Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.05.2012, Blaðsíða 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. MAÍ 2012 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Allt í tengslum við starfið fer batn- andi á næstu vikum. Raðaðu hlutunum í for- gangsröð og einbeittu þér að einum hlut í einu og þá fara hjólin að snúast. 20. apríl - 20. maí  Naut Það hefur oft sannast að gleðin kemur að innan og hefur ekkert að gera með pen- inga eða félagslegar aðstæður. Njóttu þess að tala við samstarfsmenn þína og félaga. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Tvíburinn vill halda hlutunum opn- um, því í hans huga er ofskipulag þvingað og stíft. Vertu örlátur og þú munt uppskera ríkulega. Hugsaðu um eigin velferð. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur látið reka á reiðanum um sinn og uppgötvar nú hversu langt þig hefur borið af leið. Rasaðu því ekki um ráð fram heldur mundu að allt hefur sinn tíma. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Of miklar upplýsingar gætu flækt mál- in og komið í veg fyrir að þú finnir réttu lausnina. Viðskiptavinir og samstarfsfólk eru samvinnuþýð. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Vertu ljúfur og lítillátur, þegar til þín er leitað. Byrjaðu á því að losa þig við hús- gögn, fatnað, blöð og bækur sem þú hefur ekki lengur þörf fyrir. 23. sept. - 22. okt.  Vog Dagurinn hentar sérstaklega vel til skemmtana og þú skalt gefa þér nægan tíma til að undirbúa hlutina. Gullhamrar þín- ir koma þér alltaf á draumaáfangastaðinn. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hefur alltaf þótt skyn- samlegt að leggja fyrir til mögru áranna. Það er allt í lagi að leyfa sterkum tilfinn- ingum að taka yfir rökhugsunina. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er margur leyndardómurinn sem manninn langar til að finna. Vertu sjálf- um þér samkvæmur og þú öðlast aftur stjórn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þið eigið að gefa ykkur tíma til að njóta félagsskapar vina og vandamanna, fátt er dýrmætara en góðar stundir í þeim ranni. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú hefur mikla frelsisþörf í dag og neitar að láta aðra ráða því hvernig þú lifir þínu lífi. Félagslífið stendur með miklum blóma um þessar mundir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Eitthvað skrýtið hendir í vinnunni. Sýndu sjálfstraust í öllum aðgerðum. Bíddu í einn dag eða svo og athugaðu hvort þú sért reiðubúin(n) til að breyta afstöðu þinni á einhvern máta. Sigurður Sigurðarson dýralækn-ir gaf kollega sínum Jóni Guð- brandssyni og Þórunni Einars- dóttur eiginkonu hans ljósmynd þar sem hún lagði hönd á vanga Jóns og fylgdu vísur gjöfinni: Höndin lögð að hálsi og vanga hjartans kenndum miðlað fær; snerting lífgar alla anga allt frá kolli og niður í tær. Hún með blíðu honum strýkur hjartað svo að slái rótt, unaðurinn engu líkur endist fram á rauða nótt. Gæfu njóti á láði og legi ljúfu hjón sem hér fæ kvatt. Ykkar lífs að endadegi ástarbálið logi glatt. „Það var lítil stúlka hérna sem varð sex vetra í febrúar, systur- barnabarn hennar Ólafar minnar,“ segir svo Sigurður: Ásgerður Birna orðin sex ára máttu trúa, efnileg og ört hún vex orðin vængjuð fljúga. Léttum fótum líður snót um lífið glöð í huga, ýmsum gefur undir fót hún ætlar vel að duga. Litla stúlkan Ásgerður Birna ætlar að kveða á menningarnótt í Reykjavík ásamt öðrum sex ára krökkum í leikskólanum Álf- heimum á Selfossi, en þar hefur Sigurður verið með kvæðalagaæf- ingar. Þetta verður við Geysis- húsið á horni Aðalstrætis og Vest- urgötu 18. ágúst. Þar verður einnig fólk úr kvæðamannafélag- inu Árgala. „Þessi stelpa kvað fyrst er hún var fjögurra ára á þjóðhátíðardaginn 2010 á hátíð- arsvæðinu, hún var svo lítil að það varð að setja hana upp á ræðustól- inn,“ segir Sigurður og klykkir út með: Elti þig gæfan alveg á röndum Ásgerður Birna með skarti fínu; beri þig svo á báðum höndum og baði þig í ljósi sínu. Það hefur komið fram í hinum fjölbreytilegasta kveðskap hversu mjög hefur breytt lífi Péturs Stef- ánssonar að eignast grill. Enn bæt- ist í sarpinn: Sunnudagur og sólin er hlý, söngfugl í runna kveður. Ég ætla að grilla á eftir, því úti er geggjað veður. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af ástföngnum hjónum, kveðandi stúlku og grilli G æ sa m a m m a og G rí m u r G re tt ir S m áf ó lk H ró lfu r h ræ ð ile g i Fe rd in a nd MANSTU ÞEGAR VIÐ HITTUMST FYRST? MANSTU HVAÐ VAR ÞAÐ FYRSTA SEM ÞÚ SAGÐIR VIÐ MIG? MIKIÐ ER ÞETTA SÆTT BANGSABINDI? GOTT OG VEL, ÞAÐ NÆSTA SEM ÞÚ SAGÐIR SEGÐU MÉR SATT HEFURÐU VERIÐ AÐ SKAUTA MEÐ SÆTRI STELPU? HEF ÉG VERIÐ AÐ SKAUTA MEÐ SÆTRI STELPU? ÞAÐ ER GÓÐ SPURNING... HEF ÉG VERIÐ AÐ SKAUTA MEÐ SÆTRI STELPU? HVORT ÉG HEF!! ÆI, NEI! EINHVER SAGÐI EINU SINNI, „ÞÚ GETUR EKKI VALIÐ ÞÉR FORELDRA, EN ÞÚ GETUR NÁÐ HVAÐA MARKI SEM ER MEÐ ÞVÍ AÐ LEGGJA HART AÐ ÞÉR” HVER SAGÐI ÞETTA? KONUNGUR- INN ÉG ER ORÐIN ÞREYTT Á ÞVÍ AÐ ÞÚ TAKIR ÞENNAN FEITA, RAUÐKLÆDDA, GAMLA KALL FRAM YFIR MIG Seint á síðasta ári hófust fram-kvæmdir við nýjan og stærri knattspyrnuvöll í Grundahverfi á Kjalarnesi, 116 Reykjavík. Gamla vellinum var rutt í burtu og svæðið stækkað á alla kanta. Ætli þessi nýja æfingaaðstaða Ungmenna- félags Kjalnesinga, UMFK, sé ekki á að giska fjórum sinnum stærri en sú gamla. x x x Víkverji hefur heimildir fyrir þvíað ljúka hafi átt fram- kvæmdum á síðasta ári en það tókst ekki. Þær áttu svo að hefjast aftur í vor en lítið sem ekkert hefur ennþá gerst og langt liðið á maí- mánuð. Nú hefur Víkverji enga reynslu af gerð knattspyrnuvalla en skjöplist leikmannsauganu ekki er tiltölulega lítið verk óunnið þangað til hægt verður að þekja hinn nýja völl. Þá þurfa að líða nokkrar vikur uns hægt verður að spyrna á vell- inum. x x x Fari verktakinn, sem fram-kvæmdasvið Reykjavíkurborgar fékk til verksins, ekki að gyrða sig í brók óttast Víkverji að lítið sem ekkert verði hægt að æfa á hinu nýja svæði í sumar. Það er baga- legt, ekki síst í ljósi þess að gamli völlurinn er horfinn. x x x Það þýðir að UMFK þarf alfariðað treysta á lítinn battavöll með gervigrasi við Klébergsskóla sem komið var upp fyrir fáeinum árum. Það verk tók líka óratíma, raunar miklu lengri tíma en fróðir menn sem Víkverji leitaði á sínum tíma álits hjá töldu eðlilegt. Full- yrtu sömu álitsgjafar að fram- kvæmdatími við slíka velli væri tal- inn í vikum, jafnvel bara dögum, í flestum öðrum hverfum Reykjavík- ur – en ekki mánuðum eða árum. Hverju sætir þetta? x x x Víkverji skorar hér með á fram-kvæmdasvið Reykjavík- urborgar að spýta í lófana og koma hinum nýja og væntanlega glæsi- lega knattspyrnuvelli á Kjalarnesi í gagnið hið fyrsta! víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Biðjið og yður mun gef- ast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7.) Pöntunarsími: 535 1300 Brettahillukerfi fyrir stór sem smá vöruhús eða lagera, miklir stækkunar- möguleikar. HILLUKERFI fyrir vöruhúsið, smávörulagerinn og starfsmannaaðstöðuna Minna kerfi en uppbyggt á svipaðan hátt og stærra brettahillukerfið. Miklir stækkunar- möguleikar. Smærri hillukerfi sem henta vel á smávörulagerinn eða í bílskúrinn. TA K T IK /3 7 7 3 /3 x 1 5 m b l m a r 1 2 Nokkrar stærðir og val um hurðafjölda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.