Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Sendum frítt hvert á land sem er Helluhrauni 12 • Hafnarfjörður • 544 5100 • www.granithusid.is ✝ Kjartan ÞórIngvarsson var fæddur á Finns- stöðum í Eiða- þinghá 5. maí 1931. Kjartan lést á hjartadeild Landsspítalans 10. maí 2012. Foreldrar Kjart- ans voru Ingvar Guðjónsson frá Uppsölum í Eiða- þinghá f. 8.4. 1902, d. 19.12. 1998, og Helga Magnúsdóttir fædd í Grófarseli í Jökulsárhlíð f. 6.9. 1906, d. 12.2. 1993. Kjart- an var næstelstur af sex systk- inum. Systkini hans eru Gunnar Hafdal d. 1979, Sigurjón d. 1987, Gísli, Ingvi Dalur og Daldís. Eftirlifandi eiginkona Kjartans er Bjarndís Helgadótt- ir (Dídí) f. 14.12. 1934 frá Seyð- isfirði. Foreldrar Bjarndísar voru Helgi Elíesersson vélstjóri frá Seyðisfirði og Ingveldur M. Bjarnadóttir frá Stokkseyri. Börn Kjartans og Bjarndísar eru: Þorgerður f. 7.4. 1955, d. 20.8. 1955, Helga f. 31.8. 1956, maki Ármann Snjólfsson, börn þeirra eru Ásdís Hrund, Daníel Kjartan og Davíð Fjölnir. Yngvi Þór f. 5.12. 1958 maki Vedrana Kjartansson, börn Yngva Þórs og hófu búskap á Egilsstöðum en fluttu fljótlega á Seyðisfjörð og bjuggu þar til 1961 þegar þau fluttu aftur í Egilsstaði. Kjartan vann tvö ár á verk- stæðinu Víking á Egilsstöðum eða þar til hann stofnaði fyr- irtækið Gunnar og Kjartan sf. Vinnuvélar ásamt Gunnari Guttormssyni. Síðar keypti hann Vélaverkstæði Steinþórs Eiríkssonar á Egilsstöðum og var þá stofnað Vélaverkstæði Gunnars og Kjartans sf. Ásamt almennum viðgerðum og ný- smíði hafði hann einnig véla- leigu í ýmis verkefni. Vélaverk- stæði Gunnars og Kjartans sf. varð stærsta verktakafyrirtæki á Austurlandi. Eitt viðamesta verkefnið, sem fyrirtæki Kjart- ans vann, var tvímælalaust gerð Oddskarðsganga. Kjartan vann að ýmsum öðrum verk- efnum, allt frá gerð flóðvarna- garða við Kúðafljót til lagn- ingar Leiruvegar við Akureyri. Kjartan var einnig hvatamaður að stofnun verktakafyrirtæk- isins Héraðsverks hf. og gegndi stöðu framkvæmdastjóra þess fyrstu þrjú árin. Kjartan rak einnig byggingarvöruverslun á Egilsstöðum í þrjú ár. Kjartan var félagi í Rótarýklúbbi Hér- aðsbúa í 25 ár og var forseti hans frá 1981 til 1982. Frá 1999 bjó Kjartan á Ásbraut 3 í Kópa- vogi ásamt Dídí eiginkonu sinni. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 18. maí klukkan 15. eru Jóna, Berglind, Dýrleif d. 2004 og Kjartan Þór; Héð- inn f. 10.10. 1960, maki Margrét Þrá- insdóttir, börn þeirra eru Þór- katla, Þráinn, Þor- gerður, Baldvina og Björk. Héðinn átti áður Kristján Þór. Kolbeinn f. 25.3. 1964, d. 15.1. 1966. Kolbrún Gerður f. 20.2. 1968, börn Kolbrúnar eru Bjarndís Líf, Sigurður Anton, Bjartur Elí og Lúkas Ísfeld; Ingveldur Margrét f. 17.10. 1969 maki Kolbeinn Reginsson, börn þeirra eru Reginn Tumi, Huginn Goði og Sólkatla Rögn. Kjartan ólst upp í Finns- staðaseli til fimm ára aldurs, flutti þá með foreldrum sínum að Dölum í Hjaltastaðaþinghá og bjó þar til tvítugs. Kjartan lauk gagnfræðaprófi 1951 frá Eiðum og eftir það sá Kjartan um barnakennslu á Héraði í þrjá vetur. Kjartan nam vél- virkjun við Iðnskólann á Seyð- isfirði og vann jafnframt í Vél- smiðju Seyðisfjarðar. Meistararéttindi í vélvirkjun hlaut hann 1960. Kjartan og Dídí giftu sig á Seyðisfirði 1954 Síðasti andardrátturinn eftir langt og viðburðamikið líf, barátt- unni lokið og allt varð hljótt. Þann- ig upplifði ég þína síðustu stundu þegar ég sat hjá þér, ásamt öllum þínu nánasta fólki. Langri og erf- iðri baráttu var lokið en þrátt fyrir það átti ég alls ekki von á að þú myndir deyja frá okkur. Þrátt fyr- ir að hafa lent í hinum ýmsu áföll- um hafðirðu alltaf náð þér þokka- lega á strik aftur og þannig hélt ég að það yrði í þetta skiptið. Þraut- seigjan og þrjóskan hefur alltaf borið þig áfram og þar sem aðrir hefðu sest niður með hendur í skaut og beðið eftir örlögum sín- um, neitaðir þú að gefast upp og fórst þínar eigin leiðir, áfram og áfram. Ég er afar þakklátur fyrir að hafa fengið að kveðja þig og vera með þér á síðustu metrunum, við náðum sambandi hvor við annan og ég veit að þú vissir af mér og varst sáttur við mig, það hefur gefið mér mikla sálarró að hafa upplifað það. Við höfðum ekki sést í 5 ár og þú spurðir mig oft hvenær ég ætlaði að koma til Íslands og heimsækja þig. Ég gat aldrei gefið ákveðið svar, fannst eins og ég hlyti að hafa nógan tíma til þess í framtíðinni en þegar ég heyrði að þér hefði versnað mikið, náði ég að koma og eiga með þér síðustu dag- ana. Þeir voru okkur öllum mjög erfiðir, stundum vaknaði veik von um að þú myndir nú ná að bragg- ast, en sá veiki neisti var blásinn af þegar þreyttur líkami þinn gat ekki meira. Kæri faðir minn, ég vil þakka þér fyrir alla samfylgdina í gegn- um lífið, það yrði býsna löng upp- talning hér ef ég ætti að telja upp allt sem ég er þér þakklátur fyrir en að undanförnu hefur komið upp í huga mér hitt og þetta sem við höfum átt og upplifað saman og sú tilfinning sem eftir situr er virð- ingin fyrir þér og þakklæti fyrir það hver þú varst. Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga, sæta lánga sumardaga. Þá er gaman að trítla um tún og tölta á eingi, einkum fyrir únga dreingi. Folöldin þá fara á sprett og fuglinn sýng- ur, og kýrnar leika við kvurn sinn fíngur. (Halldór Laxness.) Héðinn Kjartansson, Mar- grét Þráinsdóttir, Kristján, Þórkatla, Þráinn, Þorgerð- ur, Björk og Baldvina. Í dag kveð ég pabba minn í hinsta sinn. Hvað gerðist? Af hverju í dag? Ég sem ætlaði að hjálpa honum til betri heilsu, lækna hann jafnvel. Þvílík var trú mín. En faðir minn var veikur og það mikið veikur, svo veikur að það var ekkert sem gat læknað hann. Höggið kom og nú sit ég hér ein og hugsa um liðna tíð. Ég hugsa um okkar síðustu stundir, þegar ég var einkabílstjóri hans eins og hann kallaði það. Það voru jú ekki allir jafn heppnir að hafa svona einkabílstjóra, sagði hann og hló, einkabílstjóra sem keyrði hann til þeirra erinda sem hann þurfti að sinna. Erindin voru læknaheimsóknir, blóðprufur og aðrir staðir sem veikur maður þarf að mæta á og ástæða þess að ég keyrði en ekki hann var sú að hann gat ekki keyrt, til þess var hann of veikur. En nei, maður eins og pabbi minn hélt reisn sinni og því var ég „einkabílstjóri“. Það hlýtur að vera þyngra en tárum taki að vera allt í einu upp á aðra kominn. Fað- ir minn sem alltaf hafði verið sinn eigin herra. Hann var maðurinn sem allt stóð og féll með, sá sem stjórnaði og eftir var tekið. Hæg- látur maður með prúða framkomu og ótrúlega hæfileika til að fá allt og alla til að vera eins og hann vildi. Oft hef ég velt því fyrir mér hversu klókur hann var að slá vopnin úr höndum okkar sem reyndum að koma með aðrar til- ögur eða mótbárur gegn því sem hann sagði; í því var hann bestur. Pabbi minn fór þangað sem hann ætlaði sér með seiglu og þrjósku, hann var sjálfstæður og langt frá því að vera eins og allir hinir. Hann var höfðingi heim að sækja og vildi allt fyrir alla gera og miklu meira en það. Ég mun aldrei gleyma sögunni af því þegar mamma og eldri systkini mín máttu bíða með að halda jól svo hann kæmi vistum á jarðýtunni yfir Fjarðarheiðina í brjáluðu veðri svo að Seyðfirðing- ar gætu haldið jól með öllu tilheyr- andi. Hann var með eindæmum stríðinn og hló mikið þegar hann fékk þau viðbrögð, sem hann vildi, og gat hlegið að sömu vitleysunni í marga daga. Ég er svo óendan- lega þakklát fyrir að börnin mín fjögur fengu að kynnast honum og það sem meira er, þau fengu fleiri sögur en ég þegar ég var barn, því að þegar ég var barn þá vann hann löngum stundum að heiman. Pabbi hafði ótrúlega gaman af börnum og gaf þeim góðan tíma. Það þurfti að greiða kollinn, og svo komu sögurnar. Sögurnar af henni Grýlu gömlu. Hvíl þú í friði, elsku pabbi minn, ég skal sjá um mömmu. Kolbrún Gerður Kjartansdóttir. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. Kahlil Gibran. Elsku afi. Það er komið að því sem ég vissi að myndi koma að, einhvern tímann. Í sjálfselsku minni vonaði ég að það yrði ekki strax. Ég hélt í vonina að þú myndir rísa upp í þetta skipti eins og áður og ég gæti haft þig örlítið lengur. Það er erfitt að trúa því að þú sitjir ekki í hægindastólnum inn stofu heima hjá ykkur ömmu, þegar ég kíki í heimsókn. Þú mun- ir ekki spyrja frétta af langafa börnunum þínum. Þú munir ekki hlæja, svo sjóði ofan í þér, í frá- sögnum af skemmtilegum atvik- um úr lífi þínu. Mest mun ég sakna barngæsku þinnar. Þú hafðir endalaust gam- an af því að fylgjast með börnum, hlusta á speki þeirra eða tilsvör, segja þeim eitthvað eða jafnvel spila fant, eins og þú kallaðir steli- þjóf. Það eru einmitt þessar stundir sem ég er svo þakklát fyr- ir að hafa notið með þér í minni æsku. Ég dvaldi ófáa dagana sem barn hjá ykkur ömmu í Laufásn- um á Egilsstöðum. Ég beið spennt eftir að þú kæmir heim í hádeg- ismat og segðir: Nú, er Trýtan hans afa hérna? Eftir hádegismatinn fékkstu þér alltaf kríu í sófanum frammi í stofu. Ég veit að stundum sofnaðir þú ekki heldur lást með hálflokuð augun og fylgdist með mér skot- tast um. Stundum lagðist ég hjá þér og þú sagðir mér sögur af henni Grýlu og hyskinu hennar. Þú varst nefnilega einn af örfáum sem þekktu hana Grýlu og þreytt- ist aldrei á því að segja frá henni. Þegar skroppið var á rúnt á sunnudegi og keyrt um Héraðið gastu alltaf frætt mann á hvað Grýla hefði aðhafst á þessum og hinum staðnum. Sögurnar voru ekki sagðar í því skyni að hræða heldur til að skemmta, þá aðallega þér sjálfum held ég. Ég mun sakna hlátursins. Ég gleymi aldrei því að ef langafi Ingvar kom í Laufásinn sátuð þið tveir í stof- unni og hlóguð ykkur máttlausa. Það var ekki hægt að vita af hverju þið hlóguð svona því eng- inn heyrði ykkur segja neitt, þið bara hlóguð. Ég kíkti kannski fram í stofu að athuga hvort þið væruð að hlusta á eitthvað. Nei, svo var ekki. Þið bara hristust þarna tveir og supuð hveljur af hlátri. Einu sinni þegar ég var orðin unglingur fór ég með þér frá Oddsskarðinu og upp í Egilsstaði. Mér fannst þú keyra aðeins of mikið á vinstri helmingnum og gerði athugasemd. Þú sagðir að það væri styttra að keyra vinstra megin! Hneykslunarsvipur minn hefur vísast valdið því að það kraumaði í þér hláturinn það sem eftir var ferðar og vinstra megin hélstu þig. Þessar og svo ótal aðr- ar minningar um þig mun ég varð- veita í hjarta mínu. Ég trúi því að þín hafi beðið fönguleg móttöku- nefnd og þú sért nú í faðmi horf- inna ástvina þinna. Hvíl í friði, elsku afi minn. Ásdís Hrund Ármannsdóttir. Ég man … Ég vakna eldsnemma, skýst á lappir. Inn í eldhús. Að hitta þig. Við fáum okkur morgunmat. Við fáum okkur greip, því það er svo hollt fyrir mann. Við förum út að labba og í lang- an göngutúr. Heilsan skiptir öllu. Við förum sömu leið og alltaf. Löbbum litla fjörðinn, inn í Foss- voginn. Þú segir mér frá fuglunum sem dvelja þar og fiskunum sem synda. Ég hugsa með mér, „Hvernig er hægt að vita svona mikið?“ Við förum kaldir inn í hlýjuna til ömmu. Hún er tilbúin með matinn. Mmmm hvað hún amma eldar góðan mat, segi ég við afa. Hann brosir og hlær, horfir á mig og segir: Bjartur minn, þú get- ur aldrei treyst á neitt eins mikið og matinn frá henni ömmu þinni. Við hlæjum. Ferðinni er haldið áfram inn í stofu. Þessir hlýju rauðu sófar. Þú byrjar að segja mér sögu. Sagan byrjar alltaf vel en ég get aldrei munað hvernig hún endar því ég sofna alltaf. Ég er svo þreyttur. Það er búið að vera svo skemmtilegt hjá okkur í dag. Hjá okkur. Hjá afa mínum. Gáfaður. Tryggur. Viturmenni. Sögumaður. Sögulegur. Viskumik- ill. Lífsglaður. Fisherman’s friend. Vinur. Fátt af mörgu sem ég get sagt um afa minn. Afi, bless á meðan. Bjartur Elí Friðþjófsson. Kjartan Þór Ingvarsson ✝ SveinbjörnSveinbjörnsson fæddist í Litlu-Ávík í Árneshreppi 15. október 1944. Hann lést á sjúkra- skýlinu í Bolung- arvík 12. maí síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Magn- ús Sveinbjörn Guð- brandsson, bóndi í Litlu-Ávík, f. 15. maí 1886, d. 15. apríl 1944, og Þórdís Jóna Guðjónsdóttir húsfreyja, f. 20. nóvember 1913, d. 10. júlí 2000. Sveinbjörn var næstyngstur sex systkina. Systkini hans eru: Halla Kristinna, f. 10. október 1932, d. 22. júlí 1988, Guðrún Ágústa, f. 12. september 1934, Sigursteinn, f. 28. september 1938, Lýður, f. 1. maí 1940, Sig- ríður Anna, f. 18. febrúar 1943, og Jón Guðbjörn Guðjónsson, f. búa í Bolungarvík 2) Svein- björg, f. 12. mars 1980. Sam- býlismaður hennar er Arnar Vilhjálmsson, f. 13. mars 1980. Þau búa í Reykjanebæ. Sveinbjörn og Ingibjörg hófu búskap á Ljótunnarstöðum í Hrútafirði árið 1972. Árið 1976 fluttu þau að Norðurfirði II í Árneshreppi. Árið 1995 brugðu þau svo búi þar og fluttu til Ísa- fjarðar. Sveinbjörn sinnti bú- störfum á Ljótunnarstöðum og í Norðurfirði ásamt því að aka vörubifreið. Sveinbjörn greind- ist með parkinson-sjúkdóm ein- hverntíman á árunum 1974 til 1976, þá aðeins rúmlega þrítug- ur að aldri. Hann sinnti þó bú- skapnum áfram í allmörg ár eftir það. Eftir að hann kom til Ísafjarðar var vinnuþrek hans orðið lítið og hann orðin öryrki. Sveinbjörn var duglegur, fé- lagslyndur og hafði mjög gam- an af því að grípa í spil. Haustið 2010 fluttist hann svo á Sjúkra- skýlið í Bolungarvík og var þar búsettur til dauðadags. Útför Sveinbjarnar fer fram frá Ísafjarðarkirkju í dag, 18. maí 2012, og hefst athöfninn klukkan 14. 14. september 1952; faðir hans var Guðjón Jóns- son. Sveinbjörn var kvæntur Ingi- björgu Skúladótt- ur, f. 16. maí 1944, d. 25. desember 2003, þau gengu í hjónaband hinn 15. desember 1972. Foreldrar hennar voru hjónin Skúli Guðjónsson, bóndi á Ljótunnarstöðum og Þuríður Guðjónsdóttir. Börn Sveinbjarnar og Ingibjargar eru 1) Skúli, f. 7. ágúst 1972. Eiginkona hans er Ásgerður Magnúsdóttir, f. 2. desember 1973. Sonur hennar er Fylkir Eyberg Jensson, f. 23. október 1996. Börn þeirra Skúla og Ás- gerðar eru Ingibjörg Anna Qi, f. 1. febrúar 2006, og Sigurborg Sesselía, f. 21. júní 2010. Þau Þreyttur og stirður ég þrái að sofna þrekið er farið og sjónin að dofna. Lífsævi mín er af tilgangi tæmd Ég tel að nú geti ég dáið með sæmd. (HJ) Þessar ljóðlínur séra Hjálmars eiga vel við um hann Sveinbjörn. Þeim sem þekkja til lífshlaups hjónanna, hans og Ingibjargar Skúladóttur, finnst að þeim hafi verið úthlutað þyngri byrðum en hægt er að ætla venjulegu fólki. En Inga og Sveinbjörn voru ekki venjulegt fólk. Við getum margt af þeim lært um hvernig á að bera byrðar lífs- ins í sameiningu og takast á við erfiðleika af æðruleysi. Þegar ég hitti þau fyrst, á heimili þeirra í Norðurfirði, var Sveinbjörn innan við fimmtugt, en sjúkdómur hans þó farinn að skerða starfsgetu hans verulega. En hann æðraðist ekki. Þar kom þó að þau urðu að bregða búi, vegna versnandi heilsu hans. Á Ísafirði hóf Inga vinnu utan heim- ilis. Heilsa Sveinbjörns leyfði ekki slíkt. Hans hlutskipti varð að láta hægt og sígandi undan fyrir afar illvígu tilfelli Parkinson-sjúk- dómsins. Lækninga var leitað og ýmis ráð reynd, en kom fyrir ekki. Inga var stoð hans og stytta og þau tókust á við allan vanda, sam- stillt og þrautseig. Það var ómögulegt að hugsa sér annað án hins. Gaman var að vera gestur þeirra Ingu. Spaug á vörum. Glettnisglampi í augum. Menn og málefni rædd yfir rausnarlegum veitingum. Sveinbirni varð tíðrætt um framfaramál og möguleika heima- byggðarinnar, Árneshrepps, sem hann unni til síðasta dags. Þangað leitaði hugur hans löngum, heim í sveitina hans. Einskis saknaði hann þó meir, seinni árin, en hennar Ingu sinnar. Hann mátti þola þá þungu raun að horfa á hana heyja harða baráttu við ill- vígan sjúkdóm. Lengi var barist og var ótrúlegt hvernig sjúkling- urinn Sveinbjörn neytti allra sinna krafta og ráða til að hlynna að henni og styðja í veikindunum. Inga lést á jóladag árið 2003. Eng- inn missti meira en Sveinbjörn við fráfall hennar, þó var hún öllum harmdauði. En Sveinbjörn bar harm sinn í hljóði. Hógvær en einarður tókst hann á við hverja raun af karl- mennsku. Hann fylgdist með og gladdist yfir barnabörnum, guðs- jöfunum þeirra Skúla og Ásu. Hann hélt áfram að fylgjast með mannlífinu í Árneshreppi og naut þess að komast í heimsóknir „Norður“. En alltaf hrakaði heils- unni, sjón og hreyfigeta þvarr og honum varð sífellt erfiðara að tjá sig. Í síðustu heimsókn okkar Braga, á notalega hjúkrunar- heimilið í Bolungarvík, var ljóst að hann var tilbúinn að yfirgefa þessa jarðvist og halda til fundar við Ingu sína, í heiminn fyrir handan. Ég trúi því að þar sameinist andar þeirra á ný. Að þar skíni við þeim tign og fegurð á tilverustigi án sorga og sjúkdóma. Að þaðan geti þau fylgst með fólkinu sínu, gætt þeirra og glaðst yfir sigrum þeirra. Við Bragi geymum minningar um sannkallað karlmenni og góð- an dreng. Hann er kvaddur, með þakk- læti og virðingu. Börnum hans, þeim Svein- björgu og Skúla, fjölskyldum þeirra og öðrum ættingjum, send- um við hlýjar samúðarkveðjur. Ingunn Ásdís Sigurðardóttir. Sveinbjörn Sveinbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.