Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012
Í gær voru í Gunnarshúsi afhentar
Vorvindaviðurkenningar IBBY á
Íslandi við hátíðlega athöfn í Gunn-
arshúsi.
Þrjár viðurkenningar voru veitt-
ar að þessu sinni fyrir störf að
barnamenningu.
Viðurkenningarnar hlutu:
Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir
metnaðarfullt barnastarf, m.a. með
tónleikaröðinni Litla tónsprotanum
og farsælu samstarfi við músina
knáu Maxímús Músíkús.
Birgitta Elín Hassell og Marta
Hlín Magnadóttir, stofnendur bóka-
útgáfunnar Bókabeitunnar og höf-
undar Rökkurhæða-bókaflokksins,
fyrir framlag sitt til lestrarhvatn-
ingar. „Þær ráðast beint á rót vand-
ans og freista þess að skrifa barna-
og unglingabækur sem krakkar eru
ólmir að lesa,“ segir í rökstuðningi.
Leikhópurinn Lotta fyrir frum-
legar og skemmtilegar barnasýn-
ingar sem sýndar eru utandyra
hvert sumar um land allt.
Vorvindaviðurkenningar IBBY
hafa verið afhentar árlega frá
árinu 1987 og eiga þær að vekja at-
hygli á þeim fersku vindum sem
blása í barnamenningunni hverju
sinni.
Afhending Verðlaunahafarnir í Gunnarshúsi í gær.
Verðlaunuð fyrir störf
að barnamenningu
Egill Ólafsson
egill@mbl.is
Ásmundur Stefánsson, fyrrverandi
forseti ASÍ, segist ekki hafa haft hug-
myndaflug til að láta sér detta í hug
að stjórnvöld myndu ganga svo langt
í tekjutengingu ellilífeyris. Í dag
skipti engu máli hvort verkakona á
lágmarkslaunum hefði greitt í lífeyr-
issjóð eða ekki. Hún væri jafnsett.
Ásmundur var meðal ræðumanna
á fundi um framtíð lífeyrismála í gær.
Hann sagði að fyrstu 73 þúsund krón-
urnar sem ellilífeyrisþegar væru með
í tekjur úr lífeyrissjóði væru gerðar
upptækar í gegnum skerðingar í al-
mannatryggingarkerfinu. Skerðingin
væri 100%. Hann hefði á sínum tíma
hvatt fólk til að greiða í lífeyrissjóð og
sýna þannig fyrirhyggju í fjármálum.
Nú hefði hann samviskubit gagnvart
þessu fólki.
Vantar 652 milljarða
Lífeyrissjóðskerfið tekst á við
brýnan vanda. Þórey Þórðardóttir,
framkvæmdastjóri lífeyrissjóðanna,
sagði að nú vantaði 652 milljarða inn í
lífeyrissjóðakerfið til að sjóðirnir
gætu staðið við skuldbindingar sínar.
Þar af vantaði 159 milljarða inn í al-
mennu sjóðina. Vandinn væri stærst-
ur hjá opinberu sjóðunum. Hún sagði
að flestir sjóðirnir ættu ekki eignir
fyrir öllum skuldbindingum sínum,
en þó ætti það ekki við um alla sjóð-
ina.
Þrátt fyrir þetta telur Þórey ís-
lenska lífeyrissjóðakerfið sterkt í
samanburði við kerfi annarra landa.
Eignir íslensku lífeyrissjóðanna eru
komnar yfir 2.000 milljarða sem eru
um 130% af landsframleiðslu. Aðeins
í Hollandi væri þetta hlutfall hærra.
Þórey sagði að gjaldeyrishöftin
hefðu þrengt að fjárfestingamögu-
leikum lífeyrissjóðanna. Nú væru um
40% eignanna í ríkisbréfum og um
22% í erlendum eignum. Fyrir hrun
hefðu um 30% eignanna verið í er-
lendum eignum. Hún benti á að rann-
sóknarnefnd, sem fjallaði um starf-
semi lífeyrissjóðanna, hefði sagt
óhjákvæmilegt að lífeyrissjóðirnir
fjárfestu meira erlendis. Það drægi
úr áhættu sjóðanna.
Þórey sagði að meðalávöxtun líf-
eyrissjóðanna á síðustu fimm árum
hefði verið neikvæð um 3,72%, en ef
miðað væri við síðustu 10 ár væri
meðalávöxtun jákvæð um 2,09%.
Markmið lífeyrissjóðanna væri að
sjóðirnir skiluðu 3,5% jákvæðri raun-
ávöxtun.
Hækkun ellilífeyrisaldurs
Á fundinum var komið víða við þar
sem meðal annars var rætt um lausn-
ir á fjárhagsvanda lífeyrissjóðanna.
Að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, for-
seta ASÍ, hefur starfshópur um líf-
eyrissjóðsmál rætt þá hugmynd að
hækka ellilífeyrisaldur í takt við
lengri lífaldur.
Starfshópurinn, sem í sitja aðilar
vinnumarkaðarins og lífeyrissjóð-
anna hefur síðustu misseri einnig
rætt um jöfnun lífeyrisréttinda milli
launafólks á almennum markaði og
opinberum markaði. Gylfi segir þetta
starf hafi gengið frekar hægt fyrir
sig. ASÍ og Samtök atvinnulífsins
hefðu náð samkomulagi um að hækka
iðgjaldagreiðslur úr 12% í 15,5% á sjö
árum. Vandinn væri hins vegar hall-
inn hjá lífeyrissjóðum opinberra
starfsmanna en á honum yrði að
taka í tengslum við þetta mál.
Afnema þarf ríkisábyrgð
Miðað við útreikninga Gunnars
Baldvinssonar, framkvæmdastjóra
Almenna lífeyrissjóðsins, getur fólk
sem er í almennu lífeyrissjóðunum
vænst þess að fá 47% af tekjum þeg-
ar það hættir að vinna og 33% af
lokalaunum. Opinberir starfsmenn
geti vænst þess að fá 76% þegar þeir
hætta að vinna og 54% af lokalaun-
um.
Gunnar sagðist telja óraunhæft að
gera ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir
næðu 3,5% raunávöxtun á fjármuni
sína í framtíðinni og því væri staðan
í raun verri. Fólk í almennu lífeyr-
issjóðunum gæti vænst þess að fá
38% við starfslok og 26% af loka-
launum. Opinberir starfsmenn væru
hins vegar með sín réttindi tryggð
óháð ávöxtun sjóðanna. Hann telur
jafnframt óhjákvæmilegt að afnema
ríkisábyrgð á skuldbindingum Líf-
eyrissjóðs opinberra starfsmanna.
Með samviskubit vegna
bágra ellilífeyrisréttinda
Gagnrýnir tekjutengingu ellilífeyris Hugmyndir um hækkun ellilífeyrisaldurs
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Fundað um Lífeyrismál Margt var um manninn þegar framtíð lífeyrissjóðsmála var rædd í gær. Fram kom hjá for-
seta ASÍ að starfshópur um lífeyrissjóðsmál ræddi þá hugmynd að hækka ellilífeyrisaldur í takt við lengri lífaldur.
Framtíð lífeyrissjóða
» 652 milljarða vantar inn í líf-
eyrissjóði svo þeir geti staðið
við skuldbindingar sínar.
» Hugmyndir eru uppi um
hækkun ellilífeyrisaldurs.
» Neikvæð meðalávöxtun síð-
ustu ár upp á 3,72%.
» Fyrrverandi forseti ASÍ seg-
ist aldrei hafa trúað því hversu
langt stjórnvöld gangi í tekju-
tengingu.
» Framkvæmdastjóri Almenna
lífeyrissjóðsins vill afnema
ríkisábyrgð á skuldbindingar
Lífeyrissjóðs opinberra starfs-
manna.
„Ég skilaði kærunni á föstudag-
inn og ég tel það vera skyldu
mína sem lögmanns kvennanna
að láta reyna á þetta alla leið,“
segir Saga Ýrr Jónsdóttir, lög-
maður kvenna sem fengu PIP-
sílikonbrjóstapúða hjá Jens Kjart-
anssyni lýtalækni. Saga hefur
kært til Hæstaréttar þá nið-
urstöðu héraðsdóms að henni sé
skylt að afhenda Skattrannsókn-
arstjóra upplýsingar um kon-
urnar.
Skattrannsóknarstjóri hafði
farið fram á að hún afhenti stofn-
uninni nöfn og kennitölur
kvennanna sem leituðu til Jens
vegna sílikonaðgerða á árunum
2006-2010. Saga hafnaði því.
„Í fyrsta lagi mun ég ekki af-
henda gögn án úrskurðar. Í öðru
lagi tel ég rétt að fylgja þessu
máli áfram alla leið. Svo er það
eindregin ósk kvennanna að ég
gefi þessar upplýsingar ekki
upp.“
Hefur fjölgað sem
ætla að kæra
Saga segir málið allt á við-
kvæmu stigi og vill ekki fullyrða
hversu margar konur hafa ákveð-
ið að kæra Jens. Í janúar sagði
Saga að þær væru 52, en þeim
hafi fjölgað umtalsvert.
„Mér finnst þeim alltaf vera að
fjölga og endanleg tala liggur
fljótlega fyrir,“ segir hún.
Kærði PIP-úrskurð
til Hæstaréttar
ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG!
GLÆSILEGUR
VINNUFATNA
ÐUR
MIKIÐ ÚRVAL
Öllum þykir okkur mikilvægt
að finna til öryggis í lífinu.
Dynjandi hefur verið leiðandi
á sviði öryggisvara síðan 1954.
Dynjandi örugglega fyrir þig!
Meirihluti fjárlaganefndar sam-
þykkti í gær að taka frumvarpið um
heimild til að fjármagna Vaðlaheið-
argöng út úr nefndinni
Höskuldur Þórhallsson, Fram-
sóknarflokki, Sigmundur Ernir
Rúnarsson og Björgvin G. Sigurðs-
son, Samfylkingunni, og Björn Val-
ur Gíslason og Árni Þór Sigurðs-
son, VG, samþykktu afgreiðslu
frumvarpsins.
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,
Samfylkingunni og formaður
nefndarinnar, skrifaði undir álitið
með fyrirvara og Kristján Þór Júl-
íusson, Sjálfstæðisflokki, studdi
málið en skilaði séráliti.
Afgreiddu tillöguna
um Vaðlaheiðargöng