Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 36
36 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Reyndu ekki að þvælast fyrir öðrum með einhverju nöldri og leiðindum. Nú er ekki rétti tíminn til að kynna mikilvæg sjónarmið, eða tala út um hlutina. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er eins og hugurinn sé langt á und- an þér. Hvað sem þú gerir þá láttu það beina þér rétta leið. Þú gætir vel notið lífsins undir pálmatré, hefur þú reynt það? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þetta er góður dagur til að bæta aðstæður þínar með einhverjum hætti eða samskiptin innan fjölskyldunnar. Nú er annað hvort að bakka eða rétta fram sáttahönd. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Ef þú leggur þig ekki fram við að komast að samkomulagi við sambýlisfólk þitt er hætt við heimiliserjum í dag. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Líklegt er að einhver muni veita þér að- stoð eða gefa þér gjöf í dag. Hver segir að þú megir ekki stíga varlega á tærnar á ein- hverjum? 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú finnur til óvenjumikils styrks og orku í dag. Þú hefur lagt hart að þér og ert að uppskera góða heilsu, eitthvað sem þú þorðir varla að vona. Notalegt andrúmsloft á heim- ilinu nærir alla fjölskylduna. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú tekur hugsanlega upp á einhverju í dag sem beinir augum annarra að þér. Ekki láta rugling koma í veg fyrir að þú þorir að tjá þig í framtíðinni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú geislar af hamingju og hefur jákvæð áhrif á umhverfi þitt. Innilegt kort eða bréf er eftirminnilegasta og dýrmætasta gjöf- in að þínu mati. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er ákaflega gefandi að rétta öðrum hjálparhönd. Vertu maður til þess að liggja ekki á skoðunum, þótt einhverrar and- stöðu megi vænta. 22. des. - 19. janúar Steingeit Láttu græðgina ekki ná tökum á þér því oft leiðir hún menn í glötun. Farðu aðra leið heim úr vinnunni eða kíktu á söfn til að auðga andann. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Innkaup fyrir fjölskylduna eða heimilið munu gleðja þig í dag. Farðu þér hægt í nýjum kynnum, sígandi lukka er sögð best. Hittu fólk og njóttu dagsins. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gerðu þér grein fyrir því hvaða verk- efni geta beðið og hvað þú þarft að inna af hendi einn, tveir og þrír. Hreint borð er fögur sjón! Pétur Stefánsson unir sér vel við grillið sem hann keypti fyrir sum- arið og segir grillmat hættulega góðan: Gafst mér tóm og frábært færi fyrr í kvöld að elda mat; ég grillaði bóg og brytjað læri og borðaði næstum á mig gat. Og hann var himinlifandi yfir gærdeginum: Úr vatnsrúmi ég vippa mér, vakna og úr mér teygi. Sólríkt veður úti er á uppstigningardegi. Eyðir bæði sorg og sút og sjónarmiði þröngu, hress í skapi ef held ég út í heilsubótargöngu. Eins og komið hefur fram í Vísnahorninu sendi Pétur frá sér ljóðabókina Stefjakrot á dögunum, en hana má nálgast á emma.is. Af því tilefni orti Ágúst Marinósson: Yrkir vel og yrkir hratt er frá honum gleði von. Hefur lýð með glensi glatt góður, Pétur Stefánsson. Pétur þakkaði fyrir með vísu: Áhuginn mun aldrei dvína, yrkingarnar hugnast mér. Ég vil láta ljós mitt skína með liprum vísum hvar sem er. Hólmfríður Bjartmarsdóttir velt- ir fyrir sér breyttum högum fyrir norðan: Afi minn fór á honum rauð. Með eiginfjárkrísu sína. Svo kom hann heim með sykur og brauð en sveitin var orðin að Kína. Og hún bætir við: Upp munu rísa á hálendi hallir hér verður allt í fína. Húsvískir ráðamenn ætla sér allir auðmenn að gerast í Kína. Auglýst var eftir höfundi að vísu fyrir tveim dögum og gaf Gísli Ás- geirsson sig fram, en rétt er vísan svona: Yfir kaldan eyðisand ætla ég hið fyrsta Nubo keypti Norðurland nú er hægt að gista. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af grillmat, Nubo og uppstigningardegi G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd ODDI ÆTLAR AÐ ÚTSKÝRA FYRIR YKKUR HVAÐ ER AÐ NÚTÍMA SAMFÉLAGI MJÁ HEYRÐU! ÉG SKAUTA HÉRNA Á HVERJU KVÖLDI SKAUTAHRINGIR EIGA AÐ VERA HUGGULEGIR STAÐIR ÉG SKIL ÞETTA EKKI HVAR ERU ALLAR STELPURNAR? FYRST ÞÚ ERT VAKANDI... ERTU TIL Í AÐ NÁ Í BJÓR HANDA MÉR? FYRIRGEFÐU, ÉG HLÝTA AÐ HAFA VERIÐ AÐ TALA UPP ÚR SVEFNI HEFURÐU EINHVERN TÍMANN VELT ÞVÍ FYRIR ÞÉR AF HVERJU ÞÚ ERT MEÐ GRÍMU EN EKKI ÉG? Á meðan fólk virðir ekki reglur umbann við lausagöngu hunda í þéttbýli er ástæða til að ræða málið. x x x Undanfarna mánuði og misseri hef-ur Víkverji heyrt nokkrar hryll- ingssögur í sambandi við lausagöngu hunda í Reykjavík en svo virðist sem borgaryfirvöld kæri sig kollótt og leggi meiri áherslu á að sekta menn sem hafa lagt bílum sínum þar sem ekki má leggja, eins og t.d. við fót- boltavelli, frekar en að verja borg- arana fyrir árásum lausra hunda. x x x Víkverji heyrði af litlum hundi semvar bitinn af lausum, stærri hundi. Sögunni fylgdi að litli hund- urinn hefði sloppið lítið líkamlega meiddur en væri greinilega ekki sam- ur eftir. Skömmu síðar sá Víkverji lausan hund á svipuðum slóðum og fylgdist með honum út um glugga. Hundurinn gerði þarfir sínar í opnum, samein- legum garði nokkurra íbúða og trítl- aði síðan út á gangstétt við fjölfarna götu. Skömmu síðar tók Víkverji eftir því að hundurinn var kominn í taum sem lítil stúlka hélt í með annarri hendi en var með síma í hinni og ein- beitti sér að því að tala í hann um stund. Víkverja varð hugsað til þess þegar hann mætti stúlku með hund í bandi í nágrenninu í fyrrasumar og sneri við því stúlkan réð ekki við hundinn og Víkverji vildi ekki taka neina áhættu enda með lítinn rakka í taumi sér við hlið. x x x Á ég að brosa? sagði ung stúlka áhjóli á göngustígnum, vel að merkja göngustígnum en ekki hjóla- stígnum, á Ægisíðunni sl. haust, þeg- ar vegfarandi með lítinn hund hugðist mynda hana með lausan hund sér við hlið. Ástæðan var sú að vegfarandinn setti ofan í við stúlkuna fyrir að vera með stóran hundinn sinn ekki í taumi. Já, ég veit það en eigum við nokkuð að vera að rífast um það, sagði stúlk- an og benti á að hundur sinn biti eng- an. Víkverji hefur heyrt ámóta við- brögð hjá fólki með lausa hunda við Rauðavatn en hundameðferðin þar er efni í annan pistil. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og hann mun senda út englana og safna sínum útvöldu úr áttunum fjórum, frá skautum jarðar til himinskauta. (Mk. 13, 27.) SUMARIÐ ER KOMIÐ - Í ALVÖRUNNI! MAUI SÓLSTÓLL Verð frá 12.500 kr. FLAMINGO PÚÐI 3.500 KR. DELI SKÁL 1.900 KR. LIMONE-LÍNAN tveir frísklegir litir Kauptúni Kringlunni www.habitat.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.