Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Hrossum á Íslandi hefur fjölgað hægt og rólega síðustu ár. Hrossa- fjöldinn stóð sem hæst í rúmum 80 þúsundum árið 1996 en fór niður í 71 þúsund árið 2002. Hrossum hef- ur fjölgað nokkuð síðan og virðist stefna í að ná fyrri hæðum. Rétt tæplega 78 þúsund hross eru til í landinu núna samkvæmt nýjustu tölum búfjáreftirlitsmanna sem Matvælastofnun tekur saman. Um 7.000 folöld fæðast árlega sam- kvæmt upplýsingum á Mast.is, en þar má sjá búfjártölur í landinu síðustu þrjátíu ár. Af sveitarfélögum eru langflest hrossin í Skagafirði eða 5.200, sem gerir tæplega 10% af öllum hross- um í landinu. Næst á eftir koma Rangárþing eystra og Rangárþing ytra og Borgarfjörður. Fæst hross eru í Grímsey, eða níu talsins. Samkvæmt upplýsingum frá Sverri Sverrissyni, sérfræðingi hjá Matvælastofnun, bárust ekki margar athugasemdir frá búfjár- eftirlitsmönnum í ár um ofbeit hrossa. Í Morgunblaðinu í gær er haft eftir Andrési Arnalds, fag- málastjóra hjá Landgræðslu rík- isins, að beitarhagar fyrir hross séu víða of mikið bitnir. Ástandið nú sé jafnvel verra en fyrir rúmum tuttugu árum þegar land fór víða illa vegna ofbeitar. Hann segir ástandið í heildina vera óviðunandi. Hófleg landnýting Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda, segir að fé- lagið hafi beitt sér fyrir hóflegri landnýtingu í góðu samstarfi við Landgræðslu ríkisins. En Land- græðslan hefur yfirumsjón með landnýtingarþætti gæðastýringar í hrossarækt. „Fyrir rúmlega tíu árum var gerð könnun á ástandi hrossahaga. Þá var ástandið frekar slæmt og var farið í að reyna að breyta því. Það sem hamlaði okkur þá var mik- ill hrossafjöldi sem hafði engan til- gang og menn komu ekki í slátur- hús. Félag hrossabænda beitti sér þá fyrir því að opna sláturmarkaði sem tókst í samstarfi við slátur- leyfishafa,“ segir Kristinn. „Í fyrra gerði Landgræðslan óformlega könnun á ástandi beitarlands. Þeir sögðu að þetta virtist vera mun betra en áður þó að einhverjar jarðir hefðu verið í slæmu standi.“ Fella hross án hlutverks Kristinn segir að það sé líklega að gerast aftur að hross í landinu séu að verða óþarflega mörg. „Það eru of mörg hross með ekkert hlut- verk og ef þau hafa ekki hlutverk er þeim kannski ekki sinnt eins vel. Við erum alltaf að hvetja fólk til að fella hross sem hafa ekki hlutverk. Hrossasalan hefur líka dregist mikið saman. Það var góður mark- aður fyrir allslags hross og við vor- um að selja um 2.000 hross úr landi á ári. Svo dróst markaðurinn veru- lega saman, þá voru allt of margir sem treystu orðið á markaðinn og voru of lengi að viðurkenna að það væri engin sala lengur. Við flytjum ekki út nema rúm þúsund hross á ári núna og það eru ekkert nema góð hross sem gilda í dag,“ segir Kristinn og bætir við að það sé ekki að sjá í náinni framtíð að salan á misgóðum hrossum glæðist. Hrossaslátrun hefur gengið vel í vetur og vantar hross í förgun hjá sláturleyfishöfum að sögn Kristins. Vankunnátta er líka ein ástæða ofbeitarinnar að mati Kristins. „Menn eru að kaupa land sem hef- ur ekki verið nýtt lengi, er vaðið í sinu og mjög rýrt þegar er farið að nota það. Landið umturnast strax, sérstaklega ef það er komið heldur stórt stóð á það. Vegna vankunn- áttu meta menn aðstæður ekki rétt. Það er mjög auðvelt fyrir fólk sem vill nýta landið sitt skyn- samlega að hafa samband við bún- aðarsambönd eða Landgræðsluna. Þar eru þessar upplýsingar og að- ilar sem vilja leiðbeina fólki. Það er oft svo lítið sem þarf að gera til að bæta úr ofbeitinni,“ segir Krist- inn. Dýrt hey ein ástæðan Margar ástæður hafa verið nefndar fyrir að ofbeit hrossahaga virðist vera meira áberandi nú. Ein ástæðan er slæmt vor í fyrra sem kom illa niður á beitarþoli og lítið hey sem var í landinu eftir síð- asta sumar. Það hækkaði verð á heyi sem gerði það að verkum að hrossaeigendur fóru að spara hey eins og þeir gátu og píndu hrossin á beitinni sem kom niður á land- inu. Á góðu landi er oft talað um að það þurfi hektara (10.000 fer- metra) á hvern hest. Meðalþungi íslenskra hrossa er um 370 kg og daglegar viðhaldsþarfir því nálægt 3,1 fóðureining. Morgunblaðið/RAX Útigangur Meðalþungt hross er 370 kg. Ef land er bitið og veikt fyrir t.d. í bleytutíð eru hross fljót að traðka það niður í drullu. Útigangshross þurfa grasgefið land, skjól og vatn. Um 78 þúsund hross í landinu  Formaður Félags hrossabænda segir hross í landinu vera óþarflega mörg og of mörg hross með ekkert hlutverk  Vankunnátta hrossaeigenda oft orsök ofbeitar  Mest af hrossum er í Skagafirði Hrossaeign í landinu síðustu tíu ár 71.012 78.000 77.000 76.000 75.000 74.000 73.000 72.000 71.000 70.000 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 20 08 20 09 20 10 20 11 72.222 75.644 77.502 77.710 Heimild: Capacent Hross » Um 78.000 hross eru til í landinu núna. Af þeim eru um 30.000 hryssur. 25.000 hestar eru til og 17.000 trippi. Um 7.000 folöld fæðast árlega. » Á góðu landi er oft talað um að það þurfi hektara (10.000 fermetra) á hvern hest. Með- alþungi íslenskra hrossa er um 370 kg og daglegar viðhalds- þarfir því nálægt 3,1 fóðurein- ing. » Árlega eru seld úr landi rúm- lega þúsund hross. Tæplega helmingi færri en fyrir hrun. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Óvenjumörg fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um síðastliðna helgi. Í flestum tilfellum var um að ræða karla á þrítugsaldri sem gripn- ir voru með fíkniefni í fórum sínum. Einkum var um að ræða amfetamín, kókaín og kannabisefni. Jafnframt var hald lagt á nokkra hnífa í þessum aðgerðum. Fannst illa haldinn af neyslu Einn karlmaður var handtekinn vegna sölu fíkniefna. Í framhaldinu var farið að heimili hans þar sem hald var lagt á kannabisefni. Eins fundust nokkrir tugir gramma af maríjúana í íbúð í Hafnarfirði. Á sama heimil fannst maður illa hald- inn af eftir fíkniefnaneyslu. Sá var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Lögreglan stöðvaði jafnframt kannabisræktun á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu fyrir helgina. Sú stærsta var í Hafnarfirði. Þar var að finna um 180 kannabisplöntur. Á sama stað var lagt hald á ýmsan bún- að sem tengdist starfseminni. Meðal annars fjölmarga gróðurhúsalampa. Ræktunin var vel falin í 100 ferm. rými í kjallara hússins. Karl um þrí- tugt var yfirheyrður í þágu rann- sóknarinnar en sá reyndi að komast undan á hlaupum þegar lögreglan bankaði upp á. Í miðborginni fundust um 20 kannabisplöntur á heimili manns um fertugt og í iðnarhúsnæði í austur- borginni lagði lögreglan hald á rúm- lega 40 kannabisplöntur til viðbótar. Fjölmörg fíkniefnamál  Gripnir með amfetamín, kókaín og kannabisefni  Lögregla stöðvaði kannabisræktanir á þremur stöðum Morgunblaðið/Kristinn Kannabis Lögreglan stóð í ströngu. www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind STÚDENTAGJAFIRNAR FÁST HJÁ JÓNI OG ÓSKARI Stúdentarósin 2012 úr 14 kt gulli kr. 19.900 Stúdentastjarnan 2012 úr 14 kt gulli kr. 16.500 Stúdentastjarnan /Silfur kr. 7.900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.