Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Ungur drengur í Kathmandu, höfuðborg Nepals, leitar að dótinu sínu í rústum heimilisins. Það var rifið nýlega ásamt um 250 öðrum ólöglegum húsum í fátækrahverfi og hafast íbúarnir nú við í opnum garði. En þeim hefur verið heitið húsnæði í annarri borg. Reuters Hvað varð um dótið mitt? Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hamfarirnar miklu í Japan í fyrra hafa valdið því að víða um heim eru stjórnvöld og al- þjóðasamtök far- in að huga meira að viðbúnaði vegna hvers kyns hamfara: jarð- skjálfta, flóða, eldgosa, skógar- elda og fellibylja. Fram kemur í breska blaðinu Guardian að það sem eigi mestan þátt í að minnka tjón sé viðbúnaður óbreyttra borgara og hve mikla fræðslu þeir fá um rétt viðbrögð. „Hagnaðurinn af því að fjárfesta í undirbúningi er í fjármálalegu tilliti geysimikill,“ segir í blaðinu. Tjónið vegna hamfara í heiminum frá alda- mótum sé talið nema um 1,4 billj- ónum dollara, þar af um 800 millj- örðum dollara síðustu fimm árin. Að sögn tryggingafélaga varð það rúm- lega 350 milljarðar dollara í fyrra eða meira en nokkru sinni fyrr í sög- unni. Til samanburðar er landsfram- leiðsla Íslendinga á einu ári nú um 14 milljarðar dollara. Jarðskjálftinn í Japan í mars í fyrra var geysiharður og olli auk þess mikilli flóðbylgju sem sópaði á brott heilum bæjum og stöðvaði kjarnorkuver. Sumir hlutar Japans færðust nokkra metra til austurs og átökin í jarðskorpunni höfðu áhrif á snúning jarðar, dagurinn styttist um liðlega einn þúsundasta úr sekúndu. En bent er á að fjölmennasta borg heims, Tókýó, slapp. Borgir stækka og hættan eykst Þéttbýlismyndun færist stöðugt í aukana, einkum í fátækari hlutum heims. Nýlega urðu tímamót í sögu 1.300 milljóna Kínverja: meirihluti landsmanna býr nú í borg. Lík- indareikningur segir okkur að ein- hvern tíma komi að því að jarð- skjálfti af sömu stærð og í fyrra eða enn stærri muni einhvern tíma ríða yfir eina af stærstu borgunum. Oft er bent á að Teheran sé á afar hættulegu svæði en einnig Los Ang- eles og Istanbúl. Auka viðbúnað sinn vegna náttúruhamfara  Reynslan sýnir að góður undirbún- ingur borgaranna skiptir mestu Hamfarir Flóð- bylgjan í Japan. Kom á óvart » Tryggingafélög í ríku lönd- unum gera ávallt ráð fyrir mikl- um útgjöldum vegna hamfara af ýmsu tagi. » En samt virtist tjónið vegna fellibyljarins Katrínu í New Or- leans koma þeim á óvart. Sama er að segja um tjónið í Japan í fyrra, aðeins nokkrum árum eftir flóðbylgjuna miklu á Ind- landshafi. Sænsk stjórnvöld reyna nú að beita niðurgreiðslum til að fá fólk til að kaupa raf- knúna bíla og draga þannig úr útblæstri gróður- húsalofttegunda. En áhuginn virð- ist lítill hjá almenningi, að sögn Da- gens Nyheter, aðeins 114 bílar af þessari gerð eru nú á götum Sví- þjóðar. Ákveðið hefur verið, þrátt fyrir þessa slæmu reynslu, að verja sem svarar nær fjórum milljörðum ísl. króna í verkefnið á næsta ári. Rafknúnir bílar eru dýrari en venjulegir bílar, þannig kostar smá- bíllinn Nissan Leaf um 367 þúsund sænskar krónur. En einstaklingur sem kaupir sér slíkan bíl fær greiddar 40 þúsund krónur frá rík- inu eða nær 800 þúsund íslenskar. Erfiðlega hefur gengið að setja reglur um þessar greiðslur og verða fyrstu styrkirnir borgaðir út í júní. kjon@mbl.is Svíar enn lítt hrifnir af rafknúnum bílum Lögreglan á Ítalíu leitar nú að manni, sem grunaður er um að hafa sprengt sprengju í borginni Brindisi á Ítalíu á laugardag. Á mynd í ör- yggismyndavél sást maðurinn með- höndla einhvers konar fjarstýringu að sprengjunni, sem banaði 16 ára stúlku og særði fimm önnur ung- menni. Fyrst í stað var talið að mafían stæði á bak við tilræðið en nú er talið að einn hafi verið að verki. Á upptök- unni sést umræddur maður fylgjast með nemendum stíga út úr hóp- ferðabifreið og þrýsta svo á hnapp á einhvers konar fjarstýringu til þess að sprengja sprengjuna. Tveir menn voru yfirheyrðir á laugardag vegna sprengingarinnar en síðan sleppt. Saksóknari í Brindisi, Marco Dinapoli, sagði að svo virtist sem sprengjuárásin hefði verið framkvæmd af „einhverjum sem á í stríði við umheiminn“ en sagðist þó ekki útiloka aðrar skýr- ingar. kjon@mbl.is Sprengju- mannsins leitað GÆÐI, ÞJÓNUSTA OG ÁBYRGÐ -ÞAÐ ER TENGI Opið virka daga frá 8 -18 laugardaga frá 10 -15 • www. tengi.is • tengi@tengi.is Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 HREINSIEFNI FYRIR HEITA POTTA TAKE AWA Y TIL BOÐ 56 2 38 38 SUÐURLANDSBRAUT 12 | LAUGAVEGUR 81 BRAGAGATA 38a 16”PIZZ A 2495 .- með tveim ur ále ggju m &12”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 2 16”PIZZ A 3495 .-af mats eðli &16”MA RGA RITA / HVÍT LAUK SBRA UÐ 3 16”PIZZ A 1895 .- með tveim ur ále ggju m 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.