt um framtíð-
arhúsnæði fyrir
safnið, hvort fara
ætti í nýbyggingu
eða nýta annað
húsnæði.
Skýra þarf
rammann
SAMRÁÐ UM
NÁTTÚRUMINJASAFNIÐ
Siv
Friðleifsdóttir