Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Bíólistinn 18.-20. maí 2012 Nr. Var síðast Vikur á listaKvikmynd The Dictator The Avengers Dark Shadows Safe The Five-Year Engagement Impy’s Wonderand Lorax 21 Jump Street Lockout The Hunger Games Ný 1 2 Ný 3 5 6 7 4 11 1 4 2 1 2 2 8 5 2 9 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Kvikmyndin The Dictator, eða Ein- ræðisherrann, með Sacha Baron Cohen í aðalhlutverki, er sú tekju- hæsta í kvikmyndahúsum hér á landi að liðinni helgi en gagnrýni um myndina má lesa í blaðinu í dag á bls. 35. Kvikmyndin The Aven- gers, eða Hefnendurnir, sem segir af miklum hetjudáðum ofurhetja, er í öðru sæti en myndin var sú tekjuhæsta þrjár helgar í röð. Nýj- asta mynd Tims Burtons, Dark Sha- dows, er sú þriðja tekjuhæsta og harðhausinn Jason Statham trekkti líka ágætlega að, hann klýfur menn í herðar niður í kvikmyndinni Safe. Bíóaðsókn helgarinnar Cohen steypti hetjum af stóli Spé Ben Kingsley, Sacha Baron Cohen og John C. Reilly í The Dictator. Tónleikar James Taylor íEldborgaarsal Hörpunnarheppnuðust fullkomlega.Allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð. James Taylor er auðvitað eitt af stóru söngvaskáldum síð- hippatímans. Fimmfaldur Grammy- verðlaunahafi og meðlimur í heið- urshöll rokksins síðan árið 2000 og hefur gefið út fjölda platna frá því fyrsta plata hans kom út 1968 á Apple-merki Bítlana (ekki Steve Jobs!). Með plötunni Mud Slide Slim and the Blue Horizon og laginu „You’ve Got a Friend“ eftir Carole King árið 1971 varð hann stórstjarna sem hefur bara skinið allar götur síð- ar, þrátt fyrir hæðir og lægðir eins og gengur. Lög James Taylor eru einföld og textar innhverfir, stundum daprir en lýsa vel mannlegum tilfinn- ingum eins og einmanaleika, sökn- uði, gleði og ást. Sérstök og falleg söngrödd hæfir hógværu tónlistinni listavel. Vinsældir James Taylor og úthald staðfestir að hann nær beint til hjarta hlustenda á sinn næma og lágværa hátt. Allir þessir kostir Tay- lors voru sýnilegir í Hörpunni. Hann renndi í gegnum frægustu lögin sín, „Carolina On My Mind“, „Copper- line“, „Steamroller“, „Sweet Baby James“, og mörg fleiri á frábæran hátt. Á milli laga spjallaði hann á þægilegum nótum við áheyrendur, sagði m.a. frá upptökum fyrstu plöt- unnar 1968, viðskiptum við Bítlana Harrison og McCartney og uppruna nokkurra laga. Með James Taylor var hluti hljómsveitar sem hefur leikið með honum í mörg ár, þeir Larry Goldings á hljómborð, Jimmy Johnson á bassa og Steve Gadd á trommur. Og þvílíkir undirleikarar! Allir eru þetta snillingar á sín hljóð- færi og margverðlaunaðir, þó e.t.v. sé Steve Gadd þeirra þekktastur fyr- ir langan feril í jazztónlist, en einnig sem undirleikari hjá Paul McCart- ney, Eric Clapton og fjölmörgum öðrum. Tónlist James Taylor nýtur sín best í einföldum útsetningum, þar sem hver píanónóta, bassatónn eða trommusláttur að ógleymdum smekklegum gítargripum söngva- skáldsins skipta máli. Lágstemmd tónlistin og röddin fengu einskonar værðarvoð undirleiks sem var í einu orði sagt frábær, ekki nótu ofaukið. Hérna sannaðist hinn gamalkunni útlendi frasi Less is More. Eftir hefðbundið hlé sem Taylor varði í eiginhandaráritanir handa aðdáend- um, komu frægustu og vinsælustu lög hans. Lög eins og hið sígilda „Fire and Rain“, dularfullt og per- sónulegt lag, sem heldur nafni James Taylor ekki síður á lofti en hið geysi- vinsæla „You’ve Got a Friend“, loka- lag tónleikana að þessu sinni. Meðal uppklappslaga flutti hann svo soul- smellinn „How Sweet It Is“ á sama pottþétta veg og allt annað. Í seinni tíð hefur James Taylor verið dæmd- ur til setu í Adult Contemporary skammarkrók útvarpsstöðvanna og víst er langt síðan hann sáði sínum vinsældafræjum. Það segir hins veg- ar margt um uppvöxt þeirra fræja að fólk nýtur tónlistar hans ennþá og ég fullyrði að svo mun áfram verða. Tónleikar James Taylor í Hörpunni voru frábær upplifun af sígildri popptónlist sem flutt var af innlifun og æðruleysi söngvaskáldsins. Það er vafamál að betri gestir heimsæki okkur á næstunni en James Taylor og hljómsveit hans. Morgunblaðið/Ómar Flottur Allir fengu eitthvað fyrir sinn snúð á tónleikum James Taylor í Hörpu, föstudagskvöldið síðastliðið. Fullkomin kvöldstund Eldborg í Hörpu James Taylor bbbbn Tónleikar James Taylor í Eldborgarsal Hörpu, föstudaginn 18. maí. ÖRN ÞÓRISSON TÓNLIST EGILSHÖLL 16 16 VIP VIP 1212 12 12 L 10 10 10 12 12 L 10 AKUREYRI DARKSHADOWS KL. 8 2D THEAVENGERS (3D) KL. 5 - 10:20 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10:20 2D STÆRSTA FRUMSÝNINGARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI ! YFIR 48 ÞÚS. BÍÓGESTIR ! Stærsta ofurhetjumynd allra tíma! KEFLAVÍK 12 12 16 16 12 THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10 2D SAFE KL. 9 - 11 2D DARKSHADOWS KL. 5:30 - 8 - 10:30 2D THEAVENGERS KL. 5:10 - 8 - 10:45 3D THEAVENGERS KL. 6 2D Johnny Depp er stórkostlegur í þessari frábæru gamanmynd o.g. entertainment weekly p.h. boxoffice magazine Nýjasta meistaraverk Tim Burtons. MÖGNUÐ HASARMYND MEÐ JASON STATHAM Í AÐALHLUTVERKI empire joblo.com SPRENGHLÆGILEGMYND. FRÁÞEIMSEMFÆRÐIOKKURBORATKEMUREIN FYNDNASTA MYNDÁRSINSÞARSEMSASHABARONCOHENFERÁKOSTUM Í HLUTVERKI KLIKKAÐASTAEINRÆÐISHERRAALLRA TÍMA. EIN FYNDNASTAMYNDÁRSINSFRÁÞEIMSEMFÆRÐIOKKURBORAT ÁLFABAKKA THEDICTATOR KL. 6 - 8 - 10 2D THEDICTATORVIP KL. 6 - 8 2D SAFE KL. 6 - 8 - 10 2D SAFEVIP KL. 10 2D DARKSHADOWSKL. 5:40 - 8 - 10:20 2D THEAVENGERS KL. 5 - 8 - 10:50 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D CABIN IN THEWOODS KL. 8 2D BATTLESHIP KL. 10 2D 16 KRINGLUNNI 12 L 10 SAFE KL. 8 - 10:30 2D DARKSHADOWS KL. 5:40 - 8 2D THEAVENGERS KL. 6 - 9 - 10 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D UNDRALAND IBBA Skemmtileg teiknimynd fyrir alla fjölskylduna Sýnd með íslensku tali DICTATOR KL. 8 2D SAFE KL. 8 - 10 2D DARKSHADOWS KL. 10 2D THEAVENGERS KL. 5 3D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D 16 12 L SELFOSS THEAVENGERS KL. 6 - 9 2D UNDRALAND IBBAM/ÍSL.TALIKL. 6 2D SAFE KL. 8 - 10 2D Undrakremið Eight Hour er komið aftur Deildu fegrunarleyndarmálinu frá Eight Hour Daga jafnt sem nætur má nota kraftaverkakremið Eight Hour Protectant sem mýkir upp húðina, róar sprungnar varir og sléttir úr olnbogum og hælum. „Make up artistar“ um allan heim þekkja leyndarmálið á bak við þetta frábæra krem, þeir nota það til að ná fram fallegum glans á fótleggi, varir, kinnbein og augnlok, til að móta augabrúnir og halda naglaböndunum fallegum. Öll leyndamálin í einni túpu af Eight Hour Protectant sem fæst nú einnig án allra ilmefna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.