Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
„Ertu virkilega á Íslandi?“ er það
fyrsta sem leikstjórinn Barry Son-
nenfeld segir við blaðamann sem
staðfestir að svo sé. „Mig langar
svo ofboðslega að fara þangað.“
-Þú ættir að drífa þig.
„Ég veit. Ég er reyndar að fara
með vinum mínum til Svíþjóðar og
við erum að velta því fyrir okkur að
koma við á Íslandi á leiðinni heim.“
Talið berst að Men in Black III,
eða MIB III. Fimmtán ár eru liðin frá
því fyrsta MIB-myndin var sýnd og
líkir Sonnenfeld sambandi að-
alpersónanna, leyniþjónustumann-
anna J og K sem Will Smith (J) og
Tommy Lee Jones (K) leika, við
langt hjónaband, samskipti J og K
séu orðin stirð. „Will vill að Tommy
opni sig meira en Tommy er alltaf
jafnlokaður. Will er búinn að fá sig
fullsaddan og jafnvel farinn að velta
fyrir sér að hætta. Þá fer geimvera
aftur í tímann, til ársins 1969 og
gerir Tommy eitthvað sem veldur
því að hann hverfur í núinu. Will er
sá eini sem man eftir honum, áttar
sig á því hvað hefur gerst og fer aft-
ur til ársins 1969 sem er stórkost-
legt! Josh Brolin leikur þá Tommy
Lee Jones. Það sem gerir hlutverk
hans mjög erfitt er að hann þarf að
tala eins og Tommy og líkjast hon-
um í útliti. Hann er Tommy fyrir 40
árum og það sem er svo áhugavert
við það er að leyniþjónustumað-
urinn K var mun bjartsýnni þá en á
efri árum,“ segir Sonnenfeld.
„Samband þeirra er því af allt öðr-
um toga. Brolin er frábær í hlut-
verkinu og tilfinningasemin er mun
meiri í þessari mynd en hinum.“
Samband leikara mikilvægt
Sonnenfeld hefur einkum leikstýrt
gamanmyndum og -þáttum og má
þar nefna The Addams Family, Get
Shorty, Wild Wild West, RV og auð-
vitað Men in Black-myndirnar. Hann
hefur hlotið verðlaun fyrir verk sín,
m.a. fyrir fyrstu Men in Black-
myndina en einnig skammar-
verðlaun, Razzie Award, fyrir kvik-
myndina Wild Wild West árið 2000.
Þau hlaut hann sem versti leikstjór-
inn. Hvernig skyldi hann hafa tekið
þeim verðlaunum?
„Ég held að maður verði að leiða
þetta allt saman hjá sér, bæði það
góða og það slæma og halda áfram
að gera eins vel og maður getur.
Ekki verða of æstur og ánægður
með sig þegar maður er tilnefndur
til verðlauna og ekki verða óánægð-
ur með sig og þunglyndur þegar
maður hlýtur Razzie-verðlaun. Ég
lærði heilmargt af því að gera Wild
Wild West. Ég lærði t.d. hversu
mikilvægt það er að leikarar nái vel
saman. George Clooney átti að fara
með hlutverkið sem Kevin Kline tók
að sér og ég held að samband Wills
(Smith) og Kevins hafi ekki verið
jafngott og milli Tommys og Wills í
Men in Black-myndunum.“
– Heldurðu að MIB IV verði gerð?
„Þrívíddin í Men in Black III er stór-
fengleg og gerir hana betri, að mínu
mati. Ef hún verður jafnvinsæl og
vonir standa til er ekki ómögulegt
að fjórða myndin verði gerð. Endir
þriðju myndarinnar er fullnægjandi
sem endapunktur þríleiks en Will
Smith er þó kominn með hugmynd
að fjórðu myndinni.“
– Hvað tekur við næst hjá þér?
„Ég hef verið að vinna að þessari
mynd í 26 mánuði og því verður
næsta verkefni mitt að dvelja í
sumarhúsinu mínu uppi í fjöllum
Colorado, horfa á skýin og athuga
hvort þau líkjast risaeðlum eða
hundum. En af öðrum verkefnum
má nefna hugmynd sem ég er með
að kvikmynd sem er ekki gam-
anmynd og fjallar um árás geim-
vera á jörðina fyrir 65 milljónum
ára. Risaeðlurnar þurfa að koma
jörðinni til varnar. Þetta er ekki
gamanmynd. Ég er með fleiri járn í
eldinum en ekkert fast í hendi,“
segir Sonnenfeld og biður blaða-
mann að lokum að klára ekki birgðir
Íslands af hákarli.
Samband J og K eins og langt hjónaband
LEIKSTJÓRI MIB-ÞRÍLEIKSINS SEGIR ÞRIÐJU MYNDINA TILFINNINGARÍKARI EN HINAR TVÆR
Gleði Brolin, Smith og Sonnenfeld á frumsýningu MIB III í Seoul í S-Kóreu, 7. maí sl.
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
Lac Sensation - útsölustaðir
býður upp á
seiðandi sumar
með Lac Sensation
UV naglalakk sem endist í allt að 3 vikur
Styrkir náttúrulegu nöglina, hentar bæði fyrir
náttúrulegar neglur og gervineglur, frábært á tásur!
Reykjavík og nágrenni
• Snyrtistofan Helena Fagra Laugarvegi 163, 105 Rvk.
• Snyrti og nuddstofan Paradís Laugarnesvegi 82, 105 Rvk.
• Dekurhornið Snyrtistofa Faxafeni 14, 108 Rvk.
• Snyrtistofa Grafarvogs Hverafold 1-3, 112 Rvk.
• Snyrtistofan Ágústa Hafnarstræti 5, 101 Rvk.
• Snyrtihús Bergdísar Ólafsgeisla 65, 113 Rvk.
• Snyrtimiðstöðin Kringlunni 7, 103 Rvk.
• Snyrtistofan Gyðjan Skipholti 50d, 105 Rvk.
• Snyrtistofan Ársól Efstalandi 26, 108 Rvk.
• Dagný Snyrtistúdíó Miðhúsum 50, 112 Rvk.
• Victoria Salon & Spa Suðurlandsbraut 16, 108 Rvk.
• Verði Þinn Vilji Borgartún 3, 105 Rvk.
• Eygló Heilsulind Langholtsveg 17, 104 Rvk.
• Heilsustofan Háaleitisbraut 58-60, 108 Rvk.
• Snyrtistofan Xanadú Hamrabergi 4, 111 Rvk.
• Snyrtistofan Rós Engihjalla 8, 200 Kóp.
• Snyrtistofan Hrund Grænatún 1, 200 Kóp.
• Snyrtistofan Cara Bæjarlind 1-3, 200 Kóp.
• Snyrtistofan Garðatorgi Garðatorgi 7, 210 Garðabæ
• Snyrtistofan Lipurtá Staðarbergi 2-4, 221 Hafnarfirði
• Snyrtistofan Þema Dalshrauni 11, 220 Hafnarfirði
• Snyrtistofan Líkami & sál Þverholt 11, 270 Mosfellsbæ
Landsbyggðin
• Abaco Heilsulind Hrísalund 1a, 600 Akureyri
• Snyrtistofan Alda Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstaðir
• Riverside Spa Eyrarvegi 2, 800 Selfoss
• Snyrtistofa Ólafar Austurveg 9, 800 Selfoss
• Snyrtistofa Jennýjar Lind Borgarbraut 3, 310 Borgarnes
• Snyrtistofan Dekur Dalsbraut 1, 300 Akranes
• Snyrtistofan Fagra Hafnargötu 7b, 240 Grindavík
• Snyrtistofan Spes Suðurgötu 10, 250 Sandgerði
• Snyrtistofan Mánagull Aðalstræti 21-23, 415 Bolungarvík
• Snyrtistofan Ágústu Hilmisgötu 2a, 900 Vestmannaeyjum
568 8000 | borgarleikhus.is
Tengdó – HHHHH–JVJ. DV
Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið)
Fös 18/5 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k
Lau 19/5 kl. 17:00 aukas Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Mið 6/6 kl. 20:00 aukas
Sun 20/5 kl. 20:00 10.k Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k
Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Fös 8/6 kl. 20:00 aukas
Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Lau 9/6 kl. 20:00 20.k
Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas
Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá
Rómeó og Júlía (Stóra svið )
Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar!
NEI, RÁÐHERRA! (Stóra svið)
Lau 19/5 kl. 20:00 lokas
Gríman: Áhorfendasýning ársins 2011. Síðustu sýningar!
Tengdó (Litla sviðið)
Fös 18/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00
Fös 25/5 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas
Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar!
Bræður - fjölskyldusaga (Stóra sviðið)
Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00
Í samstarfi við Vesturport, Malmö Stadsteater, Teater Får302. Sýnt á Listahátíð
Beðið eftir Godot (Litla sviðið)
Lau 19/5 kl. 20:00 4.k Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 9/6 kl. 20:00
Sun 20/5 kl. 20:00 5.k Fös 1/6 kl. 20:00
Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Lau 2/6 kl. 20:00
Tímamótaverk í flutningi pörupilta
Gói og baunagrasið (Litla sviðið)
Sun 20/5 kl. 13:00 Sun 20/5 kl. 14:30
Leikhústöfrar með Góa og Þresti fyrir börn á öllum aldri
Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið)
Fös 18/5 kl. 19:30 Fös 1/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30
Lau 19/5 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30
Sun 20/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30
Fim 24/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn.
Fös 25/5 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30
Lau 26/5 kl. 15:00 Fös 15/6 kl. 19:30
Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní.
Dagleiðin langa (Kassinn)
Fös 18/5 kl. 19:30 24.sýn Lau 19/5 kl. 19:30 Sun 20/5 kl. 19:30 Síð.sýn.
Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar.
Afmælisveislan (Kassinn)
Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30
Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30
Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn
Uppselt. Ósóttar pantanir seldar daglega.
Bliss (Stóra sviðið)
Mán 21/5 kl. 12:00
Myndbandsverk eftir Ragnar Kjartansson. Listahátíð 2012
Gamli maðurinn og hafið (Kúlan)
Sun 20/5 kl. 17:00
Frumsýn.
Þri 22/5 kl. 19:30
Mán 21/5 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 17:00
Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012
Pétur Gautur (Stóra sviðið)
Mið 30/5 kl. 19:30
Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012
Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn)
Mið 23/5 kl. 20:00
Frumsýn.
Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00
Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30
Danssýning eftir Sigríði Magnúsdóttur og Sigríði Soffíu Níelsdóttur á Listahátíð
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn (Þjóðleikhúskjallarinn)
Lau 19/5 kl. 16:00 Sun 20/5 kl. 16:00
Sigurður Skúlason fer á kostum. Aðeins tvær sýningar eftir.
TRYGGÐU
ÞÉR SÆTI
Just Imagine - John Lennon show
Fim 17. maí kl 20.00 Ö
Fös 18. maí kl 20.00 Ö
Lau 19. maí kl 20.00 Ö
Sun 20. maí kl 20.00 Ö