Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Steingrímur J. Sigfússon telur aðsér hafi á dögunum verið boðið starf fjármálastjóra Grikklands. Boð- ið hafi verið sett fram á göngum höf- uðstöðva Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, en algengast mun vera að slík störf séu boðin á þeim vett- vangi.    Steingrímur tekurþessu boði nægi- lega alvarlega til að færa það í tal í um- ræðuþætti rík- isstjórnarinnar og hann telur sér meira að segja til tekna en ekki háðungar að hafa fengið þetta meinta boð frá AGS.    Afrek Steingríms á sviði al-þjóðlegra fjármála eru þau helst að hafa reynt að hengja skuldir upp á hundruð milljarða króna í erlendri mynt á íslenska skattgreiðendur.    Auðvitað vilja erlend fjármálafyr-irtæki og fulltrúar þeirra ekkert frekar en að fá slíkan mann í inn- heimtu fyrir sig á Grikklandi.    Þar þekkja menn Trójuhesta semhafa dugað prýðilega og aldrei að vita nema hægt sé að hengja allar skuldir við erlenda banka á gríska skattgreiðendur ef vanur maður fæst í verkið og vinnur það innanfrá.    Þess vegna hlýtur Steingrímur aðsegja satt um tilboðið góða á ganginum.    Ekki er síður líklegt, og má raunartelja víst, að Jóhanna Sigurðar- dóttir hafi fengið tilboð frá ESB um landstjóraembætti á Grikklandi. Af- rek hennar hafa ekki síður vakið verðskuldaða alþjóðlega athygli en afrek Steingríms. Steingrímur J. Sigfússon Trójuhestinn til Grikklands STAKSTEINAR Jóhanna Sigurðardóttir Veður víða um heim 21.5., kl. 18.00 Reykjavík 13 léttskýjað Bolungarvík 9 heiðskírt Akureyri 8 skýjað Kirkjubæjarkl. 9 rigning Vestmannaeyjar 7 skýjað Nuuk 1 snjóél Þórshöfn 7 þoka Ósló 17 heiðskírt Kaupmannahöfn 22 heiðskírt Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 21 heiðskírt Lúxemborg 20 skýjað Brussel 17 léttskýjað Dublin 13 skýjað Glasgow 17 léttskýjað London 15 léttskýjað París 12 skúrir Amsterdam 23 heiðskírt Hamborg 23 heiðskírt Berlín 27 heiðskírt Vín 22 skúrir Moskva 26 heiðskírt Algarve 20 léttskýjað Madríd 17 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 20 léttskýjað Róm 18 léttskýjað Aþena 20 alskýjað Winnipeg 20 skýjað Montreal 26 léttskýjað New York 15 skúrir Chicago 13 alskýjað Orlando 28 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 22. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 3:49 23:01 ÍSAFJÖRÐUR 3:22 23:38 SIGLUFJÖRÐUR 3:03 23:22 DJÚPIVOGUR 3:11 22:38 „Fundurinn er haldinn að gefnu til- efni vegna þeirrar umræðu sem fer alltaf í gang á haustin þegar útihá- tíðir eru gerðar upp og enginn vill bera ábyrgð á því sem miður fór. Við viljum taka málið upp áður en hátíð- irnar fara af stað og skapa einhverja umræðu um það fyrirfram hvernig megi koma í veg fyrir ofbeldi og ölv- un á þessum hátíðum,“ segir Guðni R. Björnsson í fræðslu- og for- varnahópnum Náum áttum en hóp- urinn stendur fyrir fundi á Grand hótel í fyrramálið undir yfir- skriftinni „Sumarhátíðir – sýnum ábyrgð“. Fjallað verður um sumar- hátíðir á Íslandi, framkvæmd þeirra og ábyrgðina sem fylgir hátíðarhaldi eins og þjóðhátíð, bæjarhátíð, útihá- tíð eða hestamóti. Farið verður yfir atriði eins og markmið þeirra, reglu- verk og viðbúnað sveitarfélaga og annarra mótshaldara. Fyrirlesarar eru þrír. Eyrún Jónsdóttir frá neyðarmóttökunni fjallar um fórnarkostnaðinn, Rúnar Halldórsson félagsráðgjafi ræðir um útihátíðir á Suðurlandi og viðbúnað sveitarfélaga og Tómas Guðmunds- son frá Akranesstofu fjallar um há- tíðina „Írskir dagar“. Að loknum erindum eru pallborðs- umræður og þá bætast við Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuð- borgarsvæðisins, Ómar Bragi Stef- ánsson frá UMFÍ, Sveinbjörn Krist- jánsson frá SAMAN-hópnum og fulltrúi 100 karla hópsins sem vakti m.a. athygli á nauðgunarmálum frá síðasta sumri. Fundurinn stendur frá kl. 8.15 til 10. Þátttökugjald með morgunverði er 1.500 kr. Ræða ábyrgð á útihátíðum í sumar Hátíðir Senn fara af stað hátíðir um allt land og standa fram á haust. Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands, Rauði krossinn og Sjóvá standa fyrir söfnun á brjóstahöldum og öðrum undirfötum í tengslum við Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ sem fram fer þann 16. júní. Árlega velja skipu- leggjendur Kvennahlaupsins eitt málefni tengt konum til að vekja sér- staka athygli á. Í ár var ákveðið að hvetja þátttakendur hlaupsins til að gefa nærföt (s.s. brjóstahöld) í fata- safnanir hjálparsamtaka en nær- fatnaður skilar sér síður í hefð- bundnum fatasöfnunum en annar fatnaður. Söfnuninni var hleypt af stokkunum í gær en þá mættu Stella Sigurðardóttir, leikmaður Fram í handknattleik og nýkjörinn leik- maður ársins í N1-deild kvenna, og móðir hennar, Soffía Bragadóttir, til Rauða krossins til þess að gefa fyrstu brjóstahöldin. Anna Stef- ánsdóttir, formaður RKÍ, fylgdist með. Söfnunin mun standa út júní. Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson Söfnun hafin á brjóstahöldum V/Reykjalund - Mosfellsbæ - Sími 562 8500 - www.mulalundur.is Múlalundur - fyrir betri framtíð ALLT FYRIR SKRIFSTOFUNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.