Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Nýlega fór fram formleg afhending á búnaði smáum sem stórum til tveggja deilda á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi (LSH), taugalækn- ingadeild og sjúkraþjálfun. Meðal þess sem var gefið var hluti hágæslubúnaðar, nudd- bekkur, vinnustólar, hjólastóll, set- æfingahjól, ísskápur og upp- þvottavél. Búnaðurinn mun nýtast öllum sjúklingahópum sem koma á deildirnar. Þeir sem gáfu voru: Parkinson- samtökin, MG félagið og MND fé- lagið. Gefendurnir nutu eins og oft áður aðstoðar Svalanna, félags fyrrverandi flugfreyja. „Við sem gáfum þökkum kærlega hlýjar móttökur og hlökkum til frekari verkefna á sjúkrahúsi allra landsmanna,“ segir í tilkynningu frá gefendum. Afhending Gefendur og fulltrúar LSH við afhendingu gjafanna á dögunum. LSH fékk afhentar fjölmargar gjafir Fimmtudaginn 24. maí verður hald- in ráðstefna í Háskólanum á Akur- eyri sem ber heitið Heilsuefling eldri borgara. Þar munu flytja er- indi ýmsir sem hafa áhuga á að efla heilsu eldra fólks með einföldum ráðum svo sem hreyfingu. Ráð- stefnan er haldin í sal N101 á Sól- borg milli kl. 13.00 til kl. 16.30 og er öllum opin og ókeypis. Ráð- stefnan er samvinnuverkefni Fé- lags eldri borgara á Akureyri, Sjúkrahússins á Akureyri, Heilsu- gæslustöðvarinnar á Akureyri, Akureyrarbæjar og Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands. Áður en ráðstefnan hefst syngur kór eldri borgara Í fínu formi nokkur lög. Ræða heilsueflingu eldri borgara STUTT Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins í Reykjavík, flytur fyrirlestur í Þjóð- minjasafni Íslands miðvikudaginn 23. maí kl. 12:05 og fjallar um stöðu norrænna tungumála í norrænu samstarfi. Fyrirlesturinn er byggð- ur á pistlaröð í fréttaskýringaþætt- inum Speglinum í Ríkisútvarpinu í síðasta mánuði. Fyrirlesturinn er hluti af fyrirlestraröð sem Nor- ræna félagið heldur í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands sem spannar allt árið og nefnist Hinar ýmsu hlið- ar norræns samstarfs. Ræðir stöðu nor- rænna tungumála BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók við landsstjórn- inni eftir þingkosningar 2009 var sköpun starfa eitt forgangsmála. Fyrsta skrefið var stigið með svo- nefndri hundrað daga áætlun stjórn- valda í maí 2009 þar sem boðuð var mótun „atvinnustefnu í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins og háskóla- samfélagsins“. Höfðu sömu flokkar þá boðað framgang „ellefu tillagna sem gætu skapað ríflega 4000 árs- verka á næstu misserum“ er þeir voru í minnihlutastjórn í mars 2009. Sami tónn var sleginn í samtarfs- yfirlýsingu Samfylkingar og VG: „Meginverkefni ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum verður að draga úr at- vinnuleysi með markvissum aðgerð- um, útrýma langtímaatvinnuleysi og skapa traustari grundvöll fyrir ís- lenskt atvinnulíf til framtíðar … Nú þegar hefur ríkisstjórnin ráðist í brýnar aðgerðir til að sporna við at- vinnuleysi sem skila eiga 6.000 árs- verkum á næstu mánuðum og miss- erum,“ sagði í yfirlýsingunni sem var kynnt í fyrrihluta maí 2009. Nokkrum vikum eftir að ríkis- stjórnarsamstarfið var handsalað gerðu stjórnvöld og aðilar vinnu- markaðarins með sér stöðugleikasátt- mála. Plaggið var undirritað 25. júní 2009 og í takt við stjórnarsáttmálann er þar boðuð „ný sókn í atvinnumál- um“. Sá fjöldi starfa sem átti að skapa er ekki tilgreindur. Átti að skapa þúsundir starfa Alþýðusamband Íslands sendi frá sér minnisblað vegna stöðugleikasátt- málans 16. júní 2009 og sagði þar að samanlagt gæti verið „um að ræða fjárfestingaverkefni upp á 280 til 380 milljarða króna á ári næstu þrjú ár- in“; 280 milljarðar 2010, 380 milljarð- ar 2011 og 330 milljarðar 2012, sam- tals 950 milljarðar króna. Tekið var fram að hér væri um áætlun að ræða. Átti innspýtingin að skapa 3.990 ársverk 2010, 5.427 árs- verk 2011 og 4.632 ársverk á þessu ári, samanlagt 14.049 ársverk. Til að setja þessi markmið í sam- hengi kemur fram á vef Vinnumála- stofnunar að skráð atvinnuleysi í maí 2009 var 8,7% og að þá hefðu að meðaltali 14.595 verið án vinnu. Til samanburðar var skráð atvinnuleysi ári síðar, eða í maí 2010, 8,3% en þá voru að meðaltali 13.875 án vinnu. 6.000 störf og 14.000 ársverk Með því að skapa 6.000 störf á árinu eftir að stjórnarsáttmálinn var kynntur, líkt og stjórnvöld boðuðu í maí 2009, hefðu tæplega 8.000 verið án vinnu árið eftir eða um 5% vinnu- aflans. Með því að skapa ríflega 14.000 ársverk, líkt og gert er ráð fyr- ir í minnisblaði ASÍ, hefði verulega dregið úr atvinnuleysinu. Nægir þar að horfa til þess að 10.837 voru án vinnu í síðasta mánuði. Sem fyrr segir var atvinnuleysi í maí 2010 áætlað 8,3%. Tveim mán- uðum áður, nánar tiltekið 30. mars 2010, birtist skjal á vef forsætisráðu- neytisins með fyrirsögninni Staða mála samkvæmt stöðugleikasátt- mála, með vísan til stöðugleikasátt- málans sem gerður var í júní 2009. Vísað til þrjú þúsund starfa Sagði þar orðrétt undir millifyrir- sögninni Ýmis atvinnuskapandi verk- efni og aðgerðir á sviði vinnumála: „Aðgerðir í atvinnumálum sam- kvæmt aðgerðaáætlun ríkisstjórnar- innar sem lögð var fram 6. mars 2009 hafa leitt til sköpunar um 2.392 starfa og eru verkefni í byggingariðnaði, ný- sköpun og sjávarútvegi ásamt öðrum enn í framkvæmd. Fyrir liggja ítar- legar áætlanir um vegaframkvæmdir og aðrar framkvæmdir á sviði sam- göngumála, viðhaldsframkvæmdir, uppbyggingu háskólasjúkrahúss, uppbyggingu á fjölsóttum ferða- mannastöðum, nýsköpunarverkefni o.fl. sem áætlað er að skapi samtals tvö til þrjú þúsund ársverk.“ Rúmu ári eftir að forsætisráðu- neytið skýrði frá því að tekist hefði að skapa um 3.000 störf voru undir- ritaðir kjarasamningar, dagsettir 5. maí 2011, fyrir árin 2011 til 2014. Samtök atvinnulífsins birtu saman- tekt um samningana og sagði þar m.a: „Stjórnvöld eru reiðubúin til sam- starfs við samtök launafólks og at- vinnurekenda um sókn í atvinnumál- um, m.a. á forsendum stefnu- markandi skjalsins Ísland 2020. Markmið sóknar í atvinnumálum er að atvinnuleysi verði ekki meira en 4 til 5% af vinnuafli í lok samningstímans. Til að það markmið náist þarf að auka hagvöxt umfram horfur að óbreyttu.“ Rúmu ári eftir undirritun kjarasamninga, föstudaginn 18. maí 2012, kynnti ríkis- stjórnin nýja fjárfestingaáætl- un fyrir árin 2013 til 2015. Á hún að skapa 4.000 bein störf og 10.000-11.000 störf alls, ef afleidd störf eru tekin með. Skapa átti þúsundir starfa  Stjórnvöld hafa reglulega sett fram metnaðarfull markmið í atvinnumálum  Rúmum þrem árum eftir að hún tók við eru 10.837 án vinnu  Áform um 950 milljarða fjárfestingu runnu út í sandinn Morgunblaðið/Golli Úr vinnusalnum hjá Héðni Rafsuðumaður að störfum. Hátt í 11.000 manns voru án vinnu á Íslandi í síðasta mánuði. Fyrir nokkrum vikum gagnrýndi Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnu- lífsins, ríkisstjórnina fyrir van- efndir á stöðugleikasáttmálanum: „Nú stefnir í að landsfram- leiðsla á næsta ári verði um 100 milljörðum króna lægri en gert var ráð fyrir þegar efnahagsáætlun þáverandi ríkisstjórnar og AGS var samþykkt haustið 2008. Þetta þýðir að störf á Íslandi verða lík- lega um 10 þúsundum færri en ella,“ skrifaði Vilhjálmur í pistli. Í þessu samhengi má rifja upp að 2. febrúar í fyrra var kynnt áætlunin Ísland 2020 – sókn fyrir atvinnulíf og samfélag þar sem segir orðrétt á bls. 16: Ríkisstjórnin hefur hvatt til þess að markmið verði sett um að skapa 3-5% hagvöxt hér á landi árið 2011 og a.m.k. 3- 5.000 ný störf.“ Í fyrrahaust flutti Jóhanna Sigurðardóttir stefnuræðu, nánar tiltekið 3. október 2011, þar sem hún boðaði 14.000 ný störf í hagkerfinu: „Fram undan eru á næstu árum verkefni … sem skapa munu um 7 þús. störf. Til viðbótar koma framkvæmdir í orkugeiranum og tengdum fjárfestingum en þar er lík- lega um sambærilegan fjölda nýrra starfa að ræða,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni. Munaði 10.000 störfum SA TELUR SAMNINGANA HAFA VERIÐ SVIKNA TREFJARÍKAR PRÓTEINSTANGIR FYRIR KREFJANDI AÐSTÆÐUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.