Morgunblaðið - 18.05.2012, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 2012
Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst
ALVÖRU
MÓTTAKARAR
MEÐ LINUX
ÍSLENSK VALMYND
Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is
Franskur sundmaður sem missti alla útlimi í slysi
hefur lokið fyrsta kaflanum í áskorun sem felur í
sér að synda á milli 5 heimsálfa.
Maðurinn, Philippe Croizon, synti frá Papúa
Nýju-Gíneu til Indónesíu með afrekssundmann-
inum Arnaud Chassery og staðarkunnugum manni
sem slóst í för með þeim til að sýna stuðning.
Á sundinu notaðist Croizon við gervilimi sem
klæddir voru í froskalappir. Alls tók sundferðin sjö
og hálfa klukkustund.
Fékk tvöfalt raflost
Croizon sagði að sundið, sem meðal annars fólst í
að synda þá 20 kílómetra sem tilheyra báðum lönd-
unum, hefði verið „virkilega, virkilega erfitt.“ Fé-
lagarnir þrír lentu í ófyrirséðum erfiðleikum á leið-
inni, „sundferðin var einum og hálfum klukkutíma
lengri en við höfðum gert ráð fyrir vegna kröftugra
sjávarstrauma,“ sagði Croizon.
Hugmyndin að sundáskoruninni kviknaði þegar
Croizon lá á spítalanum. Þá sá hann heimildarmynd
í sjónvarpinu um breska konu sem synti yfir Erm-
arsund í ársbyrjun 1994. Saga konunnar veitti Croi-
zon innblástur og hann hóf strax að æfa sund af
krafti. Árið 2010 var hann svo fyrsti útlimalausi
maðurinn sem synti yfir 34 kílómetra langt sundið
milli Frakklands og Englands, en það er afrek sem
900 ófatlaðir einstaklingar hafa innt af hendi.
Óttast ekki hákarla
Næsti áfangi áskorunarinnar er að synda yfir
Aqabaflóa við Jórdaníu, en hann er undilagður af
hákörlum. Í júní mun Croizon synda eftir egypsku
ströndinni og í júlí mun hann synda flutningaleiðina
yfir sundið milli Gíbraltar og Marokkó. Að lokum
mun hinn hugrakki sundkappi svo synda yfir hið
ískalda Beringssund sem tengir Beringshaf við N-
Íshafið. gudrunsoley@mbl.is
Eins og fyrr segir slóst hinn papúski Zet Tampa í
för með þeim Croizon og Chassery, til að veita þeim
félagsskap og stuðning.
Innblástur í sjúkrahússdvölinni
Croizon missti útlimi sína fyrir 18 árum þegar
hann varð fyrir raflosti við lagfæringu á sjónvarps-
loftneti á húsi sínu. 20.000 volta rafstraumur leiddi í
gegnum stiga úr áli sem Croizon stóð í þegar slysið
átti sér stað. Samkvæmt upplýsingum frá frétta-
stofu BBC hefði Croizon hæglega geta látið lífið í
slysinu en honum varð það til lífs að stuttu eftir raf-
lostið gekk annar straumur í gegnum loftnetið sem
verkaði eins og hjartastuðtæki og endurlífgaði
Croizon samstundis.
Hann hlaut þó alvarleg brunasár, og á höndum
og fótum voru þau svo slæm að fjarlægja þurfti
bæði hand- og fótleggi Croizons með skurð-
aðgerðum.
Syndir milli álfa án útlima
AFP
Garpur Croizon missti útlimina þegar hann fékk 200.000 volta raflost árið 1994 þegar hann gerði við sjónvarpsloftnet á þaki heimilis síns.
Réttarhöldum yfir Radko Mladic,
hinum svonefnda „slátrara frá Bosn-
íu“, fyrrverandi hershöfðingja í her-
sveitum Serba í Bosníustríðinu, hef-
ur verið frestað eftir að í ljós kom að
veigamiklum sönnunargögnum hafði
ekki verið komið í hendur verjenda
Mladics eins og lög réttarins gera
ráð fyrir.
Gögnin sem um ræðir eru 7.000
blaðsíður af mikilvægum atriðum
sem snerta réttarhöldin. Samkvæmt
upplýsingum frá BBC-fréttastof-
unni virðist sem um mannleg mistök
hafi verið að ræða, en verjendur
Mladics hafa óskað eftir sex mánaða
fresti til að vinna úr gögnunum.
Ljóst er að talsverður þrýstingur er
á dómara að veita frestinn vegna al-
vöru mistakanna.
Ákæruliðirnir eru 11 talsins og
kveða á um stríðsglæpi og þjóð-
armorð á meðan á Bosníustríðinu
stóð á árunum 1992-1995. Hann hef-
ur lýst sig saklausan af öllum
ákæruatriðunum
Dómarar málsins hafa lýst því yfir
að umfang og afleiðingar mistak-
anna verði könnuð ítarlega og að
þeirri rannsókn lokinni verður
ákveðin ný tímasetning réttarhald-
anna „eins fljótt og auðið er“.
Meirihluti gagnanna tekur til vitn-
isburðar þeirra sem saksóknari
hugðist kalla til vitnis í réttinum.
Saksóknari hefur viðurkennt mis-
tökin og mótmælir ekki seinkuninni.
Mistökin uppgötvuðust á öðrum
degi réttarhaldanna, eftir að sak-
sóknarar höfðu lagt fram sönn-
unargögn þess efnis að Mladic hefði
stýrt fjöldamorðum á rúmlega 7.000
múslimum í bosníska bænum
Srebrenica árið 1995.
Alvarleg mistök
saksóknara
Réttarhöldum yfir Mladic frestað
AFP
Fyrir rétti Ratko Mladic er talinn
bera ábyrgð á aftöku 7.000 múslima.
Alþjóðlega
matsfyrirtækið
Moody’s lækk-
aði lánshæfis-
einkunn 21
spænsks banka í
gærkvöldi.
Ástæður lækk-
unarinnar eru
samkvæmt til-
kynningu frá
Moody’s aukinn
fjöldi lánavanskila, viðvarandi
kreppuástand og takmarkaðir
fjármögnunarmöguleikar. Auk
þess hefur vangeta spænskra
stjórnvalda til að styðja lánþega
mikið að segja, að sögn fulltrúa
matsfyrirtækisins.
Hlutabréf í næststærsta banka
landsins, Bankia, hafa fallið um
30%, og hlutabréf í öðrum fjár-
málastofnunum eru á hraðri nið-
urleið.
Mikil ókyrrð hefur gripið um
sig í kjölfar fregna af lækkaðri
lánshæfiseinkunn, og hafa
spænsk stjórnvöld opinberlega
beðið fjárfesta að halda stillingu
sinni þrátt fyrir slæmar horfur í
viðskiptum með hlutabréf í bönk-
unum.
Spænskir bankar
taka dýfu
Hlutabréf í spænsk-
um bönkum hríðfalla.
SPÁNN
Drottning átt-
unda áratug-
arins, Donna
Summer, fannst
látin á heimili
sínu í gær. Hún
þjáðist af
krabbameini og
lést í faðmi fjöl-
skyldu sinnar,
samkvæmt upp-
lýsingum frá
CNN-fréttastofunni.
Summer, sem var 63 ára gömul,
átti blómlegan tónlistarferil þótt
frægðarsól hennar hafi risið hæst á
gullárum diskóæðisins. Alls gaf hún
út 26 plötur og lög hennar toppuðu
margsinnis vinsældalista um allan
heim.
Donna Summer
látin 63 ára að aldri
Donna
Summer
BANDARÍKIN