Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 29

Morgunblaðið - 18.05.2012, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og bróður, GUÐBJARTS RAFNS EINARSSONAR skipstjóra og útgerðarmanns, Löngulínu 2 B, Garðabæ. Anna Sigurbrandsdóttir, Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir, Ingi Jóhann Guðmundsson, Ragnhildur Inga Guðbjartsdóttir, Steinar Ingi Matthíasson, barnabörn, Guðrún Einarsdóttir, Sigurður Einarsson, Stefán Einarsson. ✝ Hjartans þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa, langafa og langalangafa, ÓLAFS ARNAR ÁRNASONAR, til heimilis á Skjóli, áður Sólheimum 25, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Skjóls fyrir hlýhug og góða umönnun. Guðrún Sigurmundsdóttir, Sigurmundur Arinbjörnsson, Hugborg Sigurðardóttir, Árdís Ólafsdóttir, Ágústa Ólafsdóttir, Roger Skagerwall, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu RÓSU GUÐMUNDSDÓTTUR Geirshlíð Sérstakar þakkir fær starfsfólk Dvalarheimilis aldraðra Borgarnesi. Guðbjörg Pétursdóttir, Óskar Jóhannesson, Jón Pétursson, Þórvör Embla Guðm, Vilborg Pétursdóttir, Snorri Kristleifsson, Guðmundur Pétursson, H.Edda Þórarinsdóttir, Pétur J. Pétursson, Hulda Hrönn Sigurðard, ömmu og langömmubörnin. ✝ Guðrún Karls-dóttir fæddist 8. mars 1929 á Hárlaugsstöðum í Ásahreppi. Hún lést hinn 8. maí sl. á hjúkrunarheim- ilinu Eir. Foreldrar henn- ar voru Karl Vil- hjálmur Ólafsson bóndi í Hala, Djúpárhreppi, f. 21. janúar 1897, d. 21. maí 1982, og kona hans Guðrún Jónsdóttir, f. 28. júlí 1894, d. 21. júní 1980. Systkini Guð- rúnar: a) Kristín Óla, f. 24. feb. 1930. b) Ingi Andrés Trausti, f. 17. jan.1932, d. 2009. c) Jón Vilberg, f. 17. jan. 1933. d) Jóna Herlaug, f. 23. sept. 1934. Guðrún eignaðist 3 börn: a) Edda Melax, f. 16. des 1951. Faðir hennar var Bragi Me- lax, f. 1. sept. 1929, d. 2. apríl 2006. Eiginmaður Eddu er Günter Willi Schmid, f. 27. júní 1953. Synir þeirra eru Stefán Karl, f. 13. feb. 1984 og Andreas Helgi, f. 9. maí 1986. b) Stefán Már Jónsson, f. 2. maí 1963. Eiginkona hans barnaskólanámi í Þykkvabæ stundaði hún nám við Kvenna- skólann á Hverabökkum. Hún starfaði svo sem matráðskona á hinum ýmsu stöðum svo sem barnaskólanum á Strönd, á Laugarvatni og í Reykjavík. 4. nóvember 1961 giftist Guðrún eftirlifandi eig- inmanni sínum Jóni Vigfús- syni, f. 29. des. 1922 frá Ljót- arstöðum í Skaftártungu. Það má segja að þau hafi eytt stórum hluta starfsævi sinnar í umönnun þeirra er áttu við áfengisvanda að stríða. Frá árinu 1961 störfuðu þau á Ak- urhól á Rangárvöllum. Árið 1972 tóku þau við forstöðu Vistheimilis Bláa bandsins í Víðinesi á Kjalarnesi og byggðu það upp með dugnaði og eljusemi. Eftir að Guðrún lét af störfum í Víðinesi hóf hún vinnu hjá Osta- og smjör- sölunni og vann þar uns hún, fyrir aldur sakir þá komin að sjötugu, hætti störfum. Þau byggðu sér heimili á Dala- tanga 6 í Mosfellsbæ og bjuggu þar frá árinu 1984 til ársins 2007, er þau fluttu í þjónustuíbúð á Hlaðhömrum í Mosfellsbæ. Þegar heilsu þeirra hrakaði á síðasta ári fluttu þau á hjúkrunarheimili Eir, þar sem Guðrún naut góðrar umönnunar. Jarðarförin fer fram frá Guðríðarkirkju í dag, 18. maí 2012 kl. 13. er Hrefna Lind Borgþórsdóttir, f. 24. apríl 1969. Börn þeirra eru Elsa Rún, f. 23. júlí 2000, og Dav- íð Már, f. 26. feb. 2005. Fyrir átti Stefán þær Krist- ínu Birnu, f. 23. mars 1988, og Katrínu Ósk, f. 6. sept. 1997. c) Kol- brún Jónsdóttir, f. 21. júlí 1966. Eiginmaður hennar er Bæring Sigurbjörnsson, f. 14. des. 1958. Börn þeirra eru: Gróa Herdís, f. 7. des. 1990, Jón Bæring, f. 4. júní 1995, og Sigurbjörn Dagur, f. 19. sept. 2003. Fyrir átti Bæring þau Andreu Bóel, f. 24. nóv. 1979, Daða Frey, f. 21. des. 1983, og Soffíu, f. 28. okt. 1987. Guðrún fæddist á Hárlaugs- stöðum í Ásahreppi en flutti með foreldrum sínum að Hömrum í Grímsnesi og síðar að Vallarhjáleigu í Flóa. Þeg- ar hún var 6 ára gömul keyptu foreldrar hennar jörð- ina Hala í Djúpárhreppi og ólst hún þar upp með 4 yngri systkinum sínum. Að loknu Hinn 8. maí sl. á sólríkum vordegi lagði tengdamóðir mín hún Guðrún augun aftur og lagði upp í sína hinstu för, kall- ið var komið. Þegar ég lít til baka rifjast upp fyrir mér þeg- ar ég kom inn á heimili Guð- rúnar og Jóns í fyrsta sinn, það var tekið á móti mér með kær- leik og hlýju. Það voru pálur og aðrar pottaplöntur í hverjum glugga og auðséð að það var vel hugsað um þau. Guðrún talaði ávallt við blómin þegar hún nostraði við þau enda bjuggu blómálfar í hverju blómi að hennar sögn. Það er ekki ósennilegt því blómin blómstr- uðu nánast árið um kring. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar hugsað er til baka, allar lopapeysurnar sem hún prjónaði, kökurnar og mat- urinn sem hún galdraði fram að því er virtist fyrirhafnarlaust. Öll símtölin þegar ég var með börnin ung og góðu ráðin sem hún lumaði á. Í seinni tíð snér- ust umræður okkar að mestu leyti um barnabörnin og hvern- ig þeim gengi. Að leiðarlokum þakka ég ástrík og góð kynni, ég er ríkari á eftir. Þín tengdadóttir Hrefna Lind. Elskulega amma, njóttu eilíflega Guði hjá, umbunar þess, er við hlutum ávallt þinni hendi frá; þú varst okkur ungu hjörtum, eins og þegar sólin hlý, vorblómin með vorsins geislum vefur sumarfegurð í. Hjartkær amma, far í friði, Föðurlandið himneskt á, þúsundfaldar þakkir hljóttu þínum litlu vinum frá. Vertu sæl um allar aldir, alvaldshendi falin ver, inn á landið unaðsbjarta, englar Drottins fylgi þér. (Berglind Árnadóttir.) Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja þig, elsku amma, og þökkum þér fyrir þá hlýju og væntumþykju, sem þú lést okk- ur finna í orði og gerðum. Gróa Herdís, Jón Bæring og Sigurbjörn Dagur. Elsku amma, við söknum þín mikið en það er gott að vita að þú ert komin til Guðs og ert umvafin englum. Þegar við hugsum til þín er það fyrsta sem kemur upp í hugann pönnukökur. Oft þegar við komum í Dalatangann tók á móti okkur pönnukökuilmur út á hlað, þá stóð amma í eldhús- inu með tvær pönnur og bakaði á fullu, rúllaði upp og setti mik- inn sykur. Namm. Mikið var notalegt þegar þú hélst í hönd- ina á okkur og straukst yfir handarbakið þegar þú spjallað- ir við okkur, þá yfirleitt um hvernig gengi í skólanum. Elsku amma, við minnumst þín með gleði og hlýju, þú átt alltaf stóran stað í hjörtum okkar. Við kveðjum þig með vísu sem þú hafðir gaman af að heyra. Frost er úti fuglinn minn, ég finn hvað þér er kalt. Nærðu engu í nefið þitt því nú er frosið allt. En ef þú bíður augnablik ég ætla að flýta mér og biðja hana mömmu mína um mylsnu handa þér. Þín ömmubörn, Katrín Ósk, Elsa Rún og Davíð Már. Elsku amma mín. Nú hef ég setið hérna í dá- góða stund og reynt að byrja á minningargreininni þinni. Það virðist vera alveg sama hvað ég skrifa, engin orð fá því lýst hversu þakklát ég er að hafa átt þig að. Þið afi hafið alltaf verið til staðar fyrir mig og hugsað svo vel um mig. Minningarnar sem ég á úr Dalatanganum eru mér einstaklega kærar, mér finnst ég vera svo heppin að hafa fengið að vera svona mikið hjá ykkur. Mér fannst svo gaman að fara með þér í labbitúr á hitastokknum, niður í fjöru eða bara út í búð að kaupa í mat- inn. Það var svo yndislegt að sitja með þér í sjónvarpsher- berginu og horfa á leiðarljós á meðan þú prjónaðir, eða að fylgjast með þér elda eða baka, spyrja endalausra spurninga, og laumast í perubrjóstsykur úr dollunni úti í glugga öðru hverju. Ég gleymi því aldrei þegar ég var hjá ykkur eitt gamlárs- kvöldið veik, svo að ég mátti ekki fara út og ég var alveg miður mín yfir að missa af flug- eldunum, en þú, elsku amma mín, reddaðir heldur betur málunum! Þú kveiktir bara á stjörnuljósi yfir vaskinum og leyfðir mér að standa þar með þau hvert á fætur öðru og það gladdi mig svo mikið. Ég á endalaust af yndisleg- um minningum eins og þessum, og ég ætla að varðveita þær vel. Núna ertu farin og það hryggir mig að þurfa að kveðja þig, en svona er víst gangur lífsins og ég veit að þú áttir gott líf, fullt af ást, alúð og góðu fólki sem elskaði þig. Takk fyrir að kenna mér svo margt, takk fyrir að hugsa svona vel um mig og síðast en ekki síst, takk fyrir að vera amma mín. Nú er ei annað eftir en inna þakkar-mál og hinstri kveðju kveðja þig, kæra, hreina sál. Þín ástarorðin góðu og ástarverkin þín. Í hlýjum hjörtum geymast, þótt hverfir vorri sýn. (Einar H. Kvaran.) Ég elska þig. Kristín Birna. Með fáeinum orðum langar okkur að minnast systur og frænku sem fallin er frá eftir langa og farsæla samveru með þessari bæn: Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Viljum við votta Jóni, börn- um og fjölskyldum þeirra sam- úð okkar og biðjum góðan Guð sérstaklega að styrkja Jón á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning þín, Kristín (Stína systir) og Ólafía (Lóa frænka). Mig langar að skrifa nokkur orð og minnast hennar Rúnu, eins og hún var alltaf kölluð, móðursystur minnar, hún var há, grönn og myndarleg kona, eiginlega fannst mér hún alltaf vera einskonar hefðarfrú. Rúna og Jón, eftirlifandi eig- inmaður hennar, ráku um ára- bil meðferðar heimilið að Ak- urhól í Rangárvallasýslu sem krakka þá fannst mér alltaf mjög gaman að koma þangað á þeirra myndarlega og flotta heimili, eins var með heimilið þeirra á Dalatanga 6. Rúna var alltaf mjög ákveðin kona, eins fannst mér aðdáun- arvert hvað þau hjónin báru mikla virðingu hvort fyrir öðru. Að hryggjast og gleðjast hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal.) Vil ég votta Jóni, börnum og fjölskyldum þeirra samúð mína. Blessuð sé minning þín. Hólmfríður (Stella frá Háfi). Látin er heiðurskona, Guð- rún Karlsdóttir frá Hala í Þykkvabæ. Mín fyrsta minning um Guðrúnu er frá árinu 1952 þegar hún réði sig sem ráðs- konu á heimili foreldra minna. Mér fannst hún svo glæsileg, há og grönn og björt yfirlitum, með fallegt bros og dillandi hlátur. Ég var þá 11 ára og fannst mikið til hennar koma, því hún talaði ekki við mig eins og krakka, heldur eins og full- orðna manneskju. Við urðum strax vinkonur. Þetta reyndist mikið gæfuár fyrir okkur fjölskylduna á Amt- mannsstíg 2, því þarna mynd- uðust vinabönd, ekki bara við Guðrúnu, heldur líka við fjöl- skyldu hennar í Þykkvabænum. Þar bjuggu foreldrar hennar rausnarbúi, stór fjölskylda og mikil gestrisni. Það var alltaf mikil eftirvænting að fara í heimsókn austur að Hala því þá þurfti að fara yfir Ósinn sem skilur Þykkvabæ og Hala að og þurfti að fara á réttu vaði. Þarna bjó svo seinna stórfjöl- skyldan á fjórum bæjum, Hala, Brautartungu, Háfshjáleigu og Háfi. Bræðurnir Jón og Trausti áttu oft erindi í bæinn og færðu okkur þá ævinlega kartöflur eða rófur og sögðu okkur frétt- ir úr sveitinni. Okkur var boðið í stórviðburði fjölskyldunnar s.s. fermingar og brúðkaup og þótti móður minni mjög vænt um þessi tengsl. Seinna, þegar Guðrún giftist Jóni og var búsett austur í Gunnarsholti i og eignaðist börnin Stefán og Kolbrúnu, var dálítið lengra á milli hennar og móður minnar, en þegar fjöl- skylda Guðrúnar fluttist síðan suður í Mosfellsbæ, voru þær aftur nær hvor annarri og heimsóknir urðu tíðari. Edda, dóttir Guðrúnar frá fyrra sam- bandi, sem býr í Þýskalandi, hélt líka alltaf góðu sambandi við móður mína, skrifaði henni ævinlega löng jólabréf og kom í heimsókn þegar hún kom til landsins. Þetta mat móðir mín mikils og þótti vænt um. Guðrún og Jón litu oft inn í kaffi á Amtmannsstígnum hjá móður minni og hennar sam- býlismanni og á aðventunni komu þau ævinlega með fulla stampa af nýbökuðum smákök- um og öðru góðu bakkelsi. Það var alltaf gaman að hittast, segja sögur og rifja upp gamla tíma. Ég tel að Guðrún og móð- ir mín hafi verið mjög nánar vinkonur og veit að engri teysti hún betur, leitaði ráða hjá henni og hún átti hennar trún- að. Nú þegar er komið að leið- arlokum vil ég þakka Guðrúnu mikla tryggð og vináttu, sömu- leiðis Jóni, börnunum þeirra og fjölskyldunni á Hala. Ég votta fjölskyldu Guðrúnar mína inni- legustu samúð. Ágústa Sigfúsdóttir. Guðrún Karlsdóttir Í ágústmánuði árið 2002 lágu leið- ir okkar Atla saman í fyrsta sinn. Ég man það svo skýrt eins og það hafi gerst í gær. Ég gekk til hans þar sem hann sat og var að lesa blöðin og við tók- umst í hendur og kynntum okk- ur og horfðumst í augu og mynduðust þá strax kærleiks- Atli Már Kristjánsson ✝ Atli Már Krist-jánsson fæddist í Reykjavík 9. febr- úar 1947. Hann lést á Landspítalanum 26. apríl 2012. Útför Atla Más var gerð frá Hafn- arfjarðarkirkju 4. maí 2012. rík tengsl sem jafnvel dauðinn getur ekki slitið í sundur. Atli Már var yndislegur maður, mjög svo góð manneskja og vildi öðru fólki allt- af gott. Það kallast mannkærleikur. Ég kveð þennan mann með söknuði og einnig af mikilli virðingu. Megi algóður guð blessa minningu hans og megi hann hvíla í friði. Elsku María mín, megi góð- ur guð styrkja þig í sorg þinni og alla aðstandendur. Guðlaug Ingibjörg Rafnsdóttir. Kjartan Ólafsson ✝ Kjartan Ólafs-son fæddist á Hlaðhamri í Bæj- arhreppi í Stranda- sýslu 5. maí 1924. Hann lést á sjúkra- húsinu á Hvamms- tanga 24. apríl 2012. Útför Kjartans fór fram í Prest- bakkakirkju í Hrútafirði 5. maí 2012. Elsku afi, þú hefur alltaf verið besti afi í heimin- um, líka amma. Vonandi hefur þú það gott í himna- ríkjum með ömmu. Elska þig afi. Bæ bæ elsku afi. Sorg- legt að þú fórst frá mér. Kveðja. Barnabarnið þitt, Erik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.