Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 35
þriðja er í þýðingu og sent frá sér ljóðabækur og þýðingar. Hún er ásamt Þórarni, bróður sínum, höf- undur ævisögunnar Spor eftir göngumann, Í slóð Hjartar á Tjörn. Ágrip á ferli Sigrúnar Sigrún lauk prófi frá Fósturskóla Íslands 1974, stundaði nám við Sta- tens Special Lærehögskole í Osló 1976-78, var í námi við University of Chaptel Hill í North-Carolina, stundaði framhaldsnám í sér- kennslufræði við KHÍ og lauk það- an MEd-prófi 2000. Hún hefur verið einhverfuráðgjafi við Greiningarstöð ríkisins frá 1998. Maður og synir Ingbjargar Eiginmaður Ingibjargar er Ragn- ar Stefánsson, f. 14.8. 1938, jarð- skjálftafræðingur og prófessor em- eritus við HA. Synir Ingibjargar eru Þórarinn Hugleikur Dagsson, f. 5.10. 1977, rithöfundur, leikskáld og teikni- myndahöfundur, og Þormóður Dagsson, f. 15.10. 1980, söngvari í Tilbury, í MA-námi í umhverfis- og auðlindafræði. Maður og sonur Sigrúnar Eiginmaður Sigrúnar er Jón Karl Friðrik Geirsson, f. 19.4. 1952, pró- fessor í efnafræði við HÍ. Sonur Sigrúnar er Hjörtur Ein- arsson, f. 3.9. 1976, íslenskufræð- ingur og MA í málvísindum. Systkini og foreldrar Ingibjargar og Sigrúnar Systkini Ingibjargar og Sigrúnar eru Árni, f. 14.6. 1949, PhD í jarð- fræði, sérfræðingur hjá ÍSOR og leikritaskáld, var kvæntur Hallgerði Gísladóttur sem lést 2007, sviðstjóra við Þjóðminjasafnið; Þórarinn, f. 5.12. 1950, sagnfræðingur og járn- smiður á Akureyri, kvæntur Mar- gréti Guðmundsdóttur sagnfræð- ingi; Steinunn, f. 24.9. 1954, félagsráðgjafi í Reykjavík, gift Þresti Haraldssyni blaðamanni; Kristján Eldjárn, f. 10.9. 1956, húsasmiður og bóndi á Tjörn, kvæntur Kristjönu Arngrímsdóttur húsfreyju og söngkonu; Hjörleifur, f. 5.4. 1960, tónlistarmaður og kenn- ari, kvæntur Írisi Ólöfu Sigurjóns- dóttur safnstjóra. Foreldrar Ingibjargar og Sigrún- ar: Hjörtur Eldjárn Þórarinsson, f. 24.2. 1920, d. 1.4. 1996, bóndi á Tjörn í Svarfaðardal, og k.h., Sig- ríður Hafstað, f. 19.1. 1927, hús- freyja og handverkskona. Úr frændgarði Ingibjargar og Sigrúnar Hjartardætra Jón Jónsson hreppstj. á Hafsteinsst. Steinunn Árnadóttir húsfr. á Hafsteinsst. Ingibjörg Halldórsdóttir húsfr. á Geirmundarst. Sigurður Sigurðsson b. á Geirmundarst. Soffía Jónsdóttir af Hraunkotsætt og Bucksætt Kristján Eldjárn pr. á Tjörn Petrína S. Hjörleifsdóttir húsfreyja á Tjörn Ingibjörg og Sigrún Hjartardætur Hjörtur E. Þórarinsson b. á Tjörn og form. Búnaðarf. Ísl. Sigríður Hafstað húsfr. á Tjörn Ingibjörg Sigurðard. húsfreyja í Vík Árni Hafstað b. í Vík í Sæmundarhl. Þórarinn Eldjárn hreppstj. á Tjörn Sigrún Sigurhjartardóttir húsfreyja á Tjörn Sigurhjörtur Jóhannesson b. á Urðum í Svarfaðardal Kristján Eldjárn forseti Íslands Þórarinn Eldjárn rithöfundur Sigrún Eldjárn myndlistarm. Arnfríður A. Sigurhjartard. húsfreyja á Hofi Gísli Jónsson ísl.kennari við MA Haukur Hafstað fyrrv. framkvstj. Landverndar Pétur Sigurðss. tónskáld Halldór V. Péturss. matsveinn Kolbrún Halldórsd. fyrrv. alþm., ráðh. og leikstjóri Morgunblaðið/Einar Falur Ingibjörg Hjartardóttir Morgunblaðið/Ásdís Sigrún Hjartardóttir ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 80 ára Gísli Hólm Óskarsson Jóhanna Sigurðardóttir Sigurður E. Guðmundsson Sigurður Gestsson 75 ára Bergþóra Gunnlaugsdóttir Brynjar Ragnarsson Ester Hurle Hólmgeir Björnsson Jónína S. Guðmundsdóttir Sigrún Oddgeirsdóttir Sigurbjörn Valdemarsson Stefán Baldvin Árnason 70 ára Agnethe Kristjánsson Ásgeir Guðmundsson Björk Finnbogadóttir Elísabet Proppé Guðmundur J. Finnsson Guðrún Gríma Árnadóttir Guðrún H. Guðmundsdóttir Hrafnhildur Georgsdóttir Jóhann Jóhannsson Jón Ágústsson Jónína Jónasdóttir Kristján Jóhannsson Margrét S. Þorkelsdóttir Messíana Marsellíusdóttir 60 ára Guðrún Jóna Ásgrímsdóttir Ingvi Rafn Sigurðsson Ína G. Gunnlaugsdóttir Jón Frímann Ágústsson Pálína Dagbjört Björnsdóttir Stefán Sigurðsson Þorsteinn S. Thorsteinsson 50 ára Albert Þór Jónsson Auður Harpa Ólafsdóttir Árni Sverrisson Desirée Dísa F. Anderiman Erna Ingólfsdóttir Guðrún Emilía Daníelsdóttir Gylfi Skarphéðinsson Halldór Ingólfsson Haraldur Ragnarsson Hulda Ágústsdóttir Rósa I. Sveinbjörnsdóttir Sigrún Þorsteinsdóttir Sigurður Ragnarsson Stella Marie B. Pétursson 40 ára Aðalbjörn Sigurðsson Anna Ágústa Halldórsdóttir Anna Maria Hedman Arnbjörg Ólafía Sveinsdóttir Ámundi Sjafnar Tómasson Björn Eysteinn Jóhannsson Borghildur F. Rúnarsdóttir Halldór Már Sverrisson Heimir F. Gunnlaugsson Hulda Björk Grímsdóttir Katrín Harðardóttir Kolbrún Harðardóttir Natalia Proskurnina Sesselja Hannele Jarvela Steinar H. Sigurjónsson Tómas Þór Kárason Valur Pétursson 30 ára Adam Goraczko Arna Björk Hagalínsdóttir Árni Valberg Margeirsson Dariusz Suchodolski Dragana Petrovic Jovisic Edyta Maria Torba Finnbogi Reynisson Halldór Ásmundsson Hanna Renata Zaleska Helga Kristín Helgadóttir Hjördís Baldursdóttir Hrönn Valgeirsdóttir Ívar Hólm Hróðmarsson Jóhanna Elín Vilhjálmsdóttir Jónas Guðnason Katrín Ósk Guðmundsdóttir Kenneth Tomarao Tugot Rúnar Már Bjarnason Selma Sigurðard. Malmquist Tomasz Piotr Lukaszewicz Tómas Viktor Young Til hamingju með daginn 30 ára Hákon fæddist í Reykjavík og ólst upp á höfuðborgarsvæðinu. Hann lauk meistaraprófi í lyfjafræði frá Háskóla Ís- lands 2007 og starfar hjá LYFIS ehf. Maki Klara Sveinsdóttir, f. 1982, lyfjafræðingur. Dóttir Hildur Erla Há- konardóttir, f. 2010. Foreldrar Þuríður Erla Sigurgeirsdóttir, f. 1956, lyfjafræðingur og Steinn Auðunn Jónsson, f. 1956, læknir. Hákon Steinsson 30 ára Jónas lauk prófi í trésmíði frá Iðnskólanum í Hafnarfirði og starfar sem trésmiður og hafn- arvörður í Landeyjahöfn. Maki Elísabet Rut Sig- marsdóttir, f. 1982. Börn Sigmar Valur Gylfa- son, f. 2003 og Bryndís Rut og Lovísa Karen Gylfadætur, f. 2005, og er með eitt á leiðinni. Foreldrar Hreiðar Her- mannsson, f. 1948, Ágústa Jónsdóttir, f. 1958. Jónas Örn Hreiðarsson Steingrímur Thorsteinsonfæddist á Arnarstapa á Snæ-fellsnesi 19. maí 1831, sonur Bjarna Þorsteinssonar (Thorstein- son) amtmanns og k.h., Þórunnar Hannesdóttur. Bjarni var einn virt- asti embættismaður síns tíma, stift- amtmaður, konferensráð og konung- kjörinn alþm., en föðurbróðir hans var Jóns Steingrímsson eldklerkur. Þórunn var dóttir Hannesar biskups Finnssonar, biskups Jónssonar, og hún varð auk þess stjúpdóttir Stein- gríms Jónssonar biskups. Bróðir Steingríms skálds var Árni Thor- steinson landfógeti en meðal ná- frænda þeirra voru Hilmar Finsen landshöfðingi og Níels Finsen, Nób- elsverðlaunahafi í læknisfræði. Hér á landi bjó Steingrímur lengst af í húsi föður síns, fallegu timburbúsi við Thorvaldsenstræti við Austurvöll, við hlið Melstedshúss (nú NASA), en þá var þetta stutta stræti rómantískasta stræti bæj- arins. Gegnt því húsi, við Póst- hússtræti þar sem nú er Hótel Borg, bjó náfrændi þeirra Óli Finsen póst- meistari, faðir Vilhjálms Finsen, annars stofnanda Morgunblaðsins og fyrsta ritstjóra þess. Margir telja Steingrím merkastan íslenskra, síðrómantískra skálda. Hann naut mikilla vinsælda enda barn síns tíma – dæmigerður róm- antíkus og sjálfur sérfræðingur í rómantík. Ljóð hans loga af ástar- þrá, frelsisþrá og óði til íslenskrar náttúru. Tvennt hið síðarnefnda þótti mikilvægt framlag til þjóðfrels- isbaráttunnar en Steingrímur var mjög handgenginn Jóni Sigurðssyni forseta á Hafnarárum sínum. Þá var Steingrímur háklassískur að mennt, málfræðingur og grísku- og latínumaður og mikil- hæfur þýðandi en þekktustu þýð- ingar hans eru Þúsund og ein nótt og Ævintýri H.C. Andersens. Steingrímur lauk embættisprófi í málfræði í Hafnarháskóla 1863 en sneri ekki heim fyrr en 1872. Þá kenndi hann við Latínuskólann og varð þar rektor 1904. Ýmislegt hefur verið skrifað um Steingrím en Hannes Pétursson skáld skrifaði afbragðs bók um ævi hans og skáldskap. Steingrímur lést 21. ágúst 1913. Merkir Íslendingar Steingrímur Thorsteinson 30 ára Særós ólst upp í Vesturbænum, lauk grunnskólakennaraprófi og starfar sem deildar- stjóri barnastarfs í Mið- bergi. Kærasta Þórunn Skúla- dóttir, f. 1986, frístunda- leiðbeinandi. Dóttir Embla Margrét Særósardóttir, f. 2001. Foreldrar Margrét Gutt- ormsdóttir, f. 1957, leik- listarkennari og Björn Karlsson, f. 1956, starfar hjá Vörumerkingu. Særós Rannveig Björnsdóttir NUTRILENK GOLD „Fyrir u.þ.b. einu ári kynntist ég Nutrilenk Gold og fann ég mjög fljótt fyrir breytingum og er ég allt önnur í dag. Verkirnir í bakinu og mjöðminni eru sama sem horfnir og öxlin er öll önnur. Ég er komin í ræktina og get lyft lóðum sem var nánast óhugsandi fyrir einu ári.“ Ólína Sverrisdóttir HEILBRIGÐARA LÍF ÁN LIÐVERKJA NUTRILENK GOLD inniheldur vatnsmeð- höndlað brjósk úr fiskbeinum sem er öflugt byggingarefni fyrir liði og bein. NUTRILENK GOLD er framleitt á einstakan hátt svo að líkaminn þinn nýti betur virku efnin í NUTRILENK svo bestur árangur verði. NUTRILENK GOLD viðheldur heilbrigði liða og beina, svo þú getur lifað heilbrigðari lífi án verkja og eymsla. FÆST Í APÓTEKUM, HEILSUBÚÐUM OG HEILSUHILLUM STÓRMARKAÐANNA - GENGURVEL.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.