Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 35
MENNING 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Sacha Baron Cohen er tví-mælalaust einn fremsti grín-isti síðasta áratugar og hef-ur hárbeitt samfélags- gagnrýni hans slegið í gegn á meðal áhorfenda. Í nýjustu afurð hans, The Dictator, kynnir hann til sögunnar norður-afríska einræðisherrann Hafez Aladeen sem á í höggi við Sam- einuðu þjóðirnar. Handrit myndarinnar er mjög lé- legt og sú atburðarás sem á sér stað er afar illa útfærð og klaufaleg þó svo tekið sé tillit til þess að um grínmynd er að ræða. Ekki er mikið lagt í per- sónusköpun og allar persónurnar mjög einfaldar. Anna Faris er fremur þreytandi í hlutverki sínu sem hin stutthærða Zoey og innkoma Johns C. Reilly er döpur. Gaman er að sjá stórleikarann Ben Kingsley fara með hlutverk Tamirs í myndinni og lítið hægt að setja út á frammistöðu hans. Grínið í myndinni var eins og við mátti búast; ódýrir og ósmekklegir brandarar í bland við ágætlega skrif- aða ádeilu. Mörg atriði sem áttu greinilega að uppskera mikinn hlátur misfórust en brosa mátti að öðrum. Húmorinn gekk að mestu út á orða- grín og aðra fimmaurabrandara og það var ekki fyrr en í lokin sem fór að bera á dýpri húmor. Tónlistin í mynd- inni er skemmtilega útfærð en þekkt popplög eru endurgerð og sungin á móðurmáli Aladeens. Þó svo Cohen sé búinn að skapa fjórar persónur sem allar hafa notið vinsælda þá er sterkur svipur með þeim öllum. Aladeen bætir í raun engu við hinar þrjár og vonbrigðin því talsverð. Grínið risti auk þess ekki nægilega djúpt þó svo það hafi eflaust sært blygðunarkennd margra. Ég vil sjá Cohen snúa sér aftur að heimild- armyndaforminu sem finna má í Borat og Brüno. Einræðisherrann „Handrit myndarinnar er mjög lélegt og sú atburðarás sem á sér stað er afar illa útfærð og klaufaleg þó svo tekið sé tillit til þess að um grínmynd er að ræða,“ segir m.a. um The Dictator. Ósmekklegur einræðisherra Sambíóin, Laugarásbíó, Smára- bíó og Borgarbíó The Dictator bbmnn Leikstjóri: Larry Charles. Aðalhlutverk: Sacha Baron Cohen, Ben Kingsley, John C. Reilly og Anna Faris. Bandaríkin, 2012. 83 mín. DAVÍÐ MÁR STEFÁNSSON KVIKMYNDIR Nile Marr, son- ur Johnnys Marrs, gítarleik- ara The Smiths, kemur fram á tónlistarhátíð- inni Reykjavík Music Mess sem hefst 25. maí nk. Nile Marr kemur fram undir nafninu Man Made á hátíð- inni og hefur komið fram undir því nafni frá því hann var 16 ára. Marr hlaut árið 2009 veðlaun sem besti karlkyns flytjandinn frá bandaríska hljólabrettafyr- irtækinu Element og hefur m.a. leikið með Broken Social Scene og Bright Eyes. Marr mun halda tónleika á Faktorý föstudags- kvöldið 25. maí kl. 22 og á Kex Hosteli á laugardaginn, 26. maí, kl. 17. Sonur Marrs á R.M.M. Nile Marr Fræðslukvöld ÚTÓN, Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tón- listar, verður haldið í kvöld í Norræna húsinu kl. 19:30. Fjallað verður um stafræna dreifingu á tón- list og m.a. leitast við að svara því hvernig tónlistarmenn koma verkum sínum á netveitur sem selja tónlist og hvernig þeir fái greitt frá erlendum veitum og streymiþjónustum. Hringborðs- umræður fara fram og í þeim taka þátt Ólafur Arnalds tónlist- armaður, Trond Tornes, mark- aðsstjóri netveitunnar Phonofile, og Daddi Guðbergsson frá Grape- wire.net. Fræðslukvöld um stafræna dreifingu Ólafur Arnalds Í gær birtist í Morgunblaðinu frétt þess efnis að sýning á verkum Die- ters Roth yrði opnuð nk. föstudag í Galleríi Fold. Hið rétta er að sýn- ingin hófst föstudaginn sl. og er beð- ist velvirðingar á þessu. LEIÐRÉTT Sýning hófst föstudaginn 18. maí Ákveðið hefur verið að breska rokkhljómsveitin Coldplay komi fram á lokaathöfn Ólympíuleika fatlaðra í London 9. september. Alls taka um 2.000 manns þátt í loka- athöfninni sem hefur verið nefnd Eldhátíðin og verður á Ólympíu- leikvanginum í London. Chris Mart- in, söngvari hljómsveitarinnar, sem er hér á myndinni, sagði það mik- inn heiður að fá að taka þátt í at- höfninni. „Þetta verður eitt af bestu kvöldunum á ferli okkar,“ hefur fréttavefur BBC eftir honum. Ólympíuleikar fatlaðra hefjast 29. ágúst. Coldplay á lokaathöfn Ólympíuleika fatlaðra AP 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH–EB Fbl Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Þri 22/5 kl. 20:00 aukas Mið 30/5 kl. 20:00 15.k Þri 5/6 kl. 20:00 aukas Mið 23/5 kl. 20:00 11.k Fim 31/5 kl. 20:00 16.k Mið 6/6 kl. 20:00 19.k Fim 24/5 kl. 20:00 12.k Fös 1/6 kl. 20:00 aukas Fös 8/6 kl. 20:00 aukas Fös 25/5 kl. 20:00 13.k Lau 2/6 kl. 20:00 17.k Lau 9/6 kl. 20:00 20.k Þri 29/5 kl. 20:00 14.k Sun 3/6 kl. 20:00 18.k Sun 10/6 kl. 20:00 lokas Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Hrífandi saga um þrá og eftirsjá Rómeó og Júlía (Stóra svið ) Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Ógleymanleg uppfærsla Vesturports. Síðustu sýningar! Tengdó (Litla sviðið) Fös 25/5 kl. 20:00 Sun 3/6 kl. 20:00 Fös 8/6 kl. 20:00 lokas Sönn saga. Í samstarfi við CommonNonsense. Síðustu sýningar! Bastards - fjölskyldusaga (Stóra sviðið) Fim 31/5 kl. 20:00 fors Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 2/6 kl. 20:00 Í samstarfi við Vesturport ofl. Aðeins þessar sýningar á Listahátíð Beðið eftir Godot (Litla sviðið) Mið 23/5 kl. 20:00 6.k Fös 1/6 kl. 20:00 Lau 9/6 kl. 20:00 lokas Fim 24/5 kl. 20:00 7.k Lau 2/6 kl. 20:00 Tímamótaverk í flutningi pörupilta Les Misérables - Vesalingarnir (Stóra sviðið) Fim 24/5 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Fim 21/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 Lau 9/6 kl. 19:30 Fös 22/6 kl. 19:30 Lau 26/5 kl. 15:00 Sun 10/6 kl. 19:30 Lau 23/6 kl. 19:30 Síð. sýn. Fös 1/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Lau 2/6 kl. 19:30 Lau 16/6 kl. 19:30 Fimm stjörnu stórsýning! Síðasta sýning 23. júní. Dagleiðin langa (Kassinn) Sun 3/6 kl. 19:30 Mið 6/6 kl. 19:30 Fim 7/6 kl. 19:30 Eitt magnaðasta fjölskyldudrama 20. aldarinnar. Síðustu sýningar. Afmælisveislan (Kassinn) Mið 23/5 kl. 19:30 11.sýn Lau 26/5 kl. 19:30 14.sýn Fös 1/6 kl. 19:30 Fim 24/5 kl. 19:30 12.sýn Mið 30/5 kl. 19:30 15.sýn Lau 2/6 kl. 19:30 Fös 25/5 kl. 19:30 13.sýn Fim 31/5 kl. 19:30 16.sýn Eitt vinsælasta verk Pinters. Ósóttar pantanir seldar daglega. Gamli maðurinn og hafið (Kúlan) Lau 26/5 kl. 17:00 Frums. Lau 9/6 kl. 19:30 Fim 14/6 kl. 19:30 Fös 8/6 kl. 19:30 Sun 10/6 kl. 19:30 Fös 15/6 kl. 19:30 Brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik. Listahátíð 2012 Pétur Gautur (Stóra sviðið) Mið 30/5 kl. 19:30 Gestasýning frá Sviss í leikstjórn Þorleifs Arnarssonar. Listahátíð 2012 Glymskrattinn (Þjóðleikhúskjallarinn) Mið 23/5 kl. 20:00 Frumsýn. Fös 1/6 kl. 22:30 Sun 3/6 kl. 16:00 Fös 25/5 kl. 22:30 Lau 2/6 kl. 22:30 Danssýning eftir Melkorku Sigríði og Sigríði Soffíu Níelsdóttur. Listahátíð TRYGGÐU ÞÉR SÆTI Draghálsi 14 - 16 110 Reykjavík Sími 4 12 12 00 www.isleifur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.